Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 39 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl. 9-16.30, leikfimi kl. 8.30, postulínsmálning kl. 9-12, gönguhópur kl. 11, postulínsmálning kl. 13. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handav. kl. 9-16.30, smíði/útskurður kl. 9-16.30, heilsugæsla kl. 10-11.30. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, almenn handavinna, glerlist/opið verkstæði, morgunkaffi/ dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður, spiladagur, kaffi. Dalbraut 18-20 | Vinnust. í handm. opin kl. 9-16. leiðb. Halldóra frá kl. 9-12. Framsögn kl. 14 leið. Guðný. Félagsvist kl. 14. Dalbraut 18-20 | Vinnust. í handm. opin kl. 9-16. Leiðb., Halldóra, frá kl. 13-16, leikfimi kl. 10, Guðný. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði, Stangarhyl 4, kl. 10. Söngvaka kl. 14, umsjón Sigurður Jónsson og Helgi Seljan. Söngfélag FEB, æfing kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl. 9.30, glerlist kl. 9.30 og kl. 13, handavinna kl. 10, leiðbeinandi verður við til kl. 17. Félagsvist kl. 13, söngur kl. 15.15, Guð- rún Lilja mætir með gítarinn. Viðtalstími FEBK kl. 15-16. Bobb kl. 16.30, línudans kl. 18, samkvæm- isdans kl. 19, Sigvaldi kennir. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, hádegisverður kl. 11.40, postulínsmálning og kvennabridds. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9, 9.45 og 10.30, bridds og bútasaumur í Jónshúsi kl. 13. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9- 16.30, m.a. handavinna og tréútskurður, sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.50, dansæfing kl. 10. Föstud. 16. nóv. ,,Dagur íslenskrar tungu“ í Fellaskóla, m.a. syngur Gerðubergskórinn undir stjórn Árna Ísleifs. Uppl. á staðnum og s. 575- 7720. Furugerði 1, félagsstarf | Aðst. við böðun kl. 9, bók- band kl. 13.15, létt leikfimi og framhaldssagan kl. 14, kaffiveitingar kl. 15. Hraunbær 105 | Handavinna og útskurður kl. 9, ganga kl. 11, hádegismatur kl. 12, bridds kl. 13, kaffi kl. 15. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16 hjá Sigrúnu, jólasokkar, taumálun, glermálun o.fl. Jóga kl. 9, Sóley Erla. Samverustund kl. 10.30, lestur og spjall. Böðun fyrir hádegi. Hársnyrting. Hæðargarður 31 | Ganga virka daga kl. 9 og laug- ard. kl. 10. Ókeypis tölvuleiðbeiningar til 14. des. á miðvikud. og fimmtud. kl. 13.15-15. Skapandi skrif Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlilst, hug- vekja, fyrirbænir, léttur málsverður í safnaðarheim- ili eftir stundina. Starf eldri borgarara kl. 13.30, spil- að og spjallað. Kirkjuprakkarar 7-9 ára kl. 16. TTT 10-12 ára kl. 17. Æskullýðsfélag KFUM&K og kirkj- unnar kl. 20. Bústaðakirkja | Starf eldri borgara kl. 13-16.30. Spilað, föndrað og handavinna og gestur kemur í heimsókn. Dómkirkjan | Hádegisbænir kl. 12.10-12.30. Léttur hádegisverður á kirkjuloftinu á eftir. Bænarefnum má koma á framfæri í síma 520-9700 eða með tölvupósti til domkirkjan@domkirkjan.is. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Fyrirbænir, altarisganga og tónlist. Léttur hádegisverður á vægu verði að lokinni stundinni. TTT fyrir börn 10- 12 ára kl. 17-18 í Rimaskóla og Korpuskóla. Grensáskirkja | Samverustundir aldraðra kl. 12, matur og spjall, helgistund kl. 14. Hallgrímskirkja | Árdegismessa kl. 8. Íhugun, alt- arisganga, bænir. Morgunverður í safnaðarsal eftir messuna. Háteigskirkja | Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Hjallakirkja | Fjölskyldumorgunn kl. 10-12. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Bænastund kl. 12, máltíð í lok stundarinnar. Kristilegur kvennafundur kl. 20, hjálparflokkur. Nánari uppl. í s. 462-4406/ 896-6891. KFUM og KFUK | Alþjóðleg bænavika KFUM og KFUK. Bænastundir eru á hverjum degi þessa viku kl. 12.15-13 á Holtavegi 28. Léttur hádegisverður eftir bænastundina. Kristniboðssalurinn | Samkoma kl. 20. „Flytja Guðs orð óskorað“. Ræðumaður er Jónas Þórisson. Nytjamarkaður SÍK: Kristín Bjarnadóttir segir frá. Kaffi eftir samkomuna. Langholtskirkja | Hádegisbænagjörð með orgelleik og sálmasöng kl. 12.10, léttur málsverður kl. 12.30 (kr. 300). Starf eldri borgara kl. 13-16, söngur, spil, föndur, spjall, kaffisopi. Laugarneskirkja | Foreldramorgunn kl. 10, göngu- hópurinn Sólarmegin kl. 10.30. Kirkjuprakkarar kl. 14.10. (1.-4. bekkur) Fermingarfræðsla kl. 19.30, unglingakvöld kl. 20.30. (8. bekkur) Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Sigurður Árni Þórðarson. Opið hús kl. 15, dr. Þór Jakobsson verðurfræðingur segir frá föður sínum Jakobi Jónssyni dr. theol., fyrrum sóknarpresti í Hallgrímskirkju. Kaffiveitingar á Torginnu. Ytri-Njarðvíkurkirkja | Barnakór Njarðvíkurkirkna æfir kl. 17. Stjórnandi er Gunnhildur Halla Baldurs- dóttir. Þórðar Helgasonar cand. mag. og framsagnar- námskeið Soffíu Jakobsdóttur leikkonu. Námskeið í jólapakkaskreytingum, Hjördís Geirs kl. 13.30 í dag. S. 568-3132. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthúsinu Dalsmára kl. 9.30-11.30. Ringó í Smáranum kl. 12-13.50. Línu- dans í Húnabúð Skeifunni 11, kl. 17-18.30. Uppl. í síma 564-1490. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er Listasmiðjan opin kl. 13-16. Korpúlfar Grafarvogi | Á fimmtudag kl. 10 er pútt hjá á Korpúlfsstöðum. Kvenfélag Kópavogs | Fundur kl. 20 í sal í félagsins. Gestur fundarins verður Katrín Þorkelsdóttir snyrtifræðingur. Einnig verður tískusýning í fatnaði frá versl. Zik zak í Hamraborg. Gestir velkomnir. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkrunarfræðingur við kl. 10.30, leikfimi kl. 11, handverksstofa opin kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30. Norðurbrún 1 | Smíðastofan kl. 9-16, vinnust. í handm kl. 9-16 m/leiðb. Halldóru, kl. 9-12 félagsvist kl. 14. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu | Félagsvist í Hátúni 12, kl. 19. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9-12, aðstoð v/böðun, kl. 9.15-16, handavinna kl. 10-12, sund kl. 11.45, hádegisverður kl. 12.15, verslunarferð í Bónus kl. 13-16, tréskurður kl. 14.30-15.45, kaffi- veitingar. Vesturgata 7 | Kortagerð 15. nóv. kl. 13-16 og 16. nóv. á handavinnustofu. Vinahópur | Bridds á Hótel Sögu kl. 13. Vinahópur (áður Vinahjálp), er hópur eldri kvenna sem spilar bridds annan hvern miðvikudag. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, handa- vinnustofa opin frá kl. 9.00-16.30, morgunstund kl. 10, leikfimi kl. 11, verslunarferð kl. 12.30, upplestur kl. 12.30, bókband kl. 13, dans kl. 14 við undirlek vitatorgsbandsins. Þórðarsveigur 3 | Handavinna kl. 9, opinn salur kl. 13, ganga kl. 14, botsía kl. 15. Kirkjustarf Áskirkja | Samverustund í neðri safnaðarsal kl. 11. Hreyfing og bæn. Bessastaðasókn | Foreldramorgunn í Holtakoti kl. 10-12. Fræðsla, hressing og góð leikaðstaða fyrir börnin. Starf eldri borgara er í Litlakoti kl. 13-16. Samvera, skemmtun og spjall. Kaffi og bænastund í lok dags. Bessastaðasókn | Bæna- og kyrrðarstund í Leik- skólanum Holtakoti kl. 20-21. dagbók Í dag er miðvikudagur 14. nóvember, 318. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Og hann sagði við þá: Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins. (Markús 2, 27.) Ídag, 14. nóvember, er alþjóðlegisykursýkidagurinn. Sigríður Jó-hannsdóttir er formaður Sam-taka Sykursjúkra: „Sykursýki er alvarlegur sjúkdómur sem getur far- ið leynt hjá fólki og skert lífsgæði veru- lega ef ekki er hugað tímanlega að greiningu og meðferð.“ Sykursýkidagurinn er nú haldinn í fyrsta skipti sem hluti af vitundarvakn- ingar-dagatali Sameinuðu þjóðanna: „Sykursýki er fyrsti sjúkdómurinn sem ekki er smitsjúkdómur sem fær þessa stöðu í starfi SÞ. Það er ekki síst vegna vaxandi tíðni sykursýki að ástæða er til að vekja aukna athygli á hvernig fyr- irbyggja má áunna sykursýki,“ út- skýrir Sigríður. Sykursýki er af tvennu tagi: Tegund 1 af sykursýki er meðfædd og kemur oft fram á yngri árum. Tegund 2 af syk- ursýki kemur frekar fram eftir miðjan aldur vegna minnkaðs insúlínsviðnáms og skertrar insúlínframleiðslu, oft vegna neysluvenja: „Algengt er að fólk gangi með sykursýki án þess að gera sér grein fyrir því. Það finnur þá fyrir slappleika og þreytu, þarf oftar að pissa en áður, og ágerast einkennin hægt og bítandi. Alltof margir upp- götva ekki að þeir eru með sykursýki fyrr en meiriháttar heilsukvilli kemur fram,“ segir Sigríður. Á sykursýkidaginn er minnt á mik- ilvægi þess að láta mæla blóðsykur reglulega og stunda heilbrigt líferni: „Þingmönnum og starfsmönnum Al- þingis verður boðið upp á blóðsyk- urmælingu um miðjan dag, og Höfði verður lýstur upp í bláu ljósi í tilefni dagsins,“ segir Sigríður. „Auðvelt er fyrir almenning að fá blóðsykurmæl- ingu hjá læknum og heilsugæslum og ráðlegt að fara í mælingu árlega eftir fimmtugt. Til að forðast áunna syk- ursýki gildir að halda kjörþyngd, og ekki hvað síst stunda reglulega hreyf- ingu.“ Einnig er dagurinn notaður til að safna fyrir aðstoð við sykursjúk börn í fátækum löndum: „Á slóðinni www.life- forachild.org má styðja gott starf til að færa börnum í mikilli þörf insúlín og aðra læknisþjónustu,“ segir Sigríður að lokum. Sjá nánar á www.diabetes.is Heilsa | Mælt er með blóðsykurmælingu árlega þegar miðjum aldri er náð Meðvituð um sykursýki  Sigríður Jó- hannsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1957. Hún lauk stúdentsprófi frá MH 1980 og nam sagnfræði við Há- skóla Íslands. Sig- ríður starfaði hjá Póst- og síma- málastofnun, síðar hjá Rannsókna- þjónustu Háskólans og er nú skrif- stofumaður hjá Fræðslumiðstöð at- vinnulífsins. Hún tók við stöðu for- manns Samtakra sykursjúkra í vor en hefur setið í stjórn og verið ritstjóri samtakanna í 7 ár. Sigríður situr einn- ig í framkvæmdastjórn ÖBÍ. Tónlist Norræna húsið | Á háskólatón- leikum kl. 12.30, flytja Marta Guð- rún Halldórsdóttir og Snorri Sig- fús Birgisson verk Finns Torfa Stefánssonar, Um ástina, við ljóð Páls Ólafssonar. Aðgangseyrir er 1.000 kr., 500 kr. fyrir eldri borg- ara og öryrkja en ókeypis fyrir nemendur HÍ. Uppákomur Bókasafn Hafnarfjarðar | Upp- lestur úr jólabókum ljóð og örsög- ur, Kristín Svava Tómasdóttir, Sig- urlín Bjarney Gísladóttir og Guðrún Hannesdóttir lesa úr nýj- um bókum sínum. Ragnheiður Gröndal, söngkona og Ásgeir Ás- geirsson gítarleikari flytja tónlist Fréttir og tilkynningar Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við Ráðhúsið á Akranesi kl. 10-17. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar- og fataúthlutun kl. 14-17 í Hátúni 12b. Tekið við hreinum fatnaði og öðrum varningi á þriðjudögum kl. 10-15. Sími 551- 4349, netfang maedur@simnet.is Rannsóknasetur í barna- og fjöl- skylduvernd | Sænska sendiráðið mun í samvinnu við félagsráð- gjafarskor og RBF hafa málstofu kl. 12.15, í HÍ í tilefni af 100 ára af- mæli Astrid Lindgren. Madeleine Ströje-Wilkens, flytur ávarp og dr. Guðrún Kristinsdóttir fjallar um rannsóknir sínar á félagslegum aðstæðum barna og barnavernd. 20.30-21.30. Húsið opnað kl. 20. Efni fundarins er: Höfum við aðr- ar áhyggjur af samkynhneigðum börnum okkar en hinum? Krabbameinsfélagið | Endurhæf- ing Landspítalans í Fossvogi og Ráðgjafarþjónusta Krabbameins- félagsins halda fræðslufund kl. 13- 14 um endurhæfingu og úrræði fyrir fólk sem greint er með krabbamein og aðstandendur þess í Skógarhlíð 8, 1. hæð. Thorvaldsen Bar | Samtök vef- iðnaðarins (SVEF) halda bjórkvöld 14. nóv. kl. 20. Umræðuefnið er Microformats. Gestur verður Bri- an Suda, ráðgjafi hjá TM Sotware – Origo og einn fremsti sérfræð- ingur um Microformats í heim- inum í dag. Nánari upplýsingar á www.svef.is. eftir norrænar konur. Gamli bærinn í Laufási | Bað- stofukvöld verður 15. nóvember kl. 20. Þór Sigurðsson, bassi og safnvörður á Minjasafninu á Akur- eyri, mun segja draugasögur. Tak- markað sætapláss, pantað í síma 463-3104. Miðaverð 500 kr. Kaffi og smákökur 300 kr. í Gamla prestshúsinu. Hrafnista, Reykjavík | Hinn ár- legi jólabasar iðjuþjálfunar Hrafn- istu í Reykjavík verður haldinn 17. nóvember kl. 13-17. Á sama tíma verður vöfflukaffi Ættingjabands- ins frá kl. 13.30 á 4. hæð Hrafn- istu. Fyrirlestrar og fundir Hús samtakanna ’78 | Sam- verustund hjá FAS í húsnæði kl. FRÉTTIR Rangt nafn bæjarstjóra EKKI var farið rétt með nafn bæjarstjórans í Fjallabyggð í frétt um sölu íbúðarhúsa í eigu bæjarins í Morgunblaðinu í gær. Bæjarstjórinn heitir Þórir Kr. Þórisson. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT FÉLAG harmonikuunnenda í Reykjavík heldur um þessar mundir upp á þrjátíu ára af- mæli sitt. Það var stofnað 8. september 1977, af nokkrum áhugamönnum og konum um harmonikuleik. Í tilefni þessa gerir félagið sér dagamun. Segja má að af- mælisveislan hafi byrjað um Verslunarmannahelgina, þegar sænski harmonikuleikarinn Lars Ek, hélt tónleika á harm- onikuhátíðinni „Nú er lag“ í Árnesi. Næsti liður í hátíðarhaldinu verður föstudaginn 16. nóvem- ber nk., með tónleikum harm- onikusnillingsins Emil Johan- sen í Grafarvogskirkju kl. 20.30. Emil Johansen er þrítug- ur Norðmaður sem hefur unnið til fjölmargra verðlauna fyrir leik sinn og má þar nefna Noregsmeistaratitil, Frosini- meistaratitil auk fleiri viður- kenninga. Tónleikarnir eru öll- um opnir. Afmælisárshátíð félagsins verður síðan haldin í Breiðfirð- ingabúð, laugardaginn 17. nóv- ember nk. í samvinnu við Þjóð- dansafélag Reykjavíkur. Veislustjóri verður Niels Árni Lund. Harmonikuhljómsveit Einars Guðmundssonar frá Akureyri leikur fyrir dansi frá kl. 22.30. Afmælishátíðinni lýkur í Ráðhúsi Reykjavíkur laugar- daginn 24. nóvember, þegar allir bestu harmonikuleikarar, ásamt nokkrum góðum gestum félagsins, verða teknir til kost- anna á tónleikum sem hefjast kl. 14. Allir eru hjartanlega vel- komnir og aðgangur er ókeyp- is. Félag harmonikuunnenda fagnar 30 ára afmæli sínu FÉLAGIÐ Einstök börn sem er stuðningsfélag barna með sjald- gæfa alvarlega sjúkdóma er með til sölu jólakort til fjáröflunar nú fyrir jólin eins og undanfarin ár. Myndin á kortinu heitir „Þátt- taka“ og er eftir Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, listakonu, sem gaf félaginu myndina. Einnig er verið að selja glæsileg grýlukerti úr gleri með merki félagsins og ártali. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu félagsins www.einstok- born.is Kortin er hægt að panta í síma 699–2661 og 895–8661 eða á netfangið einstokborn@einstokborn.is Jólakort Einstakra barna HAUSTRÁÐSTEFNA Matís, fer fram á Grand hóteli hinn 15. nóvem- ber 2007. Á ráðstefnunni, sem er frá 12.30 til 16.30, verður leitast við að svara spurningum á borð við hvers vegna grænmeti sé hollt, hvort þorskeldi eigi framtíð fyrir sér á Ís- landi, hvers vegna fólk vill ekki stressaðan eldisfisk og hvort fólk viti yfirhöfuð hvaðan maturinn þess er. Meðal þeirra sem flytja erindi eru: Þorleifur Ágústsson, Matís: Rannsóknir í þorskeldi: lykill að verðmætasköpun. Björn Þrándur Björnsson og Ragnar Jóhannsson, Matís: Eiga tilapia og barramundi heima hér? Nýjar tegundir í fiskeldi. Emilía Martinsdóttir, Matís: Hvers vegna vill fólk ekki stressaðan eldis- fisk? Aukin vitund neytenda um fiskeldi hefur áhrif á neytendur. Á ráðstefnunni verður ennfremur hægt að kynnast matarhönnun sem er vaxandi þáttur í vöruhönnunar- deild Listaháskóla Íslands. Gestir eiga þess kost að bragða á blóð- bergsdrykkjum og gæða sér á súkkulaðifjöllum. Þá geta þeir einn- ig kynnst fiskeldistegundum sem verða sífellt vinsælli erlendis. Má þar nefna tilapia og barramunda svo dæmi séu tekin. Á þorskeldi framtíð fyrir sér? ITC-deildin Stjarnan í Rangárvallasýslu ætlar að etja kappi í ræðu- mennsku við sveitarstjórnarmenn í Rangárþingi. Keppnin fer fram í dag, miðvikudag. Umræðuefnið verður: „Leggja á hraðbraut með bundnu slitlagi í Þórsmörk“. Lið sveitarstjórnarmanna mælir með tillögunni en ITC konur mæla gegn tillögunni. Fundurinn verður haldinn í Félags- heimilinu Hvoli á Hvolsvelli og eru allir velkomnir. ITC konur etja kappi við sveitarstjórnarmenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.