Morgunblaðið - 14.11.2007, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 14.11.2007, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 33 um til að hittast og fara út að borða og vanalega kjafta fram eftir öllu. Ekki má svo gleyma New York-ferð- inni okkar fyrir hartnær ári. Hún er auðvitað ógleymanleg og við vorum farnar að leggja drög að annarri slíkri von bráðar. Ef það var eitthvað sem þú naust umfram annað þá var það íslensk náttúra, fara í göngur og anda að þér fersku lofti. Margar ferðirnar náðirðu að fara í en aðrar léstu þig dreyma um. Einni göngu náðum við saman í sumar sem var yndislegt og við nutum til hins ýtr- asta. Það er ekki hægt að segja að lífið hafi alltaf verið dans á rósum hjá þér Marta mín þótt auðvitað hafirðu átt mörg yndisleg ár líka. En það var sama hvert vandamálið var, alltaf var tekið á því af aðdáunarverðri skynsemi. Öll litlu skrefin sem þú tókst og markmiðin sem þú settir þér voru vel ígrunduð. Þú leist á veik- indin eins og verkefni sem þú þyrftir að klára til að takast á við hversdags- lífið. Grænlandsförin var eitt af verk- efnunum þínum sem hugsað var til að setja punktinn aftan við þennan kafla, veikindin voru að baki. Nýr tími að taka við enda leit allt svo vel út. Öll þessi barátta sem átti sér stað og hvað ég var oft búin að fyllast stolti af þér þegar áfangasigrum var náð. En þetta blessaða líf er stund- um svo furðulegt og svo ósanngjarnt. Ég mun sjálfsagt seint fá skilið hver tilgangurinn hefur verið með þessu öllu saman. Það sem ég get gert er að þakka fyrir að hafa kynnst þér og notið stundanna með þér. Þín er sárt saknað. Hvíl í friði. Elsku Andrea mín, Halla og Guðmundur, Nilli, Matta, fjölskyldur og vinir. Ég votta ykkur mína dýpstu og innileg- ustu samúð. Guðný. Við Marta ólumst upp hlið við hlið í Mánasundinu og gengum hvort inn á annars heimili án þess að banka. Þá var ekki búið að malbika götuna og við húsið þeirra í Mánasundi 6 var sver og hár ljósastaur úr tré sem lyktaði af tjöru. Þar lékum við krakkarnir í hverfinu „fallin spýtan“ og í ómalbikaðan malarveginn dróg- um við strik til að afmarka brenni- boltavöll. Marta var meistari í að skjóta sér undan boltanum og stóð oftar en ekki uppi sem sigurvegari. Þegar hún er nú dáin dettur mér ekki annað orð en sigurvegari í hug eftir að hafa fylgst með henni úr fjar- lægð ganga í gegnum erfiðleika og veikindi. Fjölskylda Mörtu er fjölskylda mín í samhengi litla þorpsins. Gamla eldhúsborðið okkar, sem nú er ónýtt, á sér ekki stað í minningunni nema fyrir það fólk sem sat í kringum það. Í hjarta mínu sit ég við það borð með Höllu, Gvendi og Nilla og syrgi vin- konu mína. Hugur okkar hjóna er hjá fjölskyldu Mörtu og Andreu litlu. Þótt Marta verði nú jarðsungin í þeirri kirkju þar sem við klifruðum saman upp í turn á steypustyrktar- járnunum þegar hún var í byggingu, þá mun sigurvegarinn lifa í huga okkar hinna – sú sem gekk á jökul- inn, sú sem barðist við krabbamein og sú sem sigraði í brennibolta. Bergur Þór Ingólfsson. Af hverju af hverju spyr maður sig aftur og aftur, og engin svör. Ég sit hérna og er að reyna að skrifa um hana Mörtu mína. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem ég sit og skrifa minningargrein um persónu sem var mér náin og hefur verið tek- in frá okkur allt of snemma. Það er ekki langt síðan ég hitti Mörtu og urðu miklir fagnaðarfundir þá eins og alltaf þegar við hittumst. Ég á eft- ir að sakna þessara funda. Ég og Marta vorum jafnaldrar og gengum saman í grunnskóla Grinda- víkur, við fermdumst saman og byrj- uðum saman í Fjölbrautaskóla Suð- urnesja. Þar áttum við oft góðar stundir saman. Á þessum tíma vorum ég og Nilli bróðir hennar mikið saman og hafði hún mjög gaman af okkur frændun- um. Marta var mikil keppnismann- eskja og var það í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Marta frænka var alltaf til í að hjálpa ef maður bað um greiða. Einu sinn sem oftar var ég að vandræðast við fatakaup, þá var Marta mætt á staðinn og var ekki lengi að velja föt á kauða enda vön að hjálpa stóra bróður. Síðastliðin ár höfum við ekki sést mikið vegna þess að ég bý í Dan- mörku en þegar við hittumst var það alltaf jafn gaman og við töluðum saman eins og við hefðum hist í gær. Fyrir ári var fyrirtækið sem ég vann fyrir með verkefni á Íslandi og var ég svo heppinn að fá að fara í þá ferð og gisti ég í Grindavík. Eitt kvöldið ákvað ég að kíkja til Gvendar og Höllu og sögðu þau mér að Marta væri nýfarin frá þeim og að henni þætti örugglega vænt um að hitta mig. Ég fór og heimsótti hana þó að klukkan væri orðin margt. Það var svo gaman að sjá hvað hún var glöð, hress og leit vel út. Ekki hefði ég trú- að því þá að hún ætti bara eitt ár eft- ir. Ég kveð þig með söknuði og þú munt ávallt eiga stað í hjarta mínu. Elsku Marta þín verður sárt sakn- að. Ég og fjölskylda mín viljum votta fjölskyldu Mörtu og dóttur hennar Andreu Björt okkar dýpstu samúð. Megi guð geyma og varðveita ykk- ur öll. Þín ótrúlega ég sakna Oft skynja ég lífið sem ljótan draum og leita þín er ég vakna (neo) Þú einn, í ljós er leiddir það líf, er aldrei dvín, og sjálfan dauðann deyddir, ó, Drottinn minn, til þín ég leita lífs í mæðum, því líf og sál er þreytt, æ, send mér hjálp af hæðum, er huggun fái veitt. Þitt lífsins ljósið bjarta, æ, lát þú, Drottinn minn, í mínum hug og hjarta æ hafa bústað sinn, á friðar leið það lýsi um lífsins sporin myrk og réttan veg mér vísi með von um trúarstyrk. (Þorsteinn Þorkelsson) Sveinbjörn Ágúst Sigurðsson. Magnaða Marta eru orðin sem koma upp í huga okkar þar sem við sitjum og minnumst kærrar vinkonu og samstarfskonu í Grunnskóla Grindavíkur, Mörtu Guðmundsdótt- ur, sem lést langt fyrir aldur fram. Hún var hvatamaðurinn að stofnun Bókaklúbbsins, sem tengdi okkur allar sterkum böndum. Oftast var hún sú eina sem hafði lesið heima þegar við hittumst og áttum góðar stundir saman. Við hinar spurðum bara hvaða bók hefði átt að lesa eða höfðum lesið eitthvað allt annað. Hún innleiddi jólaglögg og litlu jól Bókaklúbbsins sem hún hélt heima hjá sér eins og henni einni var lagið. Saman fórum við í eftirminnilegar sumarbústaðaferðir, hin síðasta var í september síðastliðnum. Við slógum upp golfmóti og Marta, sem hafði aldrei snert á kylfu, vann farandbik- arinn! Fyrir okkur var Marta markmiða- kona og með aðdáun fylgdumst við með hvernig hún setti sér metnaðar- full markmið í einkalífinu, í vinnunni, í veikindum sínum, og hvernig hún vann ötullega að því að ná þeim. Marta var mikill fagurkeri og kunni að gera vel við sig í þeim efn- um. Hún hafði fallega hluti í kringum sig, sótti leikhús og tónleika og tók þátt í lífi og list af hjartans einlægni. Hollustan og heilbrigt líferni var í fyrirrúmi og fannst okkur skemmti- legt hvernig hún gat sökkt sér í upp- skriftir og tal um mat. Marta var fylgin sér, hreinskilin, hreinskiptin, ákveðin, vinur vina sinna og hafði mjög sterkar skoðanir á mönnum og málefnum. Hún var einnig stolt kona og kom það berlega í ljós þegar við urðum að fara hárfína leið að henni til að fá hana til að sam- þykkja að við stæðum fyrir fjáröflun fyrir hana eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein. Hún hafði þar hönd í bagga og lagði m.a. til að fjár- öflunin færi fram 19. júní á kvenrétt- indadaginn. Það átti vel við því að á þessari samkomu voru saman komn- ar um 100 konur á afskaplega skemmtilegri og eftirminnilegri samkomu þar sem hún, í okkar huga, var svo sannarlega ein af kvenhetj- unum. Stundum gustaði hressilega af Mörtu, hún gekk í verkin og ekkert kjaftæði. Þegar hún var í þessum gírnum hafði hún alveg húmor fyrir því þegar við hlógum að henni því hún þekkti sjálfa sig það vel. Í huga hennar voru erfiðleikar til að sigrast á. Hún leit á sjúkdóm sinn sem viðfangsefni til að takast á við og vinna úr. Þetta var einfaldlega verk- efni sem þurfti að leysa og eins og hún sagði sjálf þegar hún greindist í fyrra skiptið, viðfangsefnið þurfti að vinna 90% andlega og 10% líkam- lega. Við erum þakklátar fyrir að hafa kynnst Mörtu og notið samvista með henni þennan tíma. Hún markaði djúp og eftirminnileg spor í líf okkar allra. Augasteininn hennar Mörtu, sem hún elskaði og lifði fyrir er Andrea Björt og finnst okkur skemmtilegt að sjá hvernig sterku, öflugu genin hennar Mörtu birtast í dóttur henn- ar. Elsku Andrea Björt, þér og öðr- um aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Bókaklúbburinn, Guðrún Inga, Kristín M., María Eir, Rósa Signý og Sólný. Ég kveð í dag kraftmikla og ákveðna unga konu sem ég kynntist fyrir tíu árum. Leiðir okkar lágu fyrst saman í Edinborg þar sem fjöl- skyldur okkar beggja bjuggu í tvö ár. Samband okkar byggðist hægt og örugglega upp og þróaðist í trausta og góða vináttu. Þótt við byggjum síðar hvor í sínu landinu slitnaði aldrei strengurinn sem myndaðist á milli okkar í Skotlandi og er það ekki síst að þakka trygg- lyndi því sem einkenndi Mörtu. Marta var góð og fyrirmynd varð- andi lífsstíl, sérstaklega sú festa sem hún sýndi í heilbrigðum lífsháttum. Hún kom sínum skoðunum til skila með festu og ákveðni og var mér fyr- irmynd að því leyti, þó svo að ekki væru allir jafn fúsir að taka við boð- skapnum. Hún var ekkert að skafa utan af því ef henni mislíkaði gjörðir okkar hinna. Marta var hetjan okkar allra. Af henni geislaði óbilandi þrek og hreysti. Hún var fljót að tileinka sér góða siði, sérstaklega ef minnst var á hollustu og hreyfingu. Að hreyfa skrokkinn og halda sér í formi var henni mikils virði. Þegar við fórum eitt sinn saman í sumarfrí voru hlaupaskórnir með. „Jú, ég verð að taka sprettinn á hverjum degi.“ Skórnir fengu að finna fyrir því. Marta var vel lesin og naut þess að hlusta á tónlist. Þar var gott að heimsækja Mörtu og bjó hún sér og dóttur sinni ávallt fallegt heimili. Marta hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Alltaf var hún að leita lausna á viðfangsefnum, bæði fyrir sjálfa sig og aðra. Marta var leiðtogi og gerandi í lífshlaupi sínu og fór sínar eigin leið- ir. Hún ákvað að ljúka kennaranámi, hóf störf erlendis og líkaði strax vel. Marta var góð móðir og traustur uppalandi, alltaf var hægt að leita eftir góðum ráðum sem sum komu þótt ekki væri beðið um þau. Þannig hikaði hún ekki við að benda mér á ef henni fannst barnið vera að ganga of langt. Börn ættu sjálf að bera ábyrgð og það þurfti að hafa reglu á hlut- unum. Þegar fjölskylda mín fluttist vestur um haf í nokkur ár leið stund- um nokkur tími á milli þess að við töl- uðumst við en í staðinn urðu sam- tölin lengri og einlægari. Þegar sjúkdómurinn barði dyra hélt Marta sínu striki og lét ekki slá sig út af laginu. Þetta var eins og hver önnur áskorun. Þjóðin varð ber- sýnilega vör við það þegar hún lagði Grænlandsjökul og jók án efa styrk annarra sem berjast við þann vágest sem krabbamein er. Á þessum tíma leit út fyrir að Marta myndi hafa bet- ur en svo reyndist ekki vera. Síðasta heimsókn mín til Mörtu á sjúkrabeðinn var mér mjög dýrmæt og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja vinkonu mína. Marta bjó alltaf að því að eiga eins trausta og heilsteypta fjölskyldu og nokkur get- ur óskað sér. Elsku Andrea, foreldar og systkini, ég bið þess að guð gefi ykkur styrk í sorginni. Ég krýp hjá þér á kné, og kveð þig nú. Í huga hetju sé, heila í styrk og trú. Kæra vinkona, takk fyrir allt. Kolbrún Kristjánsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Mörtu Guðmundu Guðmundsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR (Dúna), lést á hjúkrunardeild Seljahlíðar, Hjallaseli 55 í Reykjavík, þann 8. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Seljahlíðar fyrir alúð og hlýhug í hennar garð. Sigríður Björnsdóttir, Helga Björnsdóttir, Dagný Björnsdóttir, Ragnar Guðmundsson, Pétur H. Björnsson, Sigurdís Sigurbergsdóttir, Björn Logi Isfoss, Katarina Isfoss, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA LÓRÝ ERLINGSDÓTTIR, Vatnsnesvegi 29, Keflavík, lést á Tenerife miðvikudaginn 7. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurður Sverrir Einarsson, Sigurður Júlíus Sigurðsson, Marta V. Svavarsdóttir, Helga Ellen Sigurðardóttir, Benjamín Guðmundsson, Ólafía Þórey Sigurðardóttir, Hallgrímur I. Guðmundsson, Ásta Rut Sigurðardóttir, Þórhallur Sveinsson, Pálína Hildur Sigurðardóttir, Rafnkell Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN S. BJÖRNSDÓTTIR kennari, Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis í Sólheimum 25, sem lést mánudaginn 5. nóvember, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 16. nóvember kl. 15.00. Kristín Gísladóttir, Jakob Kristinsson, Örn Gíslason, Guðrún Áskelsdóttir, Björn Gíslason, Karólína Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.