Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Í dag eru hundrað ár liðin fráfæðingu eins ástsælasta barna-bókahöfundar sögunnar, Ast- rid Lindgren. Flestir hafa lesið ein- hverja af bókum hennar og margir hverjir eiga sér eftirlætis persónu meðal þeirra fjölmörgu sem Lind- gren skapaði. Og af nógu er að taka ef velja á sitt eftirlæti; óknytt- astrákurinn Emil í Kattholti sem tálgaði spýtukalla í skamm- arkróknum og átti þá fyrir vikið í hundraðatali; Lína langsokkur, skammlaust ein besta fyrirmynd ungra stúlkna, stelpan sem gat allt, mátti allt, bjó með apa og hesti og átti fulla tösku af gullpeningum; Lotta, sem flutti að heiman eft- irminnilega, eða systurnar Maddit og Beta, sem festu baunir uppi í nösum og lugu til um hrekkjusvín í skólanum. Þá hefði eflaust ekki verið leiðinlegt að alast upp í Óláta- garði, Nangijala eða með rassálf- unum í Matthíasarskógi.    Lína langsokkur er það sköp-unarverk Lindgren sem náð hefur eyrum flestra. Pipi Pikksukk, Fifi Brindacier, Pippi Toong-Taw Ya og Fizia Poczoszanka eru nöfn sem Lína langsokkur gengur undir víða um heim en á íslensku heitir hún fullu nafni Sigurlína Rúllug- ardína Nýlendína Krúsímunda Efraímsdóttir Langsokkur. Hæstráðendur hjá Bonniers- bókaútgáfunni (eða erfingjar þeirra) naga sig því trúlega enn þann dag í dag í handarbökin en út- gáfan er þess vafasama heiðurs að- njótandi að hafa afþakkað að gefa bækurnar um Línu út.    Lína langsokkur var í raun fyrstnefnd á nafn af Karin, dóttur Lindgren, sem vildi fá að heyra uppdiktaðar sögur um stúlku með því nafni. Lindgren hóf því að spinna upp sögur af stúlkunni Línu, þeirri sterkustu í heimi sem býr á Sjónarhóli með apanum Níelsi og hestinum Litla karli. Þrátt fyrir að Lína fengist ekki útgefin í fyrstu tilraun vann Lindgren fyrstu verð- laun fyrir sögu um hana í verð- launasamkeppni bókaforlags í Sví- þjóð árið 1945. Í kjölfarið fékk heimsbyggðin að kynnast Línu og uppátækjum hennar smám saman. Sem betur fer því margar af sög- unum um hana eru óborganlegar. Til dæmis þegar Línu er boðið í kaffiboð heima hjá hinum ein- staklega prúðu Önnu og Tomma og deilir með viðstöddum heldri frúm raunasögum af vinnukonunni Möllu. Kosturinn við verk Lindgren er að þau höfða jafnt til barna og full- orðinna. Ég man eftir afa mínum og ömmu í hláturskasti þegar afi var að lesa fyrir mig söguna af því þeg- ar Emil í Kattholti, grísinn og han- inn rúlluðu um draugfullir eftir að hafa drukkið gerjað saft. Ég skildi ekki sem barn af hverju það var svona fyndið að drekka saft. Full- orðnir lesendur fá því eitthvað fyrir sinn snúð en aðaláhersla Lindgren var samt sem áður alltaf á yngstu lesendurna. Fyrir þá skrifaði hún.    Allar þessar persónur, Lína, Em-il, Lotta, Míó, Snúður, Kalli á þakinu, Ronja ræningjadóttir, Mad- dit og Beta og allir hinir, standa les- andanum nærri eftir fyrstu kynni og sögurnar eldast ótrúlega vel, eins og gjarnan er með heims- bókmenntirnar. Lindgren virðist þá jafnvíg á að kynna fyrir lesand- anum daglegt líf í smábæjum í Sví- þjóð, líkt og í Emil í Kattholti og Börnunum í Ólátagarði, sem og ímynduðum ævintýraheimum, líkt og Matthíasarskógi Ronju ræn- ingjadóttur og Nangijala þeirra bræðra Ljónshjarta. Lindgren sagði oft í viðtölum að hamingjurík barnæska sín hefði verið sér inn- blástur að mörgum sagnanna.    Sögur Astrid Lindgren hafa ver-ið þýddar á 85 tungumál og hafa komið út í ríflega 100 löndum. Búið er að gera fjölda leikinna kvikmynda eftir sögum hennar og eru margar þeirra alveg jafn ynd- islegar og bækurnar, gerðar í Sví- þjóð fyrir 30 til 40 árum. Lindgren skrifaði annaðhvort handritin sjálf eða lagði blessun sína yfir þau. Auk þess hafa mörg verka hennar verið sett upp á leiksviði.    Öll upprunaleg handrit Lindgrenaf sögum hennar eru nú varð- veitt á konunglega bókasafninu í Stokkhólmi og voru þau færð á heimsminjaskrá UNESCO árið 2005. Eftir andlát Lindgren, árið 2002, komu sænsk stjórnvöld á laggirnar sjóði sem úthlutar árlega álitlegri fjárhæð til rithöfundar sem skrifar fyrir börn eða ung- linga. Framlag Astrid Lindgren til bók- menntasögunnar er ómetanlegt og synd að henni skuli ekki hafa verið veitt Nóbelsverðlaunin í bók- menntum áður en hún lést, 94 ára að aldri, árið 2002. Lindgren sagði sjálf að það væri kannski eins gott að hún hefði aldrei hlotið verðlaun- in, hún hefði einfaldlega „dáið úr gleði“. Það er óþarfi að fjölyrða um verk hennar, frásagnir af þeim komast aldrei í hálfkvisti við sögurnar sjálfar. Í tilefni dagsins finnst mér að allir ættu að rifja upp kynnin við sína eftirlætispersónu úr galleríi Astrid Lindgren. Ég ætla að lesa um Línu langsokk. Nóbelshöfundurinn sem fékk aldrei verðlaunin AF LISTUM Birta Björnsdóttir » Lindgren sagði oft íviðtölum að ham- ingjurík barnæska sín hefði verið sér inn- blástur að mörgum sagnanna. Reuters Ung í anda Öll upprunaleg handrit Lindgren af sögum hennar eru nú varðveitt á konunglega bókasafninu í Stokk- hólmi og voru þau færð á heimsminjaskrá UNESCO árið 2005. Lindgren lést árið 2002, 94 ára að aldri. birtabjorns@gmail.com WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á / ÁLFABAKKA 30 DAYS OF NIGHT kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16.ára 30 DAYS OF NIGHT kl. 8 - 10:30 LÚXUS VIP MICHAEL CLAYTON kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.7.ára THE GOLDEN AGE kl. 8 B.i.12.ára THE GOLDEN AGE kl. 5:30 LÚXUS VIP THE INVASION kl. 8 B.i.16.ára ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ THE BRAVE ONE kl. 10:30 B.i.16.ára THE KINGDOM kl. 10:30 B.i.16.ára STARDUST kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.10.ára ASTRÓPÍA kl. 6 LEYFÐ SAMBÍÓIN ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI ERU EINU BÍÓIN Á ÍSLANDI SEM BJÓÐA UPP Á DIGITAL OG 3-D REAL TÆKNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABA VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA A.T.H STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA MYNDIN SEM FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA OG GAGNRÝN- ENDUR HAFA SAGT AÐ SÉ EIN AF BESTU HROLLVEKJUM SEM ÞEIR HAFI SÉÐ! HVAR MYNDIR ÞÚ FELA ÞIG Í 30 DAGA... !? SÝND Í KEFLAVÍK BALLS OF FURY KVIKMYND ÁRSINS HANDRIT ÁRSINS LEIKSTJÓRI ÁRSINS FORELDRAR, VINNINGSHAFI 6 EDDUVERÐLAUNA, HEFUR VERIÐ TEKIN AFTUR TIL SÝNINGA, VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA. A.T.H TAKMARKAÐUR FJÖLDI SÝNINGA. LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI MYNDATAKA OG KLIPPING FEGURÐARDROTTNINGIN An- gelina Jolie er sögð vera brjáluð yfir því að Jennifer Aniston eyði þakkar- gjörðarhátíðinni með móður unn- usta síns og barn- föður, Brad Pitts. Jolie tapaði sér þegar hún komst að því að móðir Pitts, Jane, hefði boðið fyrrverandi eiginkonu hans á heimili sitt í Mis- souri á hinni ár- legu þakkargjörðarhátíð sem haldið verður upp á í Bandaríkjunum 22. nóvember. Að sögn heimildarmanns á Jolie að hafa öskrað á Pitt þegar hún komst að boðinu: „Það er þá ákveðið, við mun- um dvelja í Los Angeles. Þetta er allt svo huggulegt að það er sjúklegt.“ Heimildarmaðurinn sagði við breska Star tímaritið. „Þegar hún komst að þessu varð hún brjáluð. Hún segir móður Brads halda uppi undirförlu sambandi við Jennifer. Jolie hefur gert Brad það ljóst að það verði engar fjölskyldusamkomur meðan móðir hans heldur sambandi við Jennifer. En Brad hefur sagt An- gelinu að það sem móðir hans geri sé hennar mál, hann skipti sér ekki af því.“ Hjónabandi Aniston og Pitt lauk árið 2005 en hún hefur haldið nánu sambandi við fyrrverandi tengda- móður sína eftir skilnaðinn. Hún eyddi meðal annars þakkargjörð- arhátíðinni í fyrra með fjölskyldu Pitts. „Jennifer sér ekkert að því að halda nánu sambandi sínu við Jane áfram. Þær talast við í síma í hverjum mánuði og skiptast á kortum og tölvu- pósti. En það virðist fá hárin á Angel- inu til að rísa. “ Æf Angelina Jolie og Brad Pitt. Erfitt samband Jennifer Aniston

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.