Morgunblaðið - 14.11.2007, Page 6

Morgunblaðið - 14.11.2007, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is SEÐLABANKI Evrópu leggur mikla áherslu á að öll lönd Evrópusambandsins taki upp mælingu á fasteignaverði í samræmdri vísitölu neysluverðs. Þetta segir Guðrún R. Jónsdóttir, deildarstjóri vísitöludeildar Hagstofunnar. Ástæðan fyrir því að sum lönd ESB eru ekki með húsnæðisverð í vísitölunni er í flestum tilvikum skortur á grunn- upplýsingum um húsnæðismarkaðinn. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði í Morgunblaðinu í gær að ástæða væri til að skoða hvort taka ætti fasteignaverð út úr vísitölu neyslu- verðs eða minnka vægi þess. Auk þess að birta neysluverðsvísitölu birtir Hagstofa Íslands einnig tölur um þróun verðlags í samræmdri vísitölu neysluverðs, en hún byggist á samræmdri mælingu allra landa á Evrópska efna- hagssvæðinu. „Í þessari samræmdu vísitölu er eigið húsnæði ekki með, ennþá. Seðlabanki Evr- ópu leggur hins vegar mikla áherslu á að þetta fari þarna inn og telur það algjört forgangsmál. Ástæðan fyrir því að fasteignaverðið er ekki kom- ið inn er að það hafa verið tæknilegir erfiðleikar hjá sumum löndunum. Sum þeirra hafa verið með lélegar upplýsingar um húsnæðismarkaðinn. Það hefur því sum staðar þurft að byggja upp frá grunni hagsýslugerðina í sambandi við fasteigna- markaði,“ sagði Guðrún. Guðrún sagði að á Írlandi, Bretlandi, Finnlandi, Kanada og Svíþjóð væri fasteignaverð í vísitölu mælt með svokölluðum notendakostnaðaraðferð- um. Í Noregi, Danmörku, Bandaríkjunum, Hol- landi og Þýskalandi væri byggt á svokölluðu lei- guígildi. Ítalir, Frakkar og Austurríkismenn mældu hins vegar fasteignaverð ekki í neyslu- verðsvísitölu. Hún sagði að í alþjóðlegri handbók um neysluverðsvísitölur væri íslenska aðferðin ein af þeim aðferðum sem mælt væri með að væru notaðar. Erfitt að byggja á leiguverði Guðrún sagði að það væri talsvert mismunandi milli landa hve stór hluti íbúanna byggi í eigin hús- næði. Sum staðar væri það því leigan sem væri ráðandi þegar húsnæðisverð væri mælt. Þar væri reiknað út svokallað leiguígildi. Ókosturinn við að nota slíkt á Íslandi væri að hér væri svo lítill leigu- markaður og stór hluti hans væri auk þess í fé- lagslegri eigu sem lyti ekki markaðslögmálum. Þær aðferðir sem Hagstofan notar við að mæla vísitölu neysluverðs byggjast á þekkingu og mati sérfræðinga stofnunarinnar, auk þess sem Hag- stofan tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi um hag- sýslugerð. Starfsmenn Hagstofunnar hafa einnig hlustað eftir áliti notendahópa sem í sitja sérfræð- ingar úr fjármálalífi og háskólunum. „Hagstofan hefur hingað til verið mjög sjálf- stæð gagnvart stjórnvöldum og auðvitað er nauð- synlegt að hún sé það áfram. Að mínu mati eiga pólitísk sjónarmið ekki að ráða við hagsýslugerð í landinu. Það er mikilvægt að það ríki friður um Hagstofuna,“ sagði Guðrún. Seðlabanki Evrópu vill að fasteignaverð sé í vísitölunni Deildarstjóri vísitöludeildar segir mikilvægt að Hagstofan sé sjálfstæð stofnun Í HNOTSKURN »Fasteignaverð er ekki reiknuð í sam-ræmdri vísitölu neysluverðs. »Samræmd vísitala neysluverðs hefurhækkað um 9,5% á Íslandi frá ársbyrjun 2005, en um 6,6% á EES. »Frá september 2006 til september í árhefur verð á mat og drykk hækkað á EES um 3,1% en lækkað á Íslandi um 5,8%. Húsaleiga, hiti og rafmagn hefur hækkað um 7% á Íslandi en 2,6% á EES. »Verð á þjónustu hefur hækkað um 2,1%á EES á þessu tímabili, en 7% á Íslandi. „MÉR finnst þetta vera köld gusa framan í fasteignaeigend- ur. Þetta hljómar eins og enduróm- ur úr fortíðinni; að verið sé að reyna að hand- stýra mark- aðinum með þess- um hætti,“ segir Ingibjörg Þórðar- dóttir, formaður Félags fasteigna- sala, um þau um- mæli forsætisráð- herra í fyrradag að eðlileg við- brögð hjá flestum ættu að vera að halda að sér höndum á fast- eignamarkaði vegna íbúðalánavaxta, en ráðherrann spáði vaxtalækkun á næstu 12-18 mánuðunum. Ingibjörg segir það óheppilegt að taka út einn lið, eins og húsnæðismál. „Það eru margir sem eru búnir að festa sér fasteign og þurfa að selja óseldar eignir,“ segir hún og bætir við að þetta geti komið sér illa fyrir marga. Þetta sé í raun sambærilegt við það að fólk væri hvatt til þess að hætta kaupum og sölu á verðbréfum. Fleiri kostir en bankalán Hún segir vexti hafa hækkað en fleiri kostir séu fyrir hendi en banka- lán. Fólk geti fjármagnað fasteigna- kaup með erlendum lánum, lánum líf- eyrissjóða og með lánum Íbúðalána- sjóðs. „Ég held að það væri nær að uppbyggingu vísitölu neysluverðs yrði breytt og fasteignahækkanir kæmu ekki beint inn í vísitöluna.“ Sverrir Kristinsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun, segir í lagi að eitt- hvað hægist um á fasteignamarkaði, salan geti ekki haldið áfram að vera jafn mikil og undanfarin misseri. Hins vegar sé varasamt ef verulega hægist um eða sala allt að því stöðvist um tíma. Gerist það og sala hefjist aftur „eftir hálft til eitt ár, hugsan- lega með lægri vöxtum, þá yrðu gríð- arlegar verðhækkanir. Ég tel að eðli- legt sé að halda markaðnum gangandi. Rökin fyrir því eru þau að fólk er alltaf að fæðast, það giftir sig, skilur, ungt fólk fer í fyrstu kaup og roskið fólk þarf að minnka við sig,“ segir Sverrir. Ekki megi verðfella eignir þessa fólks. Hann telji að stjórnvöld þurfi að finna jákvæðar lausnir. Hugsa mætti sér að lánshlutfall Íbúðalánasjóðs yrði hækkað með því að hækka lág- markslán og taka mið af markaðs- verði frekar en opinberu mati. Köld gusa á fasteigna- eigendur Ingibjörg Þórðardóttir Sverrir Kristinsson NEYTENDASAMTÖKIN hafa sent Neytendastofu bréf þar sem óskað er eftir að hún skoði hvort Kaupþingi sé heimilt að neita að veita íbúðarkaupendum heimild til að yfirtaka áhvílandi íbúðalán nema því aðeins að vextir verði þeir sömu og eru á nýjum lánum. Neytendasamtökin sendu Kaup- þingi bréf þar sem óskað er skýr- inga á þessu. Í svari Kaupþings kemur fram að með vísan í láns- samning sé þeim heimilt að gera þetta. Lögð er áhersla á í svarinu að þetta hafi engin áhrif á þá sem nú þegar eru með íbúðalán hjá Kaupþingi, þeir geti flutt lánið með sér kaupi þeir nýja fasteign. Þetta eigi eingöngu við í þeim tilvikum þegar íbúð er seld og áhvílandi lán eigi að fylgja með. Í bréfi samtakanna til Neytenda- stofu er minnt á að með ákvörð- uninni sé verið að túlka samnings- skilmála með nýjum og takmarkandi hætti og sé það í litlu samræmi við yfirlýsingar fjármála- fyrirtækja þegar þau hófu að veita íbúðalán. Vilja kanna lögmæti breytinga EITT þekktasta kennileiti Reykjavíkur, Höfði, var upp- lýst bláu ljósi í gær í tilefni þess að Sameinuðu þjóð- irnar hafa nú viðurkennt alþjóðadag sykursjúkra. Var Ísland með þessu hluti af alheimshreyfingu en um 100 fræg kennileiti um allan heim voru lýst upp með þess- um hætti, þ.á m. óperuhúsið í Sydney, Niagara- fossarnir og Skakki turninn í Pisa. Það var engin tilviljun að blái liturinn varð fyrir val- inu því að blái hringurinn er alþjóðlegt merki sykur- sjúkra. Á Íslandi eru um 5.000-7.000 manns greindir með sykursýki en á heimsvísu eru sykursjúkir líklega 246 milljónir manna. Viðurkenning SÞ á alþjóðadegi sykursjúkra er mikilvægur áfangi í þeirri viðleitni að auka vitund fólks um sykursýki og alvarlega fylgikvilla hennar en ríkisstjórnir eru hvattar til stefnumörkunar varðandi forvarnir, umönnun og meðferð. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Höfði blár í þágu sykursjúkra VERÐBÓLGUTÍMABILIÐ á átt- unda og níunda áratugnum kostaði íslenska hagkerfið um 100 milljarða króna miðað við verðlag ársins 2006 og hliðraði hagvaxtarviðleitni hag- kerfisins varanlega um 7-10%. Kom þetta fram í máli Ásgeirs Jónssonar, ritstjóra Tímarits um viðskipti og efnahagsmál og lektors við Háskóla Íslands, á málfundi til heiðurs Jónasi H. Haralz, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, en ritgerð Jónasar, um Landsbankann á verðbólguárun- um 1969-1989, birtist í sérriti tíma- ritsins, sem kom út í gær. Sagði Ásgeir að þrátt fyrir verð- bólguna á verðbólguárunum hefði hagvöxtur á Íslandi verið nokkuð umfram eðlilega hagvaxtarviðleitni hagkerfisins, en afleiðingarnar hefðu verið alvarlegar. Árið 1988 hafi byrjað lengsta niðursveifla í nú- tíma hagsögu landsins og hafi hún staðið allt til ársins 1994. Í sex ár hafi nær enginn hagvöxtur verið á Ís- landi og varanlegur kostnaður fyrir íslenskt efnahagslíf hafi numið um 100 milljörðum króna á núvirði, eins og áður segir. Hins vegar hafi á þessum tíma verið gerðar gagngerar umbætur á íslensku efnahagslífi og unninn bugur á verðbólgunni. Upp úr ösku verðbólgunnar hafi risið heilbrigt, markaðssinnað hagkerfi. Verðtryggingin Jónas Haralz fjallaði í máli sínu meðal annars um verðbólguárin og áhrif þeirra á bankakerfið í landinu. Sagði hann að allt fram til 1970 hafi verðbólga verið að meðaltali um 10% á ársgrundvelli, en þrátt fyrir það hafi innlán í bankakerfinu numið um 40% af þjóðarframleiðslu. Þegar verðbólgan hafi hins vegar losnað úr böndunum hætti fólk að leggja fyrir, enda voru vextir óverðtryggðir, og innlán fóru niður fyrir 20% af þjóð- arframleiðslu. Þar sem bankarnir voru algerlega háðir innlánum um fjármögnun sína dró að sama skapi mjög úr útlánum þeirra og segir hann að hrun bankakerfisins hafi blasað við. Það hafi ekki verið fyrr en gripið var til þess örþrifaráðs að taka upp verðtryggingu að baráttan við verðbólguna snerist við. Þá hafi athafnafrelsi banka, t.d. til að ákveða vexti sína sjálfir, verið aukið á sama tíma. Varanlegar afleiðingar verðbólgutímabilsins Morgunblaðið/Kristinn Bankastjórar Jónas Haralz, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, heils- ar Jóhannesi Nordal, fyrrverandi Seðlabankastjóra, á málþinginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.