Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 51 Sagan vinsæla á bók! Bráðskemmtileg saga sem byggir á hinum vinsæla söngleik Abbababb! Leynifélagið Rauða hauskúpan fæst hér við dularfullt sakamál þar sem við sögu koma meðal annars diskóboltar og pönkarar, Pála spákona og Doddi draugur, að ógleymdum skuggalegum Rússum og Hr. Rokk. D Y N A M O R E Y K JA V ÍK BYGGIR Á VERÐLAUNA- SÖNGLEIKNUM VINSÆLA! TÓNLISTARMAÐURINN Paul McCart- ney hefur upplýst að hann hafi beðið Thom Yorke, söngvara Radiohead, um að hljóðrita með sér lag, en að Yorke hafi hafnað tilboðinu. Þetta kemur fram á vef tónlistartímaritsins NME. McCart- ney sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina Channel 4 að hugmyndin hefði orðið til þegar dóttir hans var að setja saman plötu. Yorke neitaði og sagðist ekki vilja vinna að tónlist annarri en sinni eigin og með hljómsveit sinni. Yorke gaf út plötuna The Eraser á síðasta ári og plötuna In Rainbows með Radiohead fyrr í mánuðinum. Yorke hefur þó ekki alltaf verið á þeirri skoð- un að samstarf með öðrum henti illa því hann hljóðritaði lagið „This Mess We’re In“ með söngkonunni P.J. Harvey árið 2000. Thom Yorke hafnaði tilboði bítilsins. Reuters Paul McCartney fékk ekki að vinna með Yorke. Neitaði McCartney LEIKKONAN Sarah Michelle Gell- ar er of sjálfselsk til að eignast börn. Gellar er orðin 30 ára og neitar að stofna til fjölskyldu með eiginmanni sínum Freddie Prinze Jr.. „Þú getur ekki verið sjálfselsk og eignast barn. Núna í augnablikinu vil ég skemmta mér, ég vil geta setið í nuddpottinum mínum og drukkið vín öll kvöld. Þegar ég er heima í New York kemur hin villta hlið mín fram. Þá fer ég út á klúbba og dansa til fimm á morgnana,“ sagði hún nýlega í viðtali við tímaritið Maxim. „Freddie segir að ég sé klikkuð og að vera í hjónabandi með mér sé eins og að vera giftur fimm ólíkum konum.“ Fyrrverandi stjarna sjónvarps- þáttaraðarinnar Buffy the Vampire Slayer hefur verið nefnd kona ársins 2008 af Maxim tímaritinu. Gellar er sjálfselsk Reuters Hjón Freddie Prinze Jr. og Sara Michelle Gellar. OWEN Wilson á í ástarsambandi við ofurfyrirsætuna Le Call. Sést hefur til Wedding Crashers stjörnunnar njóta félagsskapar feg- urðardísarinnar nokkrum sinnum á seinustu tveimur vikum. Fyrst sást til þeirra saman í jóga- tíma á Bikram Yoha stöðinni í SoHo í seinustu viku, þá sást til þeirra í hjólatúr saman í New York og þau mættu saman í málsverð til heiðurs breska listamanninum Damien Hirst seinasta laugardag. „Þau litu svo sannarlega út fyrir að vera hrifin hvort af öðru. Le Call er mjög falleg kona og Owen gat ekki slitið augun af henni,“ sagði einn sem sá til parsins Söngkonan Jessica Simpson hefur einnig verið tengd nýlega við Wilson en það mun aðeins hafa verið til að fá fjölmiðlaathygli fyrir væntanlega kántríplötu hennar. En Simpson og Wilson hittust við tökur á Willie Nel- son tónlistarmyndbandi í seinasta mánuði. Lífið virðist því leika við Wilson um þessar mundir en í ágúst síðast- liðnum var hann lagður inn á spítala eftir að hafa reynt að fremja sjálfs- morð. Óhamingjuna sem leiddi til þess má rekja til ástarsorgar eftir sambandslit hans við Kate Hudson í júní. Reuters Ástfanginn? Owen Wilson. Ástfanginn á ný

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.