Morgunblaðið - 14.11.2007, Page 32

Morgunblaðið - 14.11.2007, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Marta Guð-munda Guð- mundsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 29.4. 1970. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 6. nóvember síðast- liðinn. Faðir Mörtu er Guðmundur Finnsson, f. 18.5. 1942, sonur hjónanna Finns Daníelssonar, f. 24.11. 1909, d. 24.7. 1999, og Guðmundu Pétursdóttur, f. 24.10. 1914, d. 2.2. 2001. Móðir Mörtu er Hallbera Ágústsdóttir, f. 19.10. 1938, dóttir hjónanna Ágústs Sigurðssonar, f. 11.8. 1906, d. 28.6. 1975, og Matt- hildar Sigurðardóttur, f. 1.6. 1914, d. 10.9. 2005. Systir Mörtu er Matt- hildur, f. 28.5. 1959, gift Svani I. Sigurðssyni, f. 15.11. 1955, og eiga þau þrjú börn, synina Níels Adolf, f. 29.6. 1990, og Matthías, f. 13.9. 1983, í sambúð með Erlu Fanný, f. 19.8. 1985, og dótturina Höllu Maríu, f. 14.12. 1978, í sambúð með Sig- urpáli Jóhannssyni, f. 19.8. 1974, og eiga þau þrjú börn, Svan, Sigurbjörgu og Steinunni Mörtu. Dóttir Svans af fyrra sambandi er Helena, f. 19.6. 1975, og á hún einn son, Alex. Bróðir Mörtu er Níels Adolf, f. 6.6. 1965, kvæntur Hönnu Maríu Harðardóttur, f. 9.1. 1969, og eiga þau þrjú börn, Skúla Þór, Unni Agnesi og Benedikt Bjarna. Marta var gift Ólafi Gottskálks- syni f. 12.3. 1968, sonur Gottskálks Ólafssonar, f. 4.12. 1942, og Guð- laugar Jónínu Sigtryggsdóttur, f. 23.7. 1945. Marta og Ólafur slitu samvistum. Dóttir þeirra er Andr- ea Björt, f. 5.7. 1995. Útför Mörtu Guðmundu fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku, hjartans Marta er látin langt fyrir aldur fram. Eftir standa dýrmætar minningar um heil- steypta, sterka konu sem gaf okkur ómældar gleðistundir með yndislegri nærveru sinni. Margs er að minnast; lítillar systur með þykka, ljósa lokka sem deildi herbergi með bróður sín- um og fyllti út í það rými með fjöri og ýmsum uppákomum, dvöl okkar systkinanna hjá ömmu og afa og öðr- um ættingjum Norðanlands þar sem ýmislegt var brallað; kappsfullrar ungrar íþróttakonu sem var öflugur liðsmaður síns félags; ábyrgðarfullr- ar móður sem gætti og leiðbeindi dóttur sinni af alúð og ekki síst syst- ur og mágkonu sem var einstakur vinur fjölskyldu okkar síðastliðin ár. Hreysti, kraftur og heilbrigði er það sem fyrst kemur í huga okkar þegar hugsað er til baka. Lífstíll Mörtu einkenndist af jafnvægi milli þess að rækta bæði sál og líkama, hún hafði þann hæfileika að geta ávallt byggt sig upp að nýju og horft fram á við þrátt fyrir ýmis áföll í líf- inu. Marta þekkti þjáninguna af eig- in raun en eðlislæg gleði hennar var þó aldrei langt undan. Hún var hóf- söm og lítillát að eðlisfari og mörgum góðum kostum búin, einstaklega já- kvæð og drífandi, fróðleiksfús og óhrædd við að spyrja og afla sér þekkingar. Marta var hjartahlý og gaf af sér hvar sem hún kom með fal- legu brosi og bjartsýni. Hún umvafði börnin okkar með kærleika sínum og er Mörtu frænku ákaflega sárt sakn- að í ungum hjörtum. Síðastliðin ár hefur Marta ferðast mikið með okk- ur og erum við ákaflega þakklát fyrir þær ómetanlegu samverustundir sem við höfum átt þar sem smitandi hlátrasköll hennar klingdu í eyrum. Marta var mikill göngugarpur og naut útivistar þegar færi gafst. Hún var ásamt okkur hluti af gönguhópi sem saman hefur farið margar ferðir á hálendi Íslands og nú síðast í ágúst í ævintýralega ferð á Hornstrandir þar sem hrikaleg náttúran skartaði sínu fegursta dag eftir dag, ógleym- anleg veðurblíða og takmarkalaus fjallasýn óbyggðannavar eins og samkomulag milli náttúruaflanna um að gera síðustu gönguferð okkar með Mörtu að einstakri minningu fyrir lífstíð. Hversu óraunverulegt er það að þessi unga, kraftmikla kona skuli vera lögð að velli á skömmum tíma án þess að nokkur fengi rönd við reist? Svo óraunverulegt, að erf- itt er að ímynda sér á þessari stundu að tíminn muni græða sár okkar sem eftir lifa. Við, sem sátum við sjúkra- beð Mörtu og horfðum máttvana á hana heyja sitt þjáningarfulla stríð, bárum einlæga von í brjósti allttil hinstu stundar og eigum bágt með að trúa napurri staðreynd. Söknuður- inn er djúpur og nístandi sárt að kveðja elskulega systur og mágkonu, en minning hennar er heil og sterk og mun ávallt lifa í hjörtum okkar og veita náð. Margir eiga um sárt að binda við fráfall Mörtu, ættingjar, fjölmargir vinir og samstarfsfélagar, nemendur hennar og aðrir samferð- armenn. Hugur okkar er öllum stundum hjá dóttur Mörtu, elsku Andreu Björtu, sólargeislanum hennar mömmu sinnar. Megi hún og við öll öðlast huggun og styrk til að mæta ókominni framtíð. Níels bróðir og fjölskylda. „Kíktu í fjörið“ sms-aði hún þegar ég spurði hana hvort ég mætti koma til hennar á spítalann 30. október sl. Við Marta vorum systradætur og þetta svar lýsti henni Mörtu frænku minni vel. Alveg ótrúlegt hvað hún gat tekist á við veikindi sín af miklu æðruleysi. Þarna sátum við og töl- uðum og töluðum, eins og alltaf þeg- ar við hittumst. Ekki laust við að ég hafi haft smá samviskubit þegar ég fór heim, hafði áhyggjur að ég hefði verið að þreyta hana. En ekki að mig hafi órað fyrir því að þetta kvöld væri síðasta skiptið sem ég myndi spjalla við hana. Við Marta náðum vel saman þrátt fyrir að hún væri fjórum árum yngri en ég. Þegar við vorum ungar var hárgreiðsluleikur vinsælastur. Ég man vel eftir því þegar Marta kom með Höllu og Gvendi í kaffi til mömmu og pabba. Þá sátum við inni í sjónvarpsherbergi og ég fékk að vas- ast í síða, fallega og þykka ljósa hárinu hennar. Síðar fórum við að spila körfubolta saman, bæði í Grindavík og í ÍS, fór- um m.a. saman í landsliðsferð árið 1987. Marta var mjög góð í körfu en varð því miður að hætta alltof snemma vegna þrálátra meiðsla. Síð- ustu ár höfum við alltaf reynt að hitt- ast reglulega og spjalla saman og þá ber hæst helgarheimsókn mína til hennar í London fyrir fáeinum árum. Marta var mikil smekkmanneskja á allt og hvar sem hún kom vakti hún athygli fyrir það hversu „smart“ hún var. Ekki var ónýtt að hafa hana með sér að kaupa föt. Þegar ég heimsótti hana til London um árið sá hún um að tína í mig fötin sem ég mátaði. Það er skemmst frá því að segja að ég keypti nær allt sem hún mælti með og notaði það mikið. Marta átti stærstan þátt í að hanna allar blómaskreytingar í brúð- kaupið okkar Gumma sem voru afar fallegar og vöktu mikla athygli Marta var heil og staðföst mann- eskja og fór langt á viljanum einum. Ferð hennar yfir Grænlandsjökul sl. sumar sýnir í verki viljastyrkinn og dugnaðinn. Var alveg ótrúlegt að hún skyldi komast þessa ferð eftir þá erfiðu krabbameinsmeðferð sem á undan var gengin. Má fullyrða að það heilbrigða líferni sem Marta hefur ástundað alla tíð hafi hjálpað henni við að ná þessu takmarki Nú þegar Marta er fallin frá stendur eftir 12 ára stúlka, hún Andrea Björt, án móður sinnar. Þetta er óréttlátt hlutskipti fyrir stúlku á þessum aldri en þær mæðg- ur voru afar samrýmdar. Man það eins og það hafi gerst í gær þegar ég fór til Mörtu á spítalann eftir að Andrea fæddist. Hún fæddist löngu fyrir tímann, var einungis 8 merkur. Þarna stóð Marta stolt hinum megin við glerið, með Andreu pínulitla. Það leið ekki á löngu þar til Andrea var komin heim til foreldra sinna. Kom strax í ljós að henni kippir í kynið – sú stutta vildi bara drífa sig heim og fá að takast á við lífið upp á eigin spýtur Það er mjög erfitt að sætta við þá staðreynd að Marta sé farin frá okk- ur og satt best að segja er óréttlæti fyrsta orðið sem kemur upp í hug- ann. Hvernig stendur á því að kona sem á lífið framundan, er frábær mamma, hjartahlý, hörkudugleg og frábær kennari, er tekin frá okkur bara sí-svona? Elsku Andrea Björt, Halla, Gvendur, Nilli, Hanna, Matta, Svan- ur, og öll fjölskyldan, ykkar missir er mikill og megi góður Guð styrkja ykkur um ókomna tíð. Minningin um hetju lifir! Helga Guðlaugsdóttir. Það fá engin orð því lýst hvernig mér var innanbrjósts þegar ég fékk fréttirnar að Marta Guðmunda væri látin. Þessi lífsglaða og kraftmikla frænka og trausta vinkona, farin að eilífu. En við áttum margar góðar minningar saman, bæði frá bernsku- árunum, unglingsárunum og fullorð- insárunum, og þær fá að lifa. Sér- staklega er ég þakklát fyrir síðustu árin sem við áttum saman, en báðar fluttum við til Íslands á svipuðum tíma eftir margra ára dvöl erlendis. Kvöldstundin með ykkur mæðgum var ómetanleg, þegar þú sagðir okk- ur frá Grænlandsferðinni þinni og ég og Baddi hlustuðum spennt eins og litlir krakkar. Kvöldstund sem end- aði í háfleygum og heimspekilegum umræðum um lífið og tilveruna. Marta mín, þín verður sárt saknað. Elsku Andrea, Halla, Gvendur og fjölskyldan öll, megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiða tíma og halda verndarhendi sinni yfir ykkur öllum. Kveðja. Dagmar Lilja og fjölskylda. Kveðja frá Krabbameinsfélagi Íslands Þegar Marta var í miðri meðferð við brjóstakrabbameini las hún við- tal í Morgunblaðinu í apríl 2006. Það hafði greinst hjá henni aðeins 35 ára gamalli nokkrum mánuðum áður. Í viðtalinu kom fram að leitað var að íslenskum þátttakanda í fjölþjóðleg- an leiðangur yfir Grænlandsjökul, konu sem hefði lifað af glímuna við brjóstakrabbamein. Markmið leið- angursins var að veita krabbameins- sjúklingum innblástur og von að nýju, sýna að það er líf eftir krabba- mein. „Hún þarf að vera vel á sig komin líkamlega og helst vön fjalla- klifri, enskumælandi, íþróttaunn- andi, jákvæð, félagslynd en jafn- framt sjálfstæð.“ Marta heillaðist af þessari hugmynd og þessi lýsing átti svo sannarlega við hana. Hún var síðan valin til þátttöku. Marta hafði alltaf verið hraust og hugsað vel um heilsuna og hreyfði sig mikið. Það er óvanalegt að svo ungar konur fái brjóstakrabbamein og vakti undrun og óhug meðal vina hennar og kunn- ingja að einmitt hún, hreystin upp- máluð, skyldi verða fyrir þessu. Hún tók sjúkdómnum og meðferðinni sem hverju öðru verkefni og setti sér markmið með mikilli yfirvegun og einbeitni. Hélt áfram heilbrigðu líf- erni og hreyfði sig reglulega, jafnvel meðan á meðferðinni stóð skokkaði hún. Jafnframt sinnti hún andlegum þörfum sínum vel. Hún vissi að hug- arfarið skiptir mjög miklu máli þeg- ar tekist er á við svo alvarlega áskor- un. Ganga þvert yfir Grænlands- jökul, 600 km eftir 66. breiddar- gráðu, varð henni eins og loka- áskorun. Þannig vildi hún ljúka sjúkdómsferli sínu. Krabbameins- félagið studdi hana frá byrjun í þessu verkefni en Marta æfði af kappi og undirbjó sig undir þetta þrekvirki. Síðan, þegar leiðangrinum var frest- að um eitt ár, ákvað Marta samt að halda sínu striki, þessi áskorun og skipulegur undirbúningur fyrir hana voru orðin henni svo samgróin og hluti af hennar eigin bataferli. Krabbameinsfélagið stóð áfram með henni auk margra annarra sem studdu hana dyggilega. Marta fór svo upp á eigin spýtur með hópi Norðmanna í Grænlandsgönguna í maí sl. frá vestri til austurs með hundasleða yfir jökulbreiðuna. Ferð- in var ævintýraleg þrekraun og gekk afar vel. Sigri hrósandi og glaðri var Mörtu fagnað í húsnæði nýrrar Ráð- gjafarþjónustu Krabbameinsfélags- ins um miðjan júní í hópi fjölskyldu og vina. Sumarið varð henni gott og hún reiðubúin til að takast á við lífið á ný þegar sjúkdómurinn braust aft- ur fram og batt skyndilega enda á líf hennar. Marta var hávaxin og glæsileg og bar sig vel, reisn í fasi hennar. Hún var glaðleg, hreinskiptin og blátt áfram, en jafnframt hlý. Staðfesta hennar og einbeitni við að fylgja eftir markmiðum sínum var óbilandi. Um leið og hún tókst á við eigin áskorun vildi hún sýna fram á að það er líf eft- ir að krabbameinsmeðferð lýkur og hægt að taka að sér ögrandi verkefni og leysa þau. Einnig að minna konur á að koma í krabbameinsleit og leggja áherslu á mikilvægi þess. Okkur Mörtu varð vel til vina í gegn- um þetta verkefni og ég dáðist að hugprýði hennar og andlegum styrk. Hún er harmdauði dóttur sinni ungri, foreldrum, systkinum, fjöl- skyldu og mörgum vinum. Dauði hennar hlýtur líka að vekja vonbrigði hjá mörgum krabbameinssjúkling- um sem litu á hana sem fyrirmynd. Því er ástæða til að minna á að um 90% kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein eru á lífi eftir fimm ár og tæp 80% eftir 10 ár. Marta var því miður ekki í þessum hópi og það hörmum við. Fyrir hönd Krabbameinsfélagsins votta ég öll- um ástvinum Mörtu innilega samúð við ótímabæran og sáran missi. Ég minnist hennar með hlýju og virð- ingu. Blessuð sé minning Mörtu G. Guðmundsdóttur. Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri. Það er erfitt að setjast niður og skrifa kveðjuorð til æskuvinkonu sem kveður langt fyrir aldur fram. Tilfinningarnar eru svo sterkar. Reiði, vanmáttur og sorg hellast yfir. En um leið koma í hugann svo marg- ar og góðar minningar um yndislega manneskju sem markaði djúp spor í lífi mínu. Minningar og myndir streyma fram og hér sit ég og reyni að ramma inn lífið hennar Mörtu. Ég var svo heppin að alast upp í hverfinu hennar og í okkar augum var það nafli alheimsins. Mánasundið og Mánagerðið voru fyrir okkur að- algötur bæjarins og fólkið sem bjó þar var eins og ein stór fjölskylda. Við Marta fæddumst sama ár og ól- umst upp eins og systur. Oftar en ekki klæddumst við eins fötum, ef önnur fékk rósótt pils varð hin að fá það líka. Við urðum samferða í skól- ann á morgnana, gengum saman heim og lékum okkur saman það sem eftir var dags. Á kvöldin var hverfið undirlagt af krökkum sem léku sér í Fallin spýta, Ein króna eða Brennó. Þegar við urðum unglingar fór veröldin að ná út fyrir hverfið okkar og við Marta mynduðum tengsl við fleiri vini. Íþróttirnar skipuðu stóran sess í lífi hennar á þessum árum og var hún bæði frábær körfuknatt- leiks- og knattspyrnukona. Þegar ég fór austur á Egilsstaði í menntaskóla minnkuðu samskiptin en alltaf var jafn kært á milli okkar. Árið 1995 eignuðumst við svo börnin okkar, Guðjón og Andreu, og það tengdi okkur saman á ný. Okkur fannst frekar fyndið að vera orðnar mömmur enda litum við á okkur sem unglinga þótt við værum orðnar 25 ára. Það var yndislegt að sjá hvað Marta var frábær mamma og hvað samband þeirra mæðgna var náið. Sumarið 2004 fóru þær í ævintýra- ferð hringinn í kring um landið og stoppuðu hjá mér og fjölskyldu minni á Djúpavogi. Við áttum saman yndislega helgi og þær mæðgur nutu sveitastemningarinnar fyrir austan. Um haustið flutti ég til Grindavík- ur og fljótlega stofnuðum við Bóka- klúbbinn. Ég er afskaplega þakklát fyrir að þessi klúbbur varð til því á síðustu tveimur árum gerðum við svo margt skemmtilegt saman og náðum að styrkja æskutengslin enn á ný. Fyrir rétt rúmu ári fór kennarahóp- urinn úr Grindavík í námsferð til Minneapolis og við Marta vorum saman í herbergi. Við töluðum fram á nótt og rifjuðum upp æskuárin okkar. Mér fannst eins og við værum komnar aftur í Mánagerðið þegar við sögðum hvor annarri leyndarmálin eins og í gamla daga. Við eigum okk- ar leyndarmál úr þeirri ferð og þau ætla ég að geyma í hjartanu. Það er sárt að kveðja þig, elsku Marta mín. Ég ætla að trúa því að þér sé ætlað annað og meira hlut- verk á öðrum stað. Ég er svo innilega þakklát fyrir tímann sem ég fékk með þér á spítalanum þessa síðustu daga í lífi þínu. Þú háðir hetjulega baráttu en því miður náðir þú ekki að sigra í þetta sinn. Elsku Andrea Björt, Halla, Gvendur, Matta, Nilli og fjölskyldur. Ég votta ykkur mína innilegustu samúð á þessum erfiðu tímum. Megi Guð og allir englarnir vaka yfir ykk- ur og gefa ykkur styrk. Sólný I. Pálsdóttir. Elsku Marta mín. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Það eru nokkrir einstaklingar sem ég hef hitt á lífs- leiðinni sem hafa haft þau áhrif á mig að mér finnst ég vera betri mann- eskja. Einstaklingar sem ég ber virð- ingu fyrir og hef lært mikið af. Þú varst ein af þessum einstaklingum. Allt við þig, nærvera og vinskapur var mannbætandi. Heillandi útlit, alltaf svo smart og glæsileg og hreystið svoleiðis uppmálað að eftir var tekið. Þú varst laus við alla til- gerð og varst alltaf þú sjálf. Þú varst trú og samkvæm sjálfri þér í því sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú getur að hluta þakkað því að af Grænlands- förinni varð. Ef þú hefðir ekki verið svo sannfærð um að þú ættir að fara í vor hefði hugsanlega ekki orðið af þeirri ferð. Þú varst einörð og ákveð- in og vissir ávallt hvert þú vildir stefna. Segja má að þessi eiginleiki þinn hafi speglast í uppeldi Andreu og hún á eftir að búa að því í framtíð- inni. Þú varst venjulega ekkert að hanga yfir hlutunum, drífandi og kröftug. Eftir á að hyggja má segja að það hafi verið svolítið þinn stíll að fara svona fljótt úr því sem komið var. Það hefði ekki átt við þig að eiga í langri baráttu. Við áttum margar yndislegar stundir og þær voru t.d. ófáar vinnu- ferðirnar mínar suður sem við nýtt- Marta Guðmunda Guðmundsdóttir Elsku Marta. Við söknum þín svo sárt. Þú varst dugleg, hugrökk hetja og besta frænka í heimi. Þú gekkst yf- ir Grænlandsjökul og við vorum stolt af þér. Þú varst alltaf skemmtileg og góð við okkur og það var gaman að fá þig í heimsókn. Við vonum að Guð og englarnir passi þig vel fyrir okkur öll. Unnur Agnes og Benedikt Bjarni. Með þessum fátæklegu orðum langar okkur að kveðja kæra vinkonu, sem er horfin okkur langt um aldur fram. Margt ég vildi þakka þér og þess er gott að minnast að þú ert ein af þeim sem mér þótti gott að kynnast. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku Andrea Björt og fjölskylda, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Guð blessi einstaka konu. Guðjóna og Ólöf. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.