Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 Týpa: PV70 VERÐLAUNAÐ SJÓNVARP 189.900- Glæsilegt tæki af nýjustu kynslóðinni sem fékk nýlega hin eftirsóttu EISA verðlaun. HDTV Ready / Upplausn1024x768 / Skerpa: 10.000:1 42” plasma Eða tuttla fjóra spena, Guðni minn. Hún er undarlega hávær þögnin íþingflokki vinstri grænna, um þær áherzlubreytingar sem aug- ljóslega eru að verða, í málflutningi oddvita þeirra í nýja borgarstjórn- armeirihlutanum, Svandísar Svav- arsdóttur, hvað varðar útrásarverk- efni OR.     Steingrímur J. Sigfússon, formað-ur VG, er ekki beinlínis vanur að liggja á sínum skoðunum, en á þessu sviði heyrist ekki múkk frá for- manninum.     Steingrímurræddi á Al- þingi í fyrradag þá ákvörðun Landsvirkjunar að ganga ekki til samninga við fyr- irtæki sem hyggja á byggingu nýrra álvera á Suður- og Vesturlandi.     Formaður VG sagði m.a.: „Væriekki um sjónhverfingar af hálfu stjórnar Landsvirkjunar að ræða væri ástæða til að fagna.“     Vandi VG á landsvísu er augljós,fyrst oddviti flokksins í borg- arstjórn getur ekki tekið af skarið og lýst því yfir að OR muni feta í fót- spor Landsvirkjunar, eins og eðli- legt hlýtur að teljast að hann geri ef flokkurinn á að vera sjálfum sér samkvæmur, er sjálfur formaðurinn nánast múlbundinn á Alþingi þegar málefni stóriðju og umhverf- isverndar ber á góma.     Hvernig ætla vinstri græn að talasig út úr þessum vanda? Verður helsti vandi VG á næstu misserum að flokkurinn er hættur að tala einum rómi? Standa vinstri græn frammi fyrir því að tapa trúverðugleikanum í malflutningi sínum í umhverf- isverndar- og stóriðjuumræðum vegna þátttöku í nýjum meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur? STAKSTEINAR Steingrímur J. Sigfússon Vandi vinstri grænna                      ! " #$    %&'  (  )                         *(!  + ,- .  & / 0    + -                 !"                  12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (   #         $ &%%     &%%      :  *$;<                           !  "# $     %    &' !(  ! ) *  *! $$ ; *! '( ) "  ( "   *" +* =2 =! =2 =! =2 ' ") , % -.!*/  >! -         /    &     +"     ,"       .      =7     /)0     +" +      1#  =        )   !'  2        & 3 4  0& *11  *"2 * !*, % 3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B #3 #3 # #  #  #     #     ##   3 3# 3 3 3 #3 #3 #3 3 3 3 3 #3            VEÐUR SIGMUND Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Kristján B. Jónasson | 13. nóvember Barnabókaárið mikla Bókatíðindin eru kom- in úr prentun. Þau eru 288 síður, í raun eins og bók. Þau eru þykk- ari en IKEA- bæklingurinn. Í þeim eru tæpir 800 titlar skráðir, fleiri en nokkru sinni. Það voru 677 titlar í Bókatíðindum árið 2006. Í ár eru þeir 797. Hvar má sjá þessarar miklu aukningar stað? Í barnabókum ekki hvað síst. Þetta er barnabókaárið mikla. Úr- val bæði frumsaminna og þýddra barnabóka er gríðarlegt og nú koma inn á markaðinn bókaflokkar sem fyrst og fremst er beint að drengj- um, en lengi var um það kvartað að slíkt vantaði. Fyrir vikið verður sam- keppnin í ákveðnum efnisflokkum nokkuð hörð: Mál og menning sendir því frá sér Risaeðlubók en það gerir Skjaldborg líka, sömuleiðis Sögur sem senda frá sér bókina Risaeðlu- rannsóknir og einnig Æskan sem er með „uppsprettibók“ sem heitir Risaeðlur, varúð! Sum sé: 4 risaeðlu- bækur að velja úr. Í sjóræn- ingjageiranum logar allt: Bjartur sendir frá sér Sjóræningjafræði, Steinegg sendir frá sér Leynd- ardómar sjóræningjakafteins og JPV útgáfa er með bókina Sjóræn- ingjar. Allar þessar bækur höfða til fleira en lestraránægjunnar einnar, eru með fylgihlutum og glóa og lýsa og snúast og góla. En einnig er að finna bækurnar Sjóræningjar Kar- íbahafsins og Sjóræningjar Kar- íbahafsins – þrautabók, sem eru Disney-útfærslur á sjóræn- ingjamyndum Jerry Bruckheimers og Edda útgáfa (þ.e. klúbbahlutinn), gefur út. En einnig má nefna bókina Sjóræningjar skipta ekki um bleiur sem JPV útgáfa gefur út og skoðar sjóræningjaheiminn frá skondnu sjónarhorni. Þá er ógetið límmið- abókar Unga ástin mín sem heitir: Límmiðafjör: Sjóræningjar. Árið 1994, sem var eitt slappasta útgáfuár síðustu tveggja áratuga, komu út 35 frumsamdar íslenskar barnabækur og 43 þýddar. Í ár koma út 77 frumsamdar barnabækur og 182 þýddar. Árið 2006 kom út 51 frumsamin bók og 155 þýddar. Það ber að skoðast að þessar tölur eru skv. talningu úr Bókatíðindum sem þýðir að þetta eru bækurnar sem út- gefendur ætla inn á samkeppn- ismarkað. En samkvæmt þessu er aukning í útgáfu barnabóka ein og sér nærri helmingur af aukningunni milli áranna 2006 og 2007. Árið 2007 er með öðrum orðum barnabókaárið mikla. Já, og fyrir 10 árum, árið 1997, voru 392 titlar í Bókatíðindum. Það eru með öðrum orðum helmingi fleiri bækur í Bókatíðindum í ár en fyrir áratug. Meira: kristjanb.blog.is Finnbogastaðaskóli | 13. nóvember Fegurðarsamkeppni fjallanna í Trékyllisvík Öll fjöllin í Trékyllisvík eru falleg, um það er- um við alveg sammála hér í Finnbogastaða- skóla. En við höfum ákveðið, til gamans, að gera skoðanakönnun meðal lesenda um uppáhaldsfjallið þeirra í Trékyllisvík. Sex fjöll keppa um sæmdarheitið fallegasta fjallið í Trékyllisvík. Þetta eru Reykjanes- hyrna, Örkin, Finnbogastaðafjall, Árnestindur, Hlíðarhúsafjall og Krossnesfjall. Við ætlum að birta myndir og upplýsingar um öll fjöllin og byrjum á Reykjaneshyrnu. Reykjaneshyrna gengur hnarreist í sjó fram og er 316 metra há. Í Reykjaneshyrnu er stór hellir sem heitir Þórðarhellir. Sagan segir að þar hafi flóttamenn undan réttvís- inni leitað skjóls í gamla daga. … Meira: strandastelpur.blog.is Hlynur Hallsson | 13. nóvember Húsvernd Þetta eru frábærar fréttir! „Mennta- málaráðherra hefur að fenginni tillögu húsa- friðunarnefndar ákveð- ið að friða þrjú hús á Akureyri. Húsin sem um ræðir eru Hafnarstræti 94, Hafnarstræti 96 og Hafnarstræti 98 og nær friðunin til ytra borðs húsanna. Húsin eru öll talin hafa mikið gildi fyrir umhverfi sitt, ýmist sem hornhús eða áberandi kennileiti í miðbæ Akureyrar.“ Meira: hlynurh.blog.is Jón Magnússon | 13. nóvember Vísitalan Samkvæmt mælingum opinberra aðila hefur fasteignaverð hækkað um rúm 18% á árinu. Slík hækkun veldur hækkun á vísitölu neysluverðs. Nú tala ákveðnir aðilar um nauðsyn þess að taka fasteignir út úr vísitölunni. Fasteignaverð hefur hækkað gríð- arlega mikið á undanförnum árum og valdið mikilli hækkun á vísitölu og þar með hækkað öll vísi- tölubundin lán í landinu. Ólíklegt ... Meira: jonmagnusson.blog.is BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.