Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 42
Það er óþarfi að fjölyrða um verk hennar, frásagnir af þeim komast aldrei í hálf- kvisti við sögurnar sjálfar… 48 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA er kallað samruni,“ segir Helgi Svavar Helgason, trommuleik- ari hljómsveitarinnar Flís, sem hefur nú runnið saman við Hjálma. Þrír Svíar sem áður voru í Hjálmum hafa sagt skilið við sveitina, og lá beinast við að fá þá félaga í Flís í þeirra stað, enda hljóðfæraskipun þeirra sú sama. Auk Helga eru það því þeir Davíð Þór Jónsson hljómborðsleikari og Valdi- mar Kolbeinn Sigurjónsson bassa- leikari sem hafa gengið til liðs við Hjálma. Helgi er upphaflega frá Siglufirði, en hann hefur meðal annars spilað með Funkmaster 2000, Benna Hemm Hemm og Stórsveit Samma. „Ætli ég hafi ekki verið fimm ára þegar ég byrjaði að spila á trommur, þá skildi bróðir minn trommusett eftir á heim- ilinu þegar hann flutti að heiman,“ segir hann. „Valdi er úr Kópavogi og ég kynnt- ist honum í FÍH þar sem hann var að læra djasskontrabassaleik. Hann hef- ur hins vegar spilað mikið með Sig- urði Flosasyni, en einnig með Slow- blow og tríói Han Bennink sem er hollenskur djasstrommuleikari, einn af þeim þekktustu,“ segir Helgi um félaga sinn. „Davíð Þór er hins vegar fæddur á Seyðisfirði en uppalinn á Akranesi. Ég kynntist honum líka í FÍH, þá var hann svona „chokko“ gaur og var í Stjórninni með Siggu og Grétari þar sem hann spilaði á saxó- fón. Hann ákvað hins vegar að hætta því og leggja fyrir sig píanóleik.“ Helgi segir afar gaman að vera orðinn Hjálmur. „Við lærðum öll lög- in á einu kvöldi og nú er maður bara að reyna að læra hvað þau öll heita, það er eiginlega erfiðast“ segir hann og hlær – en bætir því svo við að tríó- ið Flís sé hvergi nærri hætt störfum. Eins og Flís við Hjálm Hinir nýju Hjálmar Frá vinstri: Helgi, Þorsteinn Einarsson, Guðmundur Kristinn Jónsson, Sigurður Guðmundsson, Valdimar og Davíð Þór.  Svo virðist sem fregnir af andláti Mengellu séu stórlega ýkt- ar. Nafnalisti yf- ir ritstjórn Mengellu, sem birtist mengella.blogspot.is mun vera uppspuni frá rótum og kann- ast þeir sem þar voru nefndir ekk- ert við að sinna ritstörfum fyrir bloggið. Hins vegar hefur Dr. Gunni upplýst að hann hafi á sínum tíma greitt Ólafi Sindra nokkrum fyrir textann „Ísinn“ og því er í það minnsta ein Mengella komin fram í dagsljósið. Í bréfi til doktorsins seg- ir Mengella að síðan muni starfa áfram og ekki standi til í bráð að af- hjúpa síðuskrifara. Mengella ekki dauð úr öllum æðum … enn!  Eins og sjá má þegar keyrt er eftir Geirsgötu í Reykjavík hefur stærðarinnar tjaldi verið komið upp fyrir aftan Listasafn Reykja- víkur vegna brúðkaupsveislu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingi- bjargar Pálmadóttur sem fer fram í Hafnarhúsinu um næstu helgi. Tjaldið (eða í raun húsið) er hin mesta völundarsmíð og minnir um margt á viðbyggingar sem oft má sjá fyrir utan Tate- safnið í London – sem gefur manni svo aftur hugmyndir um framtíðarnot tjaldsins verði það ekki fellt strax að brúðkaups- veislunni lokinni. Gólfflötur Listasafns Reykjavíkur stækkar  Grein Atla Bollasonar í síðustu Lesbók hefur vakið sterk viðbrögð. Halda því margir fram að svokölluð greining á krúttkynslóðinni hafi breyst í auglýsingu fyrir Sprengju- höllina. Svo skemmtilega vill til að hljómborðsleikari Sprengjuhall- arinnar heitir einmitt Atli Bollason. Krúttin æf yfir Lesbók- argrein Atla Bollasonar Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÆTLI það séu ekki liðin sjö ár frá því að hug- myndin kviknaði,“ segir Ari Kristinsson kvik- myndagerðarmaður um Duggholufólkið, fjöl- skyldumynd sem frumsýnd verður í desember. Myndin hefur verið mjög lengi í bígerð, en tök- ur á henni hófust 1. nóvember í fyrra. Í kjölfarið tók svo við mikil eftirvinnsla enda töluvert af tæknibrellum í myndinni. Duggholufólkið er byggð á sögu eftir Ara sjálfan og fjallar hún um 12 ára gamlan dreng frá Reykjavík sem er sendur vestur á firði til þess að dvelja hjá pabba sínum um jólin. Hann er ekkert sérlega ánægður með þá hugmynd og reynir að stinga af til Reykjavíkur, en við það lendir hann í miklum ævintýrum þar sem hinar undarlegustu verur koma fyrir. „Þetta er fjöl- skyldumynd sem er aðallega hugsuð til að vera skemmtileg,“ segir Ari, en viðurkennir um leið að myndin sé svolítið draugaleg. „Já, já, það er smá draugaþema í henni,“ segir hann og hlær. En hvaðan er þetta nafn komið – Dugg- holufólkið? „Þetta er bakgrunnssaga í myndinni, saga um fólk sem fór frá Bolungarvík á jólanótt og ætlaði að ganga yfir í Súgandafjörð. En það kom brjálað veður á fjallinu og fólkið týndist, og fannst svo ekki fyrr en löngu, löngu seinna. Það urðu 18 manns úti. Þetta er þó ekki saga mynd- arinnar, heldur meira eins og bakgrunnssaga,“ segir leikstjórinn. Hefur áhuga á Vestfjörðum Á meðal helstu leikara í Duggholufólkinu eru Brynhildur Guðjónsdóttir, Margrét Vilhjálms- dóttir, Magnús Ólafsson og Steinn Ármann Magnússon, en aðalhlutverkin eru þó í höndum tveggja ungra leikara, þeirra Bergþórs Þor- valdssonar og Þórdísar Huldu Árnadóttur. „Við prófuðum 500 krakka í fyrra og völdum þessi tvö, Bergþór og Þórdísi, sem stóðu sig frá- bærlega,“ segir Ari, og bætir því við að dýr leiki einnig stór hlutverk í myndinni. Ari, sem hefur áður leikstýrt kvikmyndunum Stikkfrí og Pappírs Pési, er hvað þekktastur sem kvikmyndatökumaður, en hann skaut meðal ann- ars Börn náttúrunnar, Djöflaeyjuna og Á köldum klaka. Hann er þó ekki á bak við tökuvélarnar að þessu sinni, heldur Norðmaðurinn Kjell Vassdal. „Myndin var tekin upp á Vestfjörðum í desember og við höfðum svona þrjá og hálfan tíma af ljósi á hverjum degi, og ófæra vegi alls staðar. En það er hluti af sjarma Vestfjarða, hvað það er erfitt að vera þar,“ segir Ari sem hefur áður komið að kvikmyndagerð á Vestfjörðum, því mörg af eft- irminnilegustu atriðunum úr Börnum náttúrunn- ar voru einmitt tekin þar. „Ég hef lengi haft áhuga á Vestfjörðum, en einnig á svona vetr- armyndum,“ útskýrir Ari. Aðspurður segir hann að framleiðslukostn- aður hafi verið um 200 milljónir króna. „Við fengum mjög stóran styrk úr Kvikmynda- sjóði Íslands, úr norrænum sjóðum og iðn- aðarráðuneytinu, og svo er Latibær meðfram- leiðandi.“ Duggholufólkið verður frumsýnd á Íslandi fyr- ir jól, líklega í fyrri hluta desember, en í kjölfarið er stefnt að því að sýna hana um víða veröld. Draugaleg skemmtun Duggholufólkið, ný kvikmynd Ara Kristinssonar, verður frumsýnd í desember Ísbjarnarblús Þórdís Hulda Árnadóttir í hlutverki sínu í Duggholufólkinu. 500 börn sóttu um aðalhlutverkin tvö í myndinni. www.taka.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.