Morgunblaðið - 14.11.2007, Page 16

Morgunblaðið - 14.11.2007, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA aðallista kaup- hallar OMX á Íslandi hækkaði um 0,44% í gær og var lokagildi hennar 7.357,41 stig. Mest hækkun varð á bréfum Icelandair, 1,28%, en bréf Atlantic Petroleum lækkuðu um 6,91%. Heildarvelta dagsins nam 17 millj- örðum króna, þar af var velta með hlutabréf 7,3 milljarðar. Mest velta var með bréf Kaupþings, eða 3,5 milljarðar króna. Hækkun í kauphöll ● BANK of Am- erica, næst stærsti banki heims, gerir ráð fyrir að þurfa að afskrifa afkomu sína á fjórða fjórðungi um þrjá milljarða Banda- ríkjadala, jafngildi um 180 milljarða króna. Ástæðan er fjárfestingar bankans í ótryggum veðlánum á fasteignamarkaði vestra. FRÁ þessu greinir Bloom- berg- fréttaveitan og vísar til orða Joe Price, fjármálastjóra Bank of Am- erica, sem hann lét falla á markaðs- degi bankans í New York í gær. Enn frekari afskriftir ● HEILDARÚTLÁN Íbúðalánasjóðs námu 6,6 milljörðum króna í októ- bermánuði, þar af voru 1,3 milljarðar vegna leiguíbúðalána og 5,3 millj- arðar í almenn útlán. Í mán- aðarskýrslu ÍLS kemur fram að heild- arútlán á árinu nema samtals 55,9 milljörðum króna, borið saman við 39,9 milljarða á fyrstu tíu mánuðum ársins 2006. Er þetta útlánaaukning um 40% milli ára. Í skýrslunni segir að aukningin sé í takt við þróunina á fasteignamarkaðnum, velta með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist um 55% og fjöldi kaup- samninga aukist um 39%. Einnig kemur fram að ávöxtunarkrafa allra flokka íbúðabréfa hafi hækkað í október og aldrei verið hærri. Er bent á að ávöxtunarkrafan síðustu tvo mánuði hafi hækkað um 53-155 punkta. Tímasetning á nýju útboði sjóðsins hefur ekki verið boðuð. Útlán Íbúðalánasjóðs hafa aukist um 40% GENGI japanska jensins gagnvart íslensku krónunni hefur verið að hækka að undanförnu. Fram kemur í Morgunkorni Glitnis í gær að jenið hafi hækkað um 6% í síðustu viku, á sama tíma og jenið hafi hækkað um 3,6% gagnvart dollar og 2,5% gagn- vart evru. Þetta hafi gerst samfara aukinni áhættufælni á alþjóðamörk- uðum. Áhyggjur af afleiðingum lána- kreppunnar í Bandaríkjunum á fjár- málafyrirtæki hafi aukist á ný. Í kjölfarið hafi margir fjárfestar minnkað áhættusamar fjárfestingar sem fjármagnaðar hafa verið með lántöku í jenum. Í Morgunkorni er bent á að gengi jensins gagnvart krónu sé enn 8% lægra en um síðustu áramót. Fram kemur að jenið hafi lækkað á ný í gærmorgun í kjölfar orða japanska forsætisráðherrans um að styrking jensins hefði verið of hröð og inngrip væru möguleg. Ekki liggja fyrir tölur um hve jen- ið er stór hluti af erlendri lántöku Ís- lendinga en Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur á greiningardeild Glitnis, sagði við Morgunblaðið að sveiflur á jeninu hefðu talsverð áhrif á íslenska lántakendur þar sem hlut- ur þess í erlendri lántöku heimila og fyrirtækja væri talsvert meiri en t.d. vægi þess í gengisvísitölunni. Jenið hækkaði um 6% á einni viku örðum í 3,9 milljarða króna, miðað við sama tíma í fyrra. „Það er ljóst að við náum ekki markmiði okkar um betri afkomu en á síðasta ári, sem var besta ár í sögu félagsins frá upphafi,“ segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group, í tilkynningu. Hann segir helstu ástæðurnar vera að farþegatekjur af auknu framboði í áætlunarflugi dótt- urfélagsins Icelandair séu undir áætlun, m.a. vegna sterkrar stöðu ís- lensku krónunnar. Krónan hafi einn- ig áhrif á fraktflutninga frá landinu og verkefnastaða í fraktleiguflugi hafi um tíma verið lakari en gert var ráð fyrir. Markmið um betri afkomu nást ekki í ár Hagnaður Icelandair á þriðja ársfjórðungi undir væntingum Morgunblaðið/ÞÖK Undir áætlun Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, segir farþegatekjur af auknu framboði í áætlunarflugi dótturfélagsins Icelandair undir áætlun. HAGNAÐUR Icelandair Group á þriðja ársfjórðungi var 2,1 milljarður króna samanborið við 2,5 milljarða hagnað á sama tímabili í fyrra. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group, segir þá niðurstöðu vera und- ir væntingum félagsins. Tekjur Icelandair Group á þriðja ársfjórðungi námu 20 milljörðum króna og jukust um 3% á milli ára. Mikil aukning var af tekjum af leigu flugvéla en aðrar tekjur drógust saman. Þá jókst kostnaður félagsins um rösk 8% á fjórðungnum, þar af nær tvöfaldaðist kostnaður við leigu- töku flugvéla og áhafna og viðhalds- kostnaður hækkaði um nær helming. Hagnaður fyrir skatta, fjármagns- liði og afskriftir, EBITDA, var 3,7 milljarðar króna og lækkaði úr 4,4 milljörðum frá sama fjórðungi í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins var hagnaðurinn alls 1 milljarður króna samanborið við 3,2 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Tekjur á sama tímabili námu 48,1 milljarði króna og jukust um 11% frá fyrra ári. EBITDA-hagnaður á fyrstu 9 mánuðum ársins var 5 milljarðar króna og lækkaði úr 5,7 milljörðum á milli ára. Í lok þriðja ársfjórðungs var eigin- fjárhlutfallið 37%. Handbært fé frá rekstri dróst saman á úr 6,4 millj- Í HNOTSKURN » Tekjur á þriðja ársfjórð-ungi aukast um 3% en kostnaður eykst að sama skapi um 8%. » Sterk króna hefur afger-andi áhrif á tekjur af far- þega- og fraktflutningum. Uppgjör Icelandair Group soffia@mbl.is SPÁÐ er 9,4% aukningu í jólaversl- uninni þetta árið og að áætluð velta umfram meðaltal verði um 14 millj- arðar króna, eða 45 þúsund krónur á hvert mannsbarn. Reiknað er með að heildarveltan í smásölu um jólin verði 55,5 milljarðar króna, án virð- isaukaskatts, eða meiri en nokkru sinni. Með virðisaukaskatti er reikn- að með að veltan verði að meðaltali um 206 þúsund krónur á hvert mannsbarn. Þetta er meðal niðurstaðna Rann- sóknaseturs verslunarinnar sem kynnti í gær árlega könnun sína um jólaverslunina. Jafnframt var til- kynnt val sérstakrar dómnefndar á jólagjöfinni í ár, sem ku vera GPS- staðsetningartæki. Hafði nefndin úr 60 hugmyndum að velja sem bárust aðallega frá nemendum Háskólans á Bifröst, en þar er Rannsóknasetur verslunarinnar til húsa. Hefur sala á GPS-tækjum stóraukist síðustu misseri, bæði hér á landi og erlendis. Á kynningarfundi í gær kom fram í máli Emils B. Karlssonar, forstöðu- manns rannsóknasetursins, að spárnar hefðu verið nokkuð nærri lagi. Í fyrra hefði einnig verið spáð um 9% aukningu en raunin hefði ver- ið um 10%. Benti Emil á að jólaversl- unin væri um fimmtungur af allri heildarveltu smásölunnar yfir árið, en um 12 þúsund manns starfa við smásölu í landinu. Emil sagði spána í ár vera í hóflegri kantinum og ýmsir þættir hefðu haft áhrif til lækkunar, m.a. nýlegar vaxtahækkanir og spár um minnkandi einkaneyslu. Könnun á jólainnkaupum, sem Miðlun framkvæmdi, leiðir m.a. í ljós að Íslendingar byrja jólaverslunina fyrr en áður, flestir reikna með að eyða 26-50 þúsund krónum í jólagjaf- ir og fleiri en áður segjast kaupa gjafirnar erlendis. Í samanburði við önnur Norður- lönd eyða Íslendingar hlutfallslega mestu í jólagjafir, en Norðmenn koma þar rétt á eftir. Mestum vexti er spáð á Íslandi, 9,4%, en minnstum í Danmörku, eða 5%. Í hinum lönd- unum er þetta 7,5%. 55 milljarða velta í jólaverslun GPS-staðsetningartæki rjúka út og eru jólagjöfin í ár, að mati dómnefndar Morgunblaðið/RAX Gjöfin GPS-staðsetningartæki hafa rokið út í verslunum á þessu ári. SKULDATRYGGINGARÁLAG á íslenskum ríkisskuldabréfum hefur hækkað frá því að vera á bilinu 15 upp í 25 punktar í október og fram í nóvember, upp í 40 punkta. Að sögn Björgvins Sighvatssonar hjá Seðlabanka Íslands, hefur álagið líka verið að hækka á öðrum ríkj- um og nefnir hann sem dæmi Hol- land og Belgíu. Hækkunin tengist þess vegna ekki einungis Íslandi heldur hafi tilhneiging verið til hækkunar að undanförnu. Hvað varðar ummæli Guðna Níels Aðalsteinssonar, fram- kvæmdastjóra fjárstýringar hjá Kaupþingi, í Morgunblaðinu í gær, um að hærra tryggingarálag á bréf íslenska ríkisins hafi áhrif til hækkunar á tryggingarálag ís- lensku bankanna, segir Björgvin einfaldlega: „Það er spurning hvort kemur á undan, hænan eða eggið. Það gæti allt eins verið öf- ugt.“ Hænan eða eggið?            !"#$%$ ) * +                                                                                 & '    ( ) &   *' +  ,##-. ,#,/ ,# .-/ -,. ,-.. ### ... //.- -/# % .#. %  ,,-, #. - .- % % % -,,/#.. % % ,#- % % 0. .0- 0,  .0/ /0#. 0- 0# -0 #0, 0. #0  #,,0 0. .0., #0   % % ,.0 % % 0#. # 0#.  .0  0/. , -0 #0., #0 #.0 #,/0 .0# -0- 0-  ,-0 % -.0  #0-. 123  & ' - ,# .. , # #/ - %  % % /   / % % % % % . % % 4     &                        # /  /  (,     5& '  6&&3 '  78   19 '     )&    7 & ' :  !   ;<    '  *'=  )&  9 )& !    +%6> 12> )  (   ?  - ,%&.   #.  5 <  5  < @   @A1 7 & 6& 1   '  1B 6& ;<  < '  C  DE 2  +@FGD (   3    3   ( !$&/ H  5    H 6   ' 2  GCI 0 GCI 1     J J GCI 2  6I    J J 4K " D L    J J 1(+7 45I     J J GCI 3 GCI !,     J J SALTFÉLAGIÐ, verslun í meiri- hlutaeigu Pennans, hefur keypt GH heildverslun, 30 ára gamalt fjöl- skyldufyrirtæki sem hefur sérhæft sig í ljósum og lýsingabúnaði. Í til- kynningu um kaupin kemur fram að heildverslunin verði rekin áfram undir eigin nafni og með lítt breyttu sniði. Holger Gíslason heldur áfram starfi sínu sem framkvæmdastjóri félagsins, en hann tók þátt í kaup- unum ásamt Saltfélaginu. Meðal verkefna sem GH heild- verslun hefur komið að er friðarsúla Yoko Ono í Viðey, lýsingin í Bláa lón- inu, Kaupþingi, Landsbanka Ís- lands, Grand Hótel og Hellisheiðar- virkjun. Ár er liðið síðan Saltfélagið opnaði verslun sína í gamla Elling- sen-húsinu við höfnina í Reykjavík. Nýr eigandi að GH heildverslun HEILDARHAGNAÐUR tíu verð- mætustu banka Norðurlandanna á þriðja ársfjórðungi dróst saman um 5,6% á milli ára. Af einstökum bönk- um jókst hagnaður Landsbankans mest á milli ára, eða um 61%, og hagnaður DnB Nor jókst um nærri 36%. Landsbankinn var einnig með hæstu arðsemi eigin fjár, 33% á árs- grundvelli en íslensku bankarnir voru í sérflokki í þessum efnum því þeir voru allir með yfir 20% arðsemi eiginfjár, að því er segir í Hálffimm- fréttum Kaupþings. Arðsemin mest hjá LÍ ● UMTALSVERÐAR hækkanir urðu á hlutabréfamörkuðum vestanhafs í gær, en Nasdaq vísitalan hækkaði um 3,46%, Dow Jones um 2,46% og S&P 500 vísitalan um 2,91%. Eftir fjögurra daga niðursveiflu virðist sem fjárfestar hafi séð mörg álitleg kauptækifæri og stokkið á þau, þrátt fyrir áframhaldandi áhyggj- ur af ástandi á lánamörkuðum vegna svokallaðra undirmálslána. Hækkanir vestra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.