Morgunblaðið - 14.11.2007, Side 37
um margar góðar minningar um
Siggu frænku, minningar um hlýju,
gestrisni og frændsemi. Það sem ein-
kenndi hana þó fyrst og fremst var
hvað hún var skemmtileg og hafði
sérstakt lag á börnum. Ekki má
gleyma röddinni. Sigga hafði frá-
bæra söngrödd. Þeir minntu á hljóð
úr djúpum dal, tónarnir sem komu úr
barka hennar. Minning um kvöld-
matinn sem Sigga og Fríða frænka,
móðir hennar, útbjuggu handa mér
alla fimmtudaga árin sem ég var við
nám í Reykjavík. Að loknum kvöld-
mat og sögum, sem kryddaðar voru
með leikrænum tilþrifum, fórum við
Sigga síðan saman í Háskólabíó á
tónleika.
Jón Ottó bróðir minn og Sigga
náðu mjög vel saman og gat hann,
forvitinn krakkinn, spurt hana að
hverju sem var. Sigga svaraði öllu
skilmerkilega, kímin á svip. Þau
spiluðu svo Ólsen Ólsen upp á pen-
inga, Sigga útvegaði féð en Jón Ottó
vann.
Fyrir rúmum tuttugu árum heim-
sóttu þær systur Ása og Sigga okkur
Jón til Amsterdam og ferðuðust með
okkur fjölskyldunni og fleiri vinum
suður eftir Frakklandi. Við leigðum
stóran bíl sem rúmaði alla og þar um
borð var líf og fjör. Óhjákvæmilega
lentum við í ýmiss konar ævintýrum
og óvæntum uppákomum á ókunnum
slóðum, en þær systur voru séðar og
tóku ekki annað í mál en gista á fín-
um hótelum.
Við, fjölskyldan á Ísafirði, viljum
að leiðarlokum þakka Siggu frænd-
semina og ræktarsemina og votta
Ásu okkar dýpstu samúð.
Margrét Gunnarsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 37
Atvinnuauglýsingar
Byggingafulltrúi
Starf byggingarfulltrúa uppsveita Árnessýslu
er laust til umsóknar. Umsækjandi þarf að hefja
störf 1. febrúar 2008 - eða eftir samkomulagi.
Æskilegt er að umsækjandi hafi fasta búsetu á
svæðinu. Um starfið fer skv. 9. gr. byggingar-
reglugerðar og umsækjendur þurfa að uppfylla
skilyrði 48. og 49. gr. skipulags- og byggingar-
laga.
Starfið er áhugavert fyrir þá sem hafa gaman af
því að kynnast landi og lýð. Starfssvæðið nær
yfir 5 sveitarfélög Árnessýslu, Grímsnes- og
Grafningshrepp, Bláskógabyggð, Hrunamanna-
hrepp, Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Flóa-
hrepp. Starfsaðstaða á skrifstofu á Laugarvatni
er góð.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hilmar
Einarsson byggingarfulltrúi í síma 486 1145 og
Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Grímsnes- og
Grafningshrepps, í síma 486 4400.
Sími er opinn fyrir hádegi virka daga.
Umsóknarfrestur er til 23. nóvember 2007 og
skal umsóknum ásamt ferilsskrá skilað á skrif-
stofu Grímsnes- og Grafningshrepps á Borg,
801 Selfoss.
ⓦ Blaðberar
óskast í
Hveragerði
Upplýsingar í síma
893 4694
eftir kl. 14.00
Raðauglýsingar 569 1100
Fundir/Mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna
í Langholtshverfi
Aðalfundur
félags sjálfstæðismanna í Langholts- og voga-
hverfi verður haldinn í Valhöll,
Háaleitisbraut 1, fimmtudaginn
15. nóvember kl. 17.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Gestur fundarins verður
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi.
Stjórnin.
Sjálfstæðisfélag
Kjalarness
Aðalfundur
Sjálfstæðisfélags Kjalnesinga verður haldinn
miðvikudaginn 21. nóvember kl. 20.00 í
Fólkvangi, Kjalarnesi.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Farið yfir það helsta sem
gerst hefur á árinu
Gestur fundarins er
Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson
oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis-
manna í Reykjarvík
Stjórnin.
Listmunir
Listmunauppboð
Erum að taka á móti verkum á næsta listmuna-
uppboð sem haldið verður 2. desember n.k.
Leitum helst eftir verkum eftir Jón Stefánsson,
Nínu Tryggvadóttur, Louisu Matthíasdóttur,
Ásgrím Jónsson, Þorvald Skúlason, Þórarin B.
Þorláksson, Kristján Davíðsson, Kristínu
Jónsdóttur og Mugg.
Gallerí Fold,
Rauðarárstíg 14,
sími 551 0400.
Tilboð/Útboð
Útboð á fiskmeti
Sláturfélag Suðurlands óskar eftir tilboðum í
fisk og fiskmeti til nota í framleiðsluvörur á
árinu 2008.
Útboðslýsing liggur frammi hjá skiptiborði
félagsins á Fosshálsi 1, Reykjavík, s. 575 6000.
Einnig er hægt að fá útboðsgögn send í
tölvupósti með því að senda tölvupóst á net-
fangið skiptibord@ss.is.
Tilboðum skal skila fyrir kl. 14 mánudaginn 26.
nóvember í kjötvinnslu félagsins, Ormsvelli 8,
860 Hvolsvelli, eða á netfangið
gudmundur@ss.is. Tilboð verða opnuð á sama
stað og tíma að viðstöddum þeim bjóðendum
sem þess óska.
Félagslíf
GLITNIR 6007111419 I Tónl. & frf.
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
I.O.O.F. 18 18811148 I.O.O.F. 7. 18811147½ Bk.
I.O.O.F. 9 188111481/2 Raðauglýsingar
sími 569 1100
Kveðjustundir eru
margs konar. Stund-
um eru þær fullar af
tilhlökkun og spenn-
ingi þeirra sem kveðj-
ast. Eða afar tilfinningaþrungnar og
erfiðar. En oftast eru þær innilegar,
fullar af kærleik og ástúð, með ósk-
um og fyrirheitum um skjóta endur-
fundi.
Þannig var okkar síðasta kveðju-
stund í Reykjavík haustið 2006. Við
föðmuðumst og ég kyssti loðna
vangann þinn og fann góðu lyktina
þína. Kveðjustund, ofin væntum-
þykju og virðingu með innilegustu
óskum um góða ferð og án nokkurns
vafa um að við hittumst von bráðar
aftur.
Ef ég hefði vitað þá að ég væri að
kveðja þig í hinsta sinn, þá hefði ég
sagt þér hversu vænt mér þætti um
þig, að ég hugsaði til þín þegar ég
heyrði uppáhalds lögin þín, að ég
myndi ávallt styðja stelpurnar þínar
eins vel og ég gæti. Ég hefði líka
þakkað þér fyrir allar góðu og
skemmtilegu samverustundirnar
Hafþór Sveinjónsson
✝ Hafþór Svein-jónsson fæddist
í Reykjavík 14. nóv-
ember 1961. Hann
lést í Burwell á Eng-
landi föstudaginn
22. júní síðastliðinn
og var jarðsunginn
frá Bústaðakirkju 9.
júlí sl.
hér heima og í Haf-
finghampalace og ætti
eftir að minnast þeirra
og segja frá þeim um
ókomna tíð. Ég hefði
líka strítt þér svolít-
ið … þú veist hvers
vegna.
Þú kvaddir í júní sl.
Sú kveðjustund var af-
ar erfið og sorgleg.
Erfið vegna fjarlægð-
arinnar á milli okkar
og sorgleg vegna alls
þess ósagða og
ógerða. En umfram
allt að hafa þig ekki lengur hjá ást-
vinunum þínum þeim Elsu, Tinnu
Maríu, Alexöndru, Kidda ,Winnie og
Maxie sem þú sást ekki sólina fyrir
og þau ekki fyrir þér.
Elsku Haffi minn, þetta var okkur
öllum í fjölskyldu þinni mikið áfall
og ég bið alla, fjölskyldu, vini og
vandamenn að kveikja á kerti fyrir
þig kl. 9 í kvöld og sameinast í bæn
til þín. Hvar sem við verðum niður
komin. Þú hefðir orðið 46 ára í dag.
Hinsta kveðjan mín til þín er ekk-
ert ólík þeirri síðustu sem við áttum
forðum, full af kærleik, ástúð, virð-
ingu og fullvissu um að við hittumst
aftur.
Ég bið góðan Guð að blessa og
varðveita minningu þína, elsku vin-
ur.
Sofðu rótt.
Þín mágkona,
Dagmar.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
BIRNA JÓNSDÓTTIR,
Þinghólsbraut 67,
Kópavogi,
lést fimmtudaginn 8. nóvember.
Útför hennar verður gerð frá Kópavogskirkju
mánudaginn 19. nóvember kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Hildur Sigurðardóttir og Hörður Sigurðarson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HANNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR,
Hjallaseli 55 (Seljahlíð),
áður til heimilis í Sólheimum 25,
sem lést föstudaginn 9. nóvember í Seljahlíð,
verður jarðsungin frá Seljakirkju föstudaginn 16.
nóvember kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir.
Ólafur Sveinsson, Ingibjörg Jónsdóttir,
Arnór Sveinsson, Hrafnhildur Rodgers,
Sigurbjörn Sveinsson, Elín Ásta Hallgrímsson,
ömmubörn og langömmubörn.