Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR DAGUR B. Eggertsson borgarstjóri og Kristín Ingólfsdóttir háskóla- rektor hafa skrifað undir samning um áframhaldandi samstarf Reykja- víkurborgar og Háskóla Íslands um jafnréttisrannsóknir. Við undirskrift samningsins sagði Dagur m.a. frá því að til stæði að styrkja jafnréttisstarf Reykjavík- urborgar með öflugri mannréttinda- stefnu og mannréttindaskrifstofu. Áhugi væri fyrir því að rýna í fjár- hagsáætlanir borgarinnar með svo- kölluðum kynjagleraugum, þ.e. taka mið af reynsluheimi beggja kynja við útdeilingu fjármuna. Markmið samstarfsins er að stuðla að auknum jafnréttisrann- sóknum og miðlun fræðilegrar þekkingar með áframhaldandi rann- sóknum og fræðslu á sviði kvenna- og kynjafræða. Markmiðinu á að ná með eigin rannsóknum forstöðumanns; með umsóknum og þátttöku í innlendum, norrænum og evrópskum rann- sóknaáætlunum; með því að hvetja til jafnréttisrannsókna meðal vís- indamanna og framhaldsnema við Háskóla Íslands og innan íslensks fræðasamfélags og með því að efna til margskonar funda og fræðslu á sviði jafnréttismála, segir í frétta- tilkynningu. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Framlengja samstarf um jafnréttisrannsóknir EFNAHAGS- og framfarastofnunin í París gaf í gær út ritið Health at a Glance 2007, OECD indicators. Í frétt sem Hagstofan sendi frá sér af því tilefni segir að í flestum ríkjum OECD hafi lífslíkur aukist mikið á síðustu áratugum. „Árið 2005 voru lífslíkur við fæðingu 81,2 ár á Íslandi en aðeins í Japan (82,1 ár) og Sviss (81,3 ár) voru þær meiri. Lífslíkur voru að meðaltali 78,6 ár í OECD-ríkjum. Voru lífslíkur karla mestar á Íslandi 79,2 ár en lífslíkur íslenskra kvenna í 7. sæti OECD ríkja eða 83,1 ár. Kynjamunur á lífslíkum við fæðingu var 5,7 ár að meðaltali í OECD-ríkjunum árið 2005 en minnstur á Íslandi 3,9 ár. Áfengisneysla hefur aukist mikið Í skýrslu OECD kemur einnig fram að áfengisneysla á Íslandi var 7,1 alkóhóllítri á íbúa 15 ára og eldri árið 2005 sem var heldur meira en t.d. í Noregi (6,4) og Sví- þjóð (6,6). Meðaltalið fyrir ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, var 9,5. Í skýrslunni kemur fram að í um tveimur af hverjum þrem- ur aðildarríkjum stofnunarinnar dró úr áfengisneyslu á tímabilinu 1980- 2005. Ísland var hins vegar í hópi þeirra ríkja þar sem áfengisneysla jókst og var aukningin mest á Íslandi eða 65%. Á Íslandi reyktu 19,5% karla og kvenna daglega árið 2005. Meðaltalið fyrir OECD var svipað fyrir konur en hærra hjá körlum (30%). Árið 2005 var hlutfall of feitra lægst í Japan 3% og hæst 32% í Bandaríkjunum. Á Íslandi var þetta hlutfall 12% árið 2002 samanborið við 8% árið 1990. Lífslíkur karla eru mestar hér Breti Henry All- ingham er 111 ára. GLADIUS nýstofnað málfunda- og umræðufélag innan Háskóla Íslands efnir í dag, miðvikudag, kl. 11.45- 13.15 til málfundar sem ber yf- irskriftina „Hversu áreiðanlegt er útbreiddasta rit í heimi.“ Fundurinn verður haldinn í H-miðjunni í Há- skólabíói. Á málfundinum verður fjallað um áreiðanleika Biblíunnar og aðferðafræðina við mat á henni. Á fundinum munu Sverrir Jak- obsson, Kristinn Ólason og Clarence E. Glad halda erindi. Í lok fundar sitja frummælendur fyrir svörum. Allir áhugasamir eru velkomnir. Rætt um áreiðanleika Biblíunnar Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is „ÞAÐ RÍKIR í dag mikil Sturl- ungaöld í ásókn auðmanna í land á Íslandi,“ sagði Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, í utandagskrárumræðum um upp- kaup á jörðum og verndun land- búnaðarlands á Alþingi í gær, en margir þingmenn urðu til þess að vara við því að „auðmenn söfnuðu jörðum“. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, var málshefjandi og sagði sama aðila eiga um eða yfir hundrað jarðir. „Frelsi án ábyrgðar í landakaupum, jarða- kaupum og uppsöfnun jarða er ekki það sem við viljum hér á Ís- landi,“ sagði Jón og vildi svör frá ráðherra um hvort hann hygðist beita sér fyrir lagasetningu sem eigi sér hliðstæðu í nágrannalönd- unum. Einar K. Guðfinnsson landbún- aðarráðherra sagði rétt að bú- háttabreytingar ættu sér stað í ís- lenskum landbúnaði. „En þær miða m.a. að því og hafa í för með sér að þar sem ljósin höfðu áður slokknað eru þau kveikt núna aft- ur. Landið er tekið undir nýja at- vinnustarfsemi,“ sagði Einar. „Auðvitað vill enginn sjá einhverja ofursamþjöppun, hvorki í landbún- aði né í jarðeignum í landinu. Það er enginn að tala um það,“ sagði hann jafnframt en bætti við að slík þróun ætti sér ekki stað og að sú mynd sem væri reynt að draga upp, að landið væri orðið í eigu ör- fárra auðmanna, væri ekki rétt. Einar sagði varla vilja fyrir því að stöðva þá þróun sem hafi átt sér stað með samþjöppun og hagræð- ingu. „Við viljum ekki koma í veg fyrir það að menn geti framleitt hér landbúnaðarvörur á lægra verði en gert hefur verið.“ Karl V. Matthíasson, þingmaður Samfylkingar, sagði jákvætt að fólk sæktist meira í að kaupa jarð- ir. „Það eru ekkert bara auðmenn og við eigum ekki að tala eins og auðmenn séu einhverjar vondar manneskjur,“ sagði Karl og bætti við að margir þeirra keyptu jarðir og leyfðu fólki að hafa aðgang að þeim. Sturlungaöld í ásókn auðmanna í land Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jarðasöfnun jörðuð? Jón Bjarnason o.fl. hafa áhyggjur af því að of margar jarðir færist á fárra hendur. Ljósin kviknuð þar sem þau höfðu áður slokknað, segir ráðherra TVEIR landeigendur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafa slitið viðræð- um við Landsvirkjun vegna áforma um Hvammsvirkjun og lón í mynni Þjórsárdals. Áður hafa eigendur Skálmholtshrauns á Skeiðum slitið samningaviðræðum vegna Urriða- fossvirkjunar. Þetta kemur fram á fréttavefnum sudurland.is. Þetta eru Guðbjörg Friðriksdóttir og Sigurður L. Einarsson, eigendur Fagralands, og Guðrún Haraldsdótt- ir, frá Haga, eigandi Undralands. Eiga þau 13 hektara úr jörðinni Haga á Þjórsárbökkum og hafa reist sér þar frístundahús. Guðrún á einn- ig veiðirétt í Þjórsá og Þverá ásamt fjölskyldu sinni. Lögfræðingur land- eigendanna segir í bréfi til Lands- virkjunar að þeir mótmæli harðlega áformuðum skerðingum á lóðum og þeir ræði ekki frekar við Landsvirkj- un um málið. Fleiri slíta viðræðum Áform Reisa á 3 virkjanir í Þjórsá. REYKJAVÍKURBORG hyggst end- urskipuleggja útivistarsvæði á Miklatúni. Örn Sigurðsson, sviðs- stjóri Umhverfissviðs Reykjavík- urborgar, segir að nú sé beðið eftir umsögn frá skipulagsráði varðandi nánari útfærslu. Ekki er gert ráð fyrir stórkost- legum breytingum, að sögn Arnar, endurskipulagningin snúi að gróðri, leiktækjum, gangstígum og tengslunum við Kjarvalsstaði. Breytingar á Miklatúni Annað mál rætt fyrstBjörn Bjarnason dómsmálaráð- herra mælti fyrir þremur málum á Alþingi í gær. Einhver ruglingur varð á dagskrá því þegar Björn átti að mæla fyrir fyrsta dagskrármál- inu, um almenn hegningarlög, mælti hann fyrir máli númer tvö um almannavarnir. Órói greip um sig í þingsal, ekki síst hjá þing- mönnum sem höfðu sett sig á mælendaskrá, og forseti hringdi bjöllunni og vakti athygli dóms- málaráðherra á þessu. Björn þakk- aði fyrir en hélt ótrauður áfram. Mælendaskrá var breytt og almannavarnirnar ræddar út áður en lengra var haldið. Ekkert herfrumvarp Í umræðum spurði Siv Friðleifs- dóttir, Framsókn, hvers vegna nýtt ráð þyrfti að heita almannavarna- og öryggisráð og hvort það væri ekki nægilegt að það héti almannavarnaráð. Kolbrún Hall- dórsdóttir, VG, áréttaði mikilvægi þess að gera skýran greinarmun á því hvað er borgaralegt og hvað heyrir undir hernað. Björn var ekki sáttur við málflutninginn og sagði hann eiga við lítil rök að styðjast. „Það er ekkert í þessu frumvarpi sem leiðir til þess að það sé verið að búa til eitthvert grátt svæði milli borgaralegra og hernaðarlegra stofnana,“ sagði Björn. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 13:30 í dag og tólf fyrirspurnir eru á dagskrá, m.a. um fjölpóst og nettælingu. RÁÐHERRAR munu ekki sitja á þingi ef frumvarp Sivjar Friðleifs- dóttur, þingmanns Framsóknar- flokks, og þriggja þingmanna úr Framsókn, Sjálfstæðisflokki og Frjálslyndum nær fram að ganga. Siv mælti fyrir frumvarpinu á Al- þingi í gær en það felur í sér breyt- ingu á stjórnarskrá þannig að verði þingmaður skipaður ráðherra taki varaþingmaður sæti hans. „Aðskiln- aður löggjafarvalds og fram- kvæmdavalds er ekki eins mikill og 2. grein stjórnarskrárinnar gerir ráð fyrir,“ sagði Siv í framsöguræðu sinni og taldi að hugsanlega ætti að skoða um leið hvort ástæða væri til að fækka þingmönnum. Að sama skapi gæti þurft að skoða leiðir til að styrkja stjórnar- andstöðuna. Siv sagði jafn- framt að stærstur hluti vinnu við þingmál færi fram í nefndum en ráðherrar sitja ekki í þeim. Sjötti hluti þingheims væri því í raun ekki virkur í þingstarfinu nema að mjög litlu leyti. Ráðherrar sinni ekki jafnframt þingmennsku Siv Friðleifsdóttir VINSTRI græn hafa lagt fram þings- ályktunartillögu þess efnis að ríkis- stjórnin viðurkenni Polisario-hreyf- inguna sem lögmætan fulltrúa Vestur-Sahara og grípi til aðgerða til að styðja sjálfstæðisbaráttu landsins, mögulega með því að viðurkenna sjálfstæði þess og taka upp stjórn- málasamband. Vestur-Sarhara hefur barist fyrir sjálfstæði í rúm þrjátíu ár en Mar- okkó hernam landið á áttunda ára- tugnum, þegar Spánverjar hurfu frá. „Vestur-Sahara telst því vera síðasta nýlendan í Afríku. Samkvæmt árs- skýrslu Amnesty International er þar gróflega brotið gegn tjáningarfrelsi, félagafrelsi og fundafrelsi íbúanna. Í orði kveðnu eru báðir deiluaðilar sam- mála um að ekki verði lengur búið við ríkjandi ástand. Þeim mun mikilvæg- ara er að utanaðkomandi aðilar þrýsti á um að þessi deila verði leidd til far- sælla lykta. Það verður þó ekki gert nema í samræmi við þjóðarétt og stefnumörkun Sameinuðu þjóðanna gegn nýlendukúgun,“ segir í greinar- gerð með þingsályktunartillögunni. Ríkisstjórnin styðji sjálf- stæðisbaráttu V-Sahara ALÞINGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.