Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 19 MENNING EINTAK úr fyrstu útgáfu bók- arinnar Wuthering Heights eða Fýk- ur yfir hæðir eftir Emily Bronte seld- ist á uppboði nýlega á 114.000 pund. Var það tvöfalt meira en matsverð bókarinnar. En eintakið af bókinni er frá 1847 og var búist við að það færi á 30.000 til 50.000 pund. Talskona uppboðshússins Bon- hams sagði að ónafngreindur ein- staklingur hefði keypt bókina og yrði hún áfram í Bretlandi. Bókin, eina skáldsagan sem Bronte skrifaði, var fyrst gefin út undir karlmannsdulnefninu Ellis Bell. Bronte sem lést árið 1848, þrjátíu ára að aldri, notaði dulnefnið af ótta við að þurfa að þola fordóma sem kvenkyns rithöfundur. Nokkrar kvikmyndir hafa verið gerðar eftir skáldsögunni. Fyrrverandi eigandi þessa sjald- gæfa eintaks af Wuthering Heights, Anne Reid, fékk bókina gefins frá afa sínum þegar hún var barn. Hún hafði verið í fjölskyldu hennar í fjórar kyn- slóðir. Reid er nemandi í listaaka- demíunni í London og stefnir að því að nota ágóðann af sölu bókarinnar til að láta langtíma draum rætast um að gerast listamaður. Frumút- gáfa seld Eintak af Wuthering Heights á uppboði Rithöfundur Emely Bronte skrifaði eina bók um ævina. BÓKABRJÁL er heiti á nýgreindu tilbrigði mannlegrar hegðunar, er stjórnast af taugakerfinu. Það eru kanadískir sérfræðingar sem greint hafa hegðunina og skilgreint, en hún lýsir sér með reiðiköstum fólks í bókabúðum, sem jafnvel geta endað með því að bókum er kastað í veggi. Það er kanadíska dagblaðið The Globe and Mail í Toronto sem grein- ir frá þessu. Sérfræðingarnir telja sig líka hafa komist að rótum hegðunarinnar og hafa fundið út að það er ört hækk- andi Kanadadalur andspænis lækk- andi Bandaríkjadal sem veldur. Við- skiptavinir í Kanada sjá bókaverð prentað á bókarkápum í báðum gjaldmiðlum, og finnst orðið orðið ærið dýrt, í samanburði við það sem Bandaríkjamenn greiða fyrir það. Bóksalar í Kanada hafa brugðist við með því að selja bækur á verði Sáms frænda. Bókabrjál SKÁLDAFÉLAGIÐ Nykur stendur fyrir ljóðakvöldi til heiðurs Þórði Helgasyni, dós- ent og ljóðskáldi, en hann varð sextugur hinn 5. nóv- ember. Þórðarvaka fer fram mið- vikudagskvöldið 14. nóvember kl. 20 á efri hæð Café Sólons í Bankastræti. Þórður var Nykri innan handar þegar félagið steig sín fyrstu skref árið 1995, auk þess sem hann hefur liðsinnt fjölmörgum ljóðskáldum og rithöf- undum í gegnum árin. Aðgangur er ókeypis og allir ljóðaunnendur velkomnir. Bókmenntir Þórðarvaka skálda- félagsins Nykurs Þórður Helgason KVARTETT Ásgeirs Ásgeirs- sonar leikur á Jazzklúbbnum Múlanum í kvöld kl. 21 á DOMO bar. Tónleikarnir eru til heiðurs bandaríska saxófón- leikaranum Dexter Gordon sem var ein litríkasta og áhrifamesta persóna jazzsög- unnar og spannar ferill hans nær óslitin fimmtíu ár. Leikin verður tónlist Dexters ásamt sígrænum djassperlum er hann gerði ódauðlegar. Kvartettinn skipa: Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari, Ólafur Jónsson saxófón- leikari, Þorgrímur Jónsson bassaleikari og Eric Quick trommuleikari. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Tónlist Heiðurstónleikar Dexters Gordons Ásgeir Ásgeirsson BLÁSIÐ hefur verið nýju lífi í Alþjóðleg samtök brúðuleik- húsfólks á Íslandi. UNIMA eru samtök um allan heim, en deild samtakanna á Íslandi var stofnuð 1975. Samtökin hafa fengið nýja stjórn sem hefur það hlutverk að hlúa að list- greininni hér á landi. Fyrsta verk nýkjörinnar stjórnar er að setja upp heimasíðu sem mun gera öllum kleift að nálg- ast upplýsingar um brúðuleikhús á Íslandi. Þessi ævaforna listgrein hefur verið gróskumikil hér á landi að undaförnu. Formaður UNIMA á Íslandi er Sigríður S. Reynisdóttir. Leiklist Samtök Brúðuleik- húsfólks á Íslandi Útileikhúsið Studio Festi. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÉG get ímyndað mér að að Haydn hafi verið eins og rokkstjörnurnar í dag; hann var svo vinsæll – alla vega á tímabili. Og verkið – þetta er hreint skemmtiverk,“ segir Edda Erlendsdóttir píanóleikari, en annað kvöld leikur hún einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Píanókonsert í D-dúr eftir Haydn, með því merka raðnúmeri Hobok- en XVIII: 11. „Haydn var ótrúlega vinsæll á ákveðnum tímabilum og miklu, miklu vinsælli en Mozart. Þegar hann var í Englandi var hann því- lík stjarna. Tónlistin er aðgengileg og hrein og bein. Haydn er hljómfallsmaður og spilar mikið með rytmann. Hann er samt líka lagrænn. Haydn spilaði ekkert mikið á píanó sjálfur, en hafði gífurlegan áhuga á hljóð- færinu og þróun þess. Hann fylgd- ist mjög vel með þeim breytingum sem urðu þegar fortepíanóið var að taka á sig mynd sem píanó.“ Endalaus fjölbreytni Edda hefur leikið fjölmörg verk eftir Haydn á ferli sínum og gefið út disk með píanóverkum hans. „Það sem mér hefur alltaf þótt skemmtilegast við Haydn er enda- laus fjölbreytni í stefjum og til- brigðum – og tilbrigðum við til- brigði. Hann er aldrei leiðinlegur – og aldrei endurtekningar sem mað- ur stoppar við og spyr: „af hverju?“ Það er mikil dýmamík, jafnvel í því smæsta.“ Þegar Edda ákvað að taka þenn- an konsert og æfa hann var hún úti að aka, í orðsins fyllstu merk- ingu. „Þetta var fyndið. Ég var að keyra til Brussel, þar sem ég átti að spila á tónleikum, en það er þriggja til fjögurra tíma bílferð. Þá heyrði ég konsertinn í útvarpinu í bílnum og hugsaði strax: „Heyrðu mig, þetta verð ég að spila!“ Þá var bara að byrja að vinna, taka sér tíma og leyfa verkinu að gerj- ast með manni, og móta það. Svo gerist ýmislegt þegar maður fer að æfa með hljómsveitinni, þá breytist líka spilamennskan hjá mér. Ég hef verið einstaklega heppin með hljómsveitarstjóra núna, því Kurt Kopecki sem stjórnar á tónleik- unum óskaði eftir því í sumar að við renndum í gegnum verkið á tvö píanó. Svo hittumst við líka áður en hljómsveitaræfing byrjaði. Þetta finnst mér vera forréttindi, og svona er því miður ekki unnið í dag. Ég hef lent í ýmsu með hljómsveitarstjóra. Þeir hafa lítinn tíma og oft lítinn áhuga, og eru miklu frekar að hugsa um stóru flottu sinfóníuna eftir hlé, þar sem þeir ætla að brillera. Þannig er tíð- arandinn í dag. En nú var þetta öf- ugt – við unnum þetta eins og kammertónlist. Kurt Kopecki er mjög flinkur og elskulegur maður.“ Edda hefur margoft leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands áður, og segir það vera eins og að koma heim í heiðardalinn að mæta á fyrstu æfingu. „Þetta er mjög góð tilfinning og allt í kringum mig er fólk sem ég hef unnið með og spil- að með, og það er tekið vel á móti mér.“ Edda segir að tónleikar séu eng- in endastöð þótt þeir marki lok tímabils sem hefur jafnvel tekið mánuði og ár. „Tónleikarnir sjálfir gefa manni orku til að halda áfram og takast á við ný verkefni og ég er iðin við það að ráðast í ný verk- efni. En það er djúp reynsla að spila á tónleikum. Hún er í senn eins og innhverf íhugun og úthverf tjáning. Þetta er langt ferli, og tónleikar eru mikilvæg augnablik í mínu lífi. Þau augnablik – þessi djúpa reynsla – er það sem drífur mig áfram.“ Edda Erlendsdóttir leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands annað kvöld Djúp reynsla sem drífur mig áfram PÍANÓKONSERT í D-dúr Hob. XVIII: 11 er þekktasti píanókonsert Haydns, saminn einhvern tíma á ár- unum 1780- 783, og þá fyrir sembal eða fortepíanó. Haydn gerði ráð fyrir klassískri stærð hljóðfæra; strengjum, tveim- ur óbóum og tveimur hornum. Konsertinn var gefinn út í nokkr- um útgáfum árið 1784 og hefur ver- ið gefinn út ótal sinnum síðan. Fiðlur og víólur leiða hlustand- ann inn í verkið, áður en öll hljóm- sveitin slæst í för. Þá fyrst skerst einleikshljóðfærið, píanóið, í leik- inn. Konsertinn er rífandi fjörugur og rytmískur; í öðrum þætti fær einleikarinn að sýna fingrafimi sína svo um munar, en þriðji þátturinn er kátt og fjörmikið ungverskt rondó, með tyrkneskum undirtóni eins og þá var svo vinsælt. Mozart, Beethoven, Haydn og fjöldi ann- arra tónskálda heillaðist af jan- issar-hljómsveitunum tyrknesku, sem fylgdu Ottómönum til Evrópu. Tyrkneskt fjör og flugeldar SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN pantaði verk hjá Tryggva M. Baldvinssyni í tilefni af afmæli Jónasar Hallgrímssonar, og verður það frumflutt á tón- leikunum annað kvöld. Tryggvi kaus að byggja verkið á ævintýri lista- skáldsins góða, Stúlkan í turninum. Sjálfur fer Tryggvi með hlutverk sögu- manns. „Ég þekkti söguna vel, heyrði og las hana oft sem barn og fannst hún alltaf jafnspennandi,“ segir Tryggvi. „Því leið mér oft eins og ég væri að semja tónlist við kvikmyndina um ævintýri stúlkunar, því að sagan stóð mér svo ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Stúlkan, uglan og leðurblakan góða fá sín stef sem heyrast eins og rauður þráður í gegnum allt verkið, þrátt fyrir að taka nokkrum breytingum eftir framgangi sögunnar.“ Stúlkan í turni Tryggva Í TILEFNI af 200 ára fæðing- arafmæli Jónasar Hallgrímssonar og degi íslenskrar tungu á föstu- daginn verður Jónasarvefurinn formlega opnaður og afhentur ís- lenska skólakerfinu í dag kl.17. Mjólkursamsalan og Hvíta húsið ófu vefinn í sameiningu en það er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sem veitir vefnum formlega móttöku í dag við hátíðlega athöfn í Iðnó. Þar mun einnig Páll Valsson, einn helsti Jónasarspekingur þjóðarinnar, halda stutta ræðu og Andrea Gylfa- dóttir og Egill Ólafsson flytja vel valin lög. Vefurinn er byggður á prófíl- mynd af Jónasi Hallgrímssyni sem sett er saman úr 816 smámyndum, en þetta er þriðja myndin af þess- ari gerð sem Mjólkursamsalan ger- ir; tvær hinar fyrri voru af Jóni Sigurðssyni og Halldóri Laxness. Myndasyrpan, sem vakið hefur verðskuldaða athygli, er hluti af myndarlegu framlagi Mjólkursam- sölunnar til eflingar íslenskri tungu. Jónasarmyndin stendur tveimur hinum fyrri talsvert framar að því leyti að hún tengist þessum ágæta vef. Þangað geta landsmenn lagt leið sína, smellt á smámyndirnar sem saman mynda andlit Jónasar Hallgrímssonar og nálgast þar með upplýsingar um viðkomandi mynd, ljóð, höfund ljóðsins og fróðleik um íslenska náttúru. Jónasarvefur opnaður í dag Skáld Jónas Hallgrímsson hefur nú fengið sinn vef. TENGLAR .............................................. www.jonas.ms.is ♦♦♦ Morgunblaðið/KristinnVinsæll Edda Erlendsdóttir píanóleikari segir vinsældir Haydn á sínum tíma jafnast á við vinsældir rokkstjarna í dag. ÞAU leiðu mistök urðu við skrif fréttar, sem birtist 9. nóvember sl., um afhjúpun minnisvarða um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, að rangt var far- ið með aðdraganda verkefnisins. Hið rétta er að árið 2004 kom Auð- ur Styrkársdóttir, forstöðumaður Kvennasögusafnsins, hugmyndinni á framfæri í fjöldagöngu um kvenna- slóðir í Reykjavík. Í kjölfarið sam- þykkti ríkisstjórnin, að frumkvæði þáverandi umhverfisráðherra og fé- lagsmálaráðherra, Sivjar Friðleifs- dóttur og Árna Magnússonar, að reisa minnisvarða um Bríeti. Sett var á laggirnar undirbúnings- nefnd sem í áttu sæti fulltrúar Kvennasögusafns Íslands, Rann- sóknarstofu í kvenna- og kynjafræð- um og Kvenréttindafélags Íslands. Undirbúningur spannar því þrjú ár. Leiðrétting ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.