Morgunblaðið - 14.11.2007, Page 31

Morgunblaðið - 14.11.2007, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 31 fá að hverfa með sæmd. Guðmundur Jónsson óperusöngvari var stórmenni sem lifði og dó sem slíkur. Garðar Cortes. Fallinn er frá Guðmundur Jónsson, einn af frumherjum óperuflutnings á Íslandi og einn af mestu söngvurum sem við höfum átt. Það væri vægt til orða tekið að segja að Guðmundur hefði verið einstakur maður, það var hann svo sannarlega ekki aðeins sem söngvari og söngkennari, heldur einnig sem manneskja. Hljóðfæri hans var frá náttúrunnar hendi í hæsta gæðaflokki, röddin bæði hljómmikil og áferðarfalleg og tónsviðið óvenjumikið. Skapgerð hans og lundarfar var og með því móti að meðan aðrir söngvarar fóru nánast á taugum er líða tók að frumsýning- um var Guðmundur alltaf jafn pollró- legur. Margir hefðu jafnvel sakað hann um kæruleysi í þeim efnum, en hann hafði ekki einu sinni fyrir því að hita röddina upp áður en hann kom fram opinberlega. Sjálfur sagði hann enga þörf vera á því að hita upp radd- færin. Þau væru jú 37 gráðu heit frá náttúrunnar hendi. Einn af með- söngvurum hans í Rigoletto, sem mætti honum á ganginum við dyrnar að sviðinu í Þjóðleikhúsinu er sýning stóð yfir og hafði áhyggjur af því að Guðmundur væri orðinn allt of seinn í næstu innkomu, fékk þau svör að þetta væri allt í besta lagi. Það væru heilir sex taktar í innkomuna. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hafn- aði hann frama á erlendri grund, þar sem hann gat ekki hugsað sér að yf- irgefa heimahagana. Sú ákvörðun var hagur okkar Íslendinga sem fengum að njóta listsköpunar hans jafnlengi og raun ber vitni. Sem kennari var Guðmundur ein- stakur og þó reyndist hann byrjend- um sérstaklega vel. Hann trúði því staðfastlega að einfalda leiðin væri alltaf sú besta og að söngur væri í raun einungis beint framhald af tali. Mestu máli skipti að öndunin væri fyrirhafnarlaus og eðlileg og stuðn- ingurinn góður. Þá var það grundvall- aratriði í hans kennslufræði, að vel- mótaður og fallegur tónn kæmi ávallt í kjölfarið á skýrum og velframborn- um texta. Hann hvatti mann stöðugt til þess að treysta aldrei neinum kennara ef eigin tilfinning og innsæi segði annað. Guðmundur var einstök fyrirmynd, sannkallaður öðlingur og ljúfmenni sem aldrei hallmælti nokkrum manni. Hógvær og lítillátur, en slíkir kostir einkenna gjarnan sanna listamenn. Guðmundur Jónsson var minn fyrsti söngkennari og sá sem ég var lengst hjá. Hann lagði grunninn að öllu sem ég kann á þessum sviðum. Aðrir tóku svo við en oftar en ekki hugsaði ég til baka og hélt áfram að sækja í smiðju til hans. Ég hygg að mér sé óhætt að fullyrða fyrir hönd okkar, þeirra söngvara sem nutum leiðsagnar hans, að við munum alla ævi búa að þeirri kennslu sem hann miðlaði til okkar. Kæri vinur, það er komið að leið- arlokum hjá okkur. Hafðu þökk fyrir viðkynninguna og samfylgdina. Megi hinn hæsti höfuðsmiður himins og jarðar veita þér góða heimkomu. Fyrir hönd Óperudeildar Félags ís- lenskra leikara, Stefán Arngrímsson. „Viltu ekki í nefið,“ segir Guð- mundur og það er enginn sérstakur spurnarhreimur í röddinni því að hann veit svarið. „Æ,“ segi ég, „Guðmundur minn …“ „Ég veit, vinur,“ segir Guðmundur þá. Þetta var eins konar helgisiðaat- höfn, því auðvitað vissi Guðmundur að ég hætti að taka í nefið þegar ég var tólf ára. En í þessari spurningu tókst honum eigi að síður að koma ýmsu að: þeirri hlýju sem honum var ásköpuð, því örlæti sem var hans aðal, þeirri ríku kímni sem hann bjó yfir, jafnvel láta glitta í þessa söngrödd sem Íslendingar hafa dáð öðrum fremur í hátt í sjö áratugi. Og svo varð þetta inngangur að löngu sam- tali um Þjóðleikhúsið, Ríkisútvarpið, Kirsten Flagstad eða eitthvað allt annað, því að áhugamálin voru mörg. Ég heyrði hann syngja í vinahópi fyrir örfáum árum og undraðist gróf- lega aldursleysi raddarinnar. Enn meira færðist hann í fang þegar hann söng Þitt lof ó drottinn við jarðarför skömmu síðar og söng háa tóninn eins og ekkert væri, kominn vel yfir áttrætt. Enda sagði hann mér einu sinni, að lagt hefði verið hart sér á námsárunum að fara yfir í hetjuten- órfagið, þar vantaði alltaf hrausta menn. Sem betur fer hlýddi hann ekki því kalli. Það er nefnilega svo undarlegt, að við Íslendingar höfum eignast marga góða tenóra en fáa barýtóna og ekki nema einn Guð- mund Jónsson. Það er afar gaman að hugsa til þess að hafa verið þeirra forréttinda að- njótandi að hafa fylgst með söngferli Guðmundar frá fyrstu tíð, einkum á óperusviðinu – allt frá Rígólettó í Þjóðleikhúsinu 1951 sem var auðvitað óvenjulega glæsileg frumraun ungs söngvara – á alþjóðamælikvarða – til gamla mannsins í Silkitrommu Atla Heimis. Þessi gamli gluggapússari sem þráði þá fegurð sem örlögin höfðu ekki gefið honum varð einn af hátind- um á öllum ferli Guðmundar – og verðlaunaður sem slíkur. Það er ekk- ert launungarmál, að Guðmundur var lengi að tileinka sér hina marg- slungnu tónlist Atla – svei mér ef Agnes Löve byrjaði ekki að vinna með honum í janúar og frumsýningin var í júní. En smám saman náði efnið og tónlistin slíkum tökum á Guð- mundi, að það lá við að þyrftum að hafa aukakastara til taks ef hann skyldi nú ekki lenda inni í þeirri ljós- keilu sem honum var ætluð – af hreinni innlifun; annars var Guð- mundur mjög nákvæmur um allt slíkt og samviskusamur listamaður. Og þessi innlifun greip áhorfendur ekki síður, þeir urðu vitni að óvenjulegri músíksviðslist. Nú á dögum þykir Íslendingum mest um, ef einhver listamaður okkar haslar sér með einhverjum hætti völl í útlöndum, enda gerir fjarlægðin fjöllin blá sem fyrr. Oft sést okkur yf- ir þá sem kosið hafa að rækta garðinn hér heima. En án þeirra væri hér enginn garður. Og Guðmundur Jóns- son var í fremstu röð slíkra garð- yrkjumanna. Ég kveð góðan vin með þessum fá- tæklegu orðum og bið honum og að- standendum hans blessunar. En ef hann kemur nú til mín í draumi í nótt og segir: „Viltu ekki í nefið?“ þá svara ég þakklátri röddu: „Já, ætli það ekki, bara í þetta sinn.“ Sveinn Einarsson. Í kvæði sínu um þann vesturbæ sem Guðmundur Jónsson ólst upp í frá sex ára aldri dró Tómas Guð- mundsson í efa að fegurra væri í Kína en þar – og leit heiminn í hnotskurn í bænum og sænum úti fyrir. Margir sem telja heimsfrægðina eftirsóknarvert hlutskipti hafa haft á orði að með söng sínum hefði Guð- mundur farið létt með að sigra heim- inn, en það voru bara ekki hans ær og kýr. Jafn margir – ef ekki fleiri – vita að hann var allt of mikill vesturbæ- ingur, KR-ingur og vinur gráslepp- unnar til þess að fljúga lungann úr starfsævinni með ferðatöskur milli hótelherbergja fjarri heimili og ást- vinum, því að hann var í hjarta sínu mikill heimilismaður. Þegar svo bar undir var hann hrókur alls fagnaðar á góðra vina fundi, þótt áföll og alvara lífsins sneiddi ekki hjá garði hans. Of- næmistaugaveiklun var honum fjarri, en geðprýði og spauggáfa eiginleg. Gleði og gaman hversdagslífsins var honum áreiðanlega meira virði en áhætta heimsfrægðarinnar. Og hann var mikill mannasættir í lífsins lander og vissi að stundum dugðu engin ráð betur til að greiða úr tímabundnum vanda en sígild einkunnarorð hans: „Fáðu þér í nefið, elsku drengurinn!“ Tvo áratugi vorum við Guðmundur samstarfsmenn hjá Ríkisútvarpinu á Skúlagötu 4 og hann næsti yfirmaður minn lengst af þess tíma. Þau tólf ár sem ég var dagskrárstjóri hljóðvarps mátti heita að skrifstofur okkar á fimmtu hæð lægju saman, en meðan Árni Kristjánsson var tónlistarstjóri var hann á milli okkar. Að mörgu leyti get ég varla hugsað mér ólíkari menn en þessa tvo afburðamenn í tónlist, en það var mikill háskóli að kynnast þeim og blanda við þá geði og reynslu í blíðu og stríðu fyrir leik- mann í þeim efnum sem aukinheldur hefði aldurs vegna getað verið sonur hvors þeirra sem var. Þeim háskóla tengdist fleira útvarpsfólk í ýmsum greinum sem hér verður ekki nefnt nú og horfið er af heimi, en minningar mínar frá þeim árum verða ekki rakt- ar að sinni. Nægja verður nú að þakka þá gleði og gæfu að hafa fengið að verða sam- ferða Guðmundi Jónssyni og átt við hann ljúft og ánægjulegt samstarf og glaðar stundir sem geymast í sjóði minninganna. Til þess eru þessar lín- ur settar á blað, enda hagar tilviljun því svo að ég get ekki verið viðstadd- ur útför hans, en ekkju hans, börnum og öðrum ástvinum votta ég samúð mína. Mér er til efs að nokkur íslenskur söngvari hafi sungið fleiri samtíðar- menn sína til moldar í bókstaflegri merkingu en Guðmundur Jónsson. Við sem unnum með honum innst á fimmtu hæðinni forðum vissum alltaf hvað það þýddi þegar opið var inn til hans, en inniskórnir einir heima stutta stund eftir hádegið. Hann hafði þá brugðið sér niður í Dóm- kirkju eða eitthvert annað guðshús bæjarins til að þjóna samferðamönn- um sínum og samfélagi með ljúf- mennsku sinni, greiðvikni og ein- stæðum hæfileikum sem entust honum vel og lengi. Guðmundur Jónsson var mikill listamaður sem tók vesturbæinn fram yfir heimsborgir tónlistarinnar og gaf þjóð sinni líf sitt og list. Í Los Angeles himnanna hlýtur hann að eiga góða heimvon. Hjörtur Pálsson. Þegar þetta er ritað rennur lestin áfram með mig innanborðs á sólrík- um nóvemberdegi. Áfangastaðurinn er enn eitt óperuhúsið og verkefnið Falstaff eftir meistara Verdi. Ég spyr mig reglulega hvernig í ósköp- unum standi á því að líf mitt tók þessa stefnu? Hvað varð þess valdandi að ég er svo lánsamur að syngja og leika mörg af mínum draumahlutverkum hér og þar í Evrópu? Ætli svarið liggi ekki í fyrsta söngtímanum hjá Guð- mundi Jónssyni haustið 1991. Oft held ég að heilladísir hafi verið að verkum þegar mér var ráðlagt að sækjast eftir Guðmundi sem mínum leiðbeinanda við Söngskólann í Reykjavík. Ætli ég hafi ekki á marg- an hátt verið áttavilltur ungur maður sem stóð frammi fyrir ótal möguleik- um hvað nám og starf varðaði. Í mín- um huga er engin spurning að námið hjá Guðmundi gjörbreytti mér og hafði afar mótandi áhrif á mig í alla staði. Það var ekki slæmt að vera sagt að „slappa af“ á þessum aldri. Ég minnist margra stunda kom- andi á hlaupum úr vinnu, uppskrúf- aður af stressi, í söngtíma til Guð- mundar. Það tók ekki nema örfáar mínútur fyrir Guðmund að vinda ofan af manni vitleysuna og koma manni að verki. Í lok tímans fannst ekki af- slappaðri maður á jarðríki og öll vandamál virtust horfin. Þetta var galdur Guðmundar. Starf okkar söngvara er eilífðar- nám. Ætíð blasa við ný vandamál, ný hlutverk, nýjar aðstæður sem þarf að leysa. Ég upplifi æ sterkar að sá grunnur sem Guðmundur lagði er sterkasta vopnið sem ég hef til að takast á við starfið. Fyrir mig er skemmst að minnast mikilvægrar frumsýningar í Þýskalandi, en ég náði mér í flensuskít daginn áður og var heldur aumur þegar stóra stund- in rann upp. Mér var skapi næst að aflýsa, en með því að hugsa til Guð- mundar og rifja upp hans ráðlegg- ingar komst ég í gegnum kvöldið. Það var Guðmundi að þakka. Þótt Guðmundur hafi lagt ríka áherslu á að söng sé ekki hægt að kenna, einungis læra, þá var hann og verður minn eini sanni lærimeistari. Og þrátt fyrir að stórkostleg rödd Guðmundar sé nú þögnuð þá lifir viska hans og umhyggja fyrir söng- listinni. En nú er mál að taka dálítið í nefið og reyna að syngja eins og maður. Blessuð sé minning Guðmundar Jónssonar. Ólafur Kjartan. Sigrum krýndan söngvarann sem öll þjóðin dáði og ann kvað ég – kostaríkan mann, þeir koma „fáir“ eins og hann. (J.Hj.J.) Í minningunni um Guðmund Jóns- son ber hæst stórbrotna, fagra rödd hans og frægan söng. En þrátt fyrir yfirburðina á tónlist- arsviðinu miklaðist hann ekki. Eins og ég kynntist honum var hann hæv- erskur, mikið ljúfmenni, hjartahlýr, traustur vinur – ætíð skemmtilegur, orðheppinn og hnyttilega gamansam- ur. Hjálpsamur var hann einnig og óspar á sjálfan sig. Oft leitaði ég aðstoðar hans við at- hafnir sem ég stjórnaði – aðstoðar? Nei. Rétta orðið væri að „krýna“ at- hafnir, því hvað gat verið ósagt, eða ósungið, þegar Guðmundur lauk söng sínum? Sem dæmi: Lofsöngur Beethovens, „Þitt lof, ó Drottinn,“ sem var og er fyrir mér „lagið hans“. Þegar ég leitaði til hans var svarið jafnan á sama veg: „Já, Jón minn,“ þannig ávarpaði hann mig alltaf, „við gerum þetta.“ Orð hans voru traust eins og hann var traustur sjálfur. En nú er hann farinn. Hvíldin er fengin blessuð, blíð, sem þá blómkrónur höfuð hneigja. En „tónninn hans“ ómar alla tíð, mun aldrei deyja. (J.Hj.J.) Kæru ástvinir allir. Guð veri með ykkur. Blessuð sé minning Guðmundar. Jón Hjörleifur Jónsson. Á fámennri útisamkomu rétt fyrir 1970 reyna nokkrir leikarar, tónlist- armenn og söngvarar að flytja list sína. Hljóðkerfið er lélegt og píanóið svolítið falskt. Það er svalt og regnúði og vindur valda erfiðleikum allt þar til Guðmundur Jónsson stígur fram og byrjar að syngja í kapp við nátt- úruöflin á þann hátt að aldrei sá ég hann fara slíkum hamförum á óp- erusviði og afrekaði hann þó margt þar. Þegar hann syngur um hrausta menn tekur hann langa tóninn í sínar 20 sekúndur en gjóar síðan augum til undirleikarans til merkis um að hann ætli að tvöfalda lengdina. Undirleik- arinn gerir það en Guðmundur lætur það ekki nægja því í lok lagsins gerir hann enn betur þegar að háa langa tóninum kemur og endar með því að ganga langt fram fyrir hljóðnemann og láta þrumurödd sína hljóma milli- liðalaust. Fólkið horfir agndofa á þennan afreksmann sem minnir á meistarann frá Nazaret sem þaggaði niður í vindinum. Ég hugsa með mér: Af hverju syngur þessi maður hér, – meistari sem gæti verið búinn að fara sigurför í erlendum óperum? En ég veit svarið: Hann kaus heldur að vera konungurinn á Íslandi og þá fyrst og fremst konungur alþýðunnar og gleðja hana með list sinni. Sveitafólk- ið hér fær að upplifa frammistöðu sem ekki er hægt að leika eftir á vernduðum vinnustað eins og óperan er í samanburði við túnið sem við stöndum á. Óteljandi eru þeir staðir um allt land þar sem leiðir okkar lágu saman vegna þess að engin samkoma var svo fámenn eða aðstæður svo frumstæðar að hann léti það koma í veg fyrir að syngja fyrir fólkið eins og honum var einum lagið. Fyrir þetta tel ég mér skylt að þakka honum og votta aðstandendum hans og þjóðinni samúð þegar leiðir skilur. Hann hlýddi kallinu „Brátt skal þá kalla frá fjöru til fjalla …“ Þannig að betur verður ekki gert. Ómar Ragnarsson. Vinur minn Guðmundur Jónsson er látinn. Hann var einstakur maður. Við áttum margar góðar stundir sam- an. Ég gleymi ekki þegar við hitt- umst í fyrsta skipti á Vatnsstígnum fyrir 12 árum. Auðvitað bauð hann mér í nefið. Hann var svo glaður og kátur og hress. Við hlógum og gerð- um grín að tilverunni. Upp frá þeirri stundu urðum við miklir vinir. Það bar aldrei skugga á okkar vináttu. Heimili hans stóð mér ávallt opið. Þar leið mér vel. Og ógleymanlegar eru mér stundirnar þegar hann leiðbeindi mér í söngnum. Guðmundur minn! Ég vil þakka þér fyrir allt sem að þú og hún Elín hafið gert fyrir mig. Elín mín! Ég votta þér mína dýpstu samúð. Guð blessi ykkur og varðveiti. Ykkar vin- ur Guðfreður Hjörvar Jóhannesson. Hann Mummi frændi kvaddi þreyttur lífdaga hinn 5. nóvember sl. Honum hafði hrakað mikið síðasta hálfa árið, en hún Lella vakti yfir hon- um síðustu mánuðina. Hann var heppinn að hafa kynnst henni Lellu. Mummi var Vesturbæingur eins og mín móðurætt, sem kennir sig gjarn- an við Sveinsbakarí sem þá var á horni Vesturgötu og Bræðraborgar- stígs. Hann Guðmundur Jónsson var mikill maður, hann var listamaður, hann söng sig inn í hjörtu þjóðarinn- ar í meira en hálfa öld. Ég kom oft á heimili Mumma og Lellu og ætíð söng Mummi, hann lagði kapal og söng. Guðmundur skipti aldrei skapi, hann var alltaf eins. Hann sagði mér þó einu sinni að hann hefði orðið reiður þrisvar og hann myndi bara tvö skiptin, þannig að það þriðja gat ekki hafa verið alvarlegt. Elsku Lella mín, þinn söknuður er mikill, en ég veit að vel verður tekið á móti Mumma þínum handan móð- unnar miklu af undangengnum ást- vinum hans, en styrkur okkar sem eftir lifum hlýtur að felast í björtum minningum um góðan og hjartahlýj- an mann. Sú minning mun ylja okkur til æviloka. Guðrún Þóra Hjaltadóttir. ✝ Bróðir okkar, mágur og frændi, SIGURÐUR PÉTUR BJÖRNSSON, Silli á Húsavík, andaðist þriðjudaginn 13. nóvember á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Arnviður Ævarr Björnsson, Einar Örn Björnsson, Laufey Bjarnadóttir, systkinabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Okkar kæri bróðir og frændi, MAGNÚS ÓLAFSSON húsgagnasmíðameistari, Kjartansgötu 5, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtu- daginn 15. nóvember kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Aðalheiður Ólafsdóttir, Ólöf Unnur Harðardóttir, Jóna Sigurbjörg Óladóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.