Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gíslína Erlends-dóttir fæddist í Norðurfirði í Árnes- hreppi 12. janúar 1961. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 8. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Þorgerður Sveinbjörnsdóttir, f. 11. júlí 1940 og Erlendur Halldórs- son, f. 24. júní 1931. Systkini Gíslínu eru 1) Halldór, f. 1963, kvæntur Denise Lucile Rix, f. 1962, 2) Rósa, f. 1964, gift Hauki Þórðar- syni, f. 1954, og 3) Egill, f. 1971, kvæntur Rögnu Elízu Kvaran, f. 1974. Gíslína giftist Páli Stefánssyni, f. 25. mars 1960. Foreldrar hans eru grímsdóttir. 2) Hera Sif, f. 2003 og 3) Freyja Rán, f. 2005, móðir þeirra er Þóra Gunnur Ísaksen. Ásgeir, f. 6. nóvember 1988, sambýliskona hans er Rakel Þorsteinsdóttir, f. 14. júní 1989. Synir Páls af fyrra hjónabandi eru Haukur, f. 21. mars 1985 og Ívar, f. 16. ágúst 1987. Gíslína ólst upp í Dal í Mikla- holtshreppi en fór ung til Reykja- víkur og bjó þar. Hún vann lengst sem gjaldkeri og skrifstofustjóri á Íslensku auglýsingastofunni, hóf síðan nám í ferðamálafræðum við Háskóla Íslands og útskrifaðist með BS gráðu árið 2005. Gíslína var mjög virk í félagsmálum. Hún var meðal annars driffjöður í stofn- un golfklúbbsins Guttorms tudda og stóð þar fyrir margs kyns íþrótta- og skemmtifundum. Áhugamálin voru mörg og ber helst að nefna bókmenntir, tónlist, ferðalög og golf. Útför Gíslínu verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Stefán Árnason, f. 14. apríl 1920 og Petrína Soffía Þórarinsdóttir Eldjárn, f. 17. febrúar 1922, d. 9. júlí 2003. Systkini hans eru 1) Þórarinn, f. 1945, kvæntur Sigurbjörgu Jónsdóttur, f. 1956. 2) Sigrún, f. 1947, maki Yngvar Björshol, f. 1950. 3) Gunnhildur, f. 1952, gift Árna B. Stefánssyni, f. 1949. 4) Árni, f. 1953, kvæntur Herdísi Klausen, f. 1954. 5) Ólöf, f. 1965, maki Ágúst Birgisson, f. 1965. Syn- ir Gíslínu og Þórðar Gunnarssonar, f. 1960, fyrrverandi sambýlis- manns, eru Kári, f. 31. ágúst 1980, börn hans eru 1) Gabríel Máni, f. 1999, móðir hans er Eva Brá Hall- Við sátum hjá þér í gærkvöld, elsku Gillí okkar, á meðan húmið færðist yfir – og báðum – báðum fyrir þér svo sem við framast gátum og kunnum, með ósegjanlegri þökk í hjarta fyrir allt það sem þú veittir okkur í lífinu – og það var harla margt. Enn eygðum við von. Héldum dauðahaldi í örveika von, elsku Gillí okkar. – – – Þessi fáu og fátæklegu orð okkar áttirðu að fá að sjá í gestabókinni þinni á líknardeildinni í morgun en þau reyndust því miður of seint á ferð, því svefninn þyngdist æ meir sem á leið og bar þig óðar en varði inn í birtuna eilífu. Og eftir stóðum við foreldrarnir og ástvinirnir allir við beð þinn, harmi slegnir. Og fáein orð á blaði – hvaða stoð höfðu þau svo sem þegar á allt er litið – ó, nei – ætli þau séu ekki – og verði fánýtið eitt. Erindi þeirra var það eitt að vekja kannski örlítinn gleðiglampa í augunum þínum sem voru orðin svo dauðans þreytt og döpur undir lokin. En við urðum höndum seinni. Það fór nú svo. Ekkert ritum við af öllum dýr- mætu minningunum um þig að leið- arlokum, elsku Gillí okkar, hjálpar- hellan okkar, enda væri það alltof – alltof mikið í fang færst, en við geym- um þær því betur innra með okkur alla þá framtíð sem okkur kann að vera búin. Vertu svo guði falin um tíma og ei- lífð, dóttirin okkar góða, og gott væri að eiga þig að þegar þar að kemur. Mamma og pabbi. Við bræðurnir áttum fund yfir þeirri ákvörðun að okkur fannst við hæfi að rita nokkur orð til minningar um fósturmóður okkar, Gíslínu Er- lendsdóttur. Í fyrsta skiptið sem við hittum Gillí var það í Úthlíðinni. Lík- lega hafa einhver áform um fyrstu af- kvæmakynni Gillíar og pabba farið út um þúfur þegar það fyrsta sem hún af okkur sá voru boxhanskar og bræðrabyltur. Hún hélt því þó aldrei gegn okkur og hefur ávallt reynst góð móðurfyrirmynd og hjálpsamur uppalandi. Erfitt væri að ímynda sér persónuleika okkar og reynsluheim í dag ef hennar hefði aldrei notið við. Það er ótrúlega margt sem hefur hjálpað okkur við að lifa lífinu sem við af henni höfum lært. Við eigum margar góðar minningar um ferðirn- ar vestur, golfhringina og stundirnar sem við áttum með Gillí og fjölskyldu hennar. Það er því með söknuði sem við kveðjum ástkæra bræðramóður. Mun minning hennar lifa á meðal okkar um alla framtíð. Við elskum þig Gillí og óskum þér alls hins besta á nýjum stað. Haukur og Ívar Pálssynir. Þeir hafa verið dimmir haustmán- uðirnir í ár. Tveimur af styrkustu stoðum tilveru okkar hefur verið kippt undan okkur í einni svipan. Með stuttu millibili hafa kvatt okkur í hinsta sinn Kristín S. Kvaran, amma barnanna okkar, hinn 28. október sl., og nú Gíslína Erlendsdóttir, systir og mágkona, sem andaðist 8. nóvember. Báðar háðu þær hetjulega baráttu við illvígt krabbamein sem þær urðu að lokum að láta undan, langt um ald- ur fram. Það er margs að minnast, elsku Gillí mín, frá fyrri tíð. Fyrir mig, litla bróður þinn, sem þú annaðist í æsku og kallaði þig „litlu mömmu“, er missir minn ekki aðeins systurmissir. Þú varst mér alla tíð sem önnur móð- ir og minn besti vinur, vinur sem ég gat alltaf leitað til eftir ráðum, hug- hreystingu og kjarki þegar á þurfti að halda. Og þú varst svo sannarlega höfuð fjölskyldunnar frá Dal. Hve- nær sem eitthvað var um að vera varst þú við stjórnvölinn og allir leit- uðu til þín. Skarð það sem eftir þig situr í fjölskyldunni er stórt og vand- fyllt. Við dánarbeð þinn á líknardeild- inni voru þínir nánustu beðnir að nefna hugtak eða orð sem þeim þætti hæfa þér og lýsa. Mörg falleg orð voru nefnd sem öll áttu vel við og lýstu þinni einstöku persónu. Ég vil nefna hér eitt orð sem mér finnst hæfa þér best og sameinar svo marga góða kosti og það er orðið vinur, þú varst einstakur vinur og lifðir fyrir að gefa af sjálfri þér til allra sem í kring- um þig voru, alltaf, endalaust. Erfið veikindi breyttu þar engu um. Glæsilegt matarboð rétt um þrem- ur vikum fyrir andlát þitt er til merk- is um baráttu þína og takmarkalaus- an vilja til að gefa af þér. Og vináttu þinnar og Palla höfum við og börnin okkar notið í ríkum mæli, ekki síst eftir að veikindi þín komu í ljós og við nýlega flutt í Háa- gerðið í nágrenni við ykkur í Bakka- gerðinu. Okkur finnst stundum eins og forlögin hafi fært okkur til þín og Palla, heim frá Skotlandi og í Gerðin. Á því tæpa ári sem þú lifðir með erf- iðum veikindum þínum var samgang- ur okkar í milli nánast daglegt brauð, við hjá ykkur eða þið hjá okkur. Á þessum yndislegu samverustundum deildir þú með okkur áhyggjum þín- um og sorgum, og vonum og löng- unum. Þessi mikla nánd á erfiðum tíma mikilla veikinda hefur verið okk- ur ómetanleg. Við getum nú aðeins beðið þess og vonað að við höfum staðið undir væntingum þínum til okkar sem fólks sem þú gast leitað til eftir gleði, hlýju, styrk og hughreyst- ingu, rétt eins og við gátum alltaf leit- að til þín. Við viljum þakka þér, elsku Gillí mín, ástríkið, vináttuna og gleðina sem þú hefur veitt okkur, ekki síst börnunum okkar sem þú varst svo góð. Þú auðgaðir líf okkar og tilveru og gerðir okkur öll að betra fólki. Við munum sakna þín sárt. Elsku Palli, Kári og Ásgeir, missir ykkar er mikill, ótímabær og ósann- gjarn. En þótt þið hafið misst eruð þið samt ríkir. Í eiginkonu og móður hafið þið notið þess að eiga að ynd- islega og glæsilega konu sem elskaði ykkur og mun lifa í hjörtum ykkar og okkar allra um ókomna tíð. Egill, Ragna og börn. Svo sterk. – Svo mild. – Svo orku- mikil. – Svo blíð. – Svo ákveðin. – Svo sanngjörn. – Svo dugleg. – Svo skörp. – Svo hreinskilin. – Svo falleg. Einfaldlega svo hlaðin jákvæðum eiginleikum að af henni geislaði. Það var ekki amalegt að eiga Gillí sem systur. Systur sem bjó yfir öllum þeim kostum sem prýtt geta eina manneskju og var að auki óspör á að nýta þá okkur hinum til hagsbóta og framgangs. Það er sama hvert minningarnar eru sóttar, hvergi ber skugga á. Og stóra systir þurfti sannarlega að taka á honum stóra sínum strax í ungri æsku þegar sefa þurfti sárindi sem öðru hvoru hlutust af ríkulega skömmtuðu skapferli okkar systkina hennar. Ein af fyrstu minningunum er einmitt Gillí að segja ofur blíðlega: „Halldór minn. Viltu vera góður“ og e.t.v. dugði það til að draga ofsareið- an fýlupúka út úr kústaskápnum sem skömmu áður átti að vera framtíð- arathvarf þess sem hvergi er annars staðar vært fyrir óréttlæti heimsins. Og hún sló hvergi af þótt við yxum úr grasinu í Dal. Hún var hvetjandi þegar á bjátaði, styðjandi þegar upp á vantaði, hún hrósaði þegar vel var gert og leiðrétti ef vitleysur voru gerðar eða sagðar. Og hún nennti. Það var með ólíkind- um hversu auðveldlega hún nennti að vinna margt leiðindaverkið möglun- arlaust, jafnvel með bros á vör og gleði í hjarta. Þegar árin fóru að teljast í tugum gerðum við okkur grein fyrir eigin- leikum sem við klárlega höfðum ekki þroska til að meta á yngri árum. Tak- markalítið umburðarlyndi, trú og stolt í garð okkar sem undir hennar verndarvæng höfðum verið og vorum vissulega enn. Varla er hægt að hugsa sér meiri eða betri stuðning og hvatningu en við urðum aðnjótandi af Gillíar hálfu alla tíð. Henni þótti bara svo endalaust vænt um fólkið sitt. Alla sem nálægt henni stóðu. Þess er óskandi að hún hafi skynjað það sem allra mest hversu fullkomlega gagn- kvæmt það var. Enda var bara alls ekki hægt annað en að þykja óend- anlega vænt um Gillí. Slíkt hefði þurft faglegrar hjálpar við. Nú er þessi kafli liðinn. Nýr fram- undan. Þessi nýi mun mótast af fortíð og reynslu, sem betur fer, enda upp- fullur af áhrifum góðrar manneskju sem aldrei mun gleymast þeim sem ávallt nutu skjóls af henni. Því þótt sá harmur sem brotthvarf hennar úr þessum heimi er sé meiri en nokkur orð fá lýst er hann einskis megnugur gegn þeirri minningu sem hún skilur eftir. Ekkert fær á hana skyggt. Ekkert fær hana deyft. Ekkert fær henni breytt. Sú minning ein og sér er okkur forréttindi sem við getum seint þakkað og metið svo hæfandi sé. Vertu sæl og hvíl í friði elsku stóra systir. Þú hefur gefið meira á þinni alltof stuttu ævi en nokkur getur bú- ist við. Megir þú verða okkur hinum leiðarljós og fyrirmynd um okkar daga. Halldór bróðir. Fallegt þakkarkort liggur í forstof- unni að morgni dags, þann áttunda nóvember – „Innilegar þakkir fyrir að samgleðjast okkur á brúðkaups- daginn, Gillí og Palli“. Síðar þennan sama morgun fær fjölskyldan þau tíðindi að stríði Gíslínu sé lokið. Kald- hæðni örlaganna! Þegar fjölskyldan kom síðast öll saman var um gleðisamkomu að ræða – Páll bróðir okkar var að kvænast henni Gíslínu sinni. Hún sveif inn í salinn í síðum, bleikfjólu- bláum kjól, til þess að heita því að verða konan hans Palla að eilífu. Þetta var yndislegur dagur þótt dökkir skuggar leyndust í skreyttum hornum veislusalarins. Skuggarnir voru ekki að ástæðulausu, eins og nú hefur sannast. Ung kona í blóma lífs- ins hefur verið hrifin brott. Með Gíslinu er horfin glæsileg kona, fluggreind og úrræðagóð. Hún var góður félagi. Hún var ávallt með glettnisglampa augum. Nokkuð sem við hin áttum stundum erfitt með að skilja, þegar krabbameinið sótti sem harðast að henni. Gillí kom inn í líf fjölskyldunnar fyrir 12 árum þegar hún fór að búa með Páli bróður okkar. Hún var töff- ari sem tók í vörina. Hún var grönn og kvik í hreyfingum. Hún hafði gam- an af því að vera meðal fólks. Hún dreif sig í háskólanám og lauk því með glæsibrag – þótt heilsan væri ekki til að státa af. Hún var leiftrandi góður penni eins og best sannaðist á bloggsíðunum hennar, sem margir kannast við. Henni voru allir vegir færir. Það er tæplega ár liðið frá því að Gíslínu var gert ljóst að hverju stefndi. Sumir hefðu lagst í sjálfsvor- kunn. Það gerði hún ekki. Hún virtist hafa tekið þá óhagganlegu ákvörðun að nota þann tíma sem hún átti eftir á eins jákvæðan og gefandi hátt og mögulegt var fyrir sig og sína. Hún dreif í því að gera upp eldhúsið sitt og stofuna, hún fór í margar utanlands- ferðir á árinu og fyrir aðeins nokkr- um vikum var hún enn að skipuleggja ferð til Berlínar eða Rómar. Hún vildi ekki láta neitt bíða. Hún vildi njóta og vera til. Einn fagran sumardag eftir langt veðurblíðutímabil, sagði hún brosandi og sólbrún, að ef þetta yrði hennar síðasta sumar þyrfti hún alla vega ekki að kvarta undan veður- farinu. Þetta lýsir henni vel. Gillí var leiðtogi. Hún var elst í sín- um systkinahópi og vön að þurfa að axla ábyrgð. Í bláa húsinu í Bakka- gerði var hún líka leiðtogi og hún var Palla og sonunum mikilvæg stoð og stytta. Þeir hafa misst mikið. Við systurnar minnumst hennar með þakklæti og þökkum Gillí sam- fylgdina. Fari hún á Guðs vegum. Sigrún, Gunnhildur og Ólöf. Það var haustið 1975 sem ég sá þig fyrst á hlaðinu á Vegamótum. Ég í skólarútu á leið í Laugagerðisskóla, þú að koma í rútuna frá Dal. Ég man svo vel þar sem ég horfði út um gluggann á þig, Halldór, Rósu og mömmu ykkar. Þú snaraðist á milli rútunnar og bílsins snör í snúningum og virtist vera með allt á hreinu. Næstu tvö árin í skólanum vorum við ágætis vinir og kærustupar, þú varst ekki sú stelpa sem við strákarnir hrekktum, þegar þið stelpurnar fjór- ar í bekknum sátuð við borð í lestíma á ganginum inn í skólastofu áttu bækurnar ykkar til að detta á gólfið. Vorið 1978 kom ástin inn í vinskap- inn eftir að leiðir höfðu skilið að skóla loknum, við fluttum til Reykjavíkur eftir skemmtilegt og viðburðaríkt sumar eins og með viðkomu í Straumfjarðará. Minningarnar næstu 12 árin ætla ég að geyma hjá mér en eitt er víst, þar er fullt af góð- um minningum og ég nýt margs sem ég lærði af þér, svo að sjálfsögðu ynd- islegu strákanna okkar. Veturinn 1991 kom ég inn í líf Þórðar. Ég ung stelpa en þú þroskuð móðir. Þú tókst mér strax vel, sýndir mér traust og ábyrgð gagnvart strákunum þínum, sanngirni og enga sjálfselsku. Samband okkar Þórðar, þín og Palla var náið og gott. Ég var mjög stolt að hafa fengið að fara með þér að velja brúðarkjólinn þinn, það er mér ógleymanleg stund þegar þú mátaðir kjólinn, hvað þú varst falleg og glæsileg og sagðir við mig: „Þetta er kjóllinn.“ Stundum þegar við hringdum hvor í aðra og ætluðum að reka stutt erindi gat það orðið langt og skemmtilegt spjall um allt mögu- legt og þú lást aldrei á skoðunum þín- um. Það var mér mikil gleði þegar þú byrjaðir að vinna hjá Actavis. Við átt- um saman skemmtileg hádegishlé, því miður varð það stutt vegna veik- inda þinna. Það er búið að vera aðdáunarvert að fylgjast með þér í veikindunum hvað þú varst sterk, það var eins og þú óttaðist aldrei breytingar. Við og strákarnir söknum þín sárt. Guð varðveiti þig og gefi Palla og strákun- um styrk í þessari miklu sorg. Þórður og Sunna. Þegar Skallapétur dó í Ronju ræn- ingjadóttur (ævintýri eftir Astrid Lindgren) féll Matthías saman og grét sárt. Lovísa reyndi að hugga hann en Matthías kallaði: „En hann hefur alltaf verið til.“ Núna finn ég fyrir sama skilningsleysi og Matthías því hún Gillí frænka mín hefur alltaf verið til! Ég mun sakna hennar ósköp mikið en um leið minnast hennar alla mína ævi. Gillí. Ég mun minnast þín af öllu hjarta. Í sólskininu sé ég þig fyrir mér í sólbaði úti í garði með blað í kjöltu og flugnaspaða í hendi. Í tunglskininu ertu að horfa á stjörnurnar og dregur alla með þér til að dást að sjónarspilinu. Síðsumars þegar berin koma situr þú í laut og tínir krækiber í dollu því þau eru best. Ég sé þig niðri á strönd, passa að börnin blotni ekki en eins og alltaf dett ég í sjóinn. Á kveðjustund okkar minntir þú mig á hversu mikilvægt lífið er og í hamingjunni mun ég lifa fyrir þína hönd! Þú ert maður ársins, besta frænka í heimi, ofurkona sem mun aldrei deyja því ég mun minnast þín af öllu hjarta. Iðunn Hauksdóttir. Gíslína Erlendsdóttir Já, góðan daginn, ég sé þig fyrir mér bros- andi með blik í auga og svara, já og til ham- ingju með daginn, já sömuleiðis segir þú og við hlæjum mikið. Í dag hefðir þú orðið sjötugur minn kæri vinur en við getum víst ekki fagnað því saman en ég mun halda upp á þennan dag í þínu nafni og mínu og okkar Bjössa míns, ég veit að þessum degi fylgir hamingja. Þú varst góður vinur, mikill húmor- isti, listamaður, séntilmaður, æðru- Hans Christiansen ✝ Hans Christian-sen fæddist í Hveragerði 14. nóv- ember 1937. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands að morgni 5. júlí síðast- liðins og var útför hans gerð frá Foss- vogskapellu 12. júlí. laus og elskaðir fagrar konur og þær elskuðu þig. Við höfðum oft í flimtingum að nú hlyti að styttast í gullregnið eða lottóvinninginn, þú gantaðist, mikið veik- ur, að þú mundir ekki trúa því fyrr en á þín- um hinsta degi að þú fengir ekki lottó. En lottó þarf ekki endi- lega að vera í formi peninga, þú sjálfur, vonin og virðingin sem þú sýndir öllu og öllum í þínu lífi var þinn stærsti lottóvinningur. Gull- regnið er komið, ég gróðursetti það á dánardaginn þinn í garðinum mínum og er ég viss um að það mun blómstra þar um komandi ár til heiðurs minn- ingu um stórkostlegan mann. Helena Kristmannsdóttir, Hveragerði.  Fleiri minningargreinar um Gíslínu Erlendsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.