Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 27
Hann margendurtók þetta á meðan ég var undir hans handleiðslu og rak alltaf ríka áherslu á að ég gerði sjálfur til- raunir á milli söngtímanna. Það sem gerði hann algerlega ein- stæðan sem kennara var sú mikla áhersla sem hann lagði á gagnrýna hugs- un. „Trúðu engum söngkennara, ekki einu sinni mér. – Prófaðu sjálfur. Ef ég segi þér eitthvað sem þér finnst ekki eiga við, þá verðum við að ræða það og kom- ast að sameiginlegri niðurstöðu.“ Það var ekki hægt að fá betra vega- nesti í upphafi söngnáms. Þegar fram liðu tímar og ég byrjaði að feta mig á raddbrautinni, kom í ljós hvílíkur af- burðamaður hann var sem kennari. Kennslan miðaði öll við það að raddbeit- ing í söng væri sem líkust því sem gerist í tali. „Söngur á að vera átakalaus. Ef þú þarft einhver óskapleg átök við þetta, þá ertu að gera eitthvað vitlaust, og skemm- ir bara raddböndin.“ Þegar Guðmundur söng, þá skildum við hvert orð í textanum. Hann lagði líka ríka áherslu á textann í kennslunni. Hann þreyttist ekki á að hamra á því að skýr og hreinn texti er ekki bara skilj- anlegri, heldur verður tónninn þrótt- meiri og opnari, en um leið afslappaðri. Þetta skilst um leið og maður hlustar á upptöku með Guðmundi. Við sem erum að fást við söng ættum að taka söng hans okkur til fyrirmyndar. Tímarnir byrjuðu alltaf á því að fá sér í nefið. Nemandinn var óvanur neftóbaki. Þess vegna fóru fyrstu mínúturnar í stórfengleg hnerraköst. Guðmundur hafði alltaf jafn gaman af þessu. Þegar hnerrarnir þögnuðu, sagði meistarinn vanalega eitthvað á þessa leið: „Það verður nú aldrei maður úr þér.“ Það var ekki síður lærdómsríkt að fylgjast með Guðmundi á sviði. Ég fékk nokkur tækifæri til að kynnast honum á þeim vettvangi, bæði á tónleikum og í óp- erusýningum. Þar praktíseraði hann það sem hann hafði predikað í kennslunni. Ég man sérstaklega eftir túlkun hans á hlutverki „Gamla mannsins í „Silki- trommunni eftir Atla Heimi Sveinsson. Það hlutverk var ekki fyrir neinn viðvan- ing, bæði langt og tyrfið. Hann gerði því þau skil, að betur verður ekki gert. Á námsárum sínum erlendis kynntist hann mörgum söngvurum sem seinna urðu frægir, t.d. finnska bassasöngv- aranum Kim Borg og sænsku sópr- ansöngkonuna Elisabet Söderström. Það var gaman að heyra hvernig Söderström lýsti aðdáun sinni á Guðmundi: „Hann gat sungið hvað sem var,“ sagði hún. Hann hefði auðveldlega getað haslað sér völl á alþjóðavettvangi, en hann ákvað að helga Íslandi alla sína starfs- krafta. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að njóta góðrar nærveru Guðmundar, vin- áttu hans og ríkrar kímnigáfu. Ég bið Guð að blessa Guðmund Jóns- son og styrkja Elínu og fjölskylduna í sorginni. Kristinn Sigmundsson. r, oftast léttur og glaður í var langt frá því að vera kar en aðrar manneskjur. ans birtust í röddinni en i tamt að tjá þær í orðum. st af um flest veraldlegt heimilið af myndarskap mi, beið með gómsætan n kom heim af æfingum öngu eftir venjulega n stóð með honum þrátt rfið veikindi sín síðustu ár- að vera við frumsýningu nni, fárveik en glæsileg í sta sem gladdi hana á ð lesa góða dóma um söng Guðmundar þar. Lífið hreif mig í nám til útlanda og til margvíslegra starfa. Því lágu leiðir okkar sjaldnar saman hin síð- ari ár. Seinni kona Guðmundar, Elín Sól- veig Benediktsdóttir, lifir mann sinn. Henni hef ég lítið kynnst. Guðmundur dró sig til hlés frá opinberu lífi en hélt þó eftirminnilega tónleika þegar hann varð 70 ára og kenndi við Söngskólann meðan stætt var. Heilsan tók að bila þegar leið á ævikvöldið og trúi ég að hann hafi dáið saddur lífdaga. Við Benedikt sonur minn vottum ástvinum Guðmundar virðingu og sendum þeim okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Dóra S. Bjarnason. Þegar ég var rúmlega tvítugurdatt mér í hug að fara í söng-nám. Ég hringdi í GuðmundJónsson. Samtalið var eitthvað á þessa leið: „Komdu sæll Guðmundur. Ég heiti Kristinn Sigmundsson. Mig langar að biðja þig að kenna mér að syngja.“ – „Ég get það ekki,“ svaraði hann heldur stuttur í spuna. Þetta voru mikil vonbrigði. „Þú hefur sem sagt ekki tíma til þess?“ – „Jú, jú, ég hef nógan tíma“ sagði hann. „Þú hefur nógan tíma, en getur samt ekki kennt mér? Mér var sagt að þú tæk- ir nemendur.“ „Já, já, fullt af nem- endum,“ sagði Guðmundur og bætti svo við: „Það er ekki hægt að kenna söng. Söngnám er sjálfsnám. Kennarinn er bara til aðstoðar. Hann leiðréttir kúrsinn ef honum finnst nemandinn vera að lenda á villigötum. Komdu á mánudaginn og þá skulum við athuga með tíma.“ Hann endurtók í upphafi fyrsta tímans það sem hann hafði sagt í símtalinu nokkrum dögum fyrr: þetta með sjálfs- námið, og að ekki væri hægt að kenna söng, heldur bara læra hann. – „Það er engin fingrasetning sem ég get kennt þér, eins og hjá hljóðfæraleikurum. Þú sérð aldrei hljóðfærið þitt og finnur varla fyrir því í hálsinum. Þú verður að reyna sjálfur að syngja og ég get bara sagt þér hvort þú ert að gera rétt eða rangt.“ Jónsson óperusöngvari Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ðrún Á. Símonar og Guðmundur Jónsson á sinfóníutónleikum í Háskólabíói. kveður Andrés Björnsson og Guðmundur Jónsson. Tveir stórir Guðmundur Jónsson og Kristinn Hallsson. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.