Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÞEGAR flugvélar bila á við- kvæmasta tíma, breytist flugferð í óskemmtilega lífsreynslu fyrir farþega, ekki síst þegar flugmenn tilkynna neyðarástand. Farþegar setja traust sitt á flugmenn og nýjasta dæmið um alvarlegt flug- atvik af þessu tagi er þegar Fok- kervél Flugfélagsins bilaði í miðju flugi og varð að lenda á Egilsstöðum. Þótt útlitið væri slæmt á tímabili endaði sagan vel, vélin lenti óhappalaust og all- ir sluppu ómeiddir. Olíupakkning hafði bilað með þeim afleiðingum að drepa varð á hreyfli. Nú víkur sögunni að því hvern- ig standi á því að tugir farþega þurfi að vera með lífið í lúkunum vegna mögulegra bilana í flugi. Hafa framleiðendur og flugrek- endur samskipti sín á milli um gallaða varahluti og vara þeir hverjir aðra við þegar eitthvað fer að bila? Eða geta mannleg mistök valdið? Í einu löngu milli- landaflugi er farþegaþota fyllt með 27 tonnum af bensíni. Var búið að skipta um bensínsíu? Án nokkurs vafa er það metn- aðarmál 300 starfsmanna Tækni- þjónustu Icelandair að ekki þurfi neinn að hafa óþarfa áhyggjur af ástandi véla Icelandair. 17-18 þotur eru í flota félagsins. Sér- hver vél fer í svokallaða fyr- irflugsskoðun þar sem almennt ástand er kannað. Lykilatriði er að kanna hvort eitthvað hafi komið upp á í síðasta flugi og þar er stuðst við fluggögn flugmanna sem flugvirkjar vinna út frá. Fyr- ir utan þessar daglegu skoðanir eru síðan ítarlegri skoðanir á 600 flugtíma fresti, svokölluð A- skoðun sem tekur einn dag og síðan sérskoðun á 12-18 mánaða fresti. Nákvæmni er í fyrirrúmi við skoðun og viðhald og sem dæmi má nefna að bannað er að setja varahlut í vél ef áfest vott- orð framleiðanda á pappírsblaði hefur af einhverjum ástæðum losnað frá hlutnum. Þetta gæti manni þótt fullhart við fyrstu sýn, kannski óþarfi að dæma 300 þúsund króna ljósaperu ónothæfa bara vegna þess að kvittun datt í gólfið. En hér er ekki leikmaður við stjórnvölinn í risavaxinni við- haldsstöð Tækniþjónustunnar sem getur hýst fjórar þotur í einu og býr yfir dýrasta lager landsins upp á 2 milljarða króna að ótöldum hreyflum sem kosta 600 milljónir stykkið. Þegar þess er gætt að einn bremsuklossi í Boeing-þotu kostar á við Range Rover-jeppa er ljóst að þetta er ekki útsölumarkaður heldur vinnustöð sérfræðinga á sviði verkfræði, áætlanagerðar, flug- virkjunar og fleira. Hröð og flókin starfsemi Jens Bjarnason er fram- kvæmdastjóri Tækniþjónust- unnar og starfsemin er bæði flók- in og hröð og jafnframt í miklum tengslum við flugheiminn, flug- vélaframleiðendur og flugmála- yfirvöld. „Íslendingar eru þátttakendur í EASA, flugöryggissamtökum Evrópu sem sjá um að flugvélar í rekstri í Evrópu standist allar kröfur og gefa út tegundaskír- teini eftir þá skoðun,“ segir Jens. „Þegar vélin hefur verið skráð tekur okkar vinna við. Með öllum vélum fáum við mjög ítarlega skrá um reglubundið viðhald og eftirlit, allt frá skoðun eftir hvert einasta flug til viðameiri skoðana. Sumir hlutar flugvéla hafa ákveð- inn líftíma, s.s. ýmis neyðarbún- aður sem skipt er um á ákveðnum degi, jafnvel þótt hann hafi aldrei verið notaður. Aðrir hlutir þurfa að endurnýjast eftir ástandi. Þetta er allt tekið fram í fylgigögnum hverrar vélar þar sem tíundað er hvernig eigi að sinna viðhaldinu.“ Í þeim tilvikum þar sem flugvélapartar endast illa er til staðar samskiptakerfi flugrek- enda, framleiðenda og flugmála- yfirvalda þar sem viðvörunum er komið á framfæri í þeim tilgangi að fyrirbyggja tjón. „Þessu til viðbótar gefa fram- leiðendur okkur ýmis leiðbein- andi fyrirmæli og nýjungar til að minnka líkur á bilunum. Ef ástæða þykir til í vissum tilvikum geta flugmálayfirvöld líka gripið inn í á grundvelli upplýsinga sem ógna flugöryggi og fyrirskipað aðgerðir, allt frá að skipta um einn ákveðinn bolta upp í að kyrrsetja vélar.“ Í flugvélum er til staðar lág- markstækjalisti sem flugrek- endur fara eftir, en listinn segir til um hvenær vél verður óflug- hæf vegna tækjabilana. „Okkar flugvélar hafa t.d. þrjár sjálf- stæðar leiðsögutölvur og þar af verða tvær þeirra að lágmarki 300 manna starfslið Tækniþjónustunnar sinnir viðhaldi þotuflota Icelandair Skoðaðar fyrir og eftir flug Eftirlit Að mörgu er að hyggja þegar þotur eru annars vegar. Hér er hjóla- búnaður til skoðunar. Hálftíma tekur að skipta um eitt svona dekk. Flugvirki Elsa Ýr Guðmundsdóttir, fulltrúi kvenþjóðarinnar í faginu. Verðmæti Einar Knútsson vakt- stjóri með ljós á 4 þúsund dali. LANDSBANKINN hefur fengið starfsleyfi frá fjármálaeftirliti Hong Kong til að stofna starfsstöð þar í borg og var hún formlega opnuð um nýliðna helgi. Er bankinn þar með kominn með starfsemi í 17 löndum. Skrifstofan í Hong Kong, sem Björn Ársæll Pétursson stýrir, verð- ur miðstöð Landsbankans í Asíu, en í fréttatilkynningu kemur fram að þar sé stefnt að áframhaldandi vexti, m.a. með því að sækja um leyfi til að opna starfsstöðvar í Singapúr og Sjanghæ. Bankinn hafði áður stofn- að til viðskiptasambanda við fyrir- tæki í Hong Kong sem sérhæfa sig í viðskiptum með sjávarafurðir og vó það þungt í vali á borginni sem mið- stöð bankans í Asíu. Á meðfylgjandi mynd klippa þeir á borða í Hong Kong, Kjartan Gunn- arsson bankaráðsmaður og Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri. Björn Ár- sæll Pétursson er þeim að baki. Sigurjón segir að starfsemin í As- íu sé rökrétt skref í vexti bankans. Heppilegt sé að skjóta rótum í Hong Kong, þar sem borgin hafi verið mið- stöð viðskipta í Asíu og brú til Evr- ópu og Ameríku. Með starfsleyfi í Hong Kong

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.