Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigríður MaríaGuðjónsdóttir fæddist á Skóla- vörðustíg 31 (Litla- Hvoli) í Reykjavík 17. mars 1932. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspít- alans í Fossvogi 29. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Hólm- fríður Vigdís Jóns- dóttir, f. á Skarði á Snæfjallaströnd 2. desember 1891, d. 19. febrúar 1982, og Guðjón Finnbogason skipstjóri, f. á Fremri-Arnardal við Skut- ulsfjörð 7. janúar 1899, d. 13. mars 1983. Sigríður María átti tvær eldri systur, Önnu Rann- veigu, sem dó á fimmta ári, og Ásu Guðrúnu lækni, f. 5. febr- úar 1928. Sigríður María lauk skyldu- námi í Laugarnesskóla. Hún varð stúdent frá Verslunarskóla Íslands 1955. Ári seinna fékk hún réttindi til kennslu barna frá Kennara- skólanum. Barna- kennslu stundaði hún einn vetur í heimavistarskóla í Kjósinni (Ásgarði). Þá tók við atvinna hjá umferðardeild Pósts og síma, sem var lengst af til húsa á Umferð- armiðstöðinni, BSÍ. Þar vann hún í nærfellt 40 ár. Sigríður María stundaði söng- nám bæði í Tónskóla Sig- ursveins og í einkatímum. Hún söng í Pólýfónkórnum og í kirkjukórum, bæði í Laugarnes- kirkju og í Dómkirkjunni. Sig- ríður María söng einnig við jarðarfarir. Útför Sigríðar Maríu fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það kemur margt upp í hugann og margra góðra stunda að minnast með Siggu hennar Íu eins og við kölluðum Sigríði Maríu. Kynni mín hófust snemma af Siggu því móðir hennar Hólmfríður Vigdís sem ég kallaði alla tíð Íu tók mig að sér sem dagmamma þegar ég var tveggja mánaða en for- eldrar mínir voru bæði útivinnandi í fullu starfi. Ég hef því notið vináttu Siggu alla mína ævi. Ása systir Siggu var æskuvinkona mömmu og því styrktist traustur vinskapur enn frekar þegar Ía tók mig að sér í pöss- un. Við héldum góðu sambandi alla tíð. Margt lærði ég af samskiptum mínum við Siggu því þrátt fyrir erfið veikindi alla ævi vegna blóðsjúkdóms var hún alltaf ljúf og góð og tók öllum vinsamlega og ljúflega. Áhugamál Siggu var söngur og átti hún sínar bestu stundir í söngnum og í kór- starfi. Kórferðalag til Ítalíu var henni mikil gleði, þar söng hún í Markúsar- kirkjunni í Feneyjum. Meðfram vinnu söng hún í jarðarfarakórum og sá oft á tíðum um skipulagningu þess starfs, var hún bæði samviskusöm og afar ábyggileg. Sigga var útivinnandi lengst af. Ég man hvað mér fannst Sigga hennar Íu rík því hún keypti melónur og hunangsköku á virkum dögum á leiðinni heim úr vinnunni. Þetta var munaður sem annars var einungis á tyllidögum heima hjá mér. Hún átti mjög flottan bíl, svartan Volvo Amazon, sem var nú ekki eins algengt og nú er meðal kvenna. Hún umgekkst bílinn eins og allt annað af natni og hann var alltaf stífbónaður og fínn. Mér eru í barnsminni skemmtilegir bíltúrar í Amazoninum hennar. Oft fékk ég að fara með er hún fór með bílinn á bónstöð og lét þvo hann með rúlluburstum. Ég og Guðjón pabbi hennar, sem ég kallaði gjarnan afa, sátum þá inni í bílnum á meðan og skemmtum okkur vel. Við fórum líka gjarnan og fengum okkur ís og tókum einn hring eða tvo niður á höfn að skoða skipin. Þegar ég var lítil og foreldrar mínir fóru til útlanda eða út á land þá sótti ég mjög fast að vera hjá Íu á meðan og Sigga taldi það ekki eftir sér að keyra mig lang- ar leiðir í skólann á morgnana. Þær ferðir voru mér alltaf mikið tilhlökk- unarefni, við sungum heilmikið í bíln- um. Sigga var alveg einstaklega barngóð, því kynntust dætur mínar í fjölmörgum heimsóknum okkar til systranna í Grafarvoginum. Sigga var óþreytandi að leika við þær, lá með þeim á gólfinu og léku allar sér í dúkkuleik eða miðaleik. Sigga átti veski fullt af gömlum happdrætt- ismiðum sem stelpurnar máttu leika sér með. Ekki spillti kisi fyrir heim- sóknum okkar til Siggu og Ásu. Ein- stakt er hve vel þær systur undu sér saman og umhyggja Ásu fyrir Siggu í veikindum hennar í gegnum árin á sér vart sinn líka. Það fyllti mann trú á hið góða í lífinu að fylgja þessu fólki gegnum lífið. Nú er komið að leiðarlokum og votta ég Ásu mína dýpstu samúð, missirinn er mikill, Sigga var góður félagi. Rannveig Rist. Við Sigga hittumst fyrst á svölum októberdegi fyrir réttum 58 árum, er við settumst í sama bekk í Gagn- fræðaskóla Austurbæjar. Hún var að- eins eldri en ég, hafði misst úr skóla sökum alvarlegra veikinda, sem kost- uðu langar sjúkrahúsvistir. Við vor- um hlédrægar og óframfærnar, en náðum góðri vináttu, sem hélzt alla tíð. Ég varð fljótlega heimagangur á gestkvæmu heimili foreldra hennar, þar sem mér var tekið af kærleik og mikilli gestrisni. Næsta haust sett- umst við í Verzlunarskóla Íslands og vorum lengst af sessunautar, allt til stúdentsprófs. Þetta voru góð og skemmtileg ár í hópi góðra skóla- félaga. Eftir stúdentspróf fór Sigga í Kennaraskóla Íslands og lauk prófi þaðan ári seinna. Kenndi hún síðan við heimavistarskólann að Ásgarði í Kjós einn vetur, en réðst þá til Um- ferðarmálaskrifstofu Póstsins. Vann hún þar það sem eftir var starfsæv- innar. Sigga hafði mikla ánægju af tónlist og kunni góð skil á henni. Hún hafði fallega söngrödd og spilaði á gítar. Hún nam söng um árabil hjá mikils- metnum söngkennurum og söng í kórum, m.a. Kirkjukór Laugarnes- kirkju, Pólyfónkórnum, Alþýðukórn- um og Dómkórnum og hafði mikla un- un af. Hún var bjartsýn að eðlisfari og hafði afar létt og gott skap, sem kom sér vel í ævilangri baráttu við erfið veikindi. Hún var góðum gáfum gædd, trygg og vinmörg. Í góðra vina hópi var hún kát og skemmtileg, og minnist ég ótal slíkra stunda með henni. Hún hafði gaman af að ferðast og gerði talsvert af því, sérstaklega með Ásu systur sinni á þeim árum, er Ása starfaði sem læknir í Svíþjóð. Eina ógleymanlega ferð fórum við saman um Evrópu með samstúdent- um okkar vorið 1955. Var það mán- aðarlöng ferð, lærdómsrík og fróðleg, þar sem margt nýtt bar fyrir augu, en fæst okkar höfðu á þeim tíma ferðast mikið til útlanda. Sigga giftist ekki og eignaðist ekki börn, en hún var ákaflega barngóð, og hændust börn að henni. Ég á margar hlýjar og góðar minn- ingar um Siggu og samvistir við hana öll þessi ár, sem ég nú þakka. Við Hörður og börnin okkar vottum Ásu einlæga samúð og biðjum Siggu blessunar. Góðar kveðjur eru einnig fluttar frá skólafélögum okkar í VÍ 1950-1955. Steinunn. Við Sigga áttum sameiginlega lang- ömmu af Snæfjallaströndinni. Hún hét Viktoría. Við í fjölskyldunni eig- Sigríður María Guðjónsdóttir ✝ Páll Gunnarssonfæddist 6. októ- ber 1917 í Bakka- gerði í Reyðarfirði. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 5 nóv., þá rúm- lega 90 ára. Páll átti ættir sín- ar til Stuðla í Reyð- arfirði (Stuðlaætt). Páll var sonur hjónanna Gunnars Bóassonar, f. 10.5. 1884 í Borgargerði í Reyðarfirði, d. 28.7. 1945 og Unu Sigríðar Jónsdóttur, f. 11.6. 1884 fs. Teigagerði í Reyðarfirði, d. 22.1. 1922. Gunnar og Una Sigríð- ur áttu 10 börn saman, sem voru: Sigurbjörg, f. 1907, Jón, f. 1908, Lára, f. 1909, Sólborg, f. 1910, Ás- geir, f. 1912, Anna, f. 1913, Hjalti, f. 1914, Páll, f. 1916, Páll, f. 1917, Ingvar, f. 1919. Gunnar kvæntist aftur, Mar- gréti Friðriksdóttur, f. 7.7. 1899 á Mýrum í Skriðdal. Gunnar og Margrét áttu saman 9 börn, Una Sigríður, f. 1924, Sólrún, f .1926, Guðbjörg Hreindal, f. 28.5. 1953, börn Sigríður Þóra Storms- dóttir og Hjörtur Berg Stormsson. Örn Hreindal, f. 14.9. 1955, börn Einar Hreindal, Kjartan Hreindal og Margrét Lára Hrein- dal. Páll var á síldarbátum eins og flestir á þessum árum. Páll fór í samvinnuskólann að Bifröst og út- skrifaðist með miklum ágætum einnig fór hann í stýrimannaskól- ann og útskrifaðist með sóma. Páll fór á sjóinn hjá Garði hf. og lengst af hjá Miðnesi hf. Hann var stýrimaður í nokkur ár og síðan skipstjóri í mörg ár, lengst af á Jóni Gunnlaugssyni. Þegar hann hætti á sjónum fór hann að vinna hjá Loftleiðum á Keflavíkurflugvelli og var þar í nokkur ár þar til að þau fluttu til Reykjavíkur og bjuggu lengi á Reykjavíkurvegi í Reykjavík. Hann fór þá að vinna hjá Eimskip, fyrst á skipunum og síðan á skrif- stofu Eimskips og var þar í nokk- ur ár þar til hann hætti vegna ald- urs, þá orðinn 70 ára. Páll flutti í Vallartröð 12 í Kópavogi og bjó þar með syni sínum Sigurbirni og fjölskyldu þar til hann fór á hjúkr- unarheimili. Útför hans verður frá Kópa- vogskirkju 14. nóvember kl. 13. Aðalheiður, f. 1926, Friðrik, f. 1929, Reynir, f. 1931, Bóas, f. 1932, Fjóla, f. 1935, Ragnhildur Sigfríð, f. 1937 og Sólveig, f. 1944. Páll flutti ungur suður og vann ýmsa vinnu, meðal annars á skrifstofu, ók vöru- bílum og var til sjós, lengst af í Sandgerði. Páll söng í Karlakór Suðurnesja og í kirkjukór Hvalsnes- kirkju. Í Sandgerði kynntist hann konu sinni sem var til margra ára símamær og húsmóðir, Ingilaugu Valgerði Sigurðardóttur, f. 22.1. 1918, d. 6.10. 1983, frá Akurhús- um í Garði og áttu þau 5 börn, son átti hún fyrir, Svavar Hreindal Sigurðsson. Gunnar Hreindal, f. 8.3. 1947, börn Ingilaug Hreindal, Anna Hreindal, Páll Hreindal. Sigur- björn Hreindal, f. 7.1. 1950, maki Elsa Skarphéðinsdóttir, barn Bóas Hreindal. Una Sigríður, f. 1951, dó nokkurra vikna. Elsku pabbi. Þakka þér fyrir allt saman í gegnum tíðina, barnæskuna sem var ógleymanleg, alltaf eitthvað að gerast. Þegar ég byrjaði að fara með þér á sjóinn, það voru nú æv- intýri í lagi,. Ég byrjaði mjög ungur á sjónum með þér sem var mikill skóli fyrir mig. Í framhaldi af því fór ég í vélskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi í vélstjórn. Það var lagt mikið á fólk á þessum tímum. Töldumst við mjög góð að hafa föt til að klæðast en það var að mestu leyti móður okkar og vinkon- um hennar að þakka að við vorum alltaf vel til fara á þessum tímum en oft var saumað upp úr öðrum fötum á okkur. Þetta myndi teljast hallæris- legt í dag hálfri öld síðar. Tölvur, sjónvörp, leikjatölvur og aðrir hlutir sem ég kann ekki að nefna voru ekki til á þessum tíma, guði sé lof. Sjáumst síðar, pabbi minn. Ósköp meta myndi ég,/þá minni linnir vöku/að einhver syngi yfir mér/ eina góða stöku. Gunnar Hreindal Elskulegi faðir minn hefur fengið hvíldina eilífu, rúmlega níræður að aldri og sæll sinna daga. Hann var mjög heilsuhraustur allt þar til á allra síðustu árum, sérlega á síðasta ári. Hann var mjög geðgóður maður og mjög stutt í hláturinn, varla minn- ist ég að hafa séð hann skipta skapi, hann var söngelskur og söng í kórum og hafði mjög gaman af. Hann var frábær faðir í alla staði og hjálpaði mér dyggilega í gegnum tíðina, sérlega eftir að ég þurfti að fara í hjartaskurð vegna hjartagalla sem hefur tekið sinn toll. Hann var mjög góður kokkur og kenndi mér að elda og baka. Það var gott vegarnesti út í lífið og hann var mjög duglegur að elda þegar tími gafst til, lamba- lærin og hryggirnir og kjötsúpan þá voru allt öðruvísi en í dag. Veit ekki hvers vegna, nema minningin sé svona hjá manni þegar maður eldist og þá er það bara gott. Það er aðdá- unarvert hvernig hann hjálpaði móð- ur okkar í gegnum tíðina í miklum veikindum hennar með mörg börn, þau voru mjög samrýmd og samstiga og ástfangin. En þannig háttaði til þá að ég fór austur á Stöðvarfjörð til að létta á mömmu á þessum árum, til góðra hjóna í mörg sumur eða frá fimm ára aldri með hléum til þrettán ára aldurs. Pabbi var sjónum í mörg ár og líkaði vel sumrin með síldaræv- intýrum og vertíð á veturna. Hann var sex daga vikunnar á sjó og hafði sunnudaginn fyrir fjölskylduna, svo það var hátíð á sunnudögum, eldað og sprellað saman. Það voru frábærir tímar. Árið 1984 flutti pabbi til mín að Vallartröð 12 í Kópavogi og við systk- inin innréttuðum íbúð fyrir hann sem hann var mjög ánægður með enda mjög góð. Systkini hnns voru dreifð samt um landið, svo það var ekki hægt um vik um heimsóknir. Verð ég að nefna Fjólu systur hans, hún var mjög dugleg að heimsækja hann þeg- ar hún gat, ásamt Pétri, sér í lagi eft- ir að hann fór á Sunnuhlíð. Innilegustu kveðjur. Þinn sonur, Sigurbjörn Hreindal. Elskulegi tengdafaðir minn til rúmlega 40 ára lést að Sunnuhlíð í Kópavogi mánudaginn 5 okt. blessuð sé minning hans. Ég kynnist Sigurbirni syni hans um haustið 1977 og tókust mjög góð kynni hjá okkur Páli sem vöruðu í gegnum tíðina. Hann bjó hjá okkur að Vallartröð 12 í Kópavogi í ein 12 ár þar hann fór inn á Landakot og síðan á hjukrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi þar sem hann fékk mjög góða umönnun. Hann þurfti að fara á Landakot vegna blóðrennslistruflana og þurfti að taka hægri fótinn af sem tók mikið á hann. Hann var einstakt ljúfmenni og ég gæti ekki hugsað mér annan betri tengdaföður. Takk fyrir allt og allt. Þín, Elsa. Elskulegi afi minn. Nú ertu farinn frá okkur. Það er mikill missir en vonandi líður þér vel núna, laus við allar þjáningar, og kominn til guðs. Þú varst alltaf mín stoð og stytta í gegnum tíðina og ég syrgi þig mjög mikið. Það var svo gott að koma til þín. Við spjölluðum mikið saman enda bjuggum við í sama húsi frá því ég var lítill, svo ég þekkti ekkert ann- að en að hafa þig hjá okkur. Jólin og áramótin verða skrítin þegar þú verður ekki með okkur. Það var alltaf svo ótrúlega mikill sam- fögnuður. Við kepptumst um að vera nógu fínir og flottir og ég reyndi að passa mig á því að skórnir væru vel burstaðir því þínir voru alltaf svo flottir. Þú varst svo duglegur að rækta garðinn hjá okkur með gróðurhúsinu þar sem þú undir þér svo vel og tóm- atarnir, gúrkurnar, paprikurnar og annað, sem þú ræktaðir, voru sæl- gæti. Jarðarberin eru frábær enn þann dag í dag. Þú hafðir svo mikinn áhuga á öllu sem óx að það var með eindæmum. Fékkst blómin til að blómstra á ólíkustu tímum ársins, enda allt fullt af blómum. Takk fyrir allt, afi minn. Kveðja, þinn Bóas Hreindal. Páll Gunnarsson ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, INGA SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Seyðisfirði, til heimilis að Frostafold 6, Reykjavík, lést fimmtudaginn 8. nóvember á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Hún verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju fimmtu- daginn 15. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Finnur Óskarsson, Óskar Finnsson, María Hjaltadóttir, Sigurður Finnsson, María Þorleifsdóttir, Rut Finnsdóttir, Michael Borland og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN FRIÐRIKSSON frá Stóra Ósi, Miðfirði, sem lést aðfaranótt miðvikudagsins 7. nóvember, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ mánudaginn 19. nóvember kl. 13.00. Þorgerður Jónsdóttir, Friðrik Jónsson, Oddrún Sverrisdóttir, Sævar Jónsson, María Gunnarsdóttir, Sólrún Jónsdóttir, Ólafur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.