Morgunblaðið - 14.11.2007, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 14.11.2007, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 41 Krossgáta Lárétt | 1 hræsni, 8 knappur, 9 synja, 10 sefi, 11 skriki til, 13 talaði um, 15 kven- vargur, 18 kölski, 21 grænmeti, 22 auga- bragð, 23 hagnaður, 24 lyddan. Lóðrétt | 2 urtan, 3 á næsta leiti, 4 ránfuglar, 5 burðarviðir, 6 mikill, 7 opi, 12 tangi, 14 þjóta, 15 geð, 16 gamla, 17 sveðja, 18 ráin, 19 skaða, 20 skylt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 súgur, 4 kóngs, 7 ætlum, 8 ágóði, 9 súr, 11 tími, 13 eitt, 14 nefni, 15 skán, 17 ráða, 20 þró, 22 elfur, 23 skæni, 24 farga, 25 reiði. Lóðrétt: 1 skært, 2 gálum, 3 rúms, 4 klár, 5 njóli, 6 seigt, 10 úlfur, 12 inn, 13 eir, 15 skelf, 16 álfur, 18 áræði, 19 að- ili, 20 þróa, 21 ósar. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert einstakur. Heimurinn vill frá þér það sem aðeins þú getur gefið hon- um. Eða eins og Billie Holiday sagði: „Ef ég á að syngja eins og einhver annar get ég alveg eins sleppt því.“ (20. apríl - 20. maí)  Naut Ef einhver passar ekki í hlutverkið sem þú vilt að hann leiki þýðir það ekki að hann megi ekki vera með. Vertu opinn og reyndu að láta hann passa inn. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Reyndu að vekja eldmóð í sam- bandi við það sem þú vilt áorka. Ef þú ert ekki spenntur verður enginn annar það. Með smáandagift verður þetta leikur einn. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú hefur farið í aðra átt en sumir vinir þínir, en þetta er fullkominn dagur til að byggja brú á milli þíns heims og þeirra. Um leið víkkarðu sjóndeildar- hringinn. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Leiðin út úr klípunni sem þú ert í er ekki sú sama og þú rataðir í hana eftir. Fylgdu eigin sýn, láttu aðra um eigin ráðagerðir og vertu skapandi. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú slærð í gegn. Í stað þess að velta fyrir þér hvernig þú getur keypt hluti sem þig langar í verðurðu upptekinn af persónunni sem þú vilt verða. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú mætir sterkur til leiks. Leiðtoga- hæfileikar og ráðsnilld koma að góðum notum. Þú átt að sjá til þess að fólk stjórni mikilvægum verkefnum. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Í stað þess að bíða eftir að fá sæmileg laun, sjáðu þá til þess að þú eigir nóg af peningum. Stóri dagurinn rennur upp, en hann kemur fyrr ef þú lætur pen- ingaboltann rúlla af stað. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Til merkis um heimsmennsku ertu harðákveðinn í því að upplifa frá fyrstu hendi alla mikilfenglegustu staði jarðarinnar. Skrifaðu lista – ferðin hefst bráðum. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Ef þú ert mjög heiðarlegur geturðu viðurkennt að hafa eytt miklum tíma í eitthvað sem ekki skiptir máli. Hvað forðastu? Horfstu í augu við það núna. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er hægt að leggja hart að sér án þess að fá borgað eða ganga í aug- un á fólki. Hentu hugmyndum þínum um áreynslu og vertu galopinn fyrir nýjum hugmyndum. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Íhugaðu áður en þú kaupir nýjustu græjuna hvort hún hjálpi þér þangað sem þú vilt fara eða hindri þig með leiðbein- ingum, spurningum og fylgihlutum. stjörnuspá Holiday Mathis 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 cxd4 8. Rxd4 Bc5 9. Dd2 0-0 10. 0-0-0 a6 11. Df2 Bxd4 12. Bxd4 b5 13. Be3 b4 14. Ra4 a5 15. h4 Ba6 16. h5 Dc7 17. h6 g6 18. Kb1 Bxf1 19. Hhxf1 f5 20. Hc1 Db7 21. Hfd1 Hac8 22. Hd3 Rd8 23. b3 Rf7 24. Dh4 Hc6 25. Bd4 Hfc8 26. Hd2 H8c7 27. g3 Dc8 28. Dh2 Df8 29. Hh1 Rd8 30. Dh4 Rb7 31. Hhh2 Hc8 32. Hd3 H8c7 33. Hdd2 Rb8 34. Hh1 Ra6 35. Dh2 Rac5 36. Rxc5 Rxc5 37. Bxc5 Hxc5 38. Df2 Dc8 39. Hh2 a4 40. Dd4 axb3 41. axb3 Da6 42. Dxb4 Ha7 43. Dd4 Staðan kom upp á HM 20 ára og yngri sem lauk fyrir skömmu. Daniel Stellwagen (2.639) hafði svart gegn Markus Ragger (2.528). 43. … Hc3! og hvítur gafst upp þar sem hann yrði mát eftir 44. Dxc3 Df1+ 45. Kb2 Da1#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Geggjað, en rökrétt. Norður ♠K62 ♥D1073 ♦765 ♣KG3 Vestur Austur ♠ÁD10975 ♠G843 ♥– ♥G5 ♦K103 ♦G982 ♣1094 ♣D85 Suður ♠– ♥ÁK98642 ♦ÁD6 ♣Á62 Suður spilar 5♥. Vestur hefur leitt andstöðuna í kröftugum spaðasögnum og tekist með því að ýta NS upp á hið vafasama fimmta þrep. Það virðist ekki vera slæm ákvörðun að reyna 5♥, því sagn- hafi á kost á tveimur svíningum – í tígli og laufi og er nóg að önnur heppnist. Báðar svíningar misheppnast hins veg- ar, þannig að sagnhafi fer niður ef hann spilar beint af augum. Kannski er til betri leið. Útspilið er lauftía. Ef sagnhafi trompar tvo spaða og hreinsar upp laufið getur hann enda- spilað vestur með því að spila spaða- kóngi og henda tígli heima. Þetta er góð áætlun, en vandinn er sá að austur má ekki komast inn til að spila tígli. Eina örugga leiðin til að fyrirbyggja það er að dúkka lauftíuna í upphafi! Svolítið geggjað, en rökrétt ef maður treystir á spaðaás í vestur. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Hver hlaut bjartsýnisverðlaunin að þessu sinni? 2 Innflytjandi hefur tekið sæti á Alþingi. Hver er hann? 3 Nýr framkvæmdastjóri hefur tekið við sem forstjóriOpinna kerfa. Hver: 4 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu,hefur valið sér markvarðaþjálfara. Hvern? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Ragna Ingólfsdóttir vann tvöfaldan sigur á alþjóðlegu badmin- tonmóti hér um helg- ina, bæði í einliðaleik og tvíliðaleik. Hver var meðspilari hennar í tví- liðaleiknum? Svar: Katrín Atladóttir. 2. Hvað var nýja þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð þegar hún var hér í leigu sl. vetur? Svar: Steinríkur. 3. Erlendur hópur kom hing- að til lands til að læra á dragnót. Hvaða er hópurinn? Svar: Frakk- landi. 4. Bandaríski rithöfundurinn Norman Mailer er látinn. Með hvaða bók sló hann í gegn? Svar: The Naked and the dead. Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig AFMÆLI ÞÓR Guðjónsson fyrr- verandi veiðimála- stjóri er níræður í dag en hann er fæddur 14. nóvember 1917. Af þessu tilefni viljum við rifja upp framlag Þórs til veiðimála í þau 40 ár sem hann var veiði- málastjóri. Þór var skipaður veiðimálastjóri 1946 og gegndi því starfi til 1986. Á starfsferli sín- um einbeitti Þór sér einkum að þremur þáttum veiðimála: Að koma lögbundnu skipulagi veiði- mála til framkvæmda, vinna að rannsóknum á laxi og silungi og sinna samskiptum á erlendum vett- vangi, einkum innan ICES og NASCO. Viðamestu verkefnin tengdust uppbyggingu veiðifélaga og að koma á veiðiskráningu, sem víða var bágborin. Einnig þurfti að framfylgja friðunarákvæðum lag- anna gagnvart veiðum í net og á stöng. Á þessum fyrstu árum stjórnsýslunnar var lagður hornsteinn að þeirri þróun sem síðar varð. Þór var ötull vís- indamaður og vann við rannsóknir á laxi og silungi um áratuga skeið. Voru þessar rannsóknir algjört brautryðjendastarf enda sá Þór að vís- indalegar upplýsingar voru grunnur að skyn- samlegri nýtingarstjórnun í ám og vötnum. Á seinni hluta starfsferils síns barðist Þór fyrir því að ráða fleiri sérfræðinga til að sinna margvíslegum rannsóknum og lagði með því grunninn að því vís- indastarfi í veiðimálum, sem unnið er í dag. Þór hafði ætíð mikinn áhuga á fiskrækt og fiskeldi. Árið 1961 kom hann á fót rannsóknastöð í fiskeldi og hafbeit í Kollafirði. Þar var unn- ið brautryðjendastarf í þróun fisk- ræktar- og hafbeitarstarfsemi. Sleppt var í sjó gönguseiðum í til- raunaskyni til að kanna heimtur og byggja upp sérvalinn laxastofn. Þegar á árinu 1966 gengu nokkur hundruð laxar í stöðina og þangað komu árlega yfir 10.000 laxar þegar best lét. Óhætt er að fullyrða að með þessu starfi var lagður grunn- ur að þeirri fiskrækt, sem nú er stunduð í Rangánum enda var stofninn úr Kollafirði uppistaðan í þeim sleppingum a.m.k. fyrstu árin. Miklar framfarir urðu í veiðimál- um á ferli Þórs sem veiðimála- stjóra. Félagslegur rammi veiði- málanna var farsæll og veiðifélög voru í örri uppbyggingu. Stanga- veiði var að þróast sem útilífsiðkun og stangaveiðifélögum fór fjölg- andi. Útleiga á stangaveiði var að verða verðmætari sem hlunnindi fyrir bændur við veiðiár, sem að hluta kom til vegna bættrar skrán- ingar og skýrslugerðar veiðimála- stjóra. Er nú svo komið að veiði- skráning hér á landi er mun betri en gerist meðal annarra laxveiði- þjóða og verðmæti hlunninda mun meiri. Þar kemur einnig til fyrir- myndar löggjöf um veiðimál, sem meðal annars hefur bannað laxveið- ar í sjó allt frá setningu fyrstu lag- anna 1932. Eftir lok 40 ára farsæls starfs- ferils sem veiðimálastjóri vann Þór áfram við úrvinnslu ýmissa vísinda- gagna, sem hann hafði aflað á löngum starfsferli, og gaf á árinu 2004 út grein um þróun og gerð fiskvega á Íslandi fram til 1970 en Þór hafði víðtæka þekkingu á gerð slíkra mannvirkja og studdi dyggi- lega við gerð þeirra á starfstíma sínum. Þór starfaði mikið að félagsmál- um, meðal annars í Lionshreyfing- unni og var umdæmisstjóri hennar í nokkur ár. Árið 1974 hlaut hann norsku St. Olavsorðuna og var í lok starfsferils síns sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir störf í þágu lands og þjóðar. Að lokum viljum við senda Þór og konu hans Elsu E. Guðjónsson bestu kveðjur og heillaóskir í tilefni dagsins. Árni Ísaksson. Einar Hannesson. Þór Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.