Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is MEIRIHLUTI fjárlaganefndar Alþingis lagði í gærkvöld fram breytingatillögur sínar við fjár- lagafrumvarpið frá því í haust og kemur þar m.a. fram að tekjuafgangur verður um 37,7 milljarð- ar. Er það nær 6,9 milljörðum meiri afgangur en gert var ráð fyrir í frumvarpinu. Tekjur verða rúmir 469 milljarðar sem er hækkun um rúmlega 8,1 milljarð. Meirihlutinn leggur til nettóhækkanir út- gjalda er nema alls 1.267,9 milljónum króna. Veruleg hækkun verður á framlögum til mennta- mála og má nefna að varið verður 140 milljónum tímabundið í tvö ár til frumgreinadeilda á Suð- urnesjum og á Vestfjörðum vegna nemenda- ígilda. Undir liðnum Ýmis verkefni er þess getið að Mannréttindaskrifstofa fái 10 milljónir króna. Félagsmál fá auknar heimildir er nema rösklega milljarði og munar þar mest um 440 milljónir til Fæðingarorlofssjóðs en útgjöld ársins 2008 hafa verið hækkuð í ljósi þróunar útgjalda það sem af er árinu. 700 milljóna tímabundin lækkun vegna hátæknisjúkrahúss Undir liðnum Atvinnuleysistryggingasjóður er tillaga gerð um tímabundið framlag, 140 millj- ónir, til að auka svigrúm fiskvinnslufyrirtækja til að halda starfsfólki á launaskrá þrátt fyrir minnkandi þorskveiðar. Undir liðnum Félagsmál, ýmis starfsemi er einnig lagt til að veitt verði tímabundið 250 millj- óna króna framlag í tvö ár til að koma til móts við sveitarfélög sem verða fyrir tekjumissi vegna samdráttar í þorskveiðum. Framlög til undirbún- ings nýs hátæknisjúkrahúss eru lækkuð tíma- bundið um 700 milljónir en Landspítali fær 200 milljónir til að styrkja reksturinn. Er sagt að með þessari hækkun ásamt 820 milljóna króna hækk- un rekstrargrunns og tillögu um 1.800 milljóna króna fjárveitingu í fjáraukafrumvarpi 2007 ætti greiðslustaða spítalans að vera í jafnvægi. Fjárheimild til samgöngumálaráðuneytis lækkar um nær 1.800 milljónir en þess má geta að um er að ræða miklar tilfærslur milli liða. Framlög til Vegagerðarinnar lækka tímabundið um 2,5 milljarða en alls munu framkvæmdir upp á 3,2 milljarða á næsta ári ekki verða að veruleika „þar sem undirbúningur er of skammt á veg kominn“. Tekjuafgangur eykst um 6,9 milljarða króna Í HNOTSKURN »Gerð er tillaga um 100 milljóna tíma-bundið framlag í tvö ár til grunn- skráningar og endurskráningar á lítt skráðum eða óskráðum skjalasöfnum og til að vinna að stafrænni gerð manntala. »Lögð er til fjárheimild upp á 90 millj-ónir, óskipt, til að mæta hugsanlegum frávikum í forsendum áætlana um fjölda nemendaígilda háskóla. KARLMAÐUR á áttræðisaldri beið bana í umferðarslysi á Suðurlands- vegi, skammt frá Litlu kaffistof- unni, á öðrum tímanum í gærdag. Maðurinn ók fólksbifreið sinni yfir á rangan vegarhelming, beint á vinstra framhorn flutninga- bifreiðar – sem var fulllestuð af malarefni – og er talið að hann hafi látist samstundis. Ökumaður vöru- bifreiðarinnar hlaut minniháttar meiðsli. Ökumenn voru einir í bif- reiðum sínum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu var aðkoman afar slæm og um klukkustund tók að ná mann- inum út úr fólksbílnum. Þetta er fjórtánda banaslysið á árinu og það fjórða á Suðurlandsvegi. Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu. Morgunblaðið/Júlíus Banaslys á Suður- landsvegi FRAMSETNING auglýsinga Hanza- hópsins telst til nýmælis í fasteignaheim- inum. Fyrirtækið auglýsir endurgreiðslu sem nemur stimpilgjöldum af vissum teg- undum lána, við íbúðakaup á Arnar- neshæð. „Þetta er okkar innlegg í umræðuna um skattakvöðina sem hvílir á lántakendum. Mikil umræða hefur verið um afnám stimpilgjalda undanfarin misseri, en svo gerist aldrei neitt,“ segir Sigrún Þor- grímsdóttir, framkvæmdastjóri Hanza- group. Hún þvertekur fyrir að þetta sé ör- þrifaráð vegna sölutregðu og segir Hanza hafa yfirburðastöðu á fasteignamarkaði í Garðabæ. Vissulega værum við til í að selja meira, en þetta er ekkert örþrifaráð, frekar félagslegt innlegg í samfélags- umræðuna, það er um að gera að nýta auglýsingarnar til að vekja fólk til um- hugsunar og kveikja í pólitíkinni.“ Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráð- herra tilkynnti í lok október sl. að ryðja skyldi úr vegi samkeppnishindrunum eins og vörugjöldum, stimpilgjöldum og upp- greiðslugjöldum banka, unnið er að skýrslu um málið. Endurgreiða stimpilgjöldin HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands dæmdi í gær rúmlega þrítugan karlmann til að greiða 70 þúsund krónur í sekt fyrir að aka bifreið undir áhrifum kannabisefna. Kannabisefnið mældist eingöngu í þvagi en ekki í blóði en dómurinn taldi að það skipti engu máli þar sem lögin væru skýr; menn væru undir áhrifum fíkniefna ef þau fyndust í blóði eða þvagi. Verjandi mannsins benti á að þar sem niðurbrotsefni kannabis hefðu eingöngu fundist í þvagi en ekki í blóði væri útilokað að hann hefði verið undir áhrifum efnanna og vísaði í matsgerð frá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði máli sínu til stuðn- ings, en þar kom fram að efnamæling í blóði benti ekki til þess að ökumaðurinn hefði verið undir áhrifum kannabisefna. Þá minnti hann á fyrirmæli frá rík- issaksóknara til lögreglustjóra um að ákæra einungis ef fíkniefni fyndust í blóði. Á þessi rök féllst dómurinn ekki og maðurinn var sviptur ökurétti í þrjá mán- uði og dæmdur til að greiða sakarkostnað og málsvarnarlaun. Auk sektarinnar nem- ur kostnaður hans því um 330 þúsund kr. Ekki undir áhrif- um en þó dæmdur MARGRÉT Þorbjörg Garðarsdóttir andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í gær, níræð að aldri. Hún fæddist í Reykjavík 12. apríl 1917, dóttir Garðars Gíslasonar stórkaup- manns í Reykjavík og Þóru Sigfúsdóttur hús- freyju. Margrét stundaði nám við Verslunar- skóla Íslands. Síðar sótti hún einn vetur húsmæðraskóla í Dan- mörku. Eftir að móðir hennar féll frá þegar Margrét var tvítug hélt hún í þrjú ár heimili fyr- ir föður sinn áður en hún giftist Halldóri H. Jónssyni arkitekt, 12. apríl 1940. Halldór var sonur Jóns Björnssonar frá Bæ, kaupmanns í Borgarnesi og konu hans Helgu Maríu Björnsdóttur frá Svarfhóli. Halldór lést 6. febrúar 1992. Margrét hélt heimili allt þar til hún var komin hátt á níræðisaldur, fyrst á Laufásvegi, þar sem hún hafði búið í foreldrahúsum en þar stofnuðu þau Halldór sitt fyrsta heimili. Síðan reistu þau sér framtíðarheimili við Ægisíðu, sem Halldór teiknaði. Viðfangsefni Hall- dórs voru fjölmörg, bæði sem arkitekts en ekki síður sem stjórn- armanns margra stór- fyrirtækja og féllu því eðlilega margvísleg verkefni því tengd á hendur Margrétar. Eftir að Halldór féll frá tóku Margrét og Geir Borg upp traust vináttusamband þar til Geir lést í lok árs 2003. Margrét bjó heima þar til hreyfigetan skertist við tvö erfið beinbrot en dvaldi eftir það við góða umönnun á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni síðustu þrjú árin. Margrét og Halldór eignuðust þrjá syni: Garðar, f. 5. júlí 1942, arki- tekt, kvæntur Birnu Geirsdóttur, Jón, f. 17. maí 1946, hæstarétt- arlögmaður, kvæntur Ingigerði Jónsdóttur hjúkrunarfræðingi og Halldór Þór, f. 2. maí 1951, raf- magnsverkfræðingur og flugstjóri, kvæntur Margréti Pálsdóttur, kennara og flugfreyju. Barnabörnin eru sex og barnabarnabörnin eru sjö. Andlát Margrét Garðarsdóttir „ÉG VERÐ glaðari við að sjá skip- ið núna heldur en þegar ég fékk það afhent,“ sagði Ari Axel Jóns- son, eigandi Dregg Shipping sem á og gerir út flutningaskipið Axel, í gærkvöldi þegar um þrír klukku- tímar voru í að skipið kæmi til hafnar á Akureyri. Ari sagðist af- skaplega þakklátur öllum þeim sem komið hefðu að aðgerðum og tók fram að full samvinna hefði verið á milli útgerðar og Landhelg- isgæslu Íslands. Axel steytti á blindskeri rétt fyr- ir utan Hornarfjörð á þriðjudags- morgun og gekk ferðin til Akur- eyrar ekki áfallalaust fyrir sig. Til að mynda var skipt um yfirvél- stjóra í kjölfar þess að skipið var flutt til Fáskrúðsfjarðar. „Því er ekki að leyna að þegar skip er í nauðum, þá er það ólíðandi að menn hlýði ekki skilyrðislaust. Það getur skapað hættu,“ sagði Ari og vísar þar til þess að yfirvélstjórinn neitaði skipun um að setja vélar Axels í gang eftir strandið. „Það er eitt sem menn mega ekki gleyma; þetta var mjög harkalegur árekst- ur og álagið á mannskapinn hefur verið gífurlegt. Það eru einfaldlega ekki allir sem ráða við slíkt.“ Spurður út í skemmdirnar sagði Ari að ekki hefði tæpara mátt standa. „Svo vel hittist á að það fór með beruna beint á bogann, og það bjargaði skipinu að lenda á sterk- asta punktinum. Ef það hefði verið einum, tveimur metrum til hliðar hefði skipið farið niður.“ Beittu íhlutunarákvæðum Axel var stefnt inn á Fáskrúðs- fjörð eftir strandið vegna íhlutunar Gæslunnar. Líkt og kom fram í Morgunblaðinu í gær var það fram- kvæmdastjóra Dreggs ekki að skapi, en hann kvartaði undan því að hafa ekki fengið að vera með í ráðum. Frá því að lög um mengun hafs og stranda voru sett árið 2004 hefur íhlutunarákvæðum þeirra nokkrum sinnum verið beitt. Í lögunum segir að Gæslunni sé heimilt að grípa til íhlutunar og gera þær ráðstafanir sem taldar eru nauðsynlegar á hafsvæðinu innan mengunarlögsögu Íslands til að koma í veg fyrir eða draga úr hættu sem hafi eða ströndum staf- ar af bráðamengun. „Við nýttum okkur íhlutunar- ákvæði laganna þegar við settum skipið inn á Fáskrúðsfjörð og þetta er sennilega í þriðja skipti sem við nýtum okkur ákvæðið. Þess ber að geta að ákvörðunin var tekin í sam- ráði við Umhverfisstofnun og flokkunarfélag skipsins,“ sagði Halldór Nellet, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs LHG. Ari Axel sagði nauðsynlegt að hafa slík lög en þau hefðu ekki átt við í þessu tilviki. „Við vorum hræddir við veðrið því það var ljóst að skipið myndi ekki þola mikinn sjógang. Það var logn og við vorum hræddir um að þetta tefði skipið. En veðrið hélt og þetta fór á besta veg. Sjónarmið okkar voru að skip- ið læki ekki og í logni tæki 20 tíma að sigla til Akureyrar. Við hefðum viljað koma þessum sjónarmiðum á framfæri.“ Full samvinna var milli útgerðar og Gæslunnar Afskaplega litlu mátti muna að Axel sykki á strandstað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.