Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÞAÐ var spennandi að sjá hvar Þór- unn Erla Valdimarsdóttir myndi bera niður að lokinni hinni miklu ævisögu Matthíasar Jochumssonar sem kom út í fyrra. Að það skuli hafa verið innan glæpasagnageirans þarf kannski ekki að koma á óvart, sé tekið mið af tíðarandanum, en að sjálfsögðu er glæpasaga Þórunnar, Kalt er annars blóð. Skáldsaga um glæp, enginn „venjulegur“ reyfari. Ferill Þórunnar er glæsilegur; á síð- astliðnum tveimur áratugum hefur hún sent frá sér jöfnum höndum fræðirit og skáldskap og hlotið fjöl- margar viðurkenningar fyrir rit- störf sín. Ef eitt- hvað einkennir skrif hennar framar öðru er það nýsköpun og tilraunir með form og í þessari skáldsögu bregð- ur Þórunn á skemmtilegan leik með formið, togar það og teygir í allar áttir og spinnur margra þræði í einu eins og meist- urum einum er lagið. Hér er sögð saga blóðugra glæpa úr samtímanum og áður en yfir lýk- ur hafa líkin hrannast upp, drápin tengjast heimi fíkniefna og hand- rukkara og alls konar ástarflækjur blandast inn í málin. Aðalpersónur eru margar og sjónarhornið síbreytilegt, sagan er jafnvel sögð út frá sjónarhorni hrafns sem flýgur yfir sögusviðið og er mjög skemmti- legt innskot í frásögnina. Sögusviðið er jafnframt breytilegt: Reykjavík, Kollafjörður, Egilsstaðir, austfirsk- ar heiðar og Gotland og bæta má einum „staðnum“ við sem er heimur bókmenntanna. Sagan er full af til- vísunum í íslenskar bókmenntir en það er þó eitt verk sem er burðar- virki frásagnarinnar; Brennu- Njálssaga. Með þessari bók bætist Þórunn í þann fjölmenna hóp sem Jón Karl Helgason bókmenntafræðingar kallar „höfunda Njálu“, þ.e.a.s. þá höfunda sem hafa á einn eða annan hátt „endurritað“ Njálssögu í formi þýðinga, ljóða, leikrita, barnasagna, myndasagna – og svo mætti lengi telja. Þórunn notar Njálssögu sem n.k. viðmið sögu sinnar; margar per- sónur bera sömu nöfn og þekktar persónur Njálu (Hrútur, Unnur Marðardóttir) eða nöfn sem líkjast þeim (t.d. pörin Gunnar Halldórsson og Halla Harðardóttir, Níels og Begga). Atburðarásin er einnig að miklu leyti sniðin að atburðarás Njálu, oft með mjög skemmtilegum snúningum. En skáldsaga Þórunnar er þó ekki rígbundin fornsögunni því hér er fyrst og fremst um sam- tímasögu að ræða. Margir kaflar skáldsögu Þórunnar hafa engar tengingar við Njálu og það er áreið- anlega hægt að njóta bókarinnar án þess að vera með hugann við Njálu. Það sem gerir svona bókmennta- leik einna áhugaverðastan er sú staðreynd að ef hann er vel lukkað- ur er hægt að sjá eldra verkið í nýju ljósi (sbr. áhrif Gerplu á túlkun á Fóstbræðrasögu) og við lestur skáldsögu Þórunnar er lesandinn minntur á að í þessari frægustu Ís- lendingasögu allra tíma er ekki bara fjallað um átök kristni og heiðni, vinskap, heiður og hefnd heldur einnig um ástarflækjur, kynlíf, getuleysi, afbrýðisemi, útlits- dýrkun, átök milli kynja o.fl. o.fl. Sem glæpasaga er Kalt er annars blóð vel lukkuð en hér er fyrst og fremst um bráðskemmtilega sam- tímasögu að ræða þar sem lesand- inn fær meira fyrir sinn snúð en oft- ast þegar lesnar eru sögur um glæpi. Njála nýrra tíma BÆKUR Skáldsaga Eftir Þórunni Erlu Valdimarsdóttur. JPV útgáfa 2007, 332 bls. Kalt er annars blóð. Skáldsaga um glæp. Soffía Auður Birgisdóttir Þórunn Erla Valdimarsdóttir MARGRÉT Tryggvadóttir og Hall- dór Baldursson unnu Íslensku barnabókaverðlaunin 2006 fyrir bók- ina Sagan af undurfögru prinsess- unni en í Drekinn sem varð bálreið- ur er líkt og þar unnið með minni úr ævintýri, þeim snúið á hvolf og birt ný sjónarhorn. Hér segir frá dreka sem fer að heiman. Þegar hann er inntur eftir eðli sínu verður fátt um svör, engin þeirra drekategunda sem stungið er upp á virðist eiga við hann. Hér er sögð saga allra þeirra sem eru litlir í sér en finna loks sjálfa sig og krafta sína. Persónusköpun er trúverðug og uppbyggjandi fyrir lítil hjörtu. Endalokin eru nútímaleg og bókin öll til þess fallin að draga úr drekahræðslu sé eitthvað slíkt fyr- ir hendi. Myndir Halldórs eru groddalegar að vanda, hvorki dreki né aðrar sögupersónur eru mjög krúttlegar og þær eru ekki allra. En þær eru lifandi og kraft- miklar, endurspegla textann ríku- laga og sjónarhorn eru fjölbreytt. Hér er unnið með hefðina á frum- legan og kraftmikinn hátt, sagan auðgar orðaforða og eykur málskiln- ing en er auk þess fyndin og skemmtileg. Frumlegur dreki BÆKUR Barnabók Texti eftir Margréti Tryggvadóttur, mynd- ir eftir Halldór Baldursson. Vaka - Helgafell 2007 Drekinn sem varð bálreiður Ragna Sigurðardóttir Margrét Tryggvadóttir „HVÍ skyldi ég óttast þig, dauði?“ (32) – spyr ljóðmælandi í samnefndu ljóði eftir Juan Ramón Jiménez. Hér er á ferð lítið ljóðakver með vel völd- um ljóðum í þýðingu Hallbergs Hall- mundssonar. En innihaldið er hreint ekki lítið né lágt í sniðum heldur sannkallaðar perlur sem ferðast undir yfirborði, fljóta með straumi draums og vatns. Ljóðakverið nefn- ist Tunglið gyllti ána og fleiri ljóð og þar fer fram samræða við það vald sem dauðinn býr yfir, sem þú getur ekki skilið þig frá. Mjúkt rökkur ljóðanna dregur lesanda til sín í næt- urhúm spurninga. Að vera mann- eskja í tímabundnu rými og finna ástina í þessum tíma sem líður bæði fyrir innan og utan okkur sjálf. Hvar annars staðar en í skáldskap er hægt að miðla slíkum hugrenningum þar sem óvissa og um leið vissa fleytir þér áfram? „Ég verð ekki ég sjálfur, dauði,/ fyrr en þú sam- einast lífi mínu/ og gerir mig heil- an“(25) segir í ljóðinu Himin- hvirfill. Þeir sem einnig unna Lorca ættu að finna réttu stemn- inguna í þessu kveri Juan Ramón Jiménes. Þýðandinn Hallberg Hall- mundsson hefur nostrað með hlýju við gjöful ljóð einsemdar. Hallbergur gefur á sama tíma út eigin skáldskap, Vofur hversdags- ins. Eins og nafnið gefur til kynna er hversdagsleikinn á stjákli í ljóð- unum, en um er að ræða 68 stutt ljóð, hugsanir úr dagsins önn. Þótt ekki brjótist þau inn undir húð þá eru þau mörg hver ort af auðmýkt – því þrátt fyrir allt þá „væsir ekki um blóm það/ sem vex í hjarta þínu“(41) eins og segir í ljóðinu Þrátt fyrir allt. Dauði minn BÆKUR Ljóð Þýðing og frumsamin ljóð eftir Hallberg Hallmundsson, Brú – forlag. Tunglið gyllti ána og fleiri ljóð eftir Juan Ramón Jiménes (1881-1958) og Vofur hversdagsins Soffía Bjarnadóttir Hallberg Hallmundsson MÉR liggur við að segja að all- nokkur tortryggni í garð „hefð- bundinna“ bókmennta og þeirrar „stofnunar“ sem mótar viðtökur þeirra geri vart við sig í nýjustu bók Ingólfs Gíslasonar, Sekúndu nær dauðanum – vá tíminn líður! Kannski mætti líkja þessari tor- tryggni við ákveðna tegund af fjandskap í garð þrúgandi hefðar, stirðnaðra forma og viðtekinna hugmynda, „til hvers að bæta orð- um í heimskjaftæðið“ er spurt í pirruðum tón á einum stað, en sá böggull fylgir auðvitað skammrifi að ofantalin hugtök eru öll æði margslungin og nokkuð víst að það sem einum finnst þrúgandi og úr- elt veitir öðrum innblástur. Hins- vegar er óhætt að halda því fram að gegnumgangandi þemu þessa dálítið sérkennilega safns prósa, teikninga og ljóða séu grafalvar- leg, hér er tekist á við stríð, póli- tík, ástina, ekki síst holdlegar birtingarmyndir hennar, og brotalamir sam- tímamenningar. Að ógleymdri nokkuð harka- legri höfnun bókarinnar á „kæfandi“ gildismati (í list, sið- ferði o.s.frv.). Vöngum er velt bæði beint og óbeint yfir hlutverki skáldsins á vorum dögum, jaðar- stöðu þess og máttleysinu sem slíkri stöðu kann að fylgja. Í heild er bókin þó líka sýnidæmi um frelsið sem hægt er að finna á jaðrinum, frelsið sem finna má í afskiptu rými til að tala og tjá sig á óhefðbundinn hátt, en í þessu til- viki beinir höfundur einkum sjón- um að hversdagslegum hlutum og því hvernig hversdagurinn sjálfur hefur verið festur í viðjar kerfis- bundinnar hugsunar og staðlaðs lífsmynsturs. Er þessi nálgun frumleg? Sennilega ekki, en kannski má spyrja á móti hvort frumleikinn sé ekki stundum of- metinn. Er ekki alltaf einhvers virði að vera á móti, vera dálítið öfugsnúinn, og sýna ríkjandi við- horfum vott af fjandskap? Ingólfur gerir sér að leik að skora á hólm þær viðteknu hugmyndir sem búa í fylgjunni, svo vísað sé óbeint til Megasar, en leikurinn er sann- arlega blandaður alvöru og það sem skiptir mestu máli er að bók þessari vindur fram í athyglis- verðu samblandi af skopi og snörpum athugasemdum um sam- tímamenningu. Lesendum kann að líka misvel við hina ólíku kafla, sú var raunin með mig og síst líkaði mér við þá hluta sem eru á hvað beinastan hátt tilraun um ljóð- formið, en met við bókina að þótt ákveðið kæruleysisyfirbragð sé yfir henni er innihaldið langt í frá kærulaust. Gjarnan eru vangavelt- urnar skorinorðar og hnyttnar og oftar en ekki meinfyndnar á máta sem vekur lesanda til umhugs- unar. Skáldið á vorum dögum BÆKUR Ljóð og prósi Eftir Ingólf Gíslason. Nýhil. Reykjavík. 2007. 79 bls. Sekúndu nær dauðanum – vá tíminn líður! Björn Þór Vilhjálmsson Ingólfur Gíslason ÞORPSSAMFÉLAGIÐ hefur ýms- um orðið að yrkisefni í bókum. Í Ævintýraþorpinu rekur Ólafur Ormsson þroskasögu sína í Keflavík skömmu eftir heimsstyrjöldina síðari. Þetta er frásögn af mótun ein- staklings og þorps við hlið herstöðvar sem hefur vitaskuld áhrif á æskulýð þess. Ólafur missir ungur móður sína og er sendur frá Reykjavík í fóstur hjá föðursystur sinni og manni hennar í Keflavík. Þar býr hann að sönnu við gott atlæti en á samt á tímabilum við vissa erfiðleika að stríða, sem hann rekur til þess að hann var sendur frá föður sínum. Skólavist er honum erfið og ekki gengur vel í byrjun þegar hann fer út á vinnumarkaðinn. Því sækir á hann þunglyndi og hann sýnir ýmsa sérkennilega hegðun. Hann segir um sjálfan sig: „Á sérvisku í fari mínu fór að bera um miðjan sjötta áratuginn.“ Hluti þessarar sérvisku var að Ólafur var farinn að halda dagbók tólf ára. Að þessum dagbókarskrifum býr hann vel nú. Ég minnist þess varla að hafa lesið ævisögubrot um svo marga atburði og persónur. Ég gæti trúað að rótgrónir Keflvíkingar hefðu því gam- an af þessu riti. Af frásögninni allri má álykta að Ólafur hafi lengst af ver- ið áhrifagjarn í meira lagi. M.a. hafði einn þorpsbúinn, gamall þjóðernis- sinni, þau áhrif á ungviðið að Ólafur og félagar hans hugðust stofna nasistaflokk. Sem sögumaður er Ólafur þó betri skrásetjari en skipuleggjandi. Vissu- lega fær lesandi nokkra mynd af Keflavík eftirstríðsáranna. Ólafur lýsir eftirminnilegum persónum og atburðum sem skipta máli í hans þroskasögu. Samt er eins og vanti eitthvert skipulag á söguna annað en það að atburðum sé raðað í tímaröð. Heildarmynd er varla af þorpinu á þessum tíma eða samskiptum við her- inn og sums staðar er lopinn teygður. Ég hygg að betur hefði farið á að vinsa meira út, takmarka frásögnina betur en gert er. Það má samt hafa af Ævintýra- þorpinu nokkra ánægju því frásögnin er hvað sem öðru líður einlæg og lip- ur. Ævintýraveröld þorpsins BÆKUR Ævisaga Eftir Ólaf Ormsson. Skrudda 2007 – 256 bls. Ævintýraþorpið Skafti Þ. Halldórsson Ólafur Ormsson FYRSTA ljóðið í fyrstu ljóðabók Guðrúnar Hannesdóttur, „Firn“, segir ýmislegt um þann ljóðheim sem mætir lesandanum. Í ljóðinu ríkir þögn og náttúran er að fullu aðskilin frá hinu mannlega, „öll vitni/víðs fjarri“, en það sem jafn- an er ósýnilegt og lifir í myrkrinu reynist eiga samleið með hjart- slætti „himindjúpanna“ sem birtist í „kyrrðardansi“ hins „aðsóps- minnsta“, hið síðastnefnda er líka ágæt lýsing á mörgum ljóðum í bókinni: líkt og gróðurfléttur sem vaxa án afskipta og eru „öllum eldri“ birta ljóðin í safninu heims- mynd sem á ekki fullkomna sam- leið með nútímanum. Gegn ys og þys hins póstmóderníska nútíma stefnir bókin dansi kyrrðarinnar, huglægum og afhjúpandi stundum sem vindur fram víðs fjarri kunn- uglegum kennileitum. Dansinn má reyndar líka túlka sem lífsmark tungumálsins og óhætt er að full- yrða að tungumálið er hér bæði lif- andi og tjáningarríkt. Þó er ekki svo að ljóðin séu öll bundin kyrrð- inni, oft er hrist upp í lestrarupp- lifuninni með óvæntum blossa kímni og gamansemi, nú eða hryll- ings, ljóðin reynast einmitt búa yfir ólíku og mis- jöfnu andrými. En skil milli tveggja heima, væntinga og reyndar, draums og veruleika, hvata og vit- undar, eru al- geng stef og eru til að mynda sviðsett á kraft- mikinn hátt í ljóðinu „Fyrir daglát- um“: „Í draumi okkar/er blóðvefur sleginn/forn, daunillur/nýr og rjúk- andi/vefur Darraðar/sleginn og/ slegin án hvíldar/svo hjartað þér byltir/í svíðandi angist“ – hér er dregin upp mynd af þeim fornu öflum sem eiga sér dvalarstað innst í einstaklingnum. En svo rof- ar fyrir morgni, og „við vöknum/og hefjumst handa/við altarisklæði/ eigin dags“. Þó er sem „saum- spretta“ í veruleikanum hafi gert vart við sig, ljóðmælandinn gefur til kynna að vefur draumsins hafi ýmislegt með hinn daglega veru- leika að gera. Í bókinni er ljóð- formið notað á margvíslegan hátt, en það að formið sé einmitt fjöl- breytt minnir á gróðurfléttur sem laga sig að breytilegu landslagi. Og tilfinningin í ljóðum Guðrúnar er ávallt skörp og oft alvöruþrung- in, þótt kímnina sé eins og áður segir víða að finna. Að vefa og flétta í víðáttum ljóðsins BÆKUR Ljóð Eftir Guðrúnu Hannesdóttur, Salka. 2007. 50 bls. Fléttur Björn Þór Vilhjálmsson Guðrún Hannesdóttir Hárgreiðslustofan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.