Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 27 Morgunblaðið/Ómar dar leggja til að í skólum fari fram fræðsla um mis- og trúarbrögð en að þar sé ekki stunduð boðun trúar. listar. Adés kveðst þakklátur fyrir það lán sem hann hef- ur notið. „Þetta er ekki svo einfalt. Ef við tökum dæg- urtónlistina sem dæmi, þá bíður fólk spennt eftir nýjum plötum vinsælla listamanna. En það er ekki þar með sagt að allar plötur lifi og nái því að verða klassískar í tímans rás. Stærri tónsmíðar verða aldrei jafn margar og dæg- urlög. Það þarf mörg tónverk til að finna það eina sem mun standa sem minnisvarði um sinn tíma. Ef við tökum eitthvert ár, segjum 1825, þá voru mörg hundruð tón- skáld að semja tónlist þá, en okkur dettur kannski í hug í fljótu bragði að nefna tvö þeirra, eða þrjú. Samt dettur okkur ekki í hug að tala um að árið 1825 hafi verið slæmt tónlistarár.“ Í þá daga voru tónskáld yfirleitt alhliða tón- listarmenn og léku á hljóðfæri jafnframt því að semja, og stjórnuðu – rétt eins og Adés gerir sjálfur. Þetta er mun sjaldgæfara í dag. „Það getur verið einangrandi starf að semja tónlist. Þess vegna finnst mér tónskáld þurfa að vera sýnileg við flutning eigin verka og taka þátt í honum. Þetta er að sjálfsögðu undir einstaklingnum komið. Uppáhaldstónskáldið mitt, Gerald Barry, kemur aldrei fram á tónleikum, en spilar mikið sjálfur, og gerir stund- um eigin upptökur af verkum sínum fyrir hljóðfæraleik- ara. Ég get varla ímyndað mér að Beethoven hafi getað spilað mikið sjálfur undir lok ferils síns og þó hafði hann hjarta hljóðfæraleikarans. En í þá daga var heldur ekki gerður jafn mikill greinarmunur á tónskáldi og hljóðfæra- leikara. Þetta voru bara tónlistarmenn. Debussy kallaði sig til dæmis ekki tónskáld, – heldur tónlistarmann. En þegar ég fer að hugsa um það, – þá hafa öll uppáhalds- tónskáldin mín líka verið hljóðfæraleikarar. Sibelius var frábær fiðluleikari, Stravinskí snjall píanóleikari og Berl- ioz var stórkostlegur hljómsveitarstjóri. Fyrir mig er þetta stöðug átök við tímann, og að finna svigrúm fyrir það sem ég þarf að gera. Meðan ég get samið tónlist er ég fyrst og fremst tónskáld,“ segir Adés. Honum er tamt að vísa í tónlist fortíðarinnar, og sem píanóleikari og hljóm- sveitarstjóri lifir hann og hrærist ekki síður í henni en þeirri nýju. „Það væri fullkomlega merkingarlaust fyrir mig að fást við tónsmíðar og þekkja ekki fortíðina. Ég þykist þó ekki þekkja allt sem á hefur gengið í tónlistar- sögunni. En þær spurningar sem tónskáld glímir við í dag eru nákvæmlega þær sömu og tónskáld ársins 1825 eða 1715 glímdu við. Ég gæti ekki lifað án samskiptanna við þau.“ Sálmasinfónían með Hamrahlíðarkórunum Hitt verk Adés sem leikið verður í kvöld er fiðlukons- ertinn Concentric Paths, saminn fyrir Fílharmóníusveit- ina í Los Angeles árið 2005. Einleikari kvöldsins er ungur þýskur fiðluleikari, Carolin Widman. Hljómsveitin leikur einnig Scherzo fantastique eftir Stravinskí, og síðast en ekki síst flytur hljómsveitin með fulltingi Hamrahlíðar- kóranna, sem nú fagna 40 ára afmæli, Sálmasinfóníuna eftir Stravinskí, en Þorgerður Ingólfsdóttir hefur verið kórstjóri í Hamrahlíðinni frá upphafi. umflutnings á hann stjórnar ann 1997 fyrir mingham sem kið með í tón- íðustu tónleik- ham og enn á armóníusveit- r út um allan ar samin 1995 um allan heim és samdi aðra Shakespeares, en, sem frum- l þau verðlaun tnast um dag- mas Adés eft- egir sjálfur að n hann munar a Tsjaíkovskí- skáld, lífs sem g tekur þátt í m píanóleikari áld. Hann hef- nskáld, hljóm- hverja hljóm- hann sest nið- jómsveitinni í yrsta stórvirki um heiminn, – venjulegur og hefur fleiri en r geðsjúka, en ra; athvarf eða inhverjum að- verulegt, jafn- ekki til staðar g hvern annan nveruleika. En eru skjól.“ m samtímatón- tjórnar eigin verkum Adés „Það væri fullkomlega merkingarlaust fyrir mig að fást við tónsmíðar og þekkja ekki fortíðina.“ STEFNA ríkisstjórnar- innar er að veita heilbrigð- isþjónustu á heimsmæli- kvarða. Að á Íslandi verði lögð stóraukin áhersla á for- varnir á öllum sviðum og stuðlað að heilbrigðari lífs- háttum. Brýnt er að skapa þjóðfélag þar sem fólk á auð- velt með að taka heilsu- samlegar ákvarðanir þegar kemur að geðrækt, mataræði og hreyfingu. Í þessum anda er nú verið að vinna að mót- un heilsustefnu á vegum heilbrigðisráðherra. Forvarnir og heilsuefling eru tvær hliðar á sama pen- ingi í þeim skilningi að allar forvarnir stuðla að heilsueflingu og heilsuefling er forvörn. Í þeirri stefnumótunar- vinnu heilbrigðis- ráðuneytis sem nú stendur yfir hefur verið ákveðið að nota hugtakið heilsu- eflingu yfir hvort tveggja þar sem það endurspeglar betur þá sýn, markmið og aðferðafræði sem lagt er upp með. Með sömu rökum má tala um Heilsustefnu í stað forvarna- stefnu. Við lifum í hröðum og sí- breytilegum heimi þar sem við stöndum frammi fyrir ógnunum við heilsufar og verk- efnum tengdum lýðheilsu sem síð- ur voru til staðar fyrir örfáum ár- um. Breyttu þjóðfélagi fylgja aukin lífsgæði, fleiri tækifæri og betri lífskjör, en jafnframt verðum við að horfast í augu við og taka á þeim fylgikvill- um sem fylgja breytingunum. Þar má m.a. nefna aukna kyrrsetu, aukið áreiti, breytt mataræði, aukna félagslega einangrun og aukna vímu- efnaneyslu sem nokkra or- sakaþætti sem m.a. hafa leitt af sér offitu og tengda sjúk- dóma og aukna tíðni geðrask- ana. Því er mótun Heilsu- stefnu og aðgerðir tengdar orsakaþáttum heilbrigðis í kjölfarið málefni sem færist ört framar á forgangslista heilbrigðisyfirvalda á Vest- urlöndum. Þess sér glöggt stað þegar litið er á hvernig forgangsmál Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (WHO) hafa þróast á síðustu árum. Til að ná árangri þarf að hvetja fólk til jákvæðrar breytni og atlætis, gefa fólki tækifæri til að breyta sjálft og umbuna fyrir jákvæða breytingu á lífsháttum. Þann- ig getum við náð árangri í því að efla heilbrigði þjóð- arinnar, með samvinnu og frumkvæði á sviði heilsuefl- ingar. Það þarf að efla starf grasrótarinnar, hinna frjálsu félagasamtaka og treysta þar samstarf þeirra við fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins og stofnana þess auk þess sem treysta þarf samstarf ólíkra fræðigreina. Lýðheilsa er afar mikil- væg. Áhrifaþættir hennar eru fjölbreytilegir; heilsu- farslegir, félagslegir, efna- hagslegir, skipulagslegir. Sú vinna sem farin er af stað við mótun Heilsustefnu byggir í grófum dráttum á fjórum meginstoðum: rannsóknum, aðferðafræði, leiðum og markmiðum – þ.e. hvar við stöndum, hvert við ætlum, hvaða leið við ætlum þangað og hvernig við ætlum að komast þangað. Það er ljóst að rannsóknaþátturinn leikur lykilhlutverk í því að stýra vinnu, fjármagni og öðrum aðföngum í rétta átt. Að- ferðafræðin er „lárétt“ þar sem aðilar ríkis og sam- félagsins eru leiddir í sam- vinnu um leiðir að sameigin- legum markmiðum. Að lokum er síðan lögð áhersla á mæl- anleg markmið þannig að á hverjum tíma sé hægt að leggja faglegt mat á útkom- una og leggja línur um fram- haldið. Áherslu- þættir Heilsu- stefnunnar sem unnið verður út frá eru orsaka- þættir, s.s. hreyfing og mataræði, en að sjálfsögðu er ætlunin með því að vinna á þeim afleiðingaþátt- um sem ekki eru nefndir, s.s. offitu, geðrösk- unum, vímu- efnaneyslu, fé- lagslegri ein- angrun o.fl. Gert er ráð fyrir að stefnan verði kynnt á fyrsta ársfjórð- ungi ársins 2008 og svo framkvæmda- áætlun til þriggja til fjög- urra ára í fram- haldi af því. Mótun Heilsustefnu íslensku þjóðarinnar og framkvæmd hennar á að vera samvinnu- verkefni þar sem fullt tillit verður tekið til þeirrar vinnu sem þegar hefur farið fram á vettvangi sveitarfélaga, opin- berra aðila og í grasrótinni. Mikil vinna hefur farið fram á vettvangi heilsueflingar á undanförnum árum og marg- ar góðar tillögur verið settar fram. Þessar tillögur verða lagðar til grundvallar í því starfi sem nú er verið að vinna. Hugmyndin er að gera tilraun til að samhæfa reynslu okkar, stefnu og að- gerðir. Með slíkri samstöðu getum við ekki aðeins bætt heilsufar þjóðarinnar heldur getum við orðið öðrum þjóð- um fyrirmynd. Innan heilbrigðisráðuneyt- isins hefur verið hafin vinna við að leggja drög að stefn- unni og leita til þeirra fjöl- mörgu aðila sem hafa lengi gengið götu forvarna og heilsueflingar og gætu lagt lóð á vogarskálarnar. Til þess að Heilsustefnan standi undir nafni sem stefna þjóðar er afar brýnt að sem flestir komi að mótun hennar. Ég vil því fara þess á leit við þá landsmenn sem telja sig hafa eitthvað fram að færa til Heilsustefnunnar og fram- kvæmdar hennar að þeir setji sig í samband við ráðuneytið og geri því auðveldara að veita allri íslensku þjóðinni hlutdeild í Heilsustefnunni. Ábendingar berist á netfang- ið heilsustefna@htr.stjr.is. Heilsustefna Íslendinga Eftir Guðlaug Þór Þórðarson Guðlaugur Þór Þórðarson » Brýnt er aðskapa þjóð- félag þar sem fólk á auðvelt með að taka heilsusamlegar ákvarðanir þeg- ar kemur að geðrækt, mat- aræði og hreyf- ingu. Höfundur er heilbrigðisráðherra. unblaðið seg- r, borg- arinnar og , fagna og þeirri é lögð á að nnskóla ann- g lífsskoð- eigi að ein- g virðingu á g. „Mér t að menn ví að samstarf sskoð- forsendum glum sem verjum stað ög og náms- og leggur la um trúar- fari fram a eigi þar trúar. „Ég grunnskóla sinna vel því mikilvæga hlut- verki sínu að fagna fjölbreyti- leika á jákvæðan hátt og rækta með börnum um- burðarlyndi og skilning.“ Oddný segist einnig afar sátt við þá breytingu sem gerð sé á 2. gr. grunnskólalaga samkvæmt ný- kynntu frumvarpi mennta- málaráðherra, þar sem það fangi betur samfélag nútímans. Þar sagði áður að starfshættir skólans skyldu mótast af „umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi“ en í lagafrumvarpinu er lagt til að starfshættir skuli mótast af „umburðarlyndi, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir mann- gildi“. ið á forsendum skólans Oddný Sturludóttir „VIÐ erum mjög ánægð með nið- urstöðu þessarar skýrslu því hún uppfyllir þau viðhorf sem Sið- mennt hefur haft til opinberra skóla. Tillögur nefndarinnar falla þannig saman við það sem við höf- um verið að segja gegnum árin,“ segir Bjarni Jónsson, varafor- maður Siðmenntar – félags sið- rænna húmanista á Íslandi. Í könnun á stöðu samstarfs kirkju og skóla, sem skýrslan byggist á, kemur fram að algengt sé fyrir jólin í leikskólum að sungnir séu kristilegir söngvar og rætt um fæðingu Jesú, einnig fari fram umræða um kristin gildi í kringum jólin. Í flestum grunn- skólum eru sungnir kristilegir söngvar fyrir jól, sagðar kristi- legar jólasögur og rætt um fæð- ingu Jesú, en umræða um kristin gildi fer í flestum tilfellum fram í kringum jól og páska. Að sögn Bjarna hefur Siðmennt lengi bent á það að hluti af hefð- bundnum venjum í skólastarfi í kringum jól samrýmist ekki ver- aldlegum skólum, eins og íslenskir skólar séu í dag. „Við teljum það ekki samrýmast nútíma skólakerfi að kenna börnum bænir í skólum, standa fyrir sálmasöng, bjóða upp á helgileiki eða gefa börnum í skólum trúarrit eins og Nýja testa- mentið.“ En í ljósi þess að erfitt getur reynst að gera skýran grein- armun á fræðslu og boðun trúar ætti þá, að mati Siðmenntar, að leggja af í skólum landsins jóla- hald á borð við litlu jólin? „Við leggjumst ekki gegn litlu jólunum þvert á móti. Jólahald í skólum er hið besta mál og hluti af sögunni og hefðinni. Í mínum huga felast skilin í því hvort verið sé að fræða eða matreiða ofan í börnin gild- ishlaðnar kenningar trúar, þ.e. stunda trúboð.“ Eitt að fræða, gildishlaðnar trúarkenn- ingar annað „ÞESSI skýrslan er liður í því að skýra samskiptin sem eru milli kirkju og skóla, sem eru mjög margvísleg og ríkt hafa lengi og byggja á þeirri hefð að skóla- starf er sprottið upp úr fræðslu- farvegi kirkj- unnar á sínum tíma,“ segir Halldór Reyn- isson, verk- efnastjóri fræðslusviðs Biskupsstofu og einn höfunda skýrslu starfshóps um samstarf kirkju og skóla sem unnin var á vegum leikskóla- og menntasviðs Reykjavíkurborgar. Að sögn Halldórs er mikilvægt að hafa í huga að forsendur skól- ans og kirkjunnar eru ekki þær sömu og því sé eðlilegt að kirkjan eigi samstarf við skólann á for- sendum skólans. „Við höfum reynt mjög að vera fagleg í okkar nálg- un varðandi samstarf kirkju og skóla, vitandi það að skólinn hefur aðrar forsendur í sínu starfi held- ur en kirkjan, því skólinn fræðir um lífsviðhorf og trú, en það er ekki hlutverk skólans að boða trú.“ Að mati Halldórs hefur trúar- bragðafræði sem fag aldrei verið jafnmikilvæg og nú á tímum. Segir hann mikilvægt að fræðast um trúarbrögð, bæði til skilnings á eigin menningu sem og menningu þeirra sem koma nýir til landsins. „Í því samhengi hlýtur að vera rökrétt að kennt sé mest um þau trúarbrögð sem mest hafa mótað íslenskt samfélag í þúsund ár, þ.e. kristnina. Vegna þess að íslensk og evrópsk menning verður ekki skilin ef menn hafa engan skilning á því hvað kristnin gengur út á.“ Trúarbragða- fræðsla aldrei verið mikilvægari Halldór Reynisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.