Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 29 ÞAÐ er gleðiefni að sjá í nýlegri blaðafrétt að nýr heilbrigð- isráðherra talar um sjálfstæði not- enda innan heilbrigð- iskerfisins. Sjúklingar séu m.ö.o. sjálfstæðir þegnar sem velja sér lækn- ishjálp, séu ekki bón- bjargarmenn í forsjá embættismanna. Eft- ir tveggja áratuga hrollvekju miðstýr- ingarflokka með af- leitum ákvörðunum hefur vissulega birt til í ráðuneyti heil- brigðismála. Þá er einnig von um betri læknisþjónustu eftir að hafin er hreinsun óværu sem þar hafði búið um sig. Tiltektin mun þó taka nokkurn tíma því „ráðsmennskan“ olli ekki bara sjúklingum fyrirhöfn heldur trufl- aði lækningaferlið. Það tekur hjartasjúklinga, sumt eldra og far- lama fólk, tvo daga að hitta hjarta- lækninn sinn (leyfi heimilislæknis, endurgreiðsla Tryggingastofn- unar). Viðtal við heimilislækninn fæst eftir 1-3 vikur og heim- ilislæknar ráða ekki hvernig þeir vinna né hvar þeir biðja um rann- sóknir. Það er „kvóti“ á vinnu sér- fræðinga. En sjúklingurinn er grunlaus. Hvað kemur það sjúk- lingi við þótt sykursýki hans greinist ekki fyrr en sjónin er far- in að gefa sig? Miklar framfarir, lítil viðbrögð Snemmgreining illkynja sjúk- dóma skiptir sköpum. Nýjar rann- sóknir flýta greiningu. Afgerandi framfarir hafa átt sér stað í lækn- ingum sjúkdóma síðustu árin. Nefnum örfá dæmi. Magasár læknast með lyfjakúr, krans- æðaþrengsli með stoðneti og lyfj- um, og liðaskemmdir í ganglimum með liðaskiptum. Fólk sem fékk þessa sjúkdóma var illa haldið, oft algerir öryrkjar, sem komust ekki leiðar sinnar. Eftir lækningu gengur þetta fólk til flestra verka. Lækningar eru misdýrar, en hvað hefur áunnist? Skýrslur um ávinn- ing hafa ekki birst hérlendis, enda embættin upptekin við „stjórnun“. Eiðrof lækna? Á sjúkrahúsunum hefur lækn- um, ráðnum með faglegum hætti, verið rutt frá stýrinu og svokölluðum for- stjórum og sviðs- stjórum, jafnvel „mannauðsstjórum“, ófaglega ráðnum, ver- ið falin æðsta yf- irstjórn. Merk laga- smíð fyrra ráðuneytis (lög 40/2007; sbr. t.d. „almenn sjúkra- húsþjónusta tilheyrir almennri heilbrigð- isþjónustu“) kom í kjölfarið. En er lækn- um, eiðsvörnum sjúk- lingum sínum, heimilt að láta öðrum eftir mótun læknisþjónustu sem þeir hafa sérhæft sig í? Aðeins eitt stórt sjúkrahús er á Reykjavíkursvæðinu og því lítið aðhald og sér þess þegar merki. Stjórnkerfið þar kallar á spillingu. Fleðuháttur og kunningsskapur eru þegar mikilvægari þar á bæ heldur en þau verðmæti sem búa í þekkingu og dugnaði. Brenglað verðmætaskyn Vegna tregðu kerfisins og til- hneigingar valdsins til að þenjast út (fleiri undirtyllur), hafa læknar löngum gripið til einkareksturs í starfsemi sinni með góðum ár- angri. Þessu hafa kerfiskarlar illa unað sem vonlegt er og barist gegn sjálfstæðri starfsemi innan kerfis og utan. Nýlega undirbauð Landspítalinn (Lsp.) t.d. rann- sóknarvinnu fyrir Heilsugæslu Reykjavíkur (Hgr.) um 40% undir frjálsu samningsverði og taldi að læknisþjónusta heyrði ekki undir samkeppnislög. Ekki lagaðist fjár- hagur Lsp. við þetta svo hann hækkaði verðið upp aftur. En Hgr. mun hafa mislíkað það og hætti að borga þjónustuna og nú takast skattfrjáls opinber fyrirtækin á um nokkur hundruð milljóna króna „skuld“. Kennsla og vísindi Kennarar læknadeildar Háskóla Íslands starfa flestir á Lsp. og þar fer fram þjálfun flestra heilbrigð- isstétta. Kennararnir eru á laun- um frá læknadeild og Lsp. Nú hefði mátt búast við öflugri starf- semi læknadeildar á Lsp. Svo er þó ekki, heldur hefur forstjóri og skrifstofulið spítalans komið sér upp einingu sem kallast Skrifstofa kennslu, vísinda og þróunar (SKVÞ). Utan ágætis bókasafns er hlutverk SKVÞ óljóst. Aðstoð við vísindarannsóknir og kennslu er ekki hlutverk SKVÞ, því eitt af fyrstu verkum þess var að leggja niður stöðu tölfræðings sem hafði dyggilega stutt og kennt fólki sem stundaði rannsóknir á spítalanum. SKVÞ býður hins vegar upp á léttar veitingar fyrir fundi. Hugað að framtíð Ein helstu vandræði Lsp eru auðvitað skortur legurúma eftir að þremur spítölum í Reykjavík var, í valdabrölti kerfisins, fyr- irvaralítið þrýst saman í einn og leguplássi fórnað. Stjórn hins samanþvingaða spítala virðist telja það sitt hlutverk að annast byggingu framtíðarspítala fyrir ís- lensku þjóðina. Hefur hún mælt með fyrirferðarmikilli „há- tæknibyggingu“ í Vatnsmýrinni með tveggja herbergja einbýlis- stofum fyrir sjúklinga. Meiri hluti eldri spítalabygginga skal brotinn niður. Þeir sem hugsa meir um inni- hald en umbúðir halda því hins vegar fram að réttir hlutir (t.d. blóðflaska, lyf) á réttum stöðum (í sjúkrabíl) fyrir rétta aðila (lækna, hjúkrunarfræðinga) bjargi fleiri mannslífum en kastalar. Stórar byggingar eyða ekki biðlistum. Það gera sérþjálfaðir læknar í húsnæði þar sem þeir fá að sinna vinnu sinni í friði með þeim hætti sem þeir þekkja bestan. Þeir velja raunhæfari og ódýrari lausnir sem virka fljótt (PT Önundarson, Mbl., 06), lausnir sem taka mið af framtíðarþróun fræðanna, tækni og vísindum, lausnir sem sérfræð- ingarnir á vinnugólfinu vita að eru bestar fyrir sjúklingana sem þeir greina og annast. Sjúklingavæn heilbrigðisþjónusta Matthías Kjeld skrifar um yfirstjórn sjúkrahúsanna og heilbrigðismál Matthías Kjeld »Hlýrri vindar í heilbrigðis- þjónustunni? Höfundur er læknir. hefur undanfarin ár verið hagvöxtur og ríkisstjórn Malaví hefur unnið að umbótum á hagstjórn sinni og unnið inn rétt á niðurfellingu skulda. Það á eftir að koma í ljós hvernig tekst að láta þessar framfarir skila sér til fá- tækustu þegna landsins. Sigríður og Sigurður segja að það sé eins og að fara 100 ár aftur í tím- ann að fara til Malaví. Nú veit ég ekki hvað þau meina með því. En vara ber við hugmyndum um að þjóðir sem eru frábrugðnar okkur séu „á eftir“. Ég ætla samt ekki að draga dul á það að vandamálin í malavísku samfélagi eru mörg og flókin. Hins vegar vil ég mótmæla því að sjálfsbjargarviðleitnin sé lítil og að fólk virðist bara sitja og bíða eftir að lífið renni hjá. Er umrædd spilling, eins og að lyf hverfi á öllum þrepum sendingar, ekki vottur um sjálfsbjargarviðleitni? Fólk reynir að verða sér úti um peninga eftir öll- um mögulegum og ómögulegum leiðum. Þess má líka geta að Mala- var hafa lengi leitað til nágranna- ríkjanna eftir launavinnu og hafa þar svo gott orð á sér fyrir afköst að aðrir hafa tekið upp á því að þykjast vera Malavar. Þetta segi ég til að Ís- lendingar haldi ekki að hér liggi heil þjóð eins og Lati Geiri á lækj- arbakka sem lá þar til hann dó. Almennt séð er hæpið að alhæfa um menningu heilla þjóða. Mörgum Íslendingum hefur sviðið þegar fyrr- um gestir okkar segja sögur af þjóð fagurra en vergjarnra kvenna. Ýkt- ar sögur af villimannslegum háttum í Afríku hafa verið sagðar frá því að Evrópubúar hófu ferðir sínar þang- að. Enn eimir eftir af þeirri tísku og óþarfi er að bæta á það staðhæf- ingum Sigríðar og Sigurðar um hrottalegar hefðir Malava. Hefðir sem samkvæmt mínum heimildum hafa ekki verið iðkaðar í Malaví í áratugi. Umræða um Afríku og þróun- arhjálp er af hinu góða. Það er margt sem miður fer og um að gera að benda á það. En Malaví er enginn greiði gerður með því að fá á sig ímynd villimannslegs samfélags þar sem peningum er ausið í hverja vit- leysuna á fætur annarri. Í Malaví er margt hæft fólk sem vill og getur komið á jákvæðum breytingum hafi það fjárstuðning. Þess vegna er mik- ilvægt að íslenskir skattgreiðendur viti að peningum þeirra er ekki sóað í ölmusu meðan Malavar sitja að- gerðarlausir hjá. Íslenska rík- isstjórnin hefur ákveðið að auka framlög sín til þróunarhjálpar á næstu árum sem eru góðar fréttir og tímabærar. Mikilvægt er að ræða um þessi mál en það verður einnig að benda á hið jákvæða sem áunnist hefur svo að Íslendingar geti staðið upplýstir og heilshugar bak við fyr- irhugaðar breytingar. Höfundur starfar fyrir Þróunarhjálp Sameinuðu þjóðanna.                            Beosound 3 Með BeoSound 3 getur þú spilað tónlist frá innbyggðu útvarpinu eða hlaðið hana inn stafrænt, hvar sem er í Bang & Olufsen hljómgæðum. Hlaðanleg rafhlaðan sem endist í allt að tíu tíma spilun gerir svo allar snúrur óþarfar. BeoSound 3 kostar 59.500 kr. Beovision 8 Við hönnun BeoVision 8 var tekið sérstakt tillit til hljómgæða enda var tækið hannað utan um öflugt hljómkerfið. Háskerpuskjár með speglunarvörn tryggir síðan bestu mögulegu gæði myndarinnar. BeoVision 8 fæst í 26” og 32”. Verð frá 279.000 kr. BeoCom 6000 BeoCom 6000 er þráðlaust símtæki sem einfaldar samskiptin á heimilinu. Síminn er einfaldur í notkun og hægt er að tengja allt að átta símtæki einni stjórnstöð. Stjórnstöðin sem hleður símann er glæsilega hönnuð úr burstuðu áli og fáanleg í tveimur útfærslum, til að hafa á borði eða festa á vegg. BeoCom 6000 kostar 37.500 kr.          Síðumúla 21, Reykjavík. Sími 581 1100. reykjavik@beostores.com www.bang-olufsen.com Gefðu nútímaklassík frá Bang & Olufsen í jólagjöf Síðasta þorskastríðið Átti breski flotinn einhver svör við togvíraklippum Landhelgisgæslunnar? Mögnuð og spennandi bók um hatrömm átök, bæði á hafi úti og í landi. holar@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.