Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Maggý fæddist íStykkishólmi 25. ágúst 1923 og bjó hún alla sína tíð þar. Hún andaðist á St. Franciskusspít- alanum í Stykk- ishólmi 19. nóv. 2007. Foreldrar hennar voru Lárentsínus Mikael Jóhannesson og Sigríður Bjarna- dóttir, bæði látin. Maggý var elst af 9 systkinum, eru nú 7 á lífi. Hún gekk í Barna- og ungl- ingaskóla Stykkishólms og vet- urinn 1940-41 stundaði hún nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Eftir þann vetur fór hún að vinna á saumastofu Kaupfélagsins og lærði þar herrafatasaum. Hún giftist Ágústi Bjartmars húsasmíðameistara árið 1952. Börn þeirra eru: Petrína Rakel f. 1952, sonur hennar er Ágúst Jensson, kvæntur Dagbjörtu Víg- lundsdóttur, dóttir þeirra er Rak- el Dórothea f. 2006. Kristján f. 1954 kv. Jóhönnu Rún Leifs- dóttur. Börn þeirra, María Kristín f. 1984 og Guðmundur f. 1987. Lárentsínus Helgi f. 1958, kv. Erlu Leifsdóttur, þau slitu samvistum. Barn þeirra er Maggý, f. 1993. Sambýliskona Lár- entsínusar Helga er Heiðrún Leifsdóttir. Maggý vann sem talsímavörður hjá Pósti og síma með hléum frá 1942-1979 en þá fór hún í fasta stöðu þar uns hún lét af störfum 1988. Áhugamál hennar voru söngur fyrst og fremst og söng hún með Kirkjukór Stykkishólmskirkju frá 14 ára aldri, í rúm 50 ár. Einnig var hún mikil hann- yrðakona. Hún starfaði lengi í kvenfélagi Hringsins, meðal ann- ars sem formaður, hún var heið- ursfélagi þess til margra ára. Útför hennar fer fram frá Stykkishólmskirkju fimmtud. 29. nóvember kl. 14. Mig langar að minnast Maggýjar Lárentsínusdóttur frá Stykkishólmi en hún var einstaklega ljúf og góð kona og ég tel mig hafa verið af- skaplega heppna að fá að kynnast henni og vera tengdadóttir hennar í yfir tuttugu ár. Maggý var afar yfirveguð og vönduð alla tíð og bjó yfir einstöku jafnaðargeði og heimili hennar og Ágústs bar snyrtimennsku hennar og vandvirkni fagurt vitni. Það var alveg sama hvert litið var, allt var hreint og strokið og hver hlutur á sínum stað. Hún, eldaði, bakaði, saumaði og prjónaði og féll yfirleitt ekki verk úr hendi, en ef hún átti lausa stund spilaði hún gjarnan á spil og hún og Ágúst settust gjarnan og spiluðu orrustu þegar búið var að ganga frá eftir matinn, eða þegar ekkert skemmtilegt var í sjónvarp- inu. Maggý var líka ótrúlega heppin í spilum og þegar hún tók þátt í fé- lagsvist kom hún oftar en ekki heim með fyrstu verðlaun. Meðan Maggý hafði heilsu til hafði hún unun af því að hafa falleg blóm í kringum sig. Ágúst byggði yfir svalirnar á Skóla- stígnum og Maggý fyllti þær af rós- um, tóbakshornum, begóníum og alls konar blómum. Pottarnir skiptu tugum og Maggý vökvaði og nostr- aði við plönturnar af jafnmikilli um- hyggju og vandvirkni og hún hugs- aði um fjölskylduna sína. Blómin launuðu henni umhyggjuna með því að blómstra fallega svo vikum skipti henni til mikillar ánægju. Hún var líka ein af þessum mynd- arlegu húsmæðrum sem báru fram kaffi og mat við dúkað borð með tauservéttum, fimm sinnum á dag, hvort sem það var miðvikudagur eða sunnudagur. Svo átti hún yf- irleitt alltaf eitthvað í frystinum til að hafa með kaffinu og ef ekki bak- aði hún gjarnan pönnukökur eða vöfflur. Það fór að minnsta kosti aldrei neinn svangur frá hennar borði. Hún var afskaplega lítillát og afsakaði gjarnan þann viðurgjörn- ing sem hún bar fram eins og kvenna af hennar aldri var gjarnt, þó flestar yngri konur myndu prísa sig sælar yfir því sem hún reiddi fram. Barnabörnin elskuðu líka grjóna- grautinn hennar ömmu Maggýjar, pönnsurnar hennar, brúnkökuna og jólaísinn. Þau elskuðu líka ömmuna sem gaf sér tíma til að spjalla við þau og spila við þau þegar þeim leiddist og kenndi þeim að svara kurteislega í símann. Og þó að þessi amma væri lasin í fótunum sínum gat hún setið á stól og leikið við börnin í boltaleik. Hún las líka mik- ið fyrir þau og söng fyrir þau þegar þau voru þreytt. Maggý litla mín var mikil ömmu stelpa og ég hef þá trú að unga stúlkan sem nú þarf að kveðja þessa hlýju góðu ömmu sína hafi fengið í arf talsvert af persónu- einkennum hennar. Mér þætti að minnsta kosti sómi að því að eitt- hvað væri líkt með þeim nöfnunum. Ég sendi Ágústi, Petý, Kristjáni, Lassó og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Maggýjar. Guðrún Erla Leifsdóttir. Nú er hún elsku besta amma mín farin frá okkur. Það var mjög sér- stök tilfinning þegar mamma hringdi í mig og sagði mér að hún væri fallin frá. Þegar amma var lögð inn á spítala í maí í fyrra leiddi maður hugann að því annað slagið að hún gæti farið að kveðja okkur. Nú hefur það gerst og ég sakna hennar mjög mikið, því hún amma mín var alveg einstök kona. Það er huggun harmi gegn að hún kvaddi okkur brosandi og ég veit að hún er komin á góðan stað þar sem hún er án nokkurs vafa syngjandi glöð. Ég var svo heppinn að fá að alast að stórum hluta upp hjá ömmu og afa. Við mamma bjuggum niðri hjá þeim þar til ég var 10 ára og það að hafa ömmu og afa hjá sér var alveg ómetanlegt. Ég átti bara eina ömmu og það var alveg meira en nóg því hún var alveg einstök kona og stórkostleg amma í alla staði. Hún var alltaf til staðar fyrir mig og litlu bræður mína sem og alla aðra. Ég minnist þess hvað mér fannst gaman að fara til ömmu í vinnuna hennar á símanum þar sem hún vann stóran hluta ævinnar. Ég held svei mér þá að hún hafi þekkt öll símanúmer á Íslandi á þessum tíma, svo minnug var hún. Það sem mér fannst þó alltaf best var þegar amma kallaði á mig og sagði mér að hún væri búin að baka handa mér pönnukökur því þá var veisla og pönnukökurnar hennar ömmu voru að sjálfsögðu þær allra bestu sem völ var á, sem og flest það sem amma gerði í eldhúsinu. Alltaf þeg- ar ég kom með vini mína heim og við vorum að leika okkur á gang- inum í ýmsum íþróttum gátum við treyst á það að amma var klár með mjólk og kökur handa okkur, ýmist í hálfleik eða að leik loknum. Ég eyddi miklum tíma með ömmu og afa þegar ég var yngri og einnig eftir að ég varð eldri og ég gat ávallt leitað til ömmu ef það var eitthvað sem mér lá á hjarta, alltaf var amma til staðar og studdi mann heilshugar. Hún amma mín var alveg einstak- lega mikil barnakona og öllum börn- um sem til hennar komu leið alltaf alveg ofboðslega vel hjá henni. Við erum sex barnabörnin. Henni þótti alveg ofboðslega vænt um okkur og ljómaði alltaf öll þegar eitthvert okkar kom til hennar og ég man hvað hún var ofboðslega ánægð þeg- ar að hún fékk alnöfnu, það fannst henni toppurinn. Amma eignaðist sitt fyrsta barnabarnabarn í fyrra þegar litla dóttir mín fæddist. Mér fannst alltaf mjög gaman að fara með hana að heimsækja langömmu sína og þrátt fyrir að amma gæti ekki tjáð sig þá sá maður að hún gerði sér grein fyrir því að þarna var lítil stúlka sem tengdist henni mjög mikið. Ég vildi óska þess að dóttir mín hefði fengið tækifæri til þess að kynnast langömmu sinni betur því góðhjartaðri og yndislegri konu er vart hægt að hugsa sér. En elsku besta amma lifir í minni minn- ingu og þannig mun dóttir mín kynnast þessari stórkostlegu konu sem að langamma hennar var. Elsku amma, ég sakna þín alveg ofboðslega mikið og mun ávallt gera það. Ég mun halda í allar þær góðu minningar sem ég á um þig og hugsa til þín og ég veit það að þú munt vaka yfir okkur börnunum þínum sem þér þótti alltaf svo vænt um. Þinn Ágúst. Elsku amma. Það var leiðinlegur endir á 16 ára afmælisdeginum mínum 18. nóv. sl. að fá þær fréttir frá sjúkrahúsinu að þér hefði versnað, það var samt gott að við gátum kvatt þig, áður en þú kvaddir þennan heim. Við vitum að þú ert á góðum stað og þér líður vel. Okkur bræðurna langar, elsku amma, að þakka þér húsaskjólið sem við áttum alltaf hjá þér og afa á Skólastígnum, líka fyrir spila- mennskuna, grjónagrautinn og pönnukökurnar þínar. Þetta eru okkar minningar um þig, elsku amma, og aldrei munum við gleyma fallega brosinu þínu, þegar við kom- um til þín í heimsókn á spítalann, það fór ekki af þér á meðan við stoppuðum hjá þér og þú hélst líka í hendurnar á okkur allan tímann. Þetta var þinn tjáningarmáti þar sem þú gast ekki talað og okkur þótti þetta notalegt. Elsku amma, hvíl í friði, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af afa, hann á alltaf húsaskjól hjá okkur í Lágholt- inu. Kærar kveðjur, þínir Guðni og Sæþór. Við systkinin bjuggumst nú ekki við að þurfa að kveðja hana Maggý ömmu svona snöggt, þótt okkur hafi kannski grunað að hún ætti ekki mjög langt eftir. Þetta bar svo brátt að og lítill tími gafst til að átta sig á hlutunum. Við eyddum hverju sumri hjá ömmu og afa í Hólminum þegar við vorum yngri og aldrei klikkaði gest- risnin á Skólastígnum. Þar væsti ekki um okkur. Amma var alveg yndisleg og góð manneskja. Hún hafði endalausa orku í að dekra við okkur barna- börnin, baka ógrynnin öll af allskyns kökum og pönnukökum sem öllum börnunum þótti svo góðar og pönt- uðu hjá henni í tonnatali. Og þvílíka þolinmæði hafði hún í að spila og dunda sér með okkur öllum. Við vor- um ekki nógu dugleg að heimsækja Hólminn þegar heilsu hennar byrj- aði að hraka, en það var alltaf gott að sjá hana. Þótt hún hafi ekki getað tjáð sig með orðum síðustu árin fór ekki á milli mála að hún þekkti fólk- ið sitt alltaf og fannst gott að hafa okkur hjá sér. Hún brosti sínu breiðasta brosi og hló, hélt þétt í hendurnar á okkur og sönglaði eins og hún gerði alltaf. Við erum óendanlega þakklát fyr- ir að hafa átt hennar síðustu stundir Maggý Lárentsínusdóttir Elsku besti Siggi Villi. Við eigum erfitt með að kveðja þig, við gátum alltaf leitað til þín og þú gafst okkur góð ráð – alltaf jafn jarðbundinn rétt- sýnn og greindur. Já, hvílík þolinmæði sem þú sýnd- ir okkur, elsku Siggi Villi. Þér var svo margt til lista lagt að það tæki heila bók að skrifa um alla þín kosti.Við þökkum fyrir hvað þið mamma áttuð góða ævi saman – já, Sigurður V. Hallsson ✝ Sigurður Vil-helm Hallsson fæddist á Akureyri 18. desember 1930. Hann lést á líkn- ardeild Landspítala á Landakoti 18. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kapellu 30. október, í kyrrþey. guð fann tvær falleg- ar sálir og ákvað að leiða þær saman. Siggi Villi, þín hinsta ósk var að við mynd- um hugsa vel um mömmu, við lofum því. Við vitum að þú ert hjá okkur eins og þú verður ávallt í hjörtum okkar. Við kveðjum þig með söknuði þar til við hittumst á ný. Flýt þér, vinur, í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson) Þín að eilífu Elísabet, Páll Viðar og Sigurður Hrafn.                          ✝ Elskulegur bróðir okkar, GUÐMUNDUR JÓNSSON frá Ásmúla, verður jarðsunginn frá Kálfholtskirkju laugardaginn 1. desember kl. 13.00. Lilja Jónsdóttir, Dagbjört Jónsdóttir. ✝ Ástkær móðir mín, dóttir okkar og systir, ANDREA EY, verður jarðsungin í dag, fimmtudaginn 29. nóvember. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Samhjálp, bankanr. 1163-26-777, kt. 551173-0839. Eyjólfur Ingi Andreuson, Ingveldur Gísladóttir, Eyjólfur Pétursson og systkini hinnar látnu. ✝ Innilegar þakkir til ykkar allra sem heiðruðuð minn- ingu elsku pabba, tengdapabba, afa og langafa, HJALTA ÞORSTEINSSONAR málarameistara. Hlýhugur ykkar og samúð hefur hjálpað okkur mikið. Guð blessi ykkur öll. Sigrún Hjaltadóttir, Sævar Sigmarsson, Jón Hjaltason, Lovísa Björk Kristjánsdóttir, Anna Hrönn Hjaltadóttir, Einir Örn Einisson, Þorsteinn Hjaltason, Hrafnhildur Björnsdóttir, Anna Björg Björnsdóttir og afabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, stuðning og kveðjur við andlát og útför föður okkar, ARINBJARNAR S. E. KÚLD. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Hrafnistu. Guð blessi ykkur öll. Hilmar Jón, Helga Ósk, Eyjólfur Heiðar og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.