Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 31 MINNINGAR Andrea fæddist með mikið mús- grátt hár og hanakamb sem stóð beint upp í loftið, var í miðið af börn- unum fimm. Hæfileikarík stelpa, hafði allt til brunns að bera, glettin, stríðin og svolítill prakkari í sér. „Strákastelpa“ og var stundum köll- uð Andrés af systkinunum. Þrátt fyr- ir glettni og oft á tíðum svolítinn prakkarahátt var hún afar blíðlynt og rólegt barn. Í bernskuminningunum sem nú leita á er Andrea alltaf glöð. Hún átti marga góða vini í Eyjum. Og það var leikið í fjörunni og í fjöll- unum, rétt komið heim í mat og þegar ekki var hægt að vera úti þá iðaði heimilið af lífi og fjöri. Andrea var listræn, sískrifandi og kom hæfileiki hennar með ritað orð snemma fram og fékkst hún við skriftir, aðallega ljóðagerð, frá unga aldri. Það er bjart yfir minningum úr bernsku Andreu. Það fór að draga fyrir birtu bernskuáranna á unglingsárunum. Fyrst vín, fljótlega önnur vímuefni og að lokum voru það aðallega lyfseð- ilsskyld örvandi efni. Og þó að alltaf glitti í persónu Andreu þá var hún önnur undir áhrifum vímuefna. Stærsta stundin í lífi hennar var þegar hún eignaðist hann Eyjólf Inga. Þegar Andrea var ljóssins meg- in þá gaf hún af sér ást og birtu. Áttu þau mæðgin margar góðar stundir saman, dönsuðu og léku sér. Þá kom blíðan og gleðin í ljós. Andrea átti auðvelt með á slíkum stundum að hleypa barninu í sér út. Hún vildi vera sú móðir sem Eyjólfur Ingi þurfti og reyndi svo sannarlega. Síðastliðna þrjá mánuði var sam- bandið ágætt við Andreu. Og það er svo merkilegt að fyrir rúmum tveim- ur vikum hringdi ég í hana og þegar hún svaraði þá sagðist hún vera að horfa á mig. Vitandi hversu stríðin Andrea gat verið þá trúði ég henni ekki, en hún var þá í strætisvagni við hliðina á mér og horfði á mig. Við horfðum hvor á aðra. Andrea endaði símtalið á að segja: „Ég elska þig mamma mín,“ kom út á næstu stoppi- stöð og við áttum gott samtal. Hún sagðist vera á leiðinni í meðferð. Andrea átti sterka trú, trú á Jesú Krist. „Liljan“ er sálmur sem Andrea Andrea Ey ✝ Andrea Eyfæddist í Vest- mannaeyjum 1. október 1972. Hún lést 15. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Ingveldur Gísla- dóttir og Eyjólfur Pétursson. Systkini Andreu eru Guðrún Dröfn, Gísli Ingi, Ragna Björk, Bárð- ur, Pétur og Ingi Páll. Sonur Andreu er Eyjólfur Ingi, f. í Reykjavík 20. júní 1995. Andrea Ey verður jarðsungin frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. hélt mikið upp á og er lýsandi fyrir trúna og vonina sem Andrea hafði og okkar sem bið- um alltaf eftir því að hún kæmi til baka. Liljan táknar ekki ein- ungis trúna á Guð heldur er hún einnig í okkar huga táknmynd fyrir Andreu, Andreu eins og við minnumst hennar: „Svo blíð og svo björt og svo auð- mjúk, en blettinn sinn prýddi hún vel.“ Þann- ig mun Andrea lifa áfram í huga okk- ar. Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel, svo blíð og svo björt og svo auðmjúk, en blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit það er úti um engin mörg önnur sem glitrar og skín. Ég þræti ekki um litinn né ljómann, en liljan í holtinu er mín. Þessi lilja er mín lifandi trú. Hún er ljós mitt og von mitt og yndi. Þessi lilja er mín lifandi trú. Og þó að í vindinum visni, á völlum og engjum hvert blóm, og haustvindar blási um heiðar, með hörðum og deyðandi róm, og veturinn komi með kulda og klaka og hríðar og snjó, hún lifir í hug mér sú lilja, og líf hennar veitir mér fró. (Þ.G.) Mamma og pabbi. Í dag kveð ég æskuvinkonu. Við höfum þó ekki verið í sambandi eftir unglingsárin og þar er sennilega um að kenna mismun á áhugamálum og framtíðarsýn á það líf sem við áttum í vændum. Þegar við vorum að alast upp á Bröttugötunni vorum við nán- ast óaðskiljanlegar. Við áttum okkar eigið táknmál sem við notuðum okk- ar á milli og þá stóð ég í stofuglugg- anum heima og hún í herberginu sínu og við sendum hvor annarri merki um hvort ég ætti að koma til hennar eða hún til mín. Oftast var það nú þannig að ég fór til hennar, og var ég hálfgerður heimagangur á heimilinu. Við fengum oft að sofa saman heima hjá Andreu og vildum báðar hafa heimilishundinn, hana Kolfinnu, uppi í hjá okkur svo það varð nú oftast þannig að ég og Kolfinna enduðum uppi í hjá Andreu eða ég fór heim í fýlu. Jú, við áttum það svo sem til að fara í fýlu út í hvor aðra út af smá- vægilegum hlutum og gat sú fýla enst í tvo til þrjá daga, en svo þegar rann af okkur fýlan vorum við aldrei betri vinkonur og tókum yfirleitt upp á einhverju skemmtilegu að gera. Um fermingaraldur fór samband okkar aðeins að trosna. Andrea var árinu eldri en ég, og við enduðum hvor í sínum félagsskapnum. Þó var mikið traust okkar á milli og trúðum við hvor annarri fyrir okkar leynd- armálum í hvert sinn sem við hitt- umst. Eftir að fjölskylda Andreu flutti frá Eyjum þegar hún var 17 eða 18 ára misstum við allt samband. Ég fékk þó alltaf fréttir af æskuvinkonu minni af og til í gegnum sameiginleg- an fjölskylduvin okkar beggja, og voru þær fréttir misgóðar. Andrea varð 35 ára hinn 1. október sl. Ég hugsaði mikið til hennar eins og alltaf á afmælisdegi hennar, og nú bara einum og hálfum mánuði síðar er hún farin. Hvíl í friði vinkona. Fjölskyldu Andreu vil ég votta mína dýpstu samúð. Bryndís Gísladóttir. Lífið er enginn dans á rósum. Lífið er táradalur. Lífið er dásamlegt. Það er umhugsunarefni að við virðumst eiga meira af neikvæðum orðatil- tækjum um lífið og tilveruna en já- kvæðum. Eða kannski er þetta ég. Mér kemur í huga falleg stúlka sem var svo fljót að brosa – og hlæja – og þægilegt að finna nærveru hennar. Þessa hæglátu djúpu íhygli. Það er sitthvað gæfa eða gjörvuleiki. Lífið útdeilir okkur spilum – sumir vilja ekki spila. Aðrir vilja halda því fram að það sé vitlaust gefið. Sofið er ástaraugað þitt, sem aldrei brást að mætti mínu. Mest hef ég dáðst að brosi þínu. Andi þinn sást þar allt með sitt. Slokknaði fagurt lista ljós. Snjókólgudaga hríðir harðar til heljar draga blómann jarðar. Fyrst deyr í haga rauðust rós. (Jónas Hallgrímsson.) Miklar samúðarkveður til sonarins Eyjólfs, til foreldra Ingu og Eyfa, til bræðra Gísla Inga og Inga Páls og til annarra aðstandenda. Megi góðir andar geyma ykkur. Ægir Rafn Ingólfsson og fjölskylda. ,,Ég þarf að segja þér hræðilegar fréttir, hún Andrea dó í nótt.“ Mér fannst slokkna á sólinni. Elsku Inga mín, þitt áskæra barn Andrea Ey rænd lífinu og voninni af Bakkusi að- eins 35 ára. Ég var búin að þekkja Andreu og elska hana lengi áður en ég kynntist henni persónulega. Ég lærði að elska hana af frásögnum Ingu móður hennar sem barðist við að hrifsa hana frá Bakkusi. Inga hafði sagt mér hvernig hún vafði mömmu sinni, pabba og systkinum um fingur sér með blíðu sinni og sindrandi útgeislun. Hún fæddist trúuð og talaði alltaf um Guð sem sinn besta vin. Svo hitti ég Andreu, sem var svo fullviss vonar um nýtt líf. Hún sagði mér að Guð hefði snemma gefið henni trúna á hið fagra, góða og fullkomna. Strax og hún kom labb- andi á móti mér gekk hún inn í hjarta mitt. Ég þekkti líf hennar. Ég hafði sjálf verið í sömu sporum að eignast son ung. Að elska barnið mitt af allri sálu minni en vera of vanmáttug vegna fíknar, til að verða sú mamma sem ég vildi vera, að tapa aftur og aftur fyrir Bakkusi. Mér hafði verið gefið lífið aftur og ég trúði því að Andrea myndi ná sér á ný. Fyrst þegar ég kynntist henni tjáði hún sig aðallega í ljóðum, þar sem hún orti um ást sína á Eyjólfi syni sínum. Enga ósk átti hún heitari en að fá að verða honum sú móðir sem hana langaði. Hún var ritsnill- ingur og skrifaði ljóð, sögur og hug- renningar sem unun var að lesa. Ég vona að ef einhver á ljóð eða sögur eftir hana þá leyfi þau Eyjólfi að eignast af þeim afrit, því í ljóðum sín- um tjáði hún sig úr dýpi hjartans af krafti og þakklæti yfir að hafa verið útvalin af Guði til að verða móðir Eyjólfs. Nú grætur hjarta mitt vegna Eyjólfs og ég bið almáttugan Guð að blessa hann og gæta. Andrea var mjög stríðin og á síðasta ári varð ég vitni að því að Eyjólfur hefur erft stríðnisgenið frá henni móður sinni. Bakkus er voldugur andstæðingur og felldi Andreu aftur og aftur og fylgdi því mikil sorg fyrir Ingu, Eyfa og Eyjólf sem og aðra ástvini. En alltaf fór sólin aftur að skína og Andrea fór aftur að feta bataleiðina og alltaf var það hennar fyrsta verk í hverri edrúmennsku að ná tengslum við mömmu, pabba og Eyjólf og svo alla aðra sem hún elskaði. Hún elsk- aði af öllu hjarta, hún þurfti lítið ann- að en segja ,,hæ“ og allir umvöfðu hana. Hún elskaði systkini sín og talaði af svo mikilli blíðu um þau öll og veit ég að þau eiga nú um sárt að binda. Enn á ný kom Bakkus og nú heimtaði hann líf hennar eftir að vera búin að ræna hana öllum hlutverkum henn- ar. En eitt skal ég segja þér, Bakkus, að þó að þú hafir rænt hana lífinu þá hefur þú ekki tekið af okkur ástina sem við berum til hennar. Við mun- um alltaf sjá Andreu með ástaraug- um eins og hún var á bak við fíknina, þá Andreu sem Guð skapaði hana til að vera, elskandi móðir, dóttir og systir. Til þín, sem ert þarna úti og elskar hana, gerðu bara eins og við, elskaðu hana áfram. Elsku Andrea mín, ég elska þig meira en mest. Hvíldu nú í faðmi Guðs. Anna Jóna Ármannsdóttir. Mig langar að minnast með nokk- urm orðum hennar Andreu vinkonu minnar. Við kynntumst fyrir um það bil 7 árum og náðum strax mjög vel saman. Á þessum árum hefur margt gerst, bæði gott og slæmt. Leiðir okkar lágu í sundur fyrir nokkru síð- an því ég var svo lánsöm að fá að fara af þeirri braut sem við báðar höfðum villst á svo alltof lengi. Siðasta skiptið sem ég hitti hana tók ég utan um hana og við stóðum lengi í þögninni en náðum samt að segja svo mikið. Stundum þarf ekki orð til. Sársaukinn í hjarta hennar var mér svo greinilegur og þrátt fyrir að tárin kæmu ekki veit ég að hún grét. Hún sá ekkert ljós, var alveg vegalaus í myrkri neyslunnar. Það er stutt síðan ég rataði úr þessu svart- nætti og kannski þess vegna var það mér svo skýrt hvað hana sveið. Svo kom að því að líkaminn þoldi ekki meira. Partur af henni var löngu farinn, þessi hlýja, brosmilda kona sem ég kynntist var varla meira en spegilmynd af sjálfri sér. Ég trúi því að Guð hafi tekið á móti henni og nú sé hann búinn að taka ut- an um hana og hugga. Ég trúi því að núna líði henni vel. Að núna fylgist hún með syni sínum sem hún elskaði af öllu hjarta og biðji þess að fram- tíðin verði honum björt. Ég sendi mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til allra sem henni stóðu nálægt. Ég bið Guð að veita móður hennar styrk í þeim veikindum sem hún er að berjast við. Ég veit að yngri bróðir hennar Andreu er að berjast fyrir lífi sínu, ég vona af öllu hjarta að hann komist á góðan stað í lífinu. Elsku besti Eyjólfur, þegar ég hugsa til þín verð ég orðlaus. Ég veit hversu heitt mamma þín elskaði þig, þú varst það dýrmætasta í hennar lífi. Ég vona að þú efist aldrei um það. Megi allar góðar vættir vaka yfir þér minn kæri. Ég veit að hér eftir mun verndarvængur móður þinnar hvíla yfir þér hvert sem þú ferð. Að lokum vil ég segja að hún Andr- ea var veik, veik af sjúkdómi sem endar því miður alltof oft svona. Það velur enginn sér þennan farveg í líf- inu. Þegar trúin á sjálfið er farin fer krafturinn sem þarf til að berjast gegn þessu. Henni óska ég hvíldar og blessunnar. Henni er ég þakklát fyrir svo margt, fyrir að hafa fengið að kynnast alvöru Andreu. Jafnvel þótt ég kveðji hana með söknuði. Hennar vinkona, ávallt, Karen, Bjarki og börn. Mig langar til að minnast frænku minnar, hennar Andreu. Alltaf þegar ég hugsa um hana þá fæ ég mynd af henni hlæjandi, þá skiptir ekki máli hvort ég hugsa um hana sem barn eða fullorðna, hló hún kannski svona mikið? Ég held það. Ég og Andrea ólumst bæði upp í Eyjum og fórum að mörgu leyti svip- aða braut lengi vel. Við ólumst bæði upp í góðum fjölskyldum með traust- an og góðan bakgrunn og enduðum bæði alkóhólistar. Ég kynntist And- reu líklegast best þegar ég fékk að búa hjá henni í 2 eða 3 mánuði. Þá var Eyjólfur pínu púki og Andrea að reyna að halda fjölskyldulífi í neyslu. Þetta var skemmtilegur tími og margt brallað en alltaf var passað upp á að allt væri 100% gagnvart Eyjólfi. Seinna þá hittumst við inni á Vogi, skrítið hvernig líf fléttast oft saman. Hvers vegna gat ég meðtekið lækningu en hún ekki, hver velur? Ég þakka guði fyrir að ég hafi ver- ið svo heppinn að meðtaka það sem ég hef fengið, en skil á sama tíma ekki, hvers vegna Andrea var ekki svona heppin. Hún var stórgáfuð, þrældugleg, hjartahlý og Eyjólf elsk- aði hún meira en nokkuð annað þrátt fyrir að geta ekki sinnt honum vegna sinna veikinda. Andrea var veik kona sem fékk ekki bót meina sinna. Ég ætla að muna eftir þér hlæjandi. Þinn frændi, Sturla. Það var mikið áfall þegar ég frétti það á mánudaginn þann 5. nóv. að þú, elsku Eddi minn, værir dáinn, „farinn“ og við sæj- umst aldrei aftur, vinur minn. Ég var að koma til þín til að við gætum farið að versla eins og við vor- um vön að gera á mánudögum, ég kem inn en íbúðin er tóm, enginn Eddi heima og engin Fríða. Þú hringdir í mig á föstudaginn og spurðir mig hvort ég gæti lagað Eðvald Gunnlaugsson ✝ Eðvald Gunn-laugsson fæddist á Siglufirði 31. ágúst 1923. Hann lést í Reykjavík 5. nóv- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogs- kirkju 12. nóvember. kommóðuna þína, því spjaldið væri laust, en það lægi ekkert á, ég gæti gert það þegar við værum búin að versla. Svo þegar ég kom þá sé ég að þú varst búinn að taka úr skúffunni, svo allt væri tilbúið. Alltaf allt tilbúið eins og þín var von og vísa. Þegar ég kom svo og þið eruð ekki inni dreif ég mig í að líma spjaldið í kommóðuna svo það væri búið, dreif mig svo niður til að gá hvar þið væruð, for- stöðukonan hún Anna segir mér þá að þú sért dáinn, hafir dáið um morg- uninn og Fríða sé hjá þér uppi á spít- ala, þetta var stórt högg, ég gekk grátandi upp í íbúð aftur, kveikti á kerti, grét og hugsaði: Þetta getur ekki verið satt. Elsku vinur, við höfð- um þekkst í 10 ár, ég kynntist ykkur Fríðu árið 1997 þegar ég fór að vinna hjá ykkur í heimaþjónustu, þá var ég búin að vera frá vinnu vegna þess að ég var með móður mína heima, en hún lést 1997, ég átti mjög erfitt, en Fríða þín elskuleg hjálpaði mér mjög mikið, ég veit ekki hvað það var, en eitthvað gaf hún til mín sem huggaði og styrkti mig. Í ykkur eignaðist ég annan pabba og aðra mömmu. Tvö síðustu ár eða síðan þið fluttuð af Miklubrautinni og upp í þjónustuí- búð við Lönguhlíð, vegna þess hvað þú varst orðinn slæmur í fótum og kom- inn með göngugrind gátuð þið ekki verið lengur á Miklubrautinni, fórum við alltaf einu sinni í viku í Kringluna til að versla, ég keyrði bílinn þinn. (Þú varst hættur að keyra.) En núna er enginn Eddi til að tala við þegar ég kem til Fríðu, sem býður mér stólinn sinn til að sitja á, Morgunblaðið til að lesa og kaffi. Við gátum talað um allt, studdum meira að segja sama flokkinn og vor- um yfirleitt sammála um það sem var að gerast í þjóðfélaginu, og minnið sem þú hafðir var með ólíkindum ég undraðist hvað þú mundir allt, nöfn á öllum mönnum og konum sem við töl- uðum um, þú hafðir ótrúlegt minni. Elsku Eddi minn, mikið á ég eftir að sakna þín, mér þótti mjög vænt um þig og ég veit þér þótti eins vænt um mig. Kæri vinur, ég skal líta til með Fríðu þinni, sem þú vildir allt gera fyrir og á núna svakalega erfitt, enda voruð þið búinn að vera saman um í 60 ár, ekki bara sem hjón heldur líka sem bestu vinir. Elsku Fríða mín, ég bið Guð að hugga þig og styrkja, þetta var mikið áfall, þú misstir ekki bara elskulegan eiginmann, heldur líka þinn besta vin. Elsku Edda mín, Þór, Eðvald, Brynjar og Þórdís, ég sendi ykkur mína dýpstu samúð. Ég kveð þig núna, vinur minn, en við hittumst síðar. Vertu sæll, minn góði vinur. Virð- ing mín mun fylgja þér með þökk fyrir allt og allt. Þín Guðrún (Gunna). Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.