Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 44
Í HNOTSKURN
Helga í tíma
og rúmi
» Fæddist í Reykjavík 12.maí 1957.
» Kom í fyrsta sinn op-inberlega fram í Lauga-
lækjaskóla 14 ára.
» Stúdent af hagfræðideildVerslunarskóla Íslands og
með diplómagráðu í söng frá
Danmörku.
» Helga fór í Evróvision ár-ið 1986 með „Gleðibank-
ann“ en hefur ekki farið síðan
þó hún hafi oft tekið þátt í
undankeppnum hér heima.
» Var 14 ára í hljómsveit-inni Melchior ásamt Hilm-
ari Oddssyni og gáfu þau út
eina litla fjögurra laga plötu
með frumsömdum lögum.
Síðan hefur hún verið í: Sel-
síus, Moldroki, Þú og ég,
Snörunum, Hljómsveit Gunn-
ars Þórðarsonar og Hljóm-
sveit Magnúsar Kjart-
anssonar.
» Starfar í dag sem tónlist-armaður og flugfreyja hjá
Icelandair.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„ÉG ER búin að syngja inn á sóló-
plötur með öðrum en þetta er
fyrsta platan undir mínu nafni og
það fer vel á því að það skuli vera
jólaplata,“ segir Helga Möller um
jólaplötuna Hátíðarskap sem kem-
ur í verslanir eftir helgi.
Helga hefur sungið mörg jólalög-
in í gegnum árin og fyrir mörgum
er hún hin eina sanna jólarödd Ís-
lands. Því sætir nokkurri furðu að
hún skuli ekki fyrir löngu vera búin
að gefa út sólóplötu. „Þessi jóla-
diskur hefur verið á döfinni í mörg
ár, hann kom fyrst upp í huga okk-
ar Magnúsar Kjartanssonar fyrir
um tíu árum. En hann átti bara ekk-
ert að koma út fyrr, fyrir mér er
þetta hárréttur tími.“
Dóttirin syngur bakraddir
Hátíðarskap er jóladiskur á ró-
legu nótunum. „Okkur langaði til
að gera sérstakan jóladisk á líf-
rænum nótum eins og við köllum
það. Það er enginn jólaæsingur,
fólk á að geta sett diskinn í græj-
urnar þegar það vill slaka á.“
Með Helgu á diskinum leikur úr-
valslið íslenskra tónlistarmanna,
þeir Magnús Kjartansson, Björn
Thoroddsen, Jón Rafnsson, Einar
Valur Scheving, Samúel Jón Sam-
úelsson og Kjartan Hákonarson.
Fjórtán ára dóttir Helgu, Elísabet
Ormslev, syngur svo bakraddir hjá
mömmu sinni en hún stundar söng-
nám í FÍH. „Við fórum öll saman í
jólaskapi í upptökuver á þrett-
ándanum á þessu ári og tókum upp
grunnana en síðan kláruðum við
hana í haust. Við unnum þetta á
gamaldags hátt; það voru allir inni í
sama rýminu og svo var bara spilað
eins og á tónleikum. Það var ekkert
tekið upp hvað í sínu lagi. Þegar
maður vinnur disk svona eru allir
að skapa sitt og út koma þessar frá-
bæru útsetningar,“ segir Helga og
bætir við að vegna þessara vinnu-
bragða sé mjög skemmtilegur
hljómur á diskinum.
Á Hátíðarskapi má finna klassísk
jólalög eins og „Í hátíðarskapi“,
„Aðfangadagskvöld“ og „Hátíð í
bæ“ en Helga lét einnig gera ís-
lenska texta við erlend lög. „Það er
t.d. eitt lag eftir Amy Grant með ís-
lenskum jólatexta eftir Ómar Ragn-
arsson þar sem Ómar fer alveg á
kostum.“
Rétt að byrja
Helga segir sína fyrstu sólóplötu
vera nákvæmlega eins og hún vildi
hafa hana. „Upplifunin af þessu öllu
saman er stórkostleg, þetta er mín
plata og ég stend og fell með
henni.“
Spurð hvort von sé á fleiru frá
henni segist Helga bara vera rétt
að byrja. „Nú er ég farin að semja
lög sjálf og mun halda áfram að
semja á næstu sólóplötu. Ég get
þetta alveg.“
„Þetta er mín plata“
Helga Möller Hefur komið víða við á sínum tónlistarferli en gefur nú út sína
fyrstu sólóplötu, jólaplötuna Hátíðarskap, sem hún vann ásamt einvalaliði.
Söngkonan Helga Möller gefur út sína fyrstu sólóplötu með tólf jólalögum
… væri platan þeirra
ekki fullkomlega
sneydd frumleika … 47
»
reykjavíkreykjavík
„ÉG hef verið búsett hér í Svíþjóð í þó nokkurn tíma með
kallinum mínum, Garðari Gunnlaugs knattspyrnumanni,
og þegar tökin á Miss Hawaiian Tropic-keppninni hér og
í Noregi losnuðu hafði Hawaiian Tropic-samsteypan
samband við mig og bauð mér að taka keppnirnar að
mér,“ segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir, framkvæmda-
stjóri Ice Models, sem staðið hefur fyrir Miss Hawaiian
Tropic-keppninni hér heima undanfarin þrjú ár. Ásdís
Rán segir þetta mjög spennandi verkefni, enda sé vöru-
merkið vel þekkt og stefnt sé að því að keppnin fari fram
í á þriðja tug borga víðsvegar um Svíþjóð og Noreg áður
en úrslitakeppnin fer fram í Stokkhólmi og Osló í mars á
næsta ári. „Nánast öll bestu bikiní-módel heims, Berg-
lind Ólafs, Victoria Silverstedt og allar þessar Playboy-
stelpur, hafa tekið þátt í Hawaiian Tropic og þetta hefur
fleytt mörgum þeirra áfram,“ segir Ásdís Rán og bendir
meðal annars á það að sigurstúlka Hawaiian Tropic-
keppninnar hér heima, Snæfríður Sól, sé á leið til Ind-
lands til fyrirsætustarfa. En þýðir þetta að hátíðin hér á
Íslandi leggist af? „Nei, alls ekki. Hún fer fram eins og
vanalega í byrjun næsta árs og líklega verður að-
alkeppnin haldin um svipað leyti og í Svíþjóð og Noregi.
Ég er á leiðinni heim og þá fer í hönd skipulagning fyrir
keppnina og stuttu seinna byrjum við að auglýsa eftir
keppendum.“ Eins og áður sagði býr Ásdís Rán með
knattspyrnumanninum Garðari Gunnlaugssyni en hann
hefur leikið fyrir sænska fyrstudeildarliðið Norrköping á
þessu tímabili. Fyrir stuttu bættist svo þriðji meðlim-
urinn við fjölskylduna, dóttirin Viktoría Rán.
Ásdís Rán færir út kvíarnar
Morgunblaðið/Eggert
Trópí Rakel Líf Björnsdóttir sigurvegari Hawaiian
Tropic 2006, Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Garðar Gunn-
laugsson knattspyrnumaður í Svíþjóð.
Vífilfell hef-
ur á und-
anförnum
þremur árum
styrkt götu-
listamanninn
Jó Jó til upp-
töku og framleiðslu á jóladiski
sem listamaðurinn hefur svo gefið
gestum og gangandi í Austur-
stræti. Framtakið er að sögn Jó
Jó til komið svo minna megi á það
góða starf sem fjölskylduhjálpin
og mæðrastyrksnefnd inna af
hendi um þessar mundir ár hvert
og eins og hann kemst sjálfur að
orði þá er þetta „meira innrás en
útrás“. Nú er fjórða skífan, Götu-
ljósaflipp, tilbúin en auk hennar
hefur popplandsliðið á Íslandi
tekið upp á myndband götuút-
setningu af einu laganna á plöt-
unni og verður það sýnt á næstu
dögum á Skjá einum, Popptíví,
Sirkus og e.t.v. RÚV. Ef vel viðr-
ar í borginni mun Jó Jó standa í
Austurstræti á fullveldisdaginn
og gefa diskinn.
Gjafmildur götulista-
maður
Söngkonan Hafdís Huld flytur
síðasta lagið sitt af þremur í Laug-
ardagslögunum í Sjónvarpinu næst-
komandi laugardag. Hafdís hefur
ekki átt erindi sem erfiði hingað til
en þó eru flestir sammála um að
hér sé á ferð afbragðslagasmiður,
eins og til dæmis heyrist á Dirty Pa-
per Cup. En nú er sem sagt að duga
eða drepast fyrir Hafdísi og hefur
hún því fengið Birgittu Haukdal og
Magna Ásgeirsson til að syngja
poppdúett. Þeir sem hafa heyrt lag-
ið segja að Hafdís sýni á sér nýja
hlið með laginu og að það sé úr allt
annarri átt en lögin tvö sem áður
hafa heyrst í Laugardagslögunum.
Poppstjörnudúett
■ Í kvöld kl. 19.30 nokkur sæti laus
Adés og Stravinskíj. Dáðasta tónskáld Breta af yngri
kynslóðinni, Thomas Adés, sækir okkur heim. Flutt verða verkin
Asyla og Concentric Paths eftir Adés og Scherzo Fantastique og
Sálmasinfónían eftir Stravinskíj.
Stjórnandi: Thomas Adés.
Einleikari: Carolin Widman, fiðla
Kór: Hamrahlíðarkórarnir.
Kórstjóri: Þorgerður Ingólfsdóttir
Súpukvöld Vinafélagsins á Hótel Sögu fyrir tónleikana kl. 18.
Tónskáldið og verk kvöldsins kynnt. Verð 1.200 kr.
■ Fös. 7. desember kl. 19.30
Lífið kallar. Styrktartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar og FL
Group. Uppselt.
■ Lau. 15. desember kl. 14 örfá sæti laus og kl. 17 örfá sæti laus
Jólatónleikar. Hnotubrjóturinn eftir Tsjajkovskíj. Nemendur úr
Listdansskóla Íslands dansa og trúðurinn Barbara segir söguna.
Athugið: Þeir sem eiga frátekna miða á Vínartónleikana í janúar
þurfa að greiða þá í síðasta lagi í byrjun desember.Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is