Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand AF HVERJU HORFIR ÞÚ SVONA Á MIG? ERTU AFTUR FARINN AÐ HUGSA UM MAT? NEI... ÉG HEF BARA ALDREI ÁÐUR ÁTTAÐ MIG Á ÞVÍ HVAÐ HÖFUÐIÐ Á ÞÉR ER LÍKT KJÚKLINGALÆRI ÞÚ ERT FARINN AÐ HRÆÐA MIG ÞÁ ER ENN EITT TÍMABILIÐ BÚIÐ OG VIÐ UNNUM EKKI EINN LEIK! VAR EKKI EITT LIÐ SEM MÆTTI EKKI? Ó, JÁ... NÚ MAN ÉG. EN ÞAÐ SVINDL! NEI, LIÐIÐ KOM Á ENDANUM... HVENÆR ER ÞETTA BRÚÐKAUP EIGINLEGA BÚIÐ? ÉG ÞEKKI ÞETTA FÓLK EKKI NEITT! ÉG TRÚI EKKI AÐ ÉG HAFI GLEYMT HOBBES... ÞETTA VÆRI MUN SKEMMTILEGRA EF HANN VÆRI HÉR ÉG VONA AÐ ÞAÐ SÉ ALLT Í LAGI MEÐ HANN... HVAÐ Á HANN AÐ BORÐA? VIÐ GLEYMDUM AÐ SKILJA EFTIR MAT HANDA HONUM. HANN Á EFTIR AÐ VERA HUNGRAÐ- UR ÞEGAR VIÐ KOMUM! ÉG ÆTLA AÐ LEYFA PABBA AÐ FARA INN FYRST EITTHVAÐ SEGIR MÉR AÐ ÉG HAFI GLEYMT AÐ FARA Í BAÐ ÞETTA ÁRIÐ RÁÐGJÖF FYRIR HJÓN ÞIÐ ÞURFIÐ AÐ TALA MEIRA SAMAN MATURINN VAR FRÁBÆR EN ÉG HEF ÁHYGGJUR AF ÞVÍ HVAÐ ÞETTA KOSTAR JÁ, ÞETTA Á EFTIR AÐ VERÐA DÝRT EN HALLI VAR ALLTAF MJÖG ÖRLÁTUR ÞEGAR VIÐ VORUM Í HÁSKÓLA SAMAN. HANN BÝÐUR OKKUR ÖRUGGLEGA ÞIÐ SKULDIÐ 40.302 kr. OG EF VIÐ BÆTUM ÞJÓRFÉNU VIÐ ÞÁ... EN FÓLK BREYTIST... KEYPTIR ÞÚ ÞÉR NÝJAN SPORTBÍL? JÁ, EFTIR AÐ ÉG SÁ HVAÐ ÉG FÆ HÁ LAUN ÞÁ STÓÐST ÉG EKKI MÁTIÐ EN ÞÚ BÝRÐ Í NEW YORK... ÞÚ KEYRIR ALDREI! EN ÉG ER MEÐ BÍLPRÓF... OG ÞAÐ ER KOMINN TÍMI TIL AÐ NOTA ÞAÐ dagbók|velvakandi Enn um ljóð Jónasar AFMÆLISDAGSKRÁ sem flutt var í sjónvarpinu um Jónas Hall- grímsson var afar skemmtileg og um margt vel gerð. En nokkrar umræð- ur hafa orðið hér í Velvakanda um meðferð á vísu Jónasar, Buxur, vesti, brók og skór, og jafnvel haft á orði að það hafi þurft að flytja hana svona til þess að Sunnlendingar skildu hana. Ég er fædd og uppalin í Flóahreppi sem er syðst í Árnes- sýslu og lærði vísuna svona: Buxur, vesti, brók og skó, bætta sokka nýta, húfutetur, hálsklút þó, háleistana hvíta. Aldrei heyrði ég háleistunum breytt í hásokka eða hálfsokka og finnst það ankannalegt. En mér fannst mjög skrítið að heyra þegar Bergþór Pálsson söng Stóð ég úti í tunglsljósi, þegar hann kom að setningunni „Eins og þegar álftir á ísagrárri spöng“ þá söng hann: fljúga „austur“ heiðar með fjaðraþyt og söng. Aldrei hef ég heyrt farið með það öðruvísi en „fljúga suður heiðar“ og ekki er það að finna í þeim ljóðabókum sem ég hef skoðað. Alveg var það snilld hvernig Gunnar Eyjólfsson mælti fram ljóðið Efst á Arnarvatnshæðum, þar var nú ekki skriplað á skötunni. Kona í Flóahreppi. Til hamingju Skagamenn og aðrir landsmenn! KÆRAR þakkir VGK-Hönnun ! Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að hlýða á tónlistarveislu í Tón- bergi í boði VGK-Hönnunar þann 17. nóvember. Tónberg er nýr og frá- bærlega hannaður tónlistarsalur á Akranesi. Það var hreinasta unun að hlýða á listamennina og ég held að á engan sé hallað þótt ég nefni sér- staklega Jónas Ingimundarson sem lék Tunglskinssónötuna af snilld og annaðist einnig undirleik fyrir ein- söngvarana. Guitar Islancio eru líka alltaf frábærir. Hljómgæði eru með eindæmum og hvorki heyrast umhverfishljóð né hljóð frá loftræstikerfi. Þetta var ótrúleg upplifun. Ég mun sannarlega reyna að fylgjast með þeim atburðum sem verða í boði í Tónbergi. Ég vil nota tækifærði og þakka Agnesi Löve og Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur fyrir magnaðan flutning á Svartálfadansi Jóns Ásgeirssonar við ljóð Stefáns Harðar Grímssonar á Háskólatónleikum í Norræna hús- inu 10. október síðastliðinn. Takk fyrir mig. Virðingarfyllst, Elísabet H. Einarsdóttir Köttur týndur SVÖRT kisa er týnd. Hún er með hvítar hosur og smávegis hvítt á hálsi upp á höku. Hún heitir Gríma og er með fjólubláa ól. Hún er ómerkt. Hún týndist frá Skarphéð- insgötu 10 í Reykjavík 22. nóvember sl. Ef einhver hefur séð Grímu eða veit hvar hún er vinsamlegast hafið samband við Jenný í s. 869 4229. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is SENN líður að jólum og borgin er óðum skreytt jólaljósum. Óneitanlega birtir yfir borginni og í hjarta manns þegar ljósin eru komin upp. Á þessari fallegu mynd speglast jólaljósin í rigningunni. Morgunblaðið/Ómar Jólin, jólin koma brátt Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Húsavík – GOTT ORÐSPOR – TRAUST VIÐSKIPTI Kópalind Kóp. með bílskúr BORGARTÚN 29 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net REYNIR BJÖRNSSON ELÍAS HARALDSSON LÖGG. FASTEIGNASALAR Mjög falleg og björt 116,2 fm íbúð á 2. hæð auk 24,9 fm bílskúrs á þessum vinsæla stað í Lindahverfi Kópavogs. Íbúðin er öll parketlögð með fallegum samstæðum innréttingum, björt stofa með útgengi út á suðursvalir með fallegu útsýni og þvottahús innan íbúðar. Baðherbergi er flísalagt með baðkari, sturtuklefa og innréttingu. Bílskúr m/fjarst. hurða- opnara, rafmagni, heitu og köldu vatni. Verð 34,9 millj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.