Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SJALDGÆFT Fabergé-gullegg var slegið hæstbjóðanda í uppboðshús- inu Christie’s í Lundúnum í gær fyr- ir tæpar níu milljónir sterlings- punda. Samkvæmt gengi gær dagsins jafngildir það um 1.167 milljónum króna. Ónefnd- ur rússneskur auðmaður keypti eggið. Eggið er bleikt að lit með demants- skreyttum hana ofan á og eggjarauðu úr gulli. Aldrei hefur jafnhátt verð verið greitt fyrir Fabergé-egg. Eggið var í eigu hinnar vellauðugu Rothchild- fjölskyldu. Alexander III. Rússlandskeisari lét búa til fyrsta Fabergé-eggið árið 1885, en eggin heita í höfuðið á skap- ara sínum, handverksmanninum Peter Carl Fabergé. Eggið gaf keis- arinn konu sinni í páskagjöf og varð hún svo ánægð að nýtt egg var búið til um hverja páska eftir það. Sonur Alexanders, Nicholas, hélt siðnum við fram að Rússnesku byltingunni. 12 egg eru nú í einkaeigu. Metverð fyrir egg Fabergé-gullegg selt á 1,167 milljarða Fabergé-eggið ÞRIÐJA táknið, skáldsaga Yrsu Sigurðardóttur, fær góðar við- tökur vestanhafs, ef marka má um- fjöllun í banda- rískum fjölmiðl- um. Boston Globe segir lesandann leggja upp í „heillandi leið- angur“ fyrir „hugaða glæpasagna- lesendur“ og Philadelphia Inquirer segir réttan takt í framvindu sög- unnar, frásögnin sé hrein og bein. Gagnrýnandi Mystery Scene segir að auki að bókin sé ekki eins drunga- leg og norðurevrópskar glæpasögur. Áður hefur verið fjallað um já- kvæða umfjöllun um bók Yrsu í New York Times og Wall Street Journal, m.a. að sagan haldi jafnvel athygli allra þreyttustu lesenda. Þegar Þriðja táknið kom út haust- ið 2005 hafði þegar verið gengið frá samningum um útgáfu á henni á ell- efu tungumálum. Tungumálin eru nú orðin 30 og bókin gefin út í 100 löndum, að því er fram kemur á vef- síðu útgefandans, Veraldar. „Heillandi leiðangur“ Yrsa Sigurðardóttir FIMMTA Súfistakvöld vetr- arins verður haldið að Lauga- vegi 18 kl. 20 í kvöld, en yfir- skriftin er Reykurinn af réttunum. Fimm höfundar lesa úr nýútkomnum bókum sínum, en þeir eru Valur Gunnarsson sem les upp úr Konungi norðursins, Eyvindur Karlsson sem les upp úr Ósagt, Aron Pálmi og Jón Trausti Reynisson með Eng- inn má sjá mig gráta og Sif Sigmarsdóttir sem ætlar að lesa upp úr Einu sinni var drama- drottning í ríki sínu. Bækurnar verða á sérstöku tilboði í tilefni af lestrinum. Bókmenntir Reykurinn af rétt- unum á Súfistanum Eyvindur Karlsson ÞJÓÐLAGASVEIT Akraness, Milli tveggja heima, gaf nýver- ið frá sér sína fyrstu plötu, en sveitina skipa 16 efnilegar stúlkur á aldrinum 12 til 20 ára sem allar leika á fiðlu. Stjórn- andi sveitarinnar er S. Ragnar Skúlason, en á nýju plötunni er að finna 25 þjóðlög sem hafa verið valin úr sýningum sveit- arinnar, Nótt, dagur, nótt, Síð- asta blómið, Í takt við lífið – vertu þú sjálfur og Húsið – Milli tveggja heima. Útgáfutónleikar verða haldnir í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness, kl. 20 í kvöld. Miðasala fer fram í verslun Eymundsson á Akranesi. Tónleikar Þjóðlagatónleikar á Akranesi S. Ragnar Skúlason LÍTIL kvikmyndahátíð verður haldin í upplýsingamiðstöð Hins Hússins í kvöld og hefst hún kl. 18. Um er að ræða framlag Jafningjafræðslunnar til 16 daga átaks gegn kyn- bundnu ofbeldi sem fer nú fram. Sýndar verða heimild- armyndirnar Killers Paradise, Rosita og the Price Of Life. Killers Paradise er í boði Amnesty International og fjallar um ástandið í Gvatemala en þar eru að meðaltali tvær konur myrtar á dag og morðin að mestu óupplýst. Aðgangur er ókeypis og nánari upplýsingar um dagskrána eru á humanrights.is. Kvikmyndir Heimildarmyndir gegn ofbeldi Hitt húsið HÚN verður fjölbreytt listaveislan sem Listvinafélag Hallgrímskirkju býður upp á á 26. starfsári sínu. Starfsárið hefst með jólatónlistar- hátíð í kirkjunni á laugardaginn, 1. desember, sem lýkur átta dögum síð- ar. Listvinafélagið leggur aðal- áherslu á myndlist og tónlist á nýju starfsári, líkt og það hefur gert hing- að til. Inga Rós Ingólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri félagsins, segir mark- mið þess að auðga listina við Hall- grímskirkju, fylla helgidóminn lífi og þeirri list sem honum hæfi. Kirkjan laði að sér mikinn fjölda fólks eins og vel hafi sést á menningarnótt í sum- ar, þegar 10-12.000 manns sóttu sálmaveisluna Sálmafoss. Inga Rós segist ánægð með hversu mikillar hylli viðburðir félagsins njóti, aðsókn hafi verið frábær. Mikill fjöldi myndlistarmanna sækir í að sýna í forkirkjunni, en sýn- ingar eru aðeins fjórar á ári og stend- ur hver þeirra því lengi. Arngunnur Ýr Gylfadóttir opnar myndlistarsýn- ingu á laugardaginn, en hún fæst í verkum sínum við kjarnann í snert- ingu mannsins við náttúruna. Baltas- ar Samper sýnir fyrsta sinni í kirkj- unni á föstunni á næsta ári, á eftir honum Sólveig Baldursdóttir og loks Páll á Húsafelli. Steinhljóðfæri Páls verða notuð við frumflutning óratórí- unnar Cecilíu, eftir Áskel Másson. Höfðað til unga fólksins Þá má ekki gleyma mikilli Messia- en-hátíð, í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu tónskáldsins Oliv- iers Messiaens. Listvinafélagið vill líka laða að unga áheyrendur, hefur m.a. flutt Pétur og úlfinn, og ætlar á næsta ári að kynna Klais-orgelið fyr- ir ungviðinu með skemmtilegum hætti. En skyldi félagið þá taka vel í umsókn strangkristinnar rokk- hljómsveitar, t.d., um að fá að halda tónleika í kirkjunni, fyrst það vill höfða til unga fólksins? „Við myndum alveg örugglega kíkja á það,“ segir Inga Rós og hlær. Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós hafi t.d. óskað eftir að fá að vera með í Kirkjulistahátíð næsta sumar. Áheyrendur og áhorfendur séu nú þegar á öllum aldri en gjarnan mætti fjölga þeim yngri. Listvinafélag Hallgrímskirkju hefur 26. starfsár sitt á laugardaginn Listarinnar helgidómur Morgunblaðið/Kristinn Á æfingu Mótettukórinn með strengjasveit. Gissur Guðbjörnsson tenór- söngvari og Hörður Áskelsson, stjórnandi kórsins, standa fremstir. Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is JÓLATÓNLISTARHÁTÍÐ í Hall- grímskirkju er efnismikil og verð- ur því aðeins stiklað á stóru hér. Nákvæma dagskrá má finna á vef- síðu Listvinafélags Hallgríms- kirkju, www.listvinafelag.is. Dagskráin hefst á hádegi 1. des- ember með Orgelandakt við upphaf aðventu. Jafnframt hefst þá 26. starfsár Listvinafélags Hallgríms- kirkju. Þar leikur Björn Steinar Sólbergsson orgelverk eftir J.S. Bach, D. Buxtehude og Andrew Carter. Kl. 14 opnar svo Arngunn- ur Ýr Gylfadóttir sýningu sína, ...land ég sá..., í forkirkjunni. Næsta dag verður hátíðamessa, á fyrsta sunnudegi í aðventu, kl. 11. Kl. 17 sama dag verða haldnir jóla- tónleikar Mótettukórsins og það í 26. sinn. Á efnisskránni eru fransk- ar jólaperlur. 6. desember verða svo jólatónleikar Drengjakórs Reykjavíkur. Félagar úr Karlakór Reykjavíkur syngja með drengj- unum ásamt Gunnari Guðbjörns- syni tenórsöngvara og Lenka Máteova leikur á orgelið. Laugardaginn 8. desember kl. 12-17 verður söngur og orgeltónlist á jólaföstu og er aðgangur ókeypis. Margt verður þar í boði. Hörður Áskelsson mun m.a. segja frá og kynnir Klais-orgel kirkjunnar, sem er 15 ára í ár, og Kvennakór við Háskóla Íslands flytur jólalög undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. 9. desember verður messa kl. 11 þar sem Karlakór Reykjavíkur mun syngja undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Hörður Áskelsson leikur á orgelið. Kl. 17 flytja svo Björn Steinar Sólbergsson organ- isti og Schola cantorum jólatónlist eftir Bach. Hátíðleg jóladagskrá FJALLALANDIÐ, eða Mountain- Land, er yfirskrift sýningar Krist- ínar Gunnlaugsdóttur sem verður opnuð í Gallery Turpentine á föstu- daginn kl. 17. Þar sýnir Kristín sjö stór olíumálverk, eitt eggtemperu- verk og nokkrar teikningar, allt unn- ið á undanförnum tveimur árum. Umfjöllunarefnið, eða þemað, er fjöll og fjalllendi sálarinnar, vegferð mannsins um hinar grýttu innri tor- færur vitundarinnar. Kristín nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Myndlistar- skóla Akureyrar hér heima og hélt svo til Ítalíu þar sem hún lærði íkonagerð í klaustri í Róm. Þaðan hélt hún til fimm ára náms við Ríkis- akademíuna í Flórens. „Þessar myndir eru að- eins ólíkar því sem ég hef verið að gera,“ segir Kristín. Þær séu eingöngu lands- lagsmyndir, eng- ar manneskjur eða dýr að sjá, ólíkt fyrri verk- um. Kristín leggur mikla áherslu á tæknivinnslu mið- alda. Við íkonagerð er málað á tré- plötur með gifsi og eggtemperu og hefur Kristín lagað þá tækni að eigin hugmyndaheimi. Hún heldur sjaldan einkasýningar, verk hennar hafa yf- irleitt farið jafnóðum frá henni og því ekki gefist tækifæri til að safna þeim saman í einkasýningu. „Þetta er innra fjalllendið með manni, þegar maður fer ákveðna leið í lífinu sem er torfær, grýtt og erfið yfirferðar. En maður sér alltaf glitta í tæran, bláan himin og maður held- ur í vonina,“ segir Kristín um þema sýningarinnar. Sýningin snúist þó ekki endilega um hennar persónu eða reynslu, verkin hafi skipt hana miklu máli þegar þau voru í vinnslu og hún vilji sýna fleiri hliðar á sér sem listamanni en þá að mála mæð- ur með börn og íkona. „Það eru fleiri hliðar til og þetta er í rauninni myrkari leið og ein- manalegri. Ég er mjög stolt af þess- ari sýningu,“ segir Kristín. Fjalllendi sálarinnar klifið Kristín Gunnlaugsdóttir Rauð fjöll Málverk eftir Kristínu. ♦♦♦ PHIL Bredesen, ríkisstjóri Tenn- essee, telur Fisk- háskóla fara illa að ráði sínu. Stjórn hans vill selja hlut í safni verka listakon- unnar Georgiu O’Keefe, sem er í eigu skólans, fyr- ir 30 milljónir dollara, en Bredesen segir safnið a.m.k. 150 milljóna doll- ara virði. Skólinn er verulega fjár- sveltur. Crystal Bridges-listasafnið í Bentonville vill kaupa hlutinn og mun deila verkunum með háskólan- um, verði af samningum. Ríkisstjór- inn ósáttur Georgia O’Keefe ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.