Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður Grét-arsson fæddist á Egilsstöðum 17. maí 1956. Hann lést 4. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Þórunn Anna María Sigurð- ardóttir, f. 1930, og Grétar Þór Brynj- ólfsson, f. 1930, bændur á Skipalæk. Systkini Sigurðar eru Solveig Brynja, f. 1951, og Baldur, f. 1961. Sigurður kvæntist Önnu Guð- nýju Árnadóttur, f. 1956, og eru dætur þeirra Þórunn Gréta, f. 1981, og Kristín Arna, f. 1984. Sig- urður og Anna Guðný skildu. Eft- irlifandi sambýliskona Sigurðar er Gréta Jóna Sigurjónsdóttir, f. 1965, og er sonur þeirra, Sigurjón aði m.a. á Verkfræðistofu Austur- lands við frumhönnun Hitaveitu Egilsstaða og Fella, hagsýsludeild Póst- og símamálastofnunar 1979-1980 og var sveitarstjóri og byggingarfulltrúi í Fellahreppi 1981-1982. Hann var fram- kvæmdastjóri Verzlunarfélags Austurlands 1982-1991, bygg- ingafulltrúi í Fellahreppi 1986- 2004, sjálfstætt starfandi tækni- fræðingur 1991-2001, verk- efnastjóri hjá JVJ í Hafnarfirði 2001-2003. Hann sat í sveit- arstjórn Fellahrepps 1990-1994 og stjórn hitaveitu Egilsstaða og Fella um árabil. Frá árinu 2003 var hann framkvæmdastjóri Hér- aðsverks; hefur og setið í bæj- arstjórn Fljótsdalshéraðs frá 2004. Útför Sigurðar fór fram í kyrr- þey, en fyrir jarðsetningu var kveðjuathöfn á íþróttavellinum í Fellahreppi laugardaginn 24. nóv. Minningarathöfn verður um Sigurð í Neskirkju í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 29. nóv., kl. 15. Torfi, f. 2007. Faðir Grétu er Sigurjón Jónsson, f. 1928, fv. bóndi á Torfastöðum í Jökulsárhlíð, en móðir hennar Þur- íður Magnúsdóttir, f. 1934, húsfreyja á Torfastöðum, lést ár- ið 1967. Systkini Grétu eru Trausti, f. 1956, Aðalheiður, f. 1962, og Svandís, f. 1963. Gréta ólst upp á Skriðufelli í Hlíð hjá föðurbróður sín- um, Ingimar Jónssyni, f. 1922, d. 1993, og Fjólu Kristjánsdóttur konu hans, f. 1923. Sigurður lauk landsprófi frá Al- þýðuskólanum á Eiðum vorið 1972,brautskráðist sem bygginga- tæknifræðingur frá Tækniskóla Íslands 1978 og lauk sveinsprófi í húsasmíði árið 1979. Hann starf- Þá er svo komið að þú hefur kvatt þetta líf Siggi og við misst traustan vin og góðan frænda. Hraði og óvænt atvik einkenndu iðulega líf þitt og þannig var það þegar þú kvaddir jarðvistina. Ótrúleg umskipti að sitja með þér glöðum og kappsfullum á góðri kvöldstund lýsandi öllum verk- efnunum framundan og heyra svo skömmu síðar að þú værir látinn. Andlát þitt var svo sannarlega ekki tímabært í huga okkar vina þinna en við viljum þó frekar minn- ast með þakklæti og gleði áranna sem við áttum með þér en að harma þau sem við héldum að þú ættir framundan með fjölskyldu og vinum. Af virðingu við þig og í þínum anda lítum við á björtu hliðarnar sem eru allar góðu minningarnar um þig og lífshlaup þitt. Þú varst lánsamur í líf- inu þótt það væri fjarri því átaka- laust og ástæðan var meðal annars sú að þú leystir þá erfiðleika sem upp komu á lífsleiðinni með jafnað- argeði og þannig að sómi var að. Þú erfðir fágæta atorku og samvisku- semi móðurafa þíns Sigurðar á Sól- bakka sem kenndi okkur báðum sem unglingum að bera virðingu fyrir störfum okkar og leggja okkur fram af alhug í þeim verkefnum sem okk- ur var trúað fyrir. Það var gott vega- nesti og þegar við bættist hvatning góðra foreldra og takmarkalaus ósérhlífni þín gat líf þitt ekki orðið annað en ein samfelld glíma við áskoranir og verkefni sem flest leiddu af sér ríkulegan ávinning fyrir vinnuveitendur þína og samfélagið hér á Héraðinu. Enda ávannstu þér virðingu og traust alls staðar þar sem ég þekkti til. En lífið er ekki bara vinna og þú varst líka svo lán- samur að erfa léttleikann og höfð- ingsskapinn sem einkenndu Brynjólf afa og Solveigu ömmu á Ekkjufelli. Þú varst örlátur og frábær grínisti á góðum stundum, gerðir ósjaldan grín að sjálfum þér og gættir þess ávallt að særa aldrei neinn með glettni þinni. En þú skilur ekki bara eftir þig farsælan starfsferil og minningar um óborganlegar góðar stundir. Dæturnar Þórunn Gréta og Kristín Arna, þessar myndarlegu og duglegu stelpur, og sonurinn Sigur- jón Torfi sem fæddist á þessu ári eru auðvitað það dýrmætasta sem þú lætur eftir þig. Í þeim munum við vinir þínir sjá hæfileika þína og góð- ar minningar lifa áfram okkur til gleði og ánægju og til minningar um góðan dreng sem við vorum svo lán- söm að eiga samleið með á lífsleið- inni. Það var gott að eiga þig að Siggi og þrátt fyrir allt þitt annríki þá brást það aldrei að þú legðir okkur lið ef um var beðið og þú gerðir það alltaf strax, hvernig sem á stóð. Vin- átta ykkar Birnu eftir áralangt sam- starf var traust og þið náðuð vel saman bæði þegar gleðin var við völd og þegar vinar var þörf á erfiðum stundum. Við fundum bæði að þér var umhugað um velferð okkar eins og annarra samferðarmanna þinna í lífinu. Fyrir það erum við þakklát. Hvíl í friði kæri vinur. Elsku Gréta, Þórunn Gréta, Krist- ín Arna og Sigurjón Torfi, við send- um ykkur, fjölskyldunni á Skipalæk og öðrum vandamönnum innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð og englana að vera með ykkur. Gunnar og Birna. Það var kyrrlátan mánudag 5. nóvember, drungi í lofti, snjóföl á jörð, og dálítið frost, að mér bárust þau válegu tíðindi að frændi minn Sigurður á Skipalæk hefði látist þá um nóttina úti í Bandaríkjunum. Því- líkt áfall. Hugurinn reikaði aftur til bernskunnar þegar leiðir okkar frænda lágu saman fyrst. Það var svo snemma á lífsleiðinni að ég man ekki hversu ungir við vorum. En það er ljóst, við vorum leikfélagar og ágætir vinir frá upphafi. Strax í bernsku kom í ljós hversu skarpgreindur frumkvöðull og orku- bolti hann var í leik og uppátækjum. Fylgdi þetta honum alla ævi og naut hann góðs af þessum hæfileikum sín- um í lífinu. Sem dæmi um framsýni hans og drift minnir mig að Sigurður hafi verið búinn að teikna sér stórt einbýlishús og staðsetja í Fellabæ 17 ára og klára að mestu 25 ára. Þetta hafði ekki hvarflað að okkur frænd- um hans og félögum að gera, enda hormónaflæðið mikið á þessum tíma og hugurinn eflaust við annað. Við urðum samferða í gegnum æskuna að mestu leyti, unglingsárin með smáhléum og námsárin í Reykjavík. Að þeim loknum fundum við vinnu fyrir norðan, leigðum saman íbúð um skeið á góðum stað í miðbæ Akur- eyrar og höfðum það fínt enda stutt í alla menninguna og lystisemdirnar. Sá tími líður mér seint úr minni. Seinna lét Sigurður hjartað ráða, flutti aftur austur á æskustöðvarnar þar sem unnustan beið hans og fram- tíðin en ég varð eftir nyrðra, búinn að skjóta rótum nærri heimskauts- baug. Með þrautseigju og dugnaði varð hann atorkumikill athafnamað- ur á Fljótsdalshéraði, þarf ekki að orðlengja það meir því verkin tala og flestum kunn sem hann þekktu. Hann var greiðvikinn og úrræða- góður, þess nutu amma mín og afi í Ekkjufellsseli oftsinnis á meðan þau lifðu, einnig frænka okkar Dísa Ein- ars á Ullartanganum en hann var henni mikil stoð og stytta alla tíð. Ég veit fyrir víst að fleiri geta þakkað honum slíka hjálpsemi. Ævinlega gerði hann samt lítið úr þeim gjörð- um sínum. Það er mikið skarð höggvið í Ekkjufellsættina að missa svo góðan dreng langt fyrir aldur fram. Sigurð- ur eignaðist tvær bráðmyndarlegar dætur með fyrri konu sinni Önnu Guðnýju Árnadóttur. En löngu síðar eða í ár kom svo litli prinsinn, lang- þráður sólargeisli, en hann eignaðist Sigurður með seinni konu sinni Grétu Jónu Sigurjónsdóttur. Mér finnst svo ósanngjarnt til þess að hugsa að samvera þeirra varð ekki lengri og sá litli skuli ekki njóta föð- urástar og reynslu pabba síns í upp- vextinum. Ég skil bara ekkert í máttarvöldunum hvernig þau geta leikið okkur mannfólkið svona grátt. Vafalaust er einhver tilgangur sem ég átta mig alls ekki á. En nú ríður á að hið æðra veiti móðurinni styrk og dætrum til að takast á við sorgina við svo brátt andlát ástvinar. Við María mín sendum Grétu, börnum hans Sigurðar, systkinum og foreldrum ásamt aðstandendum öllum, sem svo mikið hafa misst, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Með tár á hvarmi og harm í brjósti kveð ég nú frænda. Hvíldu í friði, hittumst svo aftur og tökum upp þráðinn á ókunnum slóðum, kæri vinur. Einar Ólafsson frá Ekkjufellsseli. Sigurður Grétarsson frá Skipalæk er fallin frá á besta aldri. Harkalega er höggvið að fjölskyldu hans og vin- um og Héraðsmenn hafa misst mik- inn framkvæmdamann og góðan dreng. Siggi vinur minn Grétars var Fellamaður eins og ég. Við vorum stoltir af þeim uppruna og flíkuðum honum óspart. Það var steinsnar á milli æskuheimila okkar á Helgafelli og Skipalæk og mikill samgangur, enda trygg vinátta milli búanna kyn- slóð eftir kynslóð. Það var gott að eiga Sigga að vini og granna. Siggi var sterk persóna og góður drengur. Því kynntist ég best fyrir nokkrum áratugum þegar ég lá heilsulaus á sjúkrahúsi í Reykjavík í nokkra mánuði. Siggi heimsótti mig nánast á hverjum degi, sagði mér sögur og þær margar mergjaðar. Ég beið hans og sagnastundanna með óþreyju á hverjum degi. Og það er ég viss um, að Sigurður átti stóran þátt í bata mínum. Hlutur hans var ekki minni en hjúkrunarliðsins, að öllu því ágæta fólki ólöstuðu. Hann mætti meira að segja við rúmstokk- inn hjá mér á nýársnótt, örlítið kenndur, með pelaskjatta í vasanum og fór á kostum. Stríddi hjúkrunar- fræðingunum óspart, eins og honum einum var lagið, mér til mikillar skemmtunar og heilsubótar. Siggi Grétars gat verið einstak- lega hugmyndaríkur. Honum datt það til dæmis í hug einn daginn, sveitamanninum, að gerast útgerð- armaður. Að sjálfsögðu var hann stórtækur þar, eins og fyrri daginn. Hann leigði eitt stærsta úthafsveiði- skip sem völ var á, margfalt stærra en þeir koppar sem við eigum að venjast við strendur landsins. Þetta var verksmiðjuskip, sem heitir Vid- unas. Ég fór eitt sinn með Sigga um borð og spurði hann út í þessa út- gerð. Siggi dæsti og svaraði eitthvað á þessa leið: – Helgi, ég get sagt þér að það kom mér á óvart þegar ég tankaði dallinn fyrst, að ég þurfti að borga 20 milljónir króna fyrir áfyll- inguna! Ég hafði ekki tankað önnur tæki en gamla Volvóinn minn fram að því og það kostaði ekki svona mik- ið! Ég gæti skrifað langt mál um allt það sem Siggi gerði fyrir sitt byggð- arlag. Hann átti stóran þátt í upp- byggingu Fellabæjar og eftir sam- eininguna hefur Héraðið notið krafta hans. Hann stóð að jafnaði í fremstu víglínu sveitarstjórnarmanna og gaf hvergi eftir í framfaramálum sinnar Sigurður Grétarsson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, RAGNHEIÐUR INGIBJÖRG ÁSMUNDSDÓTTIR, Bröttugötu 4 b, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 1. desember kl. 14.00. Ásmundur Jóhannsson, Rúna Didriksen, Jóhannes Gylfi Jóhannsson, Ása Guðmundsdóttir, Björn Jóhannsson, Sæunn Jónsdóttir, Jóhann Már Jóhannsson, Guðrún Sigurbentsdóttir, Gísli Margeir Jóhannsson, Tryggvi Jóhannsson, Sesselja Björnsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, sonur, tengdasonur, faðir, tengdafaðir og afi, ÓSKAR HÁLFDÁNSSON, Holtastíg 16, Bolungarvík, verður jarðsunginn frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 1. desember kl. 14:00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunarsveitina Erni, Bolungarvík. Karitas Hafliða, Hálfdán Einarsson, Petrína H. Jónsdóttir, Níelsína Þorvaldsdóttir, Benedikt N. Óskarsson, Heiðrún Helgadóttir, Hálfdán Óskarsson, Rósa S. Ásgeirsdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Guðmundur S. Brynjólfsson, Halldóra Óskarsdóttir, Guðmundur B. Björgvinsson og barnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR SVEINSSON húsasmiður, Skógargerði 7, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 24. nóvember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 4. desember kl. 13.00. Ásdís Aðalsteinsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Halldór Baldursson, Hermína Dóra Ólafsdóttir, Aðalsteinn Ólafsson og barnabörn. ✝ Ástkær eignkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA SIGURHJARTARDÓTTIR frá Siglufirði, lést sunnudaginn 18. nóvember á Landspítalanum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall hennar. Sérstakar þakkir til Þórarins E. Sveinssonar læknis, sem og annarra lækna og starfsfólks á krabbameins- deild Landspítalans. Vigfús Friðjónsson, Orri Vigfússon, Unnur Kristinsdóttir, Friðjón Óli Vigfússon, Unnur Ölversdóttir, Sigríður Margrét Vigfúsdóttir, Guðni Hjörleifsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, MARGRÉT GARÐARSDÓTTIR, Ægisíðu 88, Reykjavík, er látin. Garðar Halldórsson, Birna Geirsdóttir, Jón Halldórsson, Ingigerður Jónsdóttir, Halldór Þór Halldórsson, Margrét Pálsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.