Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN - kemur þér við Hagkaup með dagvistun karla Siðmennt vill litlu jólin úr skólunum Notum farsímana minna en áður Finnur Breki vinnur á besta vinnustað í heimi Ásta hlær án sérstaks tilefnis 100 starfsmenn Glitnis í mat fyrir 500 Hvað ætlar þú að lesa í dag? KVEIKJAN að þessum grein- arstúfi var greinin Um nauðsyn uppskurðar á Landspítala eftir Pál Torfa Önundarson yfirlækni sem birtist í Morgunblaðinu 25. október sl. Þar vekur Páll Torfi athygli á því af- brigðilega faglega skipulagi sem við- gengst á Landspítala – háskólasjúkrahúsi (LSH) með því að svipta faglega ábyrga yfirmenn réttinum til að ákvarða um ráðn- ingar sérfræðinga sem byggist á þekkingu viðkomandi sér- greinar. Páll Torfi undirstrikar mikilvægi þess að ákvörð- unarvald yfirlækna sérgreina verði aukið með þeim hætti að fjárhagsleg ábyrgð, ráðningarvald og lög- bundin fagleg ábyrgð fari saman í rekstri sérgreina. Sú sem þetta ritar hefur orðið fyrir barðinu á þeim ann- arlegu aðferðum við ráðningar sérfræðinga sem tíðkast á LSH. Sú saga er í stuttu máli þessi: Frá árinu 1988 hafði ég starfað sem taugasálfræðingur á LSH við Hringbraut. Vinna mín var ein- göngu greiningarvinna og var stór hluti hinna fjölmörgu sjúklinga sem ég var kölluð til að meta inniliggjandi á taugadeild. Ári eftir sameiningu sjúkrahús- anna var bein ráðning mín að taugadeild samþykkt á fundi sem m.a. sátu yfirlæknir taugadeildar og starfandi lækningaforstjóri LSH. Þessi ráðning varð aldrei að veruleika því að framvindan varð sú að ráðning fagstétta annarra en lækna og hjúkrunarfræðinga komst í hendur endurhæfingardeildar þrátt fyrir að starfssvið viðkomandi sérfræðings ætti ekkert skylt við endurhæfingu. Nýbakaður for- stöðusálfræðingur og yfirlæknir hans kusu að óvirða umsamda ráðningu mína. Haustið 2004 var auglýst eftir sálfræðingi í starf við taugadeild í Fossvogi. Í auglýsingu var kveðið svo á um að umfangsmikill þáttur í starfinu væri taugasálfræðileg greining og því krafist sérmennt- unar eða langrar starfsreynslu á því sviði. Mikilvæg ráðningarskilyrði voru reynsla og þekking á taugasálfræðilegri greiningu og tauga- sjúkdómum auk ann- arra skilyrða. Ég sótti um, taldi mig óumdeil- anlega uppfylla öll ráðningarskilyrði með virt doktorspróf, mikla starfsreynslu og end- urmenntun. Fjöldi og innihald með- mælabréfa þeirra lækna sem höfðu leit- að til mín um þjónustu báru því vitni. Um auglýsta stöðu voru auk mín tveir umsækjendur. Hvor- ugur hafði lokið dokt- orsprófi né starfað á taugadeild. Yfirlæknir taugadeildar og tauga- læknir sem hafði þekkingu á taugasál- fræði fóru yfir gögn umsækjenda og skil- uðu áliti þess efnis að ég væri hæfust til að gegna starfinu og að það væri vilji þeirra að ég yrði ráðin. Ákvörð- un forstöðusálfræðings var hins vegar að ráða barnataugasálfræðing í stöðuna. Hér skal bent á að sjúklingar á taugadeild eru ein- göngu fullorðið fólk og að reg- inmunur er á taugasálfræðilegum vandamálum barna og fullorðinna. Með því að ráða barnasálfræðing í starfið var vanþekking forstöðusál- fræðings á þörfum taugadeildar op- inberuð og ósk yfirlæknis þeirrar deildar sem þjónustuna átti að fá gróflega sniðgengin. Með ráðning- unni var brotið á sjúklingum deild- arinnar, sérfræðingum hennar og mér. Staða mín í dag er sú að enginn vettvangur er til að nýta sérgrein mína í heilbrigðiskerfinu. Aðeins ein taugadeild starfar á landinu. Starfsvettvang fyrir taugasálfræð- ing sem hefur sérhæft sig í grein- ingu á taugasjúkdómum er ekki annars staðar að finna. Með í huga möguleika á að starfa sem tauga- sálfræðingur utan sjúkrahúss sótti undirrituð árið 2001 um að fá samning við TR varðandi þátttöku TR í taugasálfræðilegri greiningu. Þetta hagsmunamál sem snerti bæði sjúklinga og undirritaða náði hins vegar ekki fram að ganga. Röksemdafærsla mín fyrir þess- ari málaleitan var sú að taugasál- fræðileg rannsókn af heilastarfi væri ekki síður mikilvæg en ísó- tóparannsókn og heilarit sem TR tekur þátt í að greiða. Ítarlegt taugasálfræðilegt mat hefur þá sér- stöðu umfram aðrar mælingar á heilastarfi að þar eru kortlagðir bæði vitsmunalegir styrkleikar og veikleikar viðkomandi. Taugasál- fræðilegt mat getur einnig verið mikilvægt framlag þegar meta ber líkur á því að minnisbætandi lyf kunni að koma að gagni í hrörn- unarsjúkdómum. Umræða í fjölmiðlum hefur beinst að því að læknar LHS þori ekki að gagnrýna stefnu yfirmanna af ótta við afleiðingar. Í ljósi þessa tel ég að sá ótti komi einnig í veg fyrir að þeir þori að taka virka af- stöðu með þeim einstaklingum sem sjúkrahúsið hefur brotið á, eins og t.d. undirritaðri. Í gagnrýni sinni á sjúkrahúsið hafa sumir kosið að láta skoðanir sínar í ljós nafnlaust. Í þessari umræðu hefur komið skýrt fram hversu hættulegt það er þegar eitt bákn er eini valmöguleiki sérfræðinga sem vilja vinna á sjúkrahúsi. Slíkt fóstrar valdníðslu og spillingu sem meðal annars leið- ir af sér að sérfræðingum er haldið í gíslingu og þverbrotin eru átölu- laust heilbrigðislög þessa lands. Með þessari grein tek ég undir orð Páls Torfa Önundarsonar um mikilvægi þess að ákvörðunarvald yfirlækna sérgreina verði aukið og að endurskoða þurfi það skipulag sem svipt hefur yfirlækna sér- greina á LSH sjálfsögðum og eðli- legum ákvörðunarrétti þegar kem- ur að ráðningum sérfræðinga og öðrum faglegum og fjárhagslegum ákvörðunum. Meira: www.mbl.is/greinar Óeðlileg valddreifing við ráðningar á Landspítala Þuríður Jóhanna Jónsdóttir skrifar um faglega ábyrgð yfirmanna á Landspítalanum »Með því aðráða barna- sálfræðing í starfið var van- þekking for- stöðusálfræð- ings á þörfum taugadeildar op- inberuð og ósk yfirlæknis þeirrar deildar sem þjónustuna átti að fá gróflega snið- gengin. Þuríður Jóhanna Jónsdóttir Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og doktor í taugasálfræði. UNDANFARIÐ hafa hjónin Sig- ríður Snæbjörnsdóttir og Sigurður Guðmundsson verið ötul við að greina í fjölmiðlum frá dvöl sinni í Malaví. Aukin umræða um þróun- araðstoð og Malaví er þörf. Margt af því sem þau hjón lýsa er rétt að benda á en þrátt fyrir það langar mig að gera nokkrar athugasemdir við orð þeirra. Mér finnst um- ræða þeirra um þróun- araðstoð vera óþarf- lega neikvæð og ummæli þeirra um menningu Malava ekki öll vera á rökum reist. Í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu 4. nóv- ember kom fram að þeim hjónum fannst að hætta ætti að gefa ölm- usu og beina athyglinni að því að veita menntun. Samkvæmt þeim á að kenna fólki að sinna undirstöðu- atvinnuvegum sjálft og styrkja inn- viði samfélagsins. Þetta er ekki ný uppljómun. Allt frá því á níunda ára- tugnum hafa margir þróunarstarfs- menn verið uppteknir af þeirri hug- myndafræði að kenna mönnum að fiska í stað þess að gefa þeim fisk. Hvernig það hefur farist úr hendi er önnur saga. Það er langt síðan fólk byrjaði að gera sér grein fyrir því að þróunaraðstoð er ekki eins létt verk og í upphafi var haldið. Gagnrýn- israddirnar hafa verið margar enda pyttirnir margir og eflaust hefur verið fallið í þá flesta. Margir aðilar innan þróunarsamfélagsins hafa þegar reynt að bregðast við og bæta starfið. Allir helstu þróunaraðilar hafa samið um að vinna að bættri samvinnu, yf- irsýn og skilvirkni. Það er ekki létt verk en er í það minnsta hafið. Það fylgdi ekki með grein- inni 4. nóvember (en ís- lenskir skattgreið- endur mega gjarnan vita), að menntun sem er svo mikilvæg að þeirra mati, og margra annarra, er einmitt stór hluti verkefna Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands í Malaví. Má þar nefna sem dæmi fullorð- insfræðslu og fiskimálaverkefni. Þróunarhjálp Sameinuðu þjóðanna er einnig að leggja grunninn að helj- arinnar verkefni sem á að styrkja hæfni hins opinbera í Malaví til að takast sjálft á við eigin vandamál, nákvæmlega eins og þau Sigríður og Sigurður segja að þurfi að gera. Þar er reynt að vinna sem mest með malavískum samstarfsaðilum og styrkja hæfni þeirra í að sinna að- kallandi verkefnum. Verkefni eins og Sigríður og Sigurður sáu fyrir sér, unnin af Malövum, að þeirra eigin frumkvæði en með utanaðkom- andi fjárstuðningi, hafa þegar náð árangri. Því er ekki að neita að mörg þró- unarverkefni hafa misheppnast og jafnvel haft afleiðingar mun verri en þeim var hugað. En það er óþarfi að fólk haldi að engar breytingar hafi átt sér stað á hugmyndafræðinni. Og í umræðunni um það sem miður hef- ur farið í Malaví má benda á að þar Sólrún María Ólafsdóttir fjallar um þróunaraðstoð og menningu í Malaví »Undanfarið hafabirst í fjölmiðlum frásagnir af Malaví og þróunaraðstoð sem þar er veitt. Nokkrum at- hugasemdum má bæta við þá umfjöllun. Sólrún María Ólafsdóttir Þróunarhjálp og Malaví

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.