Morgunblaðið - 29.11.2007, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 29.11.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 15 ERLENT GORDON Brown, forsætisráðherra Breta, sætti harðri gagnrýni á breska þinginu í gær en stjórnar- andstaðan lýsti þar efasemdum um að hann væri starfinu vaxinn og David Cameron, leiðtogi íhalds- manna, hélt því fram að hvert áfall- ið hefði rekið annað eftir að Brown tók við af Tony Blair. Tilefni orðaskiptanna voru þau tíðindi að David Abrahams, auð- ugur fasteignabraskari, hefði á fjögurra ára tímabili gefið 650.000 pund í sjóði Verkamannaflokksins undir ýmsum nöfnum og þannig farið á svig við þær reglur að há- mark skuli vera á framlagi ein- staklinga. Í ljós hefur komið að framkvæmdastjóri Verkamanna- flokksins, Peter Watt, vissi af „leynilegum“ framlögum Abra- hams og sagði Watt af sér á mánudag. Þá hefur Jon Mend- elsohn – sem Brown réð fyrr á árinu til þess að safna fé í sjóði Verkamanna- flokksins svo hægt væri að fjármagna baráttu vegna þingkosn- inga, sem Brown á sínum tíma hugðist halda nú í haust – nú einnig viðurkennt að hafa vitað af fram- lögum Abrahams. Brown viður- kennir að ekki hafi verið tilkynnt um greiðslurnar með lögmætum hætti en hann segist hins vegar ekkert hafa vitað af málinu. Hann hyggts reka Watt vegna málsins. Hart sótt að Brown vegna fjárframlaga til flokksins Gordon Brown NATO er undir það búið að bregðast við of- beldi sem kann að brjótast út í Kosovo lýsi Kos- ovo-Albanar yfir sjálfstæði 10. desember eins og allt bendir til að þeir muni gera. Þetta segir John Craddock, æðsti yfirmaður herafla NATO, en 16.000 NATO-hermenn eru í Kosovo. Viðræður Kosovo-Albana og Serba um framtíð héraðsins fóru út um þúfur í Baden í Austurríki í gær og eftir fundinn sagði Fatmir Sej- diu, forseti Kosovo, að þó að dag- setning lægi ekki fyrir þá væri ljóst að Kosovo-búar myndu lýsa yfir sjálfstæði fyrr en síðar. Serbar telja Kosovo hins vegar ekki geta sagt sig úr lögum við Serbíu og forseti landsins, Borís Tadic, sagði að allar ákvarðanir þar að lútandi yrðu „ógiltar“. Serb- ar myndu ekki sætta sig við að Kos- ovo lýsti yfir sjálfstæði. Hann tók fram að Serbar vildu ekkert vopna- skak en gat þess ekki hvað yfirvöld í Belgrad hygðust til bragðs taka. Óttast átök í Kosovo Fatmir Sejdiu BENAZIR Bhutto, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar í Pakistan, lýsti í gær ánægju sinni með að Pervez Musharraf, forseti Pakistans, skyldi loksins hafa hætt sem yfir- maður hers landsins en þeirri stöðu hefur hann gegnt samhliða allar götur síðan 1999. Musharraf hættur FRANSKA lögreglan hefur hand- tekið 68 ára gamlan mann – sá er sagður vera svokölluð drag- drottning – vegna gruns um að hann beri ábyrgð á morðum á átján karla á árunum 1980-2002 í Alsace- héraði, France-Comte og París. Fjöldamorðingi NICOLAS Sarkozy, forseti Frakk- lands, hét því í gær að óeirðaseggj- um, sem skutu á lögregluna í átök- um í úthverfum Parísar, sem og í Toulouse, á sunnudag og þriðjudag yrði refsað. Sagði hann óeirðaseggi hafa reynt að fremja morð. Sarkozy refsar MEIRA en einum milljarði trjáa var plantað á þessu ári, skv. tölum Sam- einuðu þjóðanna. Það eru Eþíópía og Mexíkó sem fara fyrir öðrum þjóðum í þessum efnum. Öflug skógrækt Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is EMBÆTTISMENN í Líbanon töldu í gær að lausn á deilunum um skipan í forsetaembætti lands væri í nánd, líklegt væri að yfirmaður hers- ins, hinn 59 ára gamli Michel Sleim- an, yrði fyrir valinu á þingi landsins. Ekki hefur verið forseti í landinu síð- an kjörtímabili Emiles Lahouds lauk í liðinni viku og mikil spenna ríkt milli stjórnar Fouads Siniora og stjórnarandstæðinga. Sleiman nýtur almennrar virðing- ar. Honum er þakkað að herinn hef- ur ekki klofnað í þeim hörðu póli- tísku átökum sem geisað hafa í landinu síðustu árin. Stjórn Siniora nýtur stuðnings Vesturveldanna en stjórnarandstað- an Sýrlendinga sem lengi hafa verið áhrifamiklir í Líbanon. Lahoud studdi Sýrlendinga. Áhrifamestur meðal stjórnarandstæðinga er flokk- ur Hizbollah úr röðum sjíta í sunn- anverðu landinu en Hizbollah-menn ráða yfir eigin herafla. Innsigla upphaf viðræðna Leiðtogar Ísraels og Palestínu innsigluðu í gær upphaf formlegra friðarviðræðna þjóðanna á fundi með George W. Bush forseta í Hvíta hús- inu í Washington. Athygli vekur að væntanleg sátt í Líbanon næst strax að lokinni friðarráðstefnunni í Bandaríkjunum en Sýrlendingar samþykktu eftir mikið hik að taka þátt í henni. Íranar hafa átt gott samstarf við Sýrlendinga vegna þess að bæði ríkin eru í mikilli andstöðu við Ísrael og Bandaríkin. Hafa Ír- anar lýst vonbrigðum sínum með þátttöku Sýrlendinga. Sátt að nást í forseta- deilunni í Líbanon? Líklegt að Michel Sleiman, yfirmaður hersins, verði valinn Í HNOTSKURN »Áratugum saman hefurverið í gildi samkomulag milli helstu fylkinga í Líbanon um skiptingu valdaembætta. »Múslímar í landinuskiptast í sjíta og súnníta. Kristnir eru stór minnihluti og fjórði hópurinn er drúsar. Moskva. AP. | Ráðamennirnir í Kreml hafa einsett sér að tryggja mikla kjörsókn í þingkosningunum í Rúss- landi á sunnudaginn kemur og hermt er að þeir beiti til þess öllum tiltækum ráðum. Margir Rússar hafa t.a.m. kvartað yfir því að þeir hafi verið knúnir til að kjósa á vinnu- stöðum undir eftirliti yfirmanna og sumir þeirra segja að þeim hafi verið sagt að ella myndu þeir missa vinn- una. Margir segjast einnig hafa fengið tilmæli um að setja saman lista yfir ættingja og vini sem hygg- ist kjósa Sameinað Rússland, flokk Vladímírs Pútíns forseta. Búist er við að Sameinað Rúss- land fái mikinn meirihluta þingsæt- anna en eftir að kosningarnar urðu að nokkurs konar þjóðaratkvæða- greiðslu um hvort Pútín ætti að halda völdunum virðist flokkurinn staðráðinn í að tryggja sér stórsigur og mikla kjörsókn. Samkvæmt stjórnarskránni þarf Pútín að láta af embætti í maí, þegar öðru kjörtíma- bili hans lýkur, en fái flokkur hans stuðning mikils meirihluta Rússa getur forsetinn haldið því fram að kjósendurnir hafi veitt honum um- boð til að halda völdunum. „Þjóðaratkvæðagreiðslan verður aðeins höfð að háði og spotti ef rétt rúmur helmingur fólksins kýs og þar af kjósi aðeins 60% Sameinað Rúss- land eins og nýjustu skoðanakann- anir benda til,“ sagði stjórnmála- skýrandinn Alexej Makarkín. Til að tryggja sem mesta kjörsókn hafa stuðningsmenn forsetans beitt aðferð sem er lögleg en telst samt harla vafasöm. Hún felst í því að fyr- ir kjördaginn eru kjósendum sagt að fara á kjörstað til að fá vottorð sem gerir þeim kleift að kjósa hvar sem er utankjörstaðar. Markmiðið með útgáfu vottorðanna er að tryggja að allir geti kosið þótt þeir séu að heim- an á kjördag en nú ber svo við að margir þeirra, sem nota vottorðin, gera það að fyrirmælum yfirmanna sinna. Á meðal þeirra er Jelena, kennari í skóla í Sankti Pétursborg. Hún sagði að stjórnendur skólans hefðu sagt starfsmönnunum að ná í vottorð til að þeir gætu allir kosið saman í skólanum á kjördag undir eftirliti skólastjórans. „Þau sögðu okkur ekki beinlínis að kjósa Sameinað Rússland en við getum lesið á milli línanna,“ sagði Jelena, sem vildi ekki gefa upp eftirnafn sitt af ótta við að henni yrði vikið úr starfi. Fjölmargar kvartanir Kennarar, læknar, verksmiðjufólk og fleiri launþegar í öllum lands- hlutum hafa sömu sögu að segja. Sumir þeirra segjast hafa verið var- aðir við því að þeir missi vinnuna fari þeir ekki að fyrirmælunum. Hundruð manna hafa hringt í síma yfirkjörstjórnar Rússlands til að kvarta yfir notkun vottorðanna, að því er fram kom á vefsetri kjör- stjórnarinnar. Sumar kvartanirnar koma frá sjúklingum sem fullyrða að þeim hafi verið sagt að þeir yrðu út- skrifaðir strax af sjúkrahúsi ef þeir leggja ekki fram slíkt vottorð. Formaður kjörstjórnarinnar, Vladímír Tsjúrov, sagði að öllum til- tækum ráðum yrði beitt til að koma í veg fyrir kosningasvik með notkun vottorða. Marina Dashenkova, talsmaður Golos, hreyfingar sem hefur eftirlit með kosningunum, sagði að henni hefðu borist fjöldi slíkra kvartana. „Fólk kvartar yfir því að yfirmenn neyði það til að sækja vottorð og kjósa eins og þeir vilja.“ Dashenkova sagði að stuðnings- menn Pútíns næðu tveimur mark- miðum með þessari aðferð. Í fyrsta lagi yki hún kjörsóknina þar sem ut- ankjörstaðaratkvæðin væru skráð sem greidd atkvæði þótt þau bærust ekki í kjörkassana. Í öðru lagi væri líklegra að fólk kysi „rétt“ undir eft- irliti yfirboðaranna þar sem margir kjósendanna hefðu litla trú á því að atkvæðagreiðslan á vinnustöðunum væri leynileg. Kosið á vinnustöðum undir eftirliti yfirmanna                   ! "#  !  $                               !      "        #$  !          %   &  '()*                      ++,  - ' ., /0 1# 2  *  1# 34 5  1    6#       ! "    # $$$ %&  #  &    # '    !  $ ('    )     ! *  $ +,-     ' *   .!   , . /   0# - *1$ 2  #.  #   ,* - !     3    #   ,- #    !       5 . 7   / 8 0 -     9- ': %& '()   * %&+) 2   #  3! ,( %+ ;    9 - &   34 %&(& .)& & ' <  %  *   9/0 : /&& ' &&) & =4 <&  > ?  4 &@> /' 6 6  ,- 6%  ,-   3/    , 647&  ! 646&    7& 89 %%$  $ 012234 7$  FJÓRAR górillur, sem yfirvöld í Malasíu lögðu hald á fyrir fimm árum, verða fluttar til heimalandsins, Kam- erún, á morgun. Tvær af górillunum eru hér í dýra- garði í Pretoríu í Suður-Afríku. Þær voru fluttar þang- að eftir að í ljós kom að þær höfðu verið fluttar með ólöglegum hætti í dýragarð í Malasíu árið 2002. AP Á heimleið eftir fimm ára bið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.