Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jón Guðjónssonrafvirkjameist- ari fæddist á Þóru- stöðum í Bitru í Strandasýslu 8. jan- úar 1926. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir hinn 21. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðjón Magnús Ólafsson, bóndi á Þórustöðum í Bitru- firði, f. 4. júní 1888, d. 14. apríl 1970, og Margrét Jóhanna Gísladóttir, húsmóðir á Þórustöð- um, f. 7. okt. 1879, d. 31. des. 1966. Systkini Jóns voru Jónína Ragn- heiður, f. 19. ágúst 1910, d. 20. júní 1990, Ólafía Elísabet, f. 28. okt. 1911, d. 15. des. 1995, Gísli Krist- ján, f. 26. okt. 1914, d. 12. júlí 1965, og Bjarni, f. 2. jan. 1916, d. 17. sept. 1991. Eiginkona Jóns er Arndís Guð- jónsdóttir frá Brekku á Bíldudal, f. 8. ágúst 1926. Foreldrar Arndísar voru Guðjón Jónsson, trésmíða- meistari frá Húsum í Selárdal í Arnarfirði, f. 27. okt. 1895, d. 14. sept. 1979, og Katrín Gísladóttir, húsmóðir frá Króki í Selárdal í Arnarfirði, f. 7. maí 1903, d. 2. ágúst 1997. Börn Jóns og Arndísar eru: 1) Guðjón Magnús rafvirkja- meistari, f. 2. nóv. 1951, maki Sig- ríður Þorláksdóttir húsmóðir, f. 24. apríl 1952. Börn þeirra eru: a) Jón eyddi fyrstu árum ævi sinnar á Þórustöðum í Bitrufirði. Árið 1939 flutti hann ásamt foreldrum sínum, Ólafíu systur sinni og Ingólfi Helgasyni, maka hennar, að Gauts- dal í Geiradal í Reykhólasveit. Á þessum árum starfaði hann við vegavinnu. Um átján ára aldur flutti hann til Akraness og nam raf- vélavirkjun við Iðnskólann á Akra- nesi og í Reykjavík. Hann lauk sveinsprófi árið 1953, hlaut meist- araréttindi árið 1959 og löggildingu 1969. Árið 1956 stofnuðu hann og Svavar Kristjónsson rafverktaka- fyrirtækið Raflagnir og vindingar sf. og ráku það til ársins 1973. Þá stofnaði Jón ásamt Guðjóni syni sín- um rafverktakafyrirtækið Jón Guð- jónsson sf. sem síðar breyttist í heildverslunina Rafport, þar sem hann starfaði allt til ársins 2000. Rafport er rekið enn í dag og bygg- ir á hans góða grunni. Þar er fjöldi starfsmanna við vinnu. Upp úr 1960 stofnuðu þeir fé- lagar Jón, Svavar, Einar Gunn- arsson málarameistari og Ingimar Magnússon húsasmíðameistari byggingarfélagið Afl sf. Byggðu þeir félagar vel á annað hundrað íbúðir, auk skrifstofu- og versl- unarhúsnæðis. Afl varð síðar fjár- festingafélag með útleigu á eigin húsnæði. Jón og Arndís voru virk í Átt- hagafélagi Strandamanna og var hann driffjöður í byggingu Stranda- sels, sumarhúss félagsins, ásamt fleiri góðum Strandamönnum. Útför Jóns fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Hrönn, f. 17. apríl 1970, maki Björn Baldvinsson, f. 12. feb. 1968, börn þeirra eru Guðjón Birkir og Dagný. b) Magnea Ólöf, f. 21. jan. 1972, maki Halldór Kjart- ansson Björnsson, f. 28. feb. 1972, börn þeirra eru Arnór Daði, Thelma Karen og Kjartan Kári. c) Arndís, f. 13. feb. 1975, sambýlismaður Magnús Örn Guð- marsson, f. 13. júní 1968, dóttir þeirra er Katla Sigríður. d) Jón Þór, f. 13. des 1976, maki Eva Björg, f. 23. ágúst 1977, börn þeirra eru Katrín Eyja og Hugi Þór. 2) Margrét Katrín skrifstofukona, f. 17. feb. 1956, gift- ist Eyjólfi Rósmundssyni, löggiltum rafverktaka, f. 14. maí 1955, þau skildu. Börn þeirra eru Hrafn, f. 4. ágúst 1981, Hrafnhildur, f. 1. júní 1983, unnusti Halldór Ingi Há- konarson, f. 19. ágúst 1979, og Jón Örn, f. 7. des. 1987. Jón og Arndís kynntust árið 1949 í Reykjavík, trúlofuðu sig 16. júní sama ár og giftu sig hinn 24. júní 1950. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau á Sogavegi 148 og árið 1961 fluttu þau í Stóragerði 6. Þau bjuggu svo allt frá árinu 1970 í Brautarlandi í Fossvogi þar til í byrjun árs 2005, er þau fóru saman á Hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi. Elsku afi. Þegar ég var um 12 ára byrjaði ég að segja sjálfri mér að einhvern dag- inn myndi ég þurfa að kveðja þig. Sá dagur er kominn. Óteljandi dýrmæt- ar minningar, yndislegar, ljúfar og góðar á ég, á þær með þér elsku afi, okkur og yndislegri fjölskyldu okkar. Þannig ætla ég að hafa þær. Það er svo skrýtið að hugsa til þess að þú sért alveg farinn en þú ert hjá mér í huganum svo sterkt. Nú kem ég ekki lengur í heimsókn til að leggja mig á milli ömmu og afa en ég legg mig hjá ömmu, það er svo gott. Þú og amma Dídí áttuð saman um 60 yndisleg ár og þar af 57 í hjóna- bandi, sagan af ykkar kynnum er svo yndisleg, hún verður oft sögð. Amma Dídí var kletturinn þinn í veikindum þínum og þú varst hetja elsku Jón afi minn. Þú skipaðir svo stóran sess í lífi mínu og fyrir það er ég svo þakklát. Það eru forréttindi að vera komin af svo góðu fólki. Þú sagðir við mig ef það er væntumþykja þá veit ég ekki hvað þetta er og þar er ég svo sam- mála þér elsku afi minn því fyrir mér ertu ómetanlegur. Innilegt bros þitt sem þú sendir mér svo oft hlýjar mér. Við hugsum vel um ömmu Dídí eins og þú hefur alltaf gert. Ég vil þakka starfsfólki Eirar sem hefur reynst afa vel. Elsku amma Dídí, mamma, Guð- jón, Sigga, bræður mínir, mitt ynd- islega frændfólk og makar okkar, missir okkar er mikill en samheldni okkar styrkir. Ég elska þig afi Jón, ég sakna þín. Þér líður vel núna. Þinn engill, Hrafnhildur okkar. Fallinn er frá hann afi minn, alnafni minn, maður sem var mér kær. Sökn- uðurinn er mikill og minningarnar góðar um mann sem bar mikla mann- gæsku til allra, manna og dýra. Margt lærði ég af honum, og þá ekki síst að bera virðingu fyrir náunganum og umhverfinu. Orð eins og heiðarleiki, hvort sem er í lífinu eða viðskiptum, þrautseigja, vinnusemi, þrjóska og snyrtimennska eru eitthvað sem allir geta verið sammála mér um að átti vel við hann afa. Þetta eru gildi sem afi kenndi mér annaðhvort beint eða óbeint, þá í gegnum föður minn. Hann átti það til að gantast með það og sagði gjarnan „þú ert þrjóskur eins og hann afi þinn,“ en hann taldi það vera mannkost upp að vissu marki, hann vildi að menn stæðu á sínu. Afa auðnuðust 4 ættliðir í beinan karllegg þegar sonur minn kom í heiminn fyrir 8 mánuðum, og vorum við allir mjög stoltir af að ná því, og myndatakan sem við fórum í fyrir fá- einum mánuðum við það tilefni er okkur dýrmæt í dag þar sem það voru einnig teknar margar góðar og fal- legar myndir af þeim hjónum Jóni afa og Dídí ömmu. Umræðuefni okkar afa þegar við hittumst voru ýmisleg, en mikinn áhuga hafði hann alltaf á fyrirtækinu sem hann átti þátt í að stofna með föð- ur mínum, Rafport. Hann hafði staðið sína plikt þar í fjölda ára, en nú er ég tekinn við, og var honum alltaf um- hugað um gengi fyrirtækisins og fékk alltaf að fylgjast með í gegnum mig, og var hann stoltur af hvað fyrirtækið hafði vaxið vel frá byrjun og gerir enn. Hann spurði alltaf fyrst hvort að samkomulagið væri ekki gott á milli manna, það var það mikilvægasta. Afi var mjög handlaginn maður. Nokkrir fjölskyldumeðlimirnir eiga fallega útskorið timburgarðborð eftir afa sem að hann dundaði sér við að smíða í skúrnum í Brautarlandinu. Síðan sást það líka alltaf á heimili þeirra hjóna hvað öllu var alltaf vel til haldið og gott var að koma í heimsókn til þeirra, enda gestrisnin mikil. Á góðum sumardegi í Brautarlandinu þegar við sátum úti í garði að njóta veðurblíðunnar þá hafði afi oft á orði að það væri hvergi betra að vera en í Fossvoginum, á meðan hann fór og gaf fuglunum rúsínur. Hann passaði alltaf upp á að gefa fuglunum að borða og það var ótrúlegt hversu gæf- ir þeir voru orðnir því hann gat gefið þeim að borða úr hendinni á sér. Það var eins og það væri eitthvað vina- samband þarna á milli, en þetta lýsir hans gæsku. Elsku amma, megi Guð og englar vaka yfir þér, ég veit að afi gerir það. Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð, og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldu- nautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Afi megi minning þín vera ljós í lífi okkar. Jón Þór Guðjónsson. Elsku afi Jón, ég veit ekki í hvorn fótinn ég á að stíga núna. Undanfarna daga hef ég leitt hugann mikið að því hve vel okkur hefur komið saman alla tíð. Ég man einfaldlega ekki eftir því að hafa nokkurn tímann verið ósáttur við þig – þótt eflaust hafi svo einhvern tímann verið, í einhverju þrjóskukast- inu þegar ég var lítill. Um þig á ég bara góðar minningar. Umhyggja þín, væntumþykja og hjálpsemi voru aðdáunarverð ásamt öllum öðrum þínu frábæru kostum. Þú varst ein- stakur maður, það vita allir sem þig þekktu. Sá árangur sem þú náðir í líf- inu var ótrúlegur. Þú hefur verið mín fyrirmynd frá því ég man eftir mér. Ég er sá sem ég er í dag þökk sé þér. Það eru margir sem hafa orð á því hversu líkir við vorum. Það er mér ákaflega mikill heiður. Af þér hef ég lært meira en af nokkrum öðrum. Það eru algjör forréttindi að vera að hluta til alinn upp af slíkum manni. Við átt- um stríðnina sannarlega sameigin- lega og þú hélst henni og þínu já- kvæða viðhorfi til enda. Ég mun halda áfram að stríða fjölskyldunni fyrir okkar hönd. Við höfum brallað margt saman í gegnum tíðina. Sú minning er sterk þegar við lágum í sófanum í holinu og þú lést mig alltaf fara upp á brúnina og rúlla mér niður á þig. Þá var ávallt mikið hlegið. Við lögðum okkur sam- an í sófanum, þú komst hjólandi yfir dalinn úr Rafport í matinn til ömmu og fékkst þér svo blund. Þá léstu mig breiða dagblað yfir hausinn og við kúrðum saman. Ég kom svo öðru hverju með pabba upp í Rafport sem var alltaf ákaflega spennandi. Þá hljóp ég á bakvið þar sem þú varst að setja saman einingar. Þú fórst svo alltaf inn í litla ísskápinn og náðir í kókdollu og ég trylltist úr kæti. Alltaf var lagt svo mikið upp úr því að gleðja mann. Einn þinn aðdáunarverðugasti kostur að mínu mati er að þú gafst þér tíma fyrir allt. Það lifir sterkt í huga mér þegar þú fórst með mér að kaupa fjallahjólið. Þú hafðir nokkru áður keypt þér eitt slíkt. Ekki var að spyrja að því frekar en fyrri daginn að mér var strax treyst fyrir hjólinu þínu, þó það væri alltof stórt fyrir mig og ég réði ekkert við það. Þú hefur alltaf sýnt mér meira traust en nokk- ur annar og það met ég mikils. Ég fékk að keyra nýjan Patrolinn um tíu ára aldur og þú lést mig hafa lykil að Brautarlandi ef ég þurfti að læra eða þrífa bílinn, maður var alltaf velkom- inn. Eftir kaupin á hjólunum hófust margar og ógleymanlegar ferðir í El- liðaárdalinn. Þú kunnir alltaf vel við þig úti við og þeir ófáir sunnudagsbílt- úrarnir sem við höfum farið í, skoðað margt og hlaupið um dali og fjöll. Mér var mikils virði að heimsækja æsku- slóðir þínar sem þér þótti svo vænt um með Jóni bróður núna fyrir stuttu, þangað hafði ég ekki komið heillengi. Elsku yndislegi afi minn, söknuður minn er mikill. Þú skilur eftir stórt skarð í hjarta mínu sem verður seint fyllt upp í. Ég mun svo lengi sem ég lifi minnast þín og varðveita minning- ar mínar um þig. Hvíldu í friði – við pössum upp á ömmu fyrir þig. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég elska þig óendanlega mikið. Hrafn (Hrabbi). Elsku Jón afi minn, nafni og vinur. Eftir að hafa hlotið þann heiður að vera barnabarn þitt í nærri 20 ár er mér litið til baka. Allar þær góðu minningar sem ég á í huga og hjarta mér mun ég ætíð varðveita og deila með börnum mínum í framtíðinni. Ég man svo vel allar þær stundir sem við áttum saman. Sérstaklega er mér minnisstætt öll þau skipti sem ég kom hjólandi til þín og ömmu Dídí niður í Brautarland. Þið tókuð alltaf svo vel á móti mér, bæði með kossum og faðm- lögum. Amma Dídí tók alltaf til alls- konar kræsingar handa okkur, sem við létum í poka og lögðum af stað í hjólreiðatúr. Hjóluðum við saman frá Brautarlandi í gegnum Fossvoginn og loks niður í Elliðaárdal. Þar sem hjóluðum um allt, þar til þreytan fór að segja til sín og við stoppuðum við ána, settumst í grasið og fengum okk- ar nesti. Mér er einnig minnisstætt öll þau ferðalög sem við fórum í saman. Alltaf þegar við fórum út á land fjöl- skyldan saman og ég pantaði að fá að sitja aftast í Patrolnum þínum, þar sem amma var ansi dugleg við að rétta mér nammi og þá aðallega suðu- súkkulaði. En elsku afi minn, núna hefur þú, eftir að hafa átt góða ævi, yfirgefið þennan heim. Þrátt fyrir öll veikindin sem hrjáðu þig, þá stóðst þú alltaf sem klettur við hlið ömmu og amma við hlið þér. Við munum öll hugsa vel um ömmu, afi minn, líkt og þú gerðir í tugi ára. Megir þú og þín góða sál hvíla í friði himnum á, afi minn, þú góðan stað ert kominn á, veikindin þig þar munu hætta að hrjá, nú þú stendur á fætur og ferð á stjá, fylgjast máttu okkur með himnum of- an frá. Ég elska þig. Þitt barnabarn Jón Örn Eyjólfsson. Farinn ertu jörðu frá og sárt ég þín sakna stundum þig ég þykist sjá á morgnana, þegar ég vakna. Ég veit þér líður vel, afi minn vertu nú hress og kátur innra með mér nú ég finn þinn yndislega hlátur. Fyrir sál þinni ég bið og signa líkama þinn í von um að þú finnir frið og verðir engillinn minn. Hvert sem ég fer ég mynd af þér í hjarta mér ber. (Hanna) Það er alltaf erfitt þegar einhver sem maður elskar deyr. Sorgin krem- ur hjarta manns og tárin koma í flóð- um. En við getum huggað okkur við það að nú getur afi hlaupið um og gert allt sem að hann langar til að gera. Afi, við elskum þig öll og munum sakna þín mikið. Elsku Dídí amma, þú ert svo sterk og dugleg og stappar stálinu í okkur öll. Afi vakir yfir þér og okkur öllum. Magnea, Halldór og börn. Elsku hjartans afi minn. Mikið er ég þakklát fyrir allan þann tíma sem ég fékk með þér. Þegar ég fékk fréttirnar um að þú værir dáinn vildi ég að allt stoppaði. Ég skildi ekki hvernig lífið gat haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. Fólk og bílar á ferð út um allt og alls staðar í kring- um mig var líf, en þú varst dáinn. Hvernig var þetta hægt? Ég veit að þú varst orðinn gamall og ég var búin að búa mig undir að það væri farið að síga á seinni hlutann. En það er svo óendanlega sárt að vera búin að missa þig. En minningarnar um þig, þær verða ávallt í hjarta mínu. Við töluðum oft um hvað það væri sterk tenging á milli okkar. Það fund- um við sérstaklega þegar ég bjó í Am- eríku. Þegar ég var búin að hugsa mikið til þín og ömmu hringdi síminn undantekningarlaust og þá varst þú, afi minn, hinum megin á línunni. Svo komuð þið amma í heimsókn til okkar. Þá var sko kátt í kotinu okkar. Í hálfan mánuð vorum við saman og áttum yndislegar og skemmtilegar stundir saman. Já, þær eru margar minningarnar sem ég get yljað mér við. Ég að kúra í holunni á milli ykkar ömmu, allar samverustundirnar í Brautó en þar var ég alltaf með annan fótinn. Í fyrsta og eina skiptið sem þú söngst fyrir mig. Það var daginn eftir að Dagný dóttir mín var skírð. Þá mundi enginn hvernig ljóðið Dagný eftir Tómas Guðmundsson var. Morguninn eftir hringdir þú í mig og söngst fyrir mig ljóðið við lagið hans Sigfúsar Halldórssonar í gegnum símann. Ég verð að minnast á hvernig þú hefur ávallt tekið hlutskipti þínu í líf- inu með æðruleysi og jákvæðum huga. Þegar þú ákvaðst að leggja Pat- rolnum vegna þess að fæturnir voru hættir að hlýða þá settir þú lyklana upp á snaga og hugsaðir ekki um það meir. Bíllinn var hins vegar í ár eða tvö úti fyrir framan húsið og ég ásamt fleirum fengum hann lánaðan í lengri eða styttri ferðir. Svo þegar þú þurftir á hjólastól að halda og kippirnir í fót- unum ullu þér svo miklum óþægind- um þá varst þú glaður yfir því að það varst þú sem varst veikur en ekki ein- hver sem var yngri. Svo brunaðir þú um allt á rafmagnsstólnum þínum og að sjálfsögðu var hann merktur: R 2702. Nú ætla ég að taka hana Dídi ömmu mér til fyrirmyndar, þegar ég felli tár vegna þín, afi minn, þá verða það gleðitár, því nú líður þér betur. Ég er alveg handviss um að þú ert farinn að hlaupa um og stríða á góðum stað. Þú verður í hjarta mínu að eilífu, elsku besti afi minn. Þín, Hrönn. Jóni mági mínum kynntist ég fyrst þegar systir mín Arndís kom með hann á heimili foreldra okkar til kynn- ingar. Upp frá því hafa leiðir okkar legið saman í sátt og samlyndi. Þau hjónin áttu stóran hóp ættingja og vina sem voru jafnan aufúsugestir á þeirra heimili. Jón var mikill og góður heimilisfaðir sem bar velferð barna sinna og barnabarna mjög fyrir brjósti. Heimilið var hans stóri kastali þar sem þau hjónin bjuggu sér og af- komendum sínum öruggt skjól. Jón Guðjónsson lærði rafvirkjun og aflaði sér meistararéttinda í Reykja- vík og starfaði árum saman með Svav- ari Kristjánssyni rafvirkjameistara. Voru þeir samhentir mjög og öfluðu sér fljótt virðingar meðal annarra fag- manna i byggingariðnaðinum. Mörg stór og erfið verkefni, sérstaklega í nýbyggingum, tóku þeir félagar að sér og luku ávallt með miklum sóma. Vandvirkni og snyrtimennska var Jóni í blóð borin, hvort sem var í vinnu eða á heimili. Aldrei var skilið svo við verkefni að ekki væri þrifið eftir sig, enda var sama hvort gægst var í verk- færatösku Jóns, skrifstofu eða geymslu, allt var hreint og öllu snyrti- lega upp raðað. Jón, Svavar, Einar Gunnarsson málarameistari og Ingimar Magnús- son húsasmíðameistari stofnuðu sam- an byggingafyrirtækið Afl sf. upp úr 1960 sem rekið var af miklum mynd- arskap og dugnaði í áraraðir. Jón og Guðjón sonur hans stofnuðu síðar saman fyrirtækið Rafport ehf. sem Guðjón rak þar til á síðasta ári að hann seldi það syni sínum Jóni Þór með öðrum. Rafport hefur frá upphafi flutt inn vandaðar þýskar rafvörur í fremstu röð. Jón var því maður fram- kvæmda, sem treysti á eigið afl og sá fyrir ýmsa nýja möguleika til fram- fara á sínu verksviði. Jón mágur var ekki bara duglegur og framsýnn verk- maður heldur var hann einnig mikill náttúruunnandi. Hann fór ótal ferðir um hálendi Íslands og var jafnan með hugann við heimahagana á Ströndum. Þá var hann fróður um frændgarð sinn bæði á Ströndum og í vestur- heimi. Faðir okkar Arndísar, Guðjón Jónsson, hafði mikið dálæti á ferða- lögum og náttúruskoðun eins og Jón Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.