Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 35
sveitar. Benda mætti á ýmis mann-
virki, sem hann átti stóran þátt í að
ráðist var í að byggja. Siggi átti ekki
langt að sækja framkvæmdagleðina;
faðir hans Grétar Brynjólfsson, var
hugmyndaríkur og framkvæmda-
glaður á árum áður og móðir hans,
Þórunn Sigurðardóttir á Skipalæk,
er þekkt fyrir eljusemi sína, dugnað
og hjartahlýju.
Héraðsmenn hafa því misst mik-
inn athafnamann og góðan dreng.
Ég veit hann átti mikið ógert, enda
aðeins 51 árs gamall. Mestur og sár-
astur er að sjálfsögðu missir hans
nánustu. Ég bið góðan Guð að
styrkja fjölskyldu Sigga, Grétu konu
hans, börnin hans þrjú, foreldra,
systkini, ættingja og vini. Blessuð sé
minning Sigurðar Grétarssonar.
Helgi Gíslason frá Helgafelli.
Við óvænt og ótímabært fráfall
vinar setur okkur hljóð. Minningar
leita á hugann og tíma tekur að átta
sig á hver raunveruleikinn er.
Kynnin við Sigga Grétars ná aftur
til ársins 1975. Þá hófum við saman
nám í 1. hluta Tækniskóla Íslands.
Siggi var okkar yngstur en örlögin
hafa nú hagað því á þann veg að
hann kveður okkur fyrstur. Strax í
skóla mynduðust góð kynni og mikil
samstaða í þessum tiltölulega litla
bekk. Í útskriftarferðinni 1978 var
það endanlega fastmælum bundið að
árlega skyldu félagar hittast, eiga
saman góða daga og treysta vina-
böndin. Hefur sú orðið raunin. Í tím-
ans rás hefur auðvitað orðið nokkur
breyting á þessum samkomum okk-
ar, börn og barnabörn bæst í hópinn
og breyting orðið á högum manna.
Þessir tíðu fundir okkar FHÍO-fé-
laga hafa gert það að verkum að
tengslin hafa aldrei rofnað og marg-
ar góðar minningar eru frá þessum
samverustundum.
Nafn hópsins okkar, FHIO, á sér
skírskotun í hugsanagang ungra
manna sem voru að hefja störf á
vinnumarkaði, eftir nám, en verður
ekki útskýrt hér.
Ein af fyrstu eiginlegu samkom-
um hópsins var eystra hjá Sigga og
Önnu Guðnýju á Ullartanganum.
Þar mætti hópurinn ásamt mökum
og átti góða helgardvöl. Sú síðasta
var sl haust, einnig eystra, hjá Sigga
og Grétu á Skipalæk.
Fyrirhuguð var nú á haustdögum
árleg samkoma hópsins eða hinn 16.
nóvember sl. Þessari samkomu
frestuðum við, þó að við vissum að
sjálfur hefði vinur okkar lagt að okk-
ur að koma saman og sprella sem
aldrei fyrr. Of stórt skarð er, fyr-
irvaralaust, komið í hópinn og við fé-
lagarnir þurfum eins og aðrir tíma til
að vinna úr þessu. Víst er þó að á
næsta FHÍO-i lyftum við glasi vini
okkar til heiðurs.
Í lífi vinar okkar höfðu orðið tíma-
mót. Leiðir hans og Önnu Guðnýjar
skildu. Síðar kynntist hann henni
Grétu sinni og hóf með henni sam-
búð. Saman áttu þau soninn Sigur-
jón Torfa. Merktum við vel að já-
kvæð teikn voru á lofti í lífi vinar
okkar.
Dæturnar Þórunn Gréta og Krist-
ín Arna eru vaxnar úr grasi. Þær
hafa báðar verið, og eru, virkir þátt-
takendur í leik og starfi FHIO-hóps-
ins. Þar var Siggi, á sinn hljóðláta
hátt, alla tíð hrókur alls fagnaðar.
Kæri félagi, þessi fáu minningar-
orð fylgja þér úr hlaði. Starfsferill
var hér ekki rakinn, aðeins rifjuð
upp kynni við skólabróður og vin.
Vin sem svo ótímabært er frá okkur
tekinn. Allir aðstandendur FHÍO-
hópsins sakna gengins vinar. Send-
um við ástvinum hans öllum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Benedikt Skarphéðinsson,
Bragi Þór Haraldsson,
Einar Gíslason,
Jón Örn Berndsen,
Reynir Elíesersson,
Róbert Eyjólfsson og
Þorsteinn Friðþjófsson.
Horfið er nú sumarið og sólin,
í sálu minni hefur gríma völd.
Í æsku léttu ís og myrkur jólin,
nú einn ég sit um vetrarkvöld.
(V.V)
Við ótímabært fráfall Sigurðar
Grétarssonar er söknuður sár. Eftir
situr minning um lítinn ljóshærðan
ljúfan dreng, uppáhald „Göggu“
frænku og vin Tomma. Þeir voru V.
Minning um fullvaxta mann, dugleg-
an, traustan vin. Hann var einstak-
lega hjálpsamur, þar nutum við góðs
af. Far þú í friði, frændi og vinur,
hafðu þökk fyrir samfylgdina.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt ég verð að segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
(V.V.)
Elsku Þórunn, Grétar, Gréta, Þór-
unn Gréta, Kristín Arna, Sigurjón
Torfi og aðrir ástvinir, Guð veri með
ykkur.
Björg og Tómas.
Það gerist stundum að slík tíðindi
berast án nokkurs fyrirvara að mað-
ur veit tæpast hvort maður er vak-
andi eða kominn inn í heim einhvers
óraunveruleika.
Svo fór fyrir undirrituðum hinn 4.
nóvember sl., þegar honum voru
borin þau válegu tíðindi að Siggi
Grétars, eins og hann var ætíð
nefndur af kunnugum, hefði látist
skyndilega, á ferð sinni erlendis.
Það tók langan tíma að átta sig á
hinum blákalda raunveruleika, að
þessi þróttmikli maður á besta aldri
skyldi hrifinn á brott úr þessum
heimi svona hratt og löngu fyrir þau
tímamót sem æskileg geta talist. Við
Siggi höfðum verið að vinna að fram-
gangi ákveðinna framkvæmda mán-
uðina fyrir andlát hans, og síðast átt-
um við tal saman tveimur dögum
áður en það dundi yfir, þá var hann
eins og ætíð fullur atorku og áhuga á
því sem var að gerast sem og einnig
á því sem óunnið var.
Það var mikill styrkur í því að hafa
þennan mikilhæfa og samviskusama
mann með sér í önnum hinnar líð-
andi stundar, allir hlutir voru svo
auðveldir og auðleysanlegir í hans
aðgerðum.
En svona er lífið, stundum alltof
miskunnarlaust að manni virðist.
Það er stórt skarð fyrir skildi.
Stærsta skarðið og mestur söknuð-
urinn er hjá sambýliskonu, börnum,
öldnum foreldrum og öðrum ætt-
ingjum.
En Siggi var víða virkur og tók
þátt í svo mörgu. Stórt skarð er
höggvið og mun verða vandfyllt, og
hans er af mörgum saknað. En tím-
inn græðir öll sár.
Við hjónin áttum þess kost að
kynnast Sigga allvel á þeim 17 árum
sem við dvöldum í Fellabæ. Við telj-
um okkur betra fólk vegna þeirra
kynna. Hann hafði bætandi áhrif á
umhverfi sitt.
Við Elsa þökkum Sigga góð kynni
í gegnum árin og óskum honum vel-
farnaðar á því nýja tilverustigi sem
við trúum að öllu góðu fólki farnist
vel á handan hinna miklu landa-
mæra.
Elsku Gréta, Sigurjón Torfi, Þór-
unn Gréta, Kristín Arna, Þórunn,
Grétar, Nonni bróðir aðrir ættingjar
og vinir Sigurðar Grétarssonar.
Okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Tíminn læknar. Minning um
mætan mann lifir.
Hreggviður og Elsa.
Siggi er dáinn! Mikið ótrúlegri
upphringingu er varla hægt að fá.
Siggi sem var alltaf allt í öllu alls
staðar. Siggi var í það mörgu að það
er eins og bærinn verði hálfmann-
laus án hans.
Við kynntumst Sigga í gegnum
störf okkar hjá Héraðsverki. Við
þekktum lítið til þessa manns er
hann tók á móti okkur, í gallajakkan-
um, sallarólegur og byrjaði að
spjalla. Svo voru málin rædd laus-
lega, svona aðeins til að kynnast, en
svo var okkur hent beint ofan í djúpu
laugina, með Sigga á bakkanum allt-
af tilbúinn til aðstoðar. Þetta lýsir
Sigga ágætlega, því vinalegri,
skemmtilegri, hjálpfúsari og dug-
legri maður er vandfundinn.
Dugnaðurinn í honum Sigga var
ótrúlegur. Það skipti engu máli hvað
klukkan var þegar við mættum í
vinnuna eða hvenær vinnu lauk, allt-
af var Siggi á skrifstofunni og létt yf-
ir honum. Sama hvaða vandræði við
komum okkur í og það skipti engu
máli hversu vandræðin voru stór,
alltaf var Siggi jafn traustur, rólegur
og úrræðagóður. Einnig var Siggi
einstaklega skemmtilegur og á ör-
yggisfundum var alltaf beðið í of-
væni eftir „Sigga sögu“ í lok fundar.
Siggi var einstakur stjórnandi og
forréttindi að fá að vinna með og
læra af slíkum manni. Hann samein-
aði að okkar dómi alla stærstu kosti
sem yfirmaður og persóna getur
haft. Hann var ákveðinn en á sama
tíma mjög sveigjanlegur, hann var
feikilega duglegur en virtist alltaf
hafa tíma, hann var ýtinn en þolin-
móður, hann var alvörugefinn en
stutt í húmorinn, skipulagður en af-
slappaður, ótrúlegur vinnuþjarkur
en mikill fjölskyldumaður.
Honum varð oft tíðrætt um dætur
sínar tvær og litla manninn eins og
hann kallaði Sigurjón Torfa. Hann
var mjög stoltur af hversu duglegar
þær voru og rólegheitin í litla mann-
inum voru orðin alþekkt á Héraði.
Þegar Siggi talaði um hana Grétu
sambýliskonu sína var það alltaf með
stolti og þakklæti. Hversu sjálfstæð
og dugleg hún er, tónlistarhæfileika
hennar og þennan ótrúlega skilning
sem hún hafði á vinnugleðinni í hon-
um.
Okkur langar að senda Grétu,
dætrum, litla manninum og öðrum
aðstandendum innilegustu samúðar-
kveðjur.
Við viljum nota tækifærið og
senda Sigga okkar hinstu kveðju og
þakka fyrir frábæran tíma með ein-
stökum manni.
Ágúst Ólason,
Guðríður Guðmundsdóttir,
Guðmundur Ingi
Þorsteinsson.
Kveðja frá Á-listanum
Það er undarleg tilhugsun að hann
Sigurður Grétarsson sé fallinn frá –
eiginlega óraunverulegt að hugsa
sér að svo geti verið.
Þegar menn hverfa svo snögglega
mitt í dagsins önn og eiga svo mörgu
ólokið eru þetta kannski ekki óeðli-
leg viðbrögð.
Þess verður víða vart að Sigurðar
nýtur ekki lengur við, svo öflugur,
áhugasamur og afkastamikill sem
hann var alls staðar þar sem hann
lagði hönd á plóg.
Fljótsdalshérað hefur misst öflug-
an málsvara sem vann að velgengni
þess og raunar Austurlands alls af
atorku og einlægni.
Við sem að Á-listanum stöndum,
og höfum starfað með Sigurði á vett-
vangi sveitarstjórnarmála síðustu
ár, sjáum á bak góðum forystumanni
sem gott var að leita til, til þess að
ræða það sem á döfinni var. Leiðtog-
inn okkar eins og við kölluðum hann
stundum var skemmtilegur og góður
félagi sem með sínum leiftrandi
gleðiglampa í auga átti létt með
mannleg samskipti og að ná fólki
með sér. Hann var alls staðar vel
inni í málum og vann af trúmennsku
og einlægni að öllum góðum málum
sem til framfara máttu verða. Hann
var alltaf eldsnöggur að átta sig og
bregðast við enda var það kannski
hans sérstaða að gera ekkert með
hangandi hendi.
Mest hefur fjölskylda Sigurðar
misst og fyrir hönd samstarfsfólks
Sigurðar á Á-listanum sendi ég
henni einlægar samúðarkveðjur.
Gunnar Jónsson.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 35
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN S. GÍSLADÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Hlévangi í Keflavík
miðvikudaginn 21. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju
föstudaginn 30. nóvember kl. 13.30.
Örn Erlingsson, Ingunn Þóroddsdóttir,
Steinn Erlingsson, Hildur Guðmundsdóttir,
Steinunn Erlingsdóttir, Ólafur Sigurðsson,
Þorsteinn Erlingsson, Auður Bjarnadóttir,
Pálína Erlingsdóttir,
Stefanía Erlingsdóttir,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HELENA OTTÓSDÓTTIR,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
Flúðabakka 1,
Blönduósi,
verður jarðsungin frá Blönduóskirkju mánudaginn
3. desember kl. 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á minningarsjóð MND-félagsins.
Sólveig Georgsdóttir, Hans Kristján Guðmundsson,
Ásta Georgsdóttir, Ingólfur Birgisson,
Georg Ottó Georgsson, Linda Velander,
Sigurður Georgsson, Sólveig Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma og dóttir,
ÞURÍÐUR DÚSSÝ HELGADÓTTIR,
Hólagötu 44,
Vestmannaeyjum,
lést aðfaranótt þriðjudagsins 20. nóvember.
Útförin fer fram frá Landakirkju, Vestmanna-
eyjum, laugardaginn 1. desember kl. 10.30.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hennar er vinsamlegast bent á kven-
félagið Líkn.
Valdimar Þór Gíslason,
Ásgerður Jóhannesdóttir,
Valdimar Karl Sigurðsson,
Kristín Sigurlásdóttir og Þórhallur Þórarinsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
STEFÁN LÁRUS ÁRNASON
múrari,
verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn
30. nóvember kl. 11.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á
hjúkrunarheimilið Skjól.
Kristín Haraldsdóttir,
Stella K. Stefánsdóttir, Stefán Valdimarsson,
Sigrún M. Stefánsdóttir,
Erla D. Stefánsdóttir,
Helga Stefánsdóttir, Leifur Þórsson,
Halla Björk Stefánsdóttir,
barnabörn og langafabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SVAVAR ELÍASSON,
Eyrarflöt 4,
Akranesi,
sem lést á heimili sínu sunnudaginn 25. nóvember,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn
30. nóvember kl. 14.00.
Sigríður Þorbergsdóttir,
Guðrún Jóna Svavarsdóttir, Sigurður Örn Haraldsson,
Jón Smári Svavarsson, Pálína Alfreðsdóttir,
Elín klara Svavarsdóttir, Steinn Mar Helgason,
Hilmar Svavarsson,
Hörður Svavarsson, Ágústa Rósa Andrésdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.