Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Má ekki bjóða herra forseta að hringja í vin áður en hann svarar neitandi í annað sinn? VEÐUR Fram hefur komið í fréttum aðÓlafur F. Magnússon borgar- fulltrúi muni taka sæti í borgar- stjórn á ný öðru hvorum megin við áramót en hann hefur verið í veik- indaleyfi um skeið. Ólafur tekur þá við embætti forseta borgarstjórnar.     Ólafur F. Magnússon var á sínumtíma einn af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og á þar tölu- verða sögu.     Leiðir skildu ámilli hans og Sjálfstæðisflokks- ins vegna ágrein- ings um umhverf- ismál. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið.     Innan Sjálfstæðisflokksins er nú öfl-ugur stuðningur við áþekk sjón- armið í umhverfismálum og Ólafur F. Magnússon hefur barizt fyrir.     Eftir borgarstjórnarkosningarnarvorið 2006 var ljóst að Ólafur F. Magnússon hafði mestan áhuga á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn.     Honum þótti bersýnilega að fram-koma Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn við sig á þeim tíma væri ekki við hæfi.     Í ljósi þessarar sögu verður fróðlegtað fylgjast með samstarfi Ólafs F. Magnússonar og annarra fulltrúa í hinum nýja meirihluta í borgar- stjórn.     Það er ekki endilega víst að hon-um muni líka sú vist.     Ekki er ólíklegt að pólitíkin í borg-arstjórn verði fjörug eftir ára- mót. Og að þar geti allt gerzt. STAKSTEINAR Ólafur F. Magnússon Í pólitíkina á ný SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                           *(!  + ,- .  & / 0    + -                            12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                              !" :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? $# # % %$ %  #$$  # # #   #$ #  #$ # $#$ $# $# $# # % % % % % %$ % % % % % %            *$BC               !    "#  !  $     !   %&   $ !     !  "'!  (%  )!   " *   +    (%  ,     " *! $$ B *! & '( )   (     *+ , * <2 <! <2 <! <2 & )  -". / *0 CD! -         *  -   !    .   !   /%!  $ ! 0!    + " /    1 !  2         ! 3   3 !      " 4&   !" <7  '   !     $ !     .%! " *   5    $ " 12 ' *33  * + ' 4 *  +* -" Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ágúst H. Bjarnason | 28. nóvember Halastjarnan Holmes sem sést hefur … Líklega hafa ekki margir Íslendingar komið auga á hala- stjörnuna Holmes sem enn má sjá á himin- hvolfinu. Veðrið hefur verið með eindæmum leiðinlegt og hentað illa fyrir stjörnuskoðun, ljósmengun truflar, og svo er halastjarnan Holmes hala- laus séð frá jörðinni. Bloggarinn sá hana þó 18. nóvember þar sem hún var í stjörnumerkinu Perseus … Meira: agbjarn.blog.is Eygló Harðardóttir | 28. nóvember Þar vaxa peningar á trjánum … Enn á ný hefur her embættismanna menntamálaráðuneyt- isins undir stjórn menntamálaráðherra lagt fram ný frumvörp um leik-, grunn- og framhaldsskóla. Nýjasta nýtt er að lengja á nám kennara í meistaranám eða úr 3-4 árum í 5 að jafnaði. Þetta sér menntamálaráðherra fyrir sér að muni að sjálfsögðu hækka laun stéttanna … Meira: eyglohardar.blog.is Gestur Guðjónsson | 28. nóvember Andsamfélagslegur áróður VG Enn á ný sýna þing- menn VG að þeir hafa fullan hug á að grafa undan þeirri sam- félagsgerð sem ís- lenska samfélagið byggist á. Nýjasti vitn- isburðurinn er fyrirspurn Auðar Lilju Erlingsdóttur um kristilegt siðgæði í starfsháttum grunnskóla. Spyr hún um hvað átt sé við með því þegar starfshættir grunnskólans skuli því mótast af umburðarlyndi … Meira: gesturgudjonsson.blog.is Kolbrún Baldursdóttir | 28. nóvember Meistaraprófs krafist af kennurum á öllum menntastigum Fjögur ný mennta- frumvörp hafa verið kynnt sem marka nýja menntastefnu á Ís- landi. Mín vitneskja á inni- haldi þessara frum- varpa er fengin úr fjölmiðlum. Ég tel mig strax sjá í hendi mér að í þessum frumvörpum felast margar góðar breytingar og löngu tímabær- ar. Má þar nefna sérstaka áherslu á að iðn- og verknám verði metið til jafns við bóknám og einnig sú sam- fella sem verður í skólastarfinu þar sem eitt skólastig tekur við af öðru. Það sem hins vegar slær mig er að meistaraprófs skuli vera krafist af kennurum á öllum menntastigum. Hér er verið að tala um skilyrði sem ég gæti trúað að erfitt yrði að full- nægja. Ég velti því jafnframt fyrir mér hvort hér sé ekki full langt gengið og hvort það sé raunverulega nauðsyn- legt að setja þau skilyrði að enginn geti kennt t.d. við leik- og grunnskóla öðruvísi en að vera sérfræðingur, þ.e. með meistarapróf. Sú upplifun mín hingað til af kenn- urum, hvort heldur kennurum barna minna eða kennurum sem ég hef starfað með, er ekki sú að þeir hafi verið illa menntaðir nema síður sé. Vissulega eru kennarar mishæfir eins og gengur og gerist í fag- stéttum. En hvort hæfni þeirra til starfsins hafi verið ábótavant vegna þess að þeir hafi ekki haft meist- arapróf í greininni efast ég stórlega um. Ég veit ekki hvað kennurum sjálf- um finnst um þetta menntunarskil- yrði. Eins og staðan er í dag þá vitum við hins vegar að kennarar upp til hópa telja sig fá allt of lág laun miðað við núverandi menntunarstig þeirra og kröfur sem kennarastarfið gerir. Flótti er úr stéttinni núna í aðdrag- anda nýrra kjarasamningsviðræðna og stefnir í neyðarástand í sumum skólum. Verði krafan sú að þeir einir fá kennsluréttindi sem hafi að lágmarki meistarapróf segir það sig sjálft að launin þurfa að hækka verulega. Við kennaranámið eins og það er í dag bætist allt að tvö ár og eykst… Meira: kolbrunb.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR FYRRVERANDI ritstjórar DV, þeir Björgvin Guðmundsson og Páll Bald- vin Baldvinsson, voru í gær sýknaðir af miskabótakröfu manns sem nýtti sér áfengisdauða ungrar konu til að hafa við hana kynferðismök, önnur en samræði. Jafnframt var kröfu hans um að tiltekin ummæli yrði dæmd dauð og ómerk hafnað. Maðurinn var í mars í fyrra dæmd- ur í 12 mánaða fangelsi fyrir misneyt- ingu þ.e. að hafa nýtt sér ölvun og svefndrunga ungrar konu til að hafa við hana kynferðismök. Hann hafði raunar verið ákærður fyrir að hafa átt við hana samræði en þar sem DNA- rannsókn á leggöngum konunnar, sem var í fastasvefni þegar maðurinn framdi brotið, staðfesti það ekki var maðurinn sýknaður af því ákæruat- riði. DV sagði frá málinu á forsíðu undir fyrirsögninni: „Nauðgaði áfengis- dauðri nektardansmey“ og í undirfyr- irsögn sagði: „Vann á Vegas en flúði út á land eftir nauðgunina“. Þessi um- mæli og fleiri í sama tölublaði DV vildi maðurinn að dæmd yrðu dauð og ómerk. Þá krafðist hann þess að rit- stjórarnir yrðu dæmdir til að greiða honum 400.000 krónur til að kosta birtingu á dómnum í þremur dagblöð- um. Krafa mannsins byggðist á því að notkun DV á hugtakinu nauðgun í umræddum fréttum væri röng og misvísandi og hefði valdið honum miska. Hann hefði ekki gerst sekur um nauðgun, eins og brotið var á þeim tíma skilgreint í 194. grein almennra hegningarlaga, heldur misneytingu sem varðaði við 196. grein. Mesta refsing fyrir nauðgun væri 16 ára fangelsi en misneyting varðaði sex ára fangelsi, hið mesta. Víðtæk merking orðsins DV hafnaði kröfum mannsins og af hálfu blaðsins var m.a. byggt á að hvorki orðin nauðgun né misneyting kæmu fyrir í lögum. Svokölluð mis- neytingarmál væru engu að síður, bæði í almennu tali og í fjölmiðlum, nánast alltaf nefnd nauðgunarmál. Þá var bent á að notkun orðsins „nauðg- un“ væri mun víðtækari í almennri málhefð heldur en sú skilgreining sem kemur fram í íslenskri orðabók (2002). Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á rök DV og taldi ennfremur að þetta sjónarmið endurspeglaðist í þeirri breytingu sem var gerð á lögunum á þessu ári en samkvæmt þeirri breyt- ingu varða misneyting og nauðgun sömu refsingu. Því var ekki fallist á að fyrirsagnir og frásögn DV af brotinu hefðu gefið ranga mynd af því. Orðið „nauðgun“ ekki notað ranglega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.