Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 24
ferðalög 24 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson Jól laus við allt stress, hamagang og lætiog milljón fjölskylduboð með mis-skemmtilegum ættingjum. Jól þar sem ánægjan er í fyrirrúmi sem og sú ró sem há- tíðinni ætti að fylgja. Er slíkt til? Líkast til ekki, en undirritaður ímyndar sér þó að ís- lensk jól séu með „hektískara“ móti borin saman við jólahald annars staðar. Raunar hefur hann ekki mikinn samanburð. Hann getur þó borið saman hátíðarhaldið í Berlín og Reykjavík. Ofanskrifað kemur kannski innihaldi þessa greinarkorns ekki svo mikið við, og þó … Í Berlín er líkast til stress og „hektík“ að finna eins og annars staðar. Sennilega er það barasta hlutskipti nútímamannsins. Það er þó hægt að taka þá ákvörðun að hafa gaman og njóta hlutanna í rólegheitum. Eitt af því sem taka má sér fyrir hendur í borg- inni um jólaleytið er að heimsækja einhvern af hinum fjölmörgu jólamörkuðum sem fara þar fram. Þar er iðulega afar þægileg stemning og rólegt andrúmsloft mettað jóla- glögg (á þýsku heitir það Glühwein), bjór, óteljandi tegundum af sætindum – ristuðum möndlum og sykur- og súkkulaðihúðuðum eplum – auk hverskyns matvöru (t.d. má kaupa ½ metra af pylsu: Bratwurst). Að auki er auðvitað hægt að finna allt milli him- ins og jarðar hvað leikföng og föt varðar, bæði hand- og verksmiðjuunnin. Þar sem markaðirnir eru nokkrir er rétt- ast að njörva valið eitthvað niður. Jólamark- aðurinn við Schlossplatz í Mitte er til að mynda skemmtilegur. Þar er að finna tívolí með stóru og voldugu Parísarhjóli og fall- hamri. Í næsta nágrenni er svo hin fræga gata Unter den Linden. Einnig er þar fjöldann allan af mörkuðum að finna, til að mynda við Opernpalais þar sem kaupa má handsmíðuð listaverk og tónlist er flutt. Einnig má geta þess að við Alexanderplatz og á Bebelplatz er skautasvell að finna. Næstu brautarstöðvar eru Spittelmarkt (lestin U2)og Friedrichstraße. Einnig stoppa strætisvagnar og sporvagnar í nágrenninu. Markaðurinn við hina frægu Gedächtn- iskirche við Zoologischer Gartener er einn- ig góður, þó ekki sé nema bara fyrir um- hverfið, en helsta verslunargata borgarinnar, Kurfürstendamm, er þar við. Mæla má að lokum með Lucia-markaðnum í Kulturbrauerei í Prenzlauer Berg. Þar kem- ur til dæmis jólasveinninn daglega í heim- sókn, milli fimm og sex. Að auki er þétt dag- skrá um helgar upp úr klukkan fjögur fyrir börn ásamt leiktækjum og öðrum skemmti- legheitum. Flestir markaðir borgarinnar opnuðu 26. nóvember og eru margir hverjir opnir fram í janúar. Opnunartíminn er mismunandi, en nokkuð öruggt er að þeir séu annað hvort opnir til níu eða tíu alla daga. Ef þið eigið leið um Berlín fyrir jólin ætt- uð þið ekki að láta ykkur vanta á jólamark- að! Rölt um markaði í jólaborginni Berlín Ljósmynd/Ólafur Pylsur Langar bratwurst pylsur er meðal þess sem hægt er að narta í á jólamarkaði. Jólastemning Jólahúsin eru að sjálfsögðu skreytt eftir öllum kúnstarinnar reglum. Ég ætlaði alls ekki að fara íþessa ferð og hváði baraþegar vinur minn hafði áorði hvort ég ætlaði ekki að skella mér með. Ég spurði hvort hann væri eitthvað bilaður að detta í hug að ég, sem er enginn hjólagarp- ur, færi í viku hjólaferð til Kambó- díu,“ segir Arnar Barðdal sem er ný- kominn heim úr tveggja vikna ferð til Asíu, þar sem hann hjólaði í heila viku um framandi slóðir í Kambódíu. „Þessi vinur minn er mikill hjóla- garpur og hefur meðal annars farið í hjólaferð til Kúbu, og þegar hann sendi mér ferðaplanið vegna hjóla- ferðarinnar til Kambódíu, til þess náttúrlega að freista mín, þá kolféll ég gjörsamlega fyrir þessu og ákvað að skella mér með og sé ekki eftir því. Þetta var meiriháttar upplifun.“ Ferðin var jómfrúferð á hjólum á þessum slóðum og var á vegum ferða- skrifstofunnar Óríental – Aust- urlenska ævintýrafélagsins, sem sér- hæfir sig í Suðaustur-Asíu. „Ég vissi í raun ekkert hvað ég var að fara út í en þetta var algjört æv- intýri. Fjölbreytnin var svo mikil og það er einstök upplifun að vera svona mikið úti í náttúrunni á ókunnum slóðum. Við lögðum að baki rúma 500 kílómetra á hjólunum og ég var svo- lítið hræddur um að það yrði erfitt að hjóla tugi kílómetra á dag. En það fylgdi okkur trússbíll alla leið og hægt var að fara upp í hann ef fólk vildi. En það kom aldrei til þess og þetta var alls ekki erfitt. Maður gleymdi sér alveg og ég fann ekki fyrir þessu þó svo að hitinn væri kannski 30-35 gráður, enda er vind- kæling í því að vera hjólandi. Við fengum alls konar veður, líka grenj- andi rigningu, en hún var heit og góð og ekkert nema hressandi að verða gegndrepa,“ segir Arnar en játar þó að einn dagurinn hafi verið skrambi erfiður. Hrunin brú og lítt girnilegur veitingastaður „Þá hjóluðum við frá Pailin til Bat- tambang, og vorum í hnakknum frá klukkan sjö um morguninn til sjö um kvöldið. Við þurftum að hjóla eftir moldargötum sem voru holóttar og illfærar. Þetta var 85 kílómetra leið um afskekktar sveitir og meðal ann- ars varð á vegi okkar brú sem hafði hrunið og miklar bílaraðir höfðu safn- ast báðum megin við hana. En við komumst leiðar okkar á hjólunum. Trússbíllinn okkar varð aftur á móti strand og við misstum því af nestinu okkar og þurftum að finna okkur Fljótandi fiskimannaþorp Kröfur í híbýlum eru ólíkar því sem við þekkjum. Fábrotið Sveitin var falleg og aðstæður fólks fátæklegar. Ljósmynd/ Björn Ófeigsson Í litlu þorpi Arnar fyrir miðju ásamt félögum sínum Ragnari Ingólfssyni og farastjóranum Viktori Sveinssyni. Gott að hjóla í kambódískri rig Hvað fær fólk til að fara alla leið til Asíu og setjast þar á hjólafák og ferðast á honum í vikutíma? Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti mann sem stjórn- ast af ævintýraþrá. Ljósadýrð Stórt og mikið parísarhjól er að finna á jólamarkaðnum við Schlossplatz í Mitte.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.