Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Í fríblaðinu Myndir mánaðarinser einkennileg lýsing á einnimyndinni, sem sögð er ung-
lingamynd áður en dregið er í land
með þessum orðum: „Það er því í
raun ekki hægt að tala um hana
sem unglingamynd heldur sem
mjög mannlega mynd.“ Þessi
klaufalega klausa er gott dæmi um
þann kross sem unglingamyndir
sem og -bækur þurfa að bera, um
leið og saga sem fjallar um ung-
linga er orðin góð þá er hún hætt að
vera unglinga-, því fátt hefur verra
orð á sér en unglingamyndir –
nema vera skyldi unglingabækur.
Sem er merkilegt, því hvaða ármannsævinnar bjóða upp á
meiri dramatík, súrrealískari kó-
mík eða meiri spennu en þessi þver-
sagnakenndu ár? Þetta eru árin
sem náttúran valdi til þess að
breyta okkur úr börnum í menn og
konur – og í raun mætti vel færa þá
líkingu yfir á velflestar bók-
menntir, þær snúast um baráttuna
fyrir því að verða almennileg
manneskja, og sjaldan verður bar-
áttan blóðugri en einmitt á ung-
lingsárunum. En það er eins og
bölvunin sem er á unglingabókum
hafi fælt flesta okkar bestu höfunda
frá, þeir virðast mun ófeimnari að
semja barnabækur en unglinga-
bækur sem virðist þykja það óf-
ínasta af öllu, jafnvel hjá þeim sem
semja klaufalega kynningartexta.
En einmitt út af þessu var svogaman þegar ég kom heim
eftir sjoppuferðina og fór að
glugga í smábók nokkra sem ég
hafði keypt af rælni fyrr um dag-
inn, teiknisöguna Re-Gifters. End-
urgjafarar myndi titillinn útlegg-
jast, fólk sem endurnýtir gjafir sem
því er gefið og gefur aftur ein-
hverjum öðrum. Aðalpersónan er
skapbráð kóresk unglingsstelpa úr
úthverfum Los Angeles sem missir
ki-ið sitt (ki er lífsþrótturinn sem
veitir þér styrk í kóreskum fræð-
um, chi í kínverskum) þegar hún
verður skotin í strák, sem er afar
slæmt því hún þarf ki-ið til þess að
standa sig í hapkido, kóresku bar-
dagaíþróttinni sem átti hug hennar
allan þangað til hormónarnir komu
til sögunnar. Baráttan við að finna
ki-ið aftur, átta sig á ástinni og
koma lífinu aftur á réttan kjöl virð-
ist nær ómöguleg en þegar hún fær
hjálp frá fornum kóreskum bar-
dagamönnum og óvæntum vinum
þá er allt mögulegt – og hugmynda-
auðgin í sögunni og innsýnin í það
hve unglingar geta verið frábært
fólk fær mann til þess að trúa því að
allt sé mögulegt í unglingabók-
menntum.
En því miður virðist unglinga-bókin vera deyjandi bók-
menntagrein hjá þessari meintu
bókaþjóð. Er hugsanlega búið að
heilaþvo alla rithöfunda og þýð-
endur landsins á viðkvæmum aldri
og þeim talin trú um að unglinga-
bækur séu allar rusl? Undanfarin
ár er maður nánast hættur að finna
unglingabækur í bókatíðindum, þar
eru aðallega gelgjubækur.
Sem er alls ekki sami hluturinn.
Gelgja er í raun miklu nákvæmara
orð yfir hnakka og aðrar svipaðar
dýrategundir. Gelgja er eitthvað
tómt, táknmynd tilgangsleysis og
haturs gagnvart því sem skiptir
máli í lífinu. Vissulega tengist hún
oft unglingsárunum enda verður
hún til þá, en sem gríma. Gríma
manneskju sem er að glíma við til-
finningar sem tilheyra jöfnum
höndum barni og fullorðinni mann-
eskju, gríma fyrir manneskju sem
getur ekki tjáð sig skiljanlega um
hvernig henni líður af því sjálf
kvikan á henni er á fleygiferð á bak
við. Sumir þurfa aldrei þessa
grímu, aðrir nota hana tímabundið
– en sumum tekst ekki að losna við
hana þótt unglingsárin séu löngu
liðin. Það er líklega út af því að þeir
fengu ekki almennilegar unglinga-
bækur til að vinna úr þessu.
Eru unglingar fólk?
AF LISTUM
Ásgeir H. Ingólfsson
Bardagakona Dixie (Dik Seong Jen) Verðugur arftaki Holden Caulfield
og David Copperfield – og myndi örugglega hafa báða undir í slag.
» Gelgja er eitthvaðtómt, táknmynd til-
gangsleysis og haturs
gagnvart því sem skiptir
máli í lífinu.
asgeirhi@mbl.is
Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir
Dan in Real Life kl. 3:40 - 5:45 - 8 - 10:15
Dan in Real Life kl. 3:40 - 5:45 - 8 - 10:15 LÚXUS
Wedding Daze kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára
Balls of Fury kl. 4 - 6 - 8 B.i. 7 ára
Heartbreak Kid kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Lions For Lambs kl. 10 B.i. 12 ára
Ævintýraeyja Ibba m/ísl. tali kl. 4 - 6
Dan in Real Life kl. 8 - 10
Rendition kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
Wedding Daze kl. 6 (síðustu sýn.) B.i. 10 ára
Rogue Assassin kl. 6 (síðustu sýn.) B.i. 16 ára
Sími 564 0000Sími 462 3500
Dan in Real Life kl. 5:45 - 8 - 10:15
La Vie en Rose kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára
Lions For Lambs kl. 6 - 10:30 B.i. 12 ára
This is England kl. 6 - 8 - 10 * Gildir á allar
sýningar merktar
með rauðu
450
KRÓNUR
Í BÍÓ
*
Sími 551 9000
Ve
rð a
ðeins
600 kr
.
Með íslensku tali
- Kauptu bíómiðann á netinu -
THIS IS
ENGLAND
FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRUM
"THERE´S SOMETHING
ABOUT MARY"
ÁSTARSORG
Gríðarstór
gamanmynd
með litlum
kúlum!
BORÐTENNISBULL
Vönduð frönsk stórmynd,
sem er að fara sigurför um heiminn,
um litskrúðuga ævi Edith Piaf.
LÍF RÓSARINNAR: SAGA EDITH PIAF
Stórskemmtileg rómantísk
gamanmynd um ungan mann sem er
sannfærður um að hann muni aldrei
verða ástfanginn aftur!
Sannkölluð stórmynd
með mögnuðum leikurum.
LJÓN FYRIR LÖMB
eeee
- V.J.V., Topp5.is
eeee
- EmpireDAN Í RAUN OG VERU
Frábær
róman
tísk ga
man-
mynd e
ftir ha
ndrith
öfund
About
a Boy
Eitthvað hefur komið fyrir Dan.
Það er flókið.
Það er óvenjulegt.
Það er fjölskylduvandamál.
Steve Carell úr 40 year Old Virgin
og Evan Almighty leikur ekkill sem
verður ástfanginn af kærastu bróður síns!
S T E V E
C A R E L L
Hvað ef sá sem þú elskar...
Hverfur sporlaust?
eeee
- H.J. Mbl.
eeee
- T.S.K., 24 Stundir
eee
- Ó.H.T., Rás 2
“Grípandi!”
eee
- H.J., MBL
“Töfrandi”
NOEL Gallagher, forsprakki
bresku rokksveitarinnar Oasis, fær
sérstaka lögreglufylgd næstu daga,
eftir að brjálaður maður reyndi að
ná til hans.
Oasis vinnur nú að sinni sjöundu
breiðskífu í Abbey Road-hljóð-
verinu í Lundúnum, og fyrir
skömmu kom þangað Grikki nokk-
ur sem hélt því fram að Gallagher
hefði stolið lögum frá sér. Mað-
urinn var mjög reiður og krafðist
þess að fá að ræða við Gallagher, en
starfsfólk hljóðversins hringdi um-
svifalaust á lögregluna. Þegar hún
kom á staðinn var maðurinn á bak
og burt. „Hann var alveg brjálaður
og var greinilega ekki með öllum
mjalla. Hann hélt því fram að Noel
hefði stolið nokkrum lögum sem
verða á nýju plötunni, og svo hótaði
hann að ráðast á hann,“ sagði heim-
ildarmaður dagblaðsins The Sun.
Í kjölfar atviksins var ákveðið að
Oasis fengi lögreglufylgd til og frá
hljóðverinu næstu daga.
Lögreglumennirnir sem komu í
hljóðverið spurðu hvort þeir gætu
fengið að heyra eitthvað af nýju
plötunni, en þeirri beiðni var hafn-
að.
Noel Gallagher Það er ekki tekið út
með sældinni að vera frægur.
Hótaði Noel
Gallagher