Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 37
með henni og fengið að kveðja hana almennilega. Það var erfitt en ómet- anlegt. Nú segjum við eins og hún sagði alltaf við börnin sín; Guð verndi þig og varðveiti hvar sem þú ert, elsku amma. Guðmundur og María Kristín. Vinkona mín Maggý Lárentsínus- dóttir í Stykkishólmi er látin. Hún hét sérstöku nafni og sjálf var hún sérstök. Sómakona sem ekki mátti vamm sitt vita, hlý og vönduð á besta máta. Hún var sannur Hólm- ari eins og þeir geta bestir verið og vilja vera, átti heima í Stykkishólmi frá vöggu til grafar. Hún ólst upp í stórum systkinahópi, var elst, giftist Hólmara, Ágústi Bjartmars, og saman eignuðust þau þrjú fyrir- myndarbörn og fallegt heimili. Allt eins og best var á kosið og fólk vill hafa lífið: Samrýnt fólk þar sem reglusemi er í fyrirrúmi. Ég trúi að hún hafi verið bæði góð systir og eiginkona og ég veit að móðir og amma var hún einstök. Ég á margar fallegar myndir af Maggý í huga mínum. Sú fyrsta er frá því þegar ég kom sem unglingsstúlka vestan úr eyjum til Stykkishólms, hún var þá farin að vinna á símanum. Hún sat við gamla skiptiborðið við vinnu sína, gekk þá með frumburðinn. Ég hlýt að hafa heillast af henni því svo ótrúlegt sem það er, þá man ég hvernig hún var klædd. Þegar ég flutti í Stykkishólm nokkrum árum seinna og bjó í Norska húsinu þá gengu þau hjónin alltaf framhjá þegar þau fóru í kirkju, en hún söng alla tíð í kirkjukórnum, flott hjón og virðuleg. Leiðir okkar lágu svo sam- an í Kvenfélaginu. Þar vorum við saman í stjórn og upp frá því vorum við vinkonur. Við urðum því harla glaðar þegar börnin okkar urðu hjón og við eignuðumst sömu barna- börnin, Maríu Kristínu og Guð- mund. Hún var yndisleg amma, því hún var einstaklega barngóð mann- eskja. Við nutum þess nokkrum sinnum að vera öll saman í veiði- og sumarhúsi og eigum við hjónin mjög góðar minningar frá þeim dögum og ýmsum hátíðarstundum. Síðustu ár- in voru erfið og mikið ok að geta ekki tjáð sig með orðum, en við reyndum að tala saman með því að skoða myndir af fólkinu okkar og ég fann að hún var ánægð með það nýja samband sem þar hefur þróast. Við áttum það sameiginlegt eins og fleira. Við hjónin þökkum samfylgdina og vottum fjölskyldunni innilega samúð. María S. Gísladóttir, Mosfellsbæ Í dag verður kvödd frá Stykkis- hólmskirkju sómakonan Maggý Lárentsínusdóttir. Þegar ég fluttist til Stykkishólms á sínum tíma buðu þau Maggý og Ágúst mér að dvelja hjá sér fyrstu vikurnar uns fjölskyldan gat öll flutt og við kom- ið okkur fyrir í nýju umhverfi. Þá kynntist ég mjög vel mannkostum Maggýjar og grandvörum lífsmáta sem þau Ágúst höfðu tamið sér í öllum samskiptum. Ég varð þess einnig áskynja hversu miklir Hólmarar þau voru og hversu ríkar tilfinningar Maggý hafði gagnvart því að samfélaginu vegnaði vel og þar ættu sér stað framfarir og framþróun. Hún leit á það sem skyldu sína að ganga til þeirra verka á vettvangi félagsstarfa sem komu að gagni og gátu verið upp- byggileg. Áratuga starf hennar í kirkjukór Stykkishólmskirkju bar þessu glöggt vitni. Í tæp átta ár vorum við nágrann- ar við Skólastíginn í Stykkishólmi og hittumst daglega og áttum margvísleg samskipti vegna odd- vitastarfa Ágústar auk þess sem vinátta og samstarf móður minnar og Maggýjar á vettvangi kven- félaganna og orlofsnefndar hús- mæðra á Snæfellsnesi leiddi til enn frekari samskipta og góðra kynna. Hún var hollur ráðgjafi ungum bæjarstjóra en tranaði sér ekki fram þrátt fyrir einarðar skoðanir á mönnum og málefnum. Með sinni hógværu og fáguðu framkomu gekk Maggý að hverju verki og skapaði sér virðingu jafnt ná- granna sem þeirra bæjarbúa sem kynntust henni í leik og í starfi. Starfsvettvangur hennar í áratugi var á símstöðinni og pósthúsinu. Í því starfi átti hún samskipti við flesta bæjarbúa og þekkti alla. Hún naut þess að sinna mikilvægu þjón- ustuhlutverki sem veitt var á sím- stöðvum landsins fyrir daga far- síma og póstsendinga um netið. Nú þegar Maggý er kvödd hinstu kveðju þakka ég fyrir farsæla sam- fylgd, votta henni virðingu mína og sendi Ágústi og fjölskyldu þeirra innilegar samúðarkveðjur frá okk- ur Hallgerði. Sturla Böðvarsson. Við Maggý kynntumst fyrst í gegnum Góðtemplararegluna. Hún var í fararbroddi Barnastúkunnar Björk í Stykkishólmi. Ég var þá ný- kominn í Hólminn og gekk strax til liðs við stúkurnar. Þar mynduðust góð kynni sem entust okkur báðum. Árið 1954 varð ég stöðvarstjóri Pósts og síma í Hólminum og þá var hún starfsmaður hjá mér, traustur og sérstaklega vakandi um velferð stofnunarinnar. Ekki gat ég hugsað mér betri starfskraft og þar var ætíð gott andrúmsloft. Barnastúkan var mér kær. Hún var afar fjölmenn. Það þótti sjálf- sagt að skólanemendur væru fé- lagar og það var gæfa fjölda félaga hennar. Fundirnir voru þannig að hver bekkur skólans hafði atriði undir leiðsögn kennara. Þetta setti svip á starfsemina. Maggý var ein af þeim sem stóðu vörð um starfið og var alltaf tilbúin að rétta hjálp- arhönd þegar þess var þörf. Hún eignaðist traustan lífsföru- naut og heimili sem var til fyrir- myndar. Ég kom þar oft og gagn- kvæmt. Við Ágúst, eiginmaður hennar, áttum svo eftir að vinna saman á öðrum vettvangi og eign- ast eyju hér skammt frá bænum og ekki spillti það fyrir vináttunni. Þessar línur mínar eiga að vera fyrst og fremst þakkarefni fyrir góða og trausta samfylgd öll þessi ár sem ég hef unað hér í Hólminum, en þau eru að verða 66. Það er því margs að minnast, sérstaklega vin- áttunnar við hennar heimili. Það er geymt en ekki gleymt. Góðar minningar gleymast aldrei og söknuðurinn segir til sín. Um leið og ég kveð Maggý bið ég henni allrar blessunar á nýjum vettvangi. Við trúðum því bæði að eftir þetta líf myndi annað betra taka við. Ástvinum og skyldfólki sendi ég mínar bestu samúðarkveðjur. Árni Helgason, Stykkisshólmi. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 37 Þrúgandi spenna í sveitakeppni í Kópavogi Það er gríðarleg spenna í sveita- keppninni hjá BK, því aðeins munar 4 stigum á þriðju og áttundu sveit. Staða efstu sveita er þessi: Þórður Jörundsson 79 Loftur Pétursson 66 Bernódus Kristinsson 59 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 23. nóvember var spilað á 18 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S: Alfreð Alfreðsson – Alfreð Viktorss. 383 Bragi Björnsson – Auðunn Guðmss. 341 Bjarnar Ingimarss. – Albert Þorsteinss. 337 Sigurður Herlufs. – Steinmóður Einarss.334 A/V Einar Einarsson – Magnús Jónsson 413 Kristján Þorláksson – Jón Sævaldss. 374 Ingimundur Jónss. – Helgi Einarss. 369 Sveinn Snorras.– Gústav Nilsson 363 Kópakallinn minnir á sig Mánudaginn 26. nóvember spiluðu Borgfirðingar fjórða kvöldið í að- altvímenningnum. Guðni Grundfirð- ingur mætti nú með Hallgrím bróður sinn og hvíldi Gísla. Það hrikti ekki í þeim og nú er forystan ótrúleg. Þótt lítið hafi borið á Kópakallinum þá minnti hann óþyrmilega á sig með því að skora 30 í + af 33 mögulegum í einni setunni. Það hafa aðrir ekki leikið eftir í þessari keppni, kannski minnugir þess að það er betra að hafa þetta minna og jafnara. Bestu skor kvöldsins fengu: Jón H. Einarsson – Unnsteinn Arason 78 Guðni Hallgrss. – Hallgrímur Hallgrss. 76 Jón Eyjólfsson – Baldur Björnsson 58 Staðan eftir þrjú kvöld: Guðni Hallgrss. – Gísli Ólafsson 365 Anna Einarsd. – Kristján Axelsson 178 Guðjón – Guðm. – Hólmsteinn 145 Jón H. Einarss. – Unnsteinn Arason 123 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is FRÉTTIR ELDVARNARÁTAK Lands- sambands slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna (LSS) hófst í lok síðustu viku þegar slökkviliðsmenn byrjuðu að heimsækja grunnskóla og fræða um eldvarnir á heimilum. Eldvarnablaðið 2007 er komið út og hefur því verið dreift til þorra landsmanna. Þar er að finna allar helstu upplýsingar um eldvarnir heimilanna. LSS og TM hafa gengið frá samkomulagi um að TM verði samstarfsaðili LSS í Eldvarnaátak- inu næstu þrjú árin og leggi því lið með umtalsverðu fjárframlagi. Slökkviliðsmenn heimsækja um fimm þúsund grunnskólabörn á næstu dögum, fræða þau um eld- varnir og gefa þeim kost á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni ásamt fjölskyldum sínum. Reynslan sýnir að eldvarnafræðsla til barna skilar sér inn á heimili þeirra. Hættur á aðventunni Að jafnaði farast um tveir ein- staklingar í eldsvoðum hérlendis á ári hverju. Eldsvoðar valda árlega eignatjóni upp á um einn og hálfan milljarð króna. Líkur á eldsvoðum aukast talsvert á aðventunni vegna mikillar notkunar rafmagns og kertaljósa. Slökkviliðs- og sjúkra- flutningamenn leggja því áherslu á að allir tileinki sér grunnatriði eld- varna. Sem fyrr leggja þeir meg- ináherslu á að reykskynjarar séu á hverju heimili enda er björgun mannslífa forgangsverkefni slökkviliðanna. Sverrir Björn Björnsson, formað- ur LSS, segir að könnun sem Gallup gerði fyrir LSS og Bruna- málastofnun sýni að enn þurfi að gera átak í því að bæta eldvarnir heimilanna. Talsvert vanti upp á að nægilega margir hafi reykskynj- ara, eldvarnarteppi og slökkvitæki á heimilum sínum. „Við slökkviliðsmenn spyrjum okkur oft hvernig í ósköpunum standi á því að eftir allan áróðurinn og alla fræðsluna skuli enn vera til heimili án lágmarks eldvarna. Hver gæti horft framan í sjálfan sig eftir missi ástvinar í eldsvoða vitandi að láðst hefði að setja upp reykskynj- ara sem hefði bjargað? Fyrir því er engin afsökun,“ segir Sverrir Björn. Eldvarnarátak slökkviliðsmanna hafið Morgunblaðið/Júlíus Eldvarnir Slökkviliðsmenn hófu eldvarnarátakið með því að fræða nem- endur Korpuskóla en þeir heimsækja um fimm þúsund börn á næstunni. VERKEFNINU Framtíð í nýju landi, sem er þriggja ára tilrauna- verkefni til eflingar ungmennum af erlendum uppruna í námi og starfi lýkur nú um mánaðamótin. Sama dag kemur út vegleg lokaskýrsla verkefn- isins. Af því tilefni er boðað til ráð- stefnu föstudaginn 30. nóvember í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ undir yfirskriftinni „Leggjum Framtíðinni lið“. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson ávarpar ráðstefnuna. Anh- Dao Tran verkefnisstjóri fjallar um hugmyndafræði og starfsaðferðir verkefnisins. Þá munu Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, Helga Halldórsdóttir frá RKÍ, og Sig- urður Bessason formaður Eflingar flytja ávörp, auk ungmenna, foreldra, kennara, atvinnurekenda, mentors o.fl. sem starfað hafa með verkefninu. Hildur Jónsdóttir, formaður verkefn- isstjórnar, mun einnig fjalla um ár- angur verkefnisins og draga saman helstu tillögur þess sem beint er til stjórnvalda og annarra. Fundarstjóri er Einar Skúlason, framkvæmda- stjóri Alþjóðahúss. Ráðstefnan hefst kl. 13 og lýkur kl. 16. Aðgangur er öllum opinn. Tekið er á móti skráningum á netfangið anhdao.tran@reykjavik.is og er ósk- að eftir skráningum fyrir 29. nóvem- ber. Að Framtíð í nýju landi standa Reykjavíkurborg, félagsmálaráðu- neytið, menntamálaráðuneytið, Efl- ing-stéttarfélag, Rauði kross Íslands, Velferðarsjóður barna og Alþjóðahús. Leggjum framtíðinni lið Andlát vina og skyldmenna kemur alltaf jafnóvænt þó ef til vill megi búast við slíkum tíðindum þegar aldur færist yfir eða þegar um erfið veikindi er að ræða. Nú hafa mágkon- ur mínar tvær andast með skömmu millibili. Kristín Hjörvar andaðist eft- ir skamma sjúkrahúslegu fyrir um það bil mánuði og Ingibjörg varð bráðkvödd hinn 3. þessa mánaðar. Enginn átti von á að svo stutt yrði á milli þeirra systra né að fráfall Ingu bæri svo brátt að. Inga eins og allir kunnugir kölluðu hana var fædd 5. ágúst 1926 og var því orðin 81 árs. Hún ólst upp hér í Reykjavík og átti hér heima alla sína ævi. Ég kynntist Ingu fyrir tæpum 60 árum er ég tengdist fjölskyldunni. Aldrei hefur borið skugga á þau kynni og hefur hún reynst ljúf og góð og hið mesta tryggðatröll. Eru hér þakkaðar allar þær góðu samveru- stundir í gegnum tíðina sem við hjón- in áttum með henni og Jens heitnum eiginmanni hennar. Þau áttu það sammerkt að vera vinföst og trygg- lynd. Heimilið hennar hefur ávallt verið til fyrirmyndar um snyrti- mennsku og liggur mikið eftir hana af hannyrðum sem einnig er að finna hjá vandamönnum, vinum og kunningj- Ingibjörg Karlsdóttir ✝ Ingibjörg Karls-dóttir fæddist 5. ágúst 1926. Hún lést á bráðamóttöku Landspítalans við Hringbraut 3. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigs- kirkju 9. nóvember um. Móttökur voru ávallt rausnarlegar þegar tekið var á móti gestum. Þau hjón áttu það sammerkt að mega ekki sitt vamm vita í stóru né smáu og máttu ekki aumt sjá. Inga starfaði við ým- is verslunarstörf áður en hún giftist eigin- manni sínum. En eftir að hún stofnaði heimili varð það aðalstarfs- vettvangur hennar sem hún lagði metnað í að búa sem best. Tvö Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis barið, ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið, ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér svarið: Hér kvaddi Lífið sér dyra, og nú er það farið. (Jón Helgason) Góð vinkona er kvödd, Ingibjörg Karlsdóttir, eða Inga eins og hún var kölluð af vinum sínum og fjölskyldu. Inga var góður vinur vina sinna, lagði gott til allra mála, hafði góða nærveru, eins og sagt er. Inga tók ekki þátt í þrasi né deilum gærdagsins, og lét fátt raska ró sinni. Hún hafði ákveðnar skoðanir á ýms- um málum, og lét þær óspart í ljós á sinn hógværa hátt. Saumaklúbburinn okkar var stofn- aður haustið 1940 af nokkrum 14 ára ungmeyjum og Inga var ein þeirra. Í dag er klúbburinn orðinn 67 ára og fimm sitja eftir og minnast góðra daga. Fyrir tveim árum missti Inga eig- inmann sinn, Jens Guðmund, eftir 58 ára farsælt hjónaband. Þau eignuðust tvö börn, Karl og Kristínu, sem eru góðir og glæsilegir einstaklingar sem bera fagurt vitni um góða foreldra. Inga missti systur sína, Kristínu (Stínu), fyrir stuttu síðan – mjög kært var með þeim systrum, báðar áttu það sameiginlegt að vera miklar hannyrðakonur. Fyrir nokkru síðan minnkuðu mæðgurnar, Inga og Kristín, við sig húsnæði og fluttu í fallega íbúð við Dalbraut, þær voru búnar að koma sér vel fyrir og voru mjög ánægðar. Þangað var gott að koma, alltaf sama góða andrúmsloftið og snyrtimennsk- an í fyrirrúmi. Handavinnan hennar Ingu prýddi heimilið. Inga sparaði ekki að nota glæsilega útsaumuðu dúkana sína við hvert tækifæri. Stundum vorum við vinkonurnar dá- lítið smeykar um að hella niður, og ef svo bar við, tók Inga öllu með stakri ró og sagði – ekkert mál, ekkert mál. Svona var Inga, alltaf jákvæð á hverju sem gekk. Við vottum börnum hennar, tengdadóttur, barnabarni, systrum, tengdafólki og öllum ættingjum hennar okkar dýpstu samúð. Við kveðjum Ingu og þökkum henni fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og biðjum góðan guð að umvefja hana kærleika sínum. Saumaklúbburinn. myndar börn eignuðust þau hjón sem eru foreldrum sínum til sóma og eitt barnabarn sem kveður nú ömmu sína. Þeim og öðrum ástvinum vott- um við hjónin okkar innilegustu sam- úð. Þegar litið er yfir farinn veg er margs að minnast og margt að þakka fyrir. Góðar minningar græða sár þeirra sem eftir lifa. Blessuð sé minning Ingu. Garðar Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.