Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 19
AKUREYRI
Keflavíkurflugvöllur | Kaffitár hef-
ur opnað nýtt kaffihús í innritunar-
sal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Annað kaffihús var opnað um sama
leyti í Lágmúla 9 í Reykjavík.
Nýju kaffihúsin eru sjöunda og
áttunda kaffihús keðjunnar. Fylgir
sögunni um opnun tveggja kaffi-
húsa í sömu vikunni að nú sé Kaffi-
tár kannski farið að líkjast kaffiris-
anum Starbucks sem opnar nokkur
kaffihús í viku hverri allan ársins
hring.
Kaffitár við Lágmúla er í sama
húsnæði og símafyrirtækið Nova.
Kaffihúsið selur eingöngu kaffi í
götumál sem er hentugt fyrir þá
sem vilja koma við og grípa með
sér kaffi á leið til vinnu – sem og
samloku eða annað meðlæti. Kaffi-
húsið í Lágmúla er opið frá 8 til 18
alla virka daga.
Í innritunarsal á fyrstu hæð
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar var
opnað stórt og mikið kaffihús sem
þjónar öllum sem koma í flugstöð-
ina. Það hentar vel þeim sem eru að
bíða eftir farþegum eða vilja hitta
aðra farþega áður en haldið er út í
heim. Á þessu kaffihúsi er boðið
upp á áfengi, bjór og vín, sem er
nýjung hjá Kaffitári. Aðaláherslan
er samt eins og áður á kaffidrykki
og gott meðlæti, brauð og kökur.
Afgreiðslutíminn er frá klukkan
5.30 á morgnana til 17.30.
Kaffitár opnar kaffihús í
innritunarsal flugstöðvar
Kaffi Nýtt kaffihús Kaffitárs í innritunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar
er í rúmgóðu húsnæði í nýjum norðurskála stöðvarinnar.
SUÐURNES
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Garður | „Maður hefur verið að rifja
upp gamla takta þótt oft hafi verið
tekin villtari gítarsóló en nú. Þetta
er spakari tónlist sem hæfir betur
sögunum,“ segir Vignir Bergmann
sem ásamt Bjartmari Hannessyni
hefur gefið út plötuna „Sögur af
Suðurnesjum“. Vignir samdi lögin
við texta Bjartmars, lék sjálfur á
flest hljóðfærin og tók upp megnið
af efninu.
Bjartmar og Vignir hafa þekkst
lengi. Þeir voru saman í bekk í
barna- og gagnfræðaskóla í Keflavík
og saman á rúntinum. Báðir hafa
verið í tónlist. Bjartmar hefur búið
lengi í Borgarfirði þar sem hann
semur texta og syngur fyrir sveit-
unga sína. Hann hefur einnig gefið
út disk. Vignir var áberandi í rokk-
tónlistinni á sínum tíma, með Júdas
og Roof Tops og fleiri hljómsveitum.
Eftir að hann fór að kenna dró hann
sig út úr mesta rokkinu en hefur
haldið sér við með smærri sveitum
og svo segist hann nota gítarinn
töluvert við kennsluna. Vignir býr í
Garði og kennir við Gerðaskóla.
Hvert lag fékk þrjá daga
Vignir semur lögin við texta
Bjartmars. Hann segist hafa gefið
hverju lagi þrjá daga og snúið sér þá
að næsta. Hann segist hafa notað
stemninguna sem poppaði upp þeg-
ar hann las textana. Eins og heiti
plötunnar bendir til er sagt frá ýms-
um atburðum á Suðurnesjum og
samborgurum þeirra, bæði á upp-
vaxtarárum þeirra í Bítlabænum og
síðar í tíma. Sagt er frá hugmynd-
unum að baki textunum í textabók
sem fylgir.
En ekki er nóg að semja lag og
texta, það þarf að koma efninu frá
sér. Vignir réðst í það að kaupa sér
tæki til að geta tekið upp heima.
Notaði páskana til að læra nóg til að
geta byrjað og tók megnið af efninu
upp heima hjá sér. Söng flest lögin
sjálfur og lék en fékk líka fleiri tón-
listarmenn til liðs við sig. Meðal ann-
ars syngur Rúnar Júlíusson eitt lag.
Vignir fór með efnið til félaga síns
úr hljómsveitinni Júdas, Magnúsar
Kjartanssonar, sem hljóðblandaði.
Geimsteinn í Keflavík gefur plötuna
út ásamt höfundunum.
Vignir segist hafa haft gaman af
þessari vinnu og er sáttur við útkom-
una. Hann var langt kominn með að
gera sólóplötu með eigin efni á árinu
1976 en hún kom aldrei út. „Ég var
ekki ánægður með sönginn í einu
laginu. Ég var kröfuharður á margt
og er kannski enn. Ég ákvað að láta
það ekki stoppa mig nú og vona að
fólki líki það sem það heyrir.“
Hefur verið að rifja
upp gamla takta
Sögur af Suðurnesjum Gömlu leikfélagarnir Bjartmar Hannesson og
Vignir Bergmann sungu lög sín og texta á Ljósanótt í haust.
Sögur af Suður-
nesjum á plötu
NÝ hitaveita var tekin í notkun í
Grýtubakkahreppi fyrir fáeinum
dögum. Sveitarstjórinn, Guðný
Sverrisdóttir, segir þetta merkileg
tímamót í sveitarfélaginu – og telur
hreinlega ævintýri að þetta skuli
vera orðið að veruleika.
Norðurorka er eigandi hitaveit-
unnar og kemur vatnið frá Reykj-
um í Fnjóskadal, en þaðan er yfir 50
km leið til Grenivíkur. Þessi merk-
isdagur hófst með fundi hjá Norð-
urorku þar sem mættir voru þing-
menn kjördæmisins, stjórn og
starfsmenn Norðurorku og fulltrú-
ar eigenda. Eftir fundinn var haldið
til Grenivíkur, í Vélsmiðjuna Vík
þar sem hitaveitan var formlega
tekin í notkun. Á myndinni skrúfar
Guðný frá krana í vélsmiðjunni en
hjá henni standa Franz Árnason,
forstjóri Norðurorku, Ásvaldur
Þormóðsson, oddviti Þingeyj-
arsveitar, og Höskuldur Þórhalls-
son þingmaður. Guðný segir að
þetta hafi verið stór dagur í sögu
Grýtubakkahrepps því leitað hafi
verið að heitu vatni í sveitarfé-
laginu í yfir 20 ár. „Við erum mjög
montin með þetta,“ sagði hún við
Morgunblaðið.
Vatnið er 65 gráða heitt þegar
það kemur til Grenivíkur. Nú verð-
ur hafist handa við að tengja veit-
una í öll hús og það tekur nokkra
mánuði.
Mjög merki-
legur áfangi
MENNINGARRÁÐ Eyþings út-
hlutaði í gær verkefnastyrkjum í
fyrsta skipti, alls 12 milljónum kr.
til 25 verkefna. Hæsta styrkinn,
eina og hálfa milljón, hlaut verk-
efnið Leikum saman sem felur í sér
uppsetningu á söngleiknum Wake
me up eftir Hallgrím Helgason.
Það var Sigrún Björk Jak-
obsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri,
sem afhenti styrkina ásamt Krist-
jáni L. Möller samgönguráðherra.
Aðrir sem hlutu styrk voru:
Myriam Dalstein, Skeiði í Svarf-
aðardal, fyrir verkefnið Allt í þró-
un: Allt um jól 2007.
Snow Magic-verkefnið í Mý-
vatnssveit og Mývatnsstofa.
Fræðslu- og menningarnefnd
Langanesbyggðar vegna Aðventu-
hátíðar í Langanesbyggð.
Kvenfélagið Baugur í Grímsey til
að fá leiksýningu til eyjarinnar.
Tónlistarskóli Húsavíkur vegna
vinnubúða um Afríkutónlist með
ungmennum.
Fornleifaskóli barnanna, sem er
samvinnuverkefni ferðaþjónust-
unnar á Narfastöðum, grunnskól-
ans á Litlu-Laugum, Forleifastofn-
unar Íslands og þriggja erlendra
háskóla.
Kammerkór Norðurlands vegna
verkefnisins „Að koma kórnum á
kortið“.
Kristjana Arngrímsdóttir söng-
kona vegna verkefnisins Söngvaka í
húminu í Tjarnarkirkju.
Kammerkórinn Hymnodia til
undirbúnings á stofnun Barrok-
smiðju.
Æskulýðskór Glerárkirkju vegna
verkefnisins Börn syngja fyrir
börn.
Akureyrarakademían, félag sjálf-
stætt starfandi fræðimanna á Ak-
ureyri, vegna ráðstefnunnar Kart-
aflan í 200 ár.
Tónlistarskóli Hafralækjarskóla
vegna verkefnisins Afrísk tónlist í
gunnskólum á Norðurlandi.
Stuttmyndafestivalið Stulli, sem
er stuttmyndasamkeppni fyrir ungt
fólk.
Menningar- og listasmiðja sem
nýlega tók til starfa að Húsabakka
í Svarfaðardal.
Safnasafnið á Svalbarðsströnd
vegna verkefnisins Menningarerfðir
og nýsköpun.
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
vegna verkefnisins Réttardagur.
Kiðagil ehf. í Bárðardal vegna
skólabúða.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
vegna skólatónleika.
Jólasveinninn Stúfur – fyrir hönd
Ævintýralands jólanna í Mývatns-
sveit.
Síldarminjasafnið á Siglufirði og
Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteins-
sonar á Siglufirði.
Rannsókna- og fræðasetrið að
Svartárkoti vegna sýningarinnar
Útilegumenn í Ódáðahrauni.
Gásaverkefnið, vegna gerðar
barnabókar um Gásir.
Tónlistarhúsið Laugarborg.
Brúðuleikgerðarmaðurinn Bernd
Ogrodnik í Skíðadal.
12 milljónir í menninguna
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Menningarverðmæti Styrkþegar eftir athöfnina sem fram fór í Þorgeirskirkju í Ljósavatnsskarði síðdegis í gær.
Í HNOTSKURN
»Menningarráð Eyþings ersamstarfsvettvangur sveit-
arfélaga á Norðurlandi eystra.
»Verkefnið Leikum saman,sem fékk hæsta styrkinn,
felur í sér uppsetningu söng-
leiksins Wake me up eftir
Hallgrím Helgason. Þátttak-
endur er ungt fólk, nemendur
á unglingastigi í grunnskólum
og á framhaldsskólastigi. List-
rænir stjórnendur eru Arnór
B. Vilbergsson tónlistarstjóri
og Guðjón Davíð Karlsson
leikstjóri.
Menningarráð Eyþings úthlutaði í gær styrkjum í fyrsta skipti, til 25 verkefna