Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 23
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 23 Líklega er ekki mjög algengt að íþróttafélög séu rekin með hagnaði ár eftir ár, en svo ánægjulega vill til að sú er raunin með Golfklúbb Akureyrar. Aðalfundur klúbbsins verður haldinn í kvöld og þar verð- ur tilkynnt að hagnaður hafi orðið af rekstrinum fjórða árið í röð.    Brynhildur Pétursdóttir, fyrrver- andi bæjarlistamaður á Akureyri, fer um þessar mundir á milli grunnskólanna á Akureyri og les fyrir fyrstubekkinga úr bók sinni Nonni og Selma – Fjör í fyrsta bekk. Bókina skrifaði hún meðan hún var bæjarlistamaður og sögu- sviðið er að sjálfsögðu Akureyri.    Heimsóknir Brynhildar í skólana koma í stað skýrslu sem venjan er að bæjarlistamenn skili um starfs- launatímann, enda finnst henni nærtækast að börn bæjarins njóti afraksturs starfsins þegar barna- bókahöfundur velst sem bæjarlista- maður.    Víst er að margir eru spenntir að sjá kvikmynd af Jóni Sveinssyni, Nonna, sem fannst nýlega í Hol- landi. Þetta er eina „lifandi“ mynd- in sem til er af hinum kunna rithöf- undi og jesúítapresti og verður sýnd í fyrsta skipti á Íslandi í Ket- ilhúsinu á Akureyri á laugardaginn, þar sem verður dagskrá um Nonna á fullveldisdaginn.    Einar blaðamaður á Síðdegisblaðinu verður á sveimi á Amtsbókasafninu í dag. Árni Þórarinsson les þar úr spennubók sinni, Dauði trúðsins, sem er nýkomin út, en þar er Einar í aðalhlutverki eins og í Tíma norn- arinnar sem kom út í fyrra. Sögu- svið beggja bóka er Akureyri. Árni hefur lesturinn kl. 17.15.    Gísli Eyland íþróttamarkaðsfræð- ingur verður gestur á súpufundi Þórs, Greifans og Vífilfells í félags- heimili Þórs, Hamri, í hádeginu í dag. Yfirskrift fundarins, sem stendur frá 12 til 13 að vanda, er: Hvaða hlutverki gegnir markaðs- sókn innan íþróttahreyfingarinnar?    Hjálmar, reggíhljómsveitin vinsæla, halda útgáfutónleika á Græna hatt- inum á Akureyri á föstudagskvöldið en þriðja breiðskífa sveitarinnar, Ferðasót, er nýkomin út. Húsið verður opnað kl. 21.    Ljóðakvöld verður haldið í Leikhús- inu á Möðruvöllum í Hörgárdal í kvöld, þar sem Jónas Hallgrímsson verður í öndvegi. Bjarni Guð- leifsson rekur í upphafi æviferil skáldins í stuttu máli og síðan verða lesin ljóð; aðallega ljóð ann- arra skálda um Jónas en síðan gefst fólki kostur á að lesa eigin uppáhaldsljóð eftir Jónas. Dag- skráin hefst kl. 20.30.    Er fátækt á Akureyri? er yfirskrift opins fundar sem ungir jafnaðar- menn í bænum boða til í kvöld, á Eiðsvallagötu 18. Gestir verða Sig- rún Stefánsdóttir, formaður félags- málaráðs Akureyrarbæjar, og Rannvá Olsen frá Hjálpræðis- hernum. Fundurinn hefst kl. 20.    Hljómsveitin Hundur í óskilum heldur tónleika á Græna hattinum í kvöld og í Bárubúð á Dalvík annað kvöld, en sveitin var að senda frá sér plötuna Hundur í óskilum snýr aftur. Hvorir tveggja tónleikarnir hefjast kl. 21.00 og leikur hljóm- sveitin allflest lögin af nýju plöt- unni en hún var einmitt tekin upp á Græna hattinum í vor.    Baldur Sveinsson, sem myndað hef- ur flugvélar áratugum saman, var að senda frá sér bók með hluta þeirra ljósmynda. Baldur afhenti nokkrum valinkunnum flugáhuga- mönnum eintak af bókinni í Flug- safni Íslands á Akureyri á dögun- um; mönnum sem aðstoðuðu hann við myndatökurnar í sumar – Krist- jáni Víkingssyni, Gesti Einari Jón- assyni, Húni Snædal og Herði Geirssyni.    Forsíðu bókar Baldurs Sveinssonar prýðir Apache-vél, TF-JMH, sem er í eigu Magnúsar Þorsteinssonar á Akureyri. Baldur ákvað að gefa honum stóra mynd af flugvélinni en þar sem Magnús var fjarverandi tók Þórarinn Ágústsson, mágur hans, við myndinni fyrir hönd Magnúsar. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Á flugi Baldur afhendir Þórarni Ágústssyni mynd af TF-JMH. Árni Þórarinsson Brynhildur Þórarinsdóttir Sparperur eru mun betri kosturfyrir umhverfið en hefð-bundnar glóperur, þrátt fyrir að þær innihaldi kvikasilfur. Öllum ljósaperum ber að skila sérstaklega inn til sorpflokkunar líkt og raf- hlöðum, í stað þess að henda þeim í almennt sorp. Sigurður Ingi Friðleifsson, fram- kvæmdastjóri Orkuseturs, mælir eindregið með því að fólk skipti út venjulegum ljósaperum fyrir spar- perur því þær noti margfalt minni orku en þær fyrrnefndu. „Þótt þær séu dýrari endast þær sex til tíu sinnum lengur en hefðbundnar gló- perur svo ávinningurinn er augljós, bæði fyrir budduna og umhverfið.“ Að hans mati breytir engu að sparperurnar innihalda kvikasilfur enda sé það í ákaflega litlu magni. „Ef fólk er með rétta ruslmenningu, þ.e. skilar ljósaperum sérstaklega til meðhöndlunar, er það í lagi. Og jafn- vel þótt svo sé ekki er mengunin af þeim í lágmarki vegna þess að hver pera er sex til tíu pera ígildi. Menn þurfa með öðrum orðum að marg- falda það sem er í glóperunum með sex til tíu áður en mengunin af þeim er borin saman við sparperuna.“ Nóg af perustæðum Sigurður undirstrikar að viður- kenndar umhverfis- og orkustofn- anir leggi áherslu á að fólk noti spar- perurnar frekar í því skyni að spara orku. „Hins vegar hef ég oft sagt að ef mönnum líkar ekki birtan af spar- perunum eða finnst þær ljótar þá eiga þeir ekki að nota þær á stöðum þar sem slíkt skiptir máli. Það þýðir hins vegar ekki að menn eigi að slá sparperur út af borðinu. Það er örugglega nóg af perustæðum í bíl- skúrum, geymslum, barna- herbergjum og undir kúplum þar sem útlitið eða birtan af perunni er kannski ekki jafnmikilvæg og t.d. í stofunni.“ Fleiri kostir eru þó í stöðunni og til dæmis hafa vinsældir halógenlýs- ingar aukist mjög á undanförnum árum. „Að sumu leyti eru þær nokk- uð góðar ef miðað er við orkunotk- unina og ljósmagnið sem þær gefa,“ segir Sigurður. „Á móti kemur að þær eru iðulega tengdar dimmer- tækni sem stundum er mjög orku- frek. Í þeim tilfellum getur raf- magnsnýtingin verið verri.“ Umhverfisvænstar eru hins vegar svokallaðar díóður (LED lýsing) eða ljóstvistar eins og tæknimenn vilja kalla þær. „Þær hafa langbestu orkunýtnina og endast von úr viti,“ segir Sigurður sem hvetur fólk til að kynna sér þessa tækni og bendir á að ágætis úrval sé af jólaseríum sem byggja á díóðum í verslunum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hagstæðar Þótt sparperur henti ekki á öllum stöðum í húsinu er óþarfi að slá þar alveg út af borðinu, segir Sigurður Ingi Friðleifsson hjá Orkusetri. Ávinningur fyrir umhverfi og buddu Lesandi hafði samband við Morg- unblaðið og kvartaði yfir því að finna ekki lengur lífræna ab-mjólk, sem hefur verið seld undir merkj- um Mjólkursamsölunnar, í kælum verslana. Lesandinn taldi líklegt að fleiri neytendur söknuðu þessarar ágætu afurðar og því sneri blaðamaður sér til Auðuns Hermannssonar, þróun- arstjóra Mjólkursamsölunnar, og bað um skýringar. „Það er rétt að lífræn ab-mjólk er ekki lengur framleidd. Hingað til hafa tveir bændur á Íslandi fram- leitt lífræna mjólk, þ.e. bændurnir á Neðra-Hálsi í Kjós og í Pétursey í Mýrdal. Mjólkin frá Neðra-Hálsi hefur verið notuð í lífræna mjólk hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík og í lífræna jógúrt hjá Bio-búi. Mjólkin frá Pétursey hefur hins vegar verið notuð til framleiðslu á lífrænni ab-mjólk hjá Mjólkursam- sölunni á Selfossi. Bóndinn í Pét- ursey er því miður hættur að fram- leiða lífræna mjólk og þess vegna er ekki til hráefni til þess að halda áfram framleiðslu á lífrænni ab- mjólk.“ Lífræna ab-mjólkin horfin úr hillum Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.