Morgunblaðið - 29.11.2007, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 29.11.2007, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUSTURLAND Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is FÉLAGAR í Rótarýklúbbi Akra- ness eru rúmlega hálfnaðir við að setja þrep í Selbrekku í Akrafjalli og er stefnt að því að ljúka verkinu á næsta ári, að sögn Steinars Al- marssonar, forseta klúbbsins. Þróunarverkefni til 10 ára Alþjóðahreyfing Rótarý hélt upp á aldarafmæli sitt 2005. Steinar Al- marsson segir, að af því tilefni hafi Rótarýklúbbur Akraness ákveðið árið áður að ráðast í 10 ára þróun- arverkefni í Akrafjalli og byrja á því að byggja brú yfir Berjadalsá í Berjadal. Brúin hafi verið reist í nokkrum vinnuferðum og hún hafi verið formlega vígð 20. apríl 2005. Í vor sem leið hafi áin í klakaböndum verið farin að ýta við brúnni og því hafi hún verið hækkuð um hálfan metra. Steinar segir að í framhaldi af brúargerðinni hafi verið ákveðið að auðvelda göngufólki leiðina að brúnni með því að setja þrep í Sel- brekkuna upp að Berjadalnum. Gera megi ráð fyrir að þau verði um 150 og er búið að koma 87 þeirra fyrir en vinna liggur niðri yfir vetr- armánuðina. „Okkur tókst ekki að ljúka verkinu fyrir 60 ára afmælið en vonandi tekst það á næsta ári, þótt hafa beri í huga að þetta er hluti af 10 ára þróunarverkefninu,“ segir Steinar. Meðfram stígnum í Selbrekkunni hafa félagarnir sett upp skilti með hæðarpunktum yfir sjávarmáli og GPS-staðsetningu og á miðri leið að brúnni hafa þeir komið fyrir hvíldar- bekk. Sætisbakið vantar, en á því á að standa Rótarýklúbbur Akraness 60 ára. Steinar segir að stefnt sé að því að koma merktu sætisbakinu fyr- ir á næsta ári. Rótarýklúbbur Akraness hefur komið að mörgum málum í gegnum tíðina. Steinar segir að félagsmenn hafi til dæmis stundað skógrækt og verið í miklum tengslum við Tónlist- arskólann á Akranesi og fjölbrauta- skólann. Í byrjun hafi menn hins vegar haft einna mestar áhyggjur af versnandi kunnáttu barna í íslensku og því ákveðið að veita verðlaun fyrir besta árangur í móðurmálinu í grunnskólanum og hafi það verið gert í þrjá áratugi. Stígagerð á Akrafjalli hálfnuð Framhald af brúarsmíði og hluti þróunarverkefnis Rótarýklúbbs Akraness Berjadalsá Steinar Almarsson, Gunnar Gunnarsson og Jóhann Ársælsson á brúnni yfir Berjadalsá í Berjadal. Akranes í baksýn. Í HNOTSKURN » Rótarýklúbbur Akraness varstofnaður 29. nóvember 1947 og á því 60 ára afmæli í dag. » Þetta var fimmti Rótarý-klúbburinn á Íslandi og voru stofnfélagar 18. » Fyrsta stórverkefni fé-lagsmanna var aðstoð við gerð skrúðgarðsins á Akranesi 1951. » Sérstök afmælishátíð verðurá Akranesi annað kvöld. Þrepin Steinar Almarsson geng- ur á stígnum í Selbrekkunni. LANDIÐ Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Fjarðabyggð | Sveitarfélagið Fjarðabyggð hefur verið í mikilli mótun undanfarin ár og undirgeng- ist langt sameiningarferli. Nú eru Stöðvarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Norð- fjörður og Mjóifjörður innan sveitar- félagsins. Tæplega fimm þúsund manns hafa fasta búsetu í Fjarða- byggð. Bæjarstjórn stendur í umfangs- mikilli vinnu við gerð aðalskipulags til 2020 þar sem samfélagið allt, inn- viðir þess og stjórnsýsla eru skoðuð af gaumgæfni, með það að markmiði að greina hvert skal stefnt og með hvaða hætti. Helga Jónsdóttir bæj- arstjóri Fjarðabyggðar segir nú blasa við að móta samfélag sem sé að jafna sig eftir feiknaháan öldufald. „Við erum að fara inn í það skeið sem stefnt var að; að vera með fleiri og styrkari stoðir í atvinnulífinu og fleira fólk, en jafnframt að halda í kosti samfélags sem ekki er í kapp- hlaupi við tímann heldur nýtur til- verunnar,“ segir Helga. Hún telur mikil tækifæri fylgja að- alskipulagsvinnu. „Nú erum við t.d. að velta fyrir okkur hver íbúaþróun- in verður í raun og veru. Hér hefur undanfarið verið byggt geysilega mikið upp, með það í huga að þjóna fleiri fólki en við höfum haft áður. Verkefnið er að hámarka lífsgæðin í samfélaginu. Ég hef raunar aldrei séð Fjarðabyggð fyrir mér sem sam- félag með mjög mörgum þúsundum manna. Mikilvægara er að fólk sem hér býr hafi tilfinningu fyrir að hafa valið sér stað sem það vill vera á. Stað sem er öðruvísi en höfuðborg- arsvæðið og Akureyri um margt, en þar sem öllum grundvallarþörfum góðs mannlífs er vel fullnægt.“ Helga segir þurfa sýn á framtíðina og ekki megi streitast við að gera allt í einu. Ákveðnum þáttum hafi verið bráðnauðsynlegt að sinna strax, eins og endurbótum leik- og grunnskóla, uppbyggingu íþrótta- og tómstunda- mannvirkja, nýrri höfn, vatnsveitu og fleiru. Nú þurfi að staldra við og hugleiða hvernig megi gera eitt sam- hent samfélag úr fjörðunum og efla samhygð og samvinnu með þéttbýlis- kjörnunum sem til skamms tíma hafi staðið sem sjálfstæðar einingar. „Peningar eru takmörkuð auðlind og því skiptir meginmáli að greina hvað gera þarf til að staðarkostir á hverj- um stað njóti sín innan heildarinnar og í hvaða skrefum geti orðið sátt um að gera slíkt. Ég er þeirrar trúar að séu hlutir vel undirbúnir, greindir til hlítar, um þá fjallað og sýnt fram á augljósan ávinning með einhverjum hætti, takist að skapa um þá sam- stöðu.“ Í Fjarðabyggð er unnið undir slag- orðinu „Þú ert á góðum stað“. Sam- félagið á að vera fjölskylduvænt, gott, traust og öruggt. Helga segir þetta hreint ekki orðin innantóm því mikil vinna sé lögð í að skilgreina út í hörgul hvaða ábyrgð þetta leggi sveitarfélaginu á herðar og hvað þurfi til að standa undir slíkri yfir- lýsingu. Hún segir sjávarútveg í Fjarðabyggð geysilega öflugan en sérstaða sveitarfélagsins sé nú sú að komin er festa í atvinnulífið með miklum fjölda starfa, þar sem fólk geti treyst að vinnan haldi. Akkeri í atvinnulífinu „Með þeim 400 sem starfa í ál- verinu og 2-300 til viðbótar hjá þjón- ustuaðilum álversins skapast vænt- anlega eftirspurn eftir ýmiss konar þjónustu annarri. Þarna er komið nokkuð sem nánast engin sveitar- félög á landsbyggðinni búa við; akk- eri sem gefur okkur mikla sóknar- möguleika því stærðin er svo mikil. Hér er deigla og hér verður sköpun. Ég heyri að áberandi sé í ýmsu sjálf- boðaliða-, æsku- og íþróttastarfi að nýir íbúar gefi kost á sér og séu virk- ir. Þetta skiptir geysilega miklu máli. Sjálfsagt þarf ákveðinn frumkvöð- ulshugsunarhátt til að flytja sig milli landsvæða og jafnvel landa og gera eitthvað nýtt. Okkar nýju íbúar að- laga sig hratt. Mér virðist að íbúar sem fyrir voru hafi tekið breyting- unum mjög fagnandi. Ég hef ekki fundið annað en fólk telji það að setja niður þennan nýja atvinnurekstur og allt sem því fylgir mjög eftirsóknar- vert og íbúar eigi að leggja allt fram sem þeir geta til að sú ákvörðun reynist farsæl.“ Samgöngur eru ofarlega á baugi í Fjarðabyggð og Norðfjarðargöng eru á vegaáætlun og verða opnuð 2012, sem er mikill áfangi í sam- tvinnun þéttbýlisstaðanna í sveitar- félaginu. Fáskrúðsfjarðargöng hafa reynst afar mikil lyftistöng í sam- göngum. „Fyrir þetta landsvæði skipta samgöngur gríðarlegu máli og ef styrkur þess á að nýtast þjóðar- heildinni er engin spurning um arð- semi jarðganga á Miðausturlandi. Ég hygg að það muni verða mjög skýr krafa, ekki bara frá okkur held- ur hagsmunaaðilum sem annast þjónustu og flutninga þegar Mjóeyr- arhöfn kemst í gagnið, að samgöngu- leiðir verði greiðari á landi. Sveitar- félögin á svæðinu eru einhuga um að þessi mál verði skoðuð í heildarsam- hengi fyrir landshlutann. Heilborun er til athugunar hjá okkur, Vega- gerðinni og samgönguyfirvöldum og spennandi að sjá hvað kemur út úr því.“ Þarfnast líka vaxtarbrodda Helga segir sveitarfélagið hafa axlað sitt hlutverk í kjölfar stjórn- valdsákvarðana um álver og virkjun af heilindum og myndarskap. Til þess að sú ákvörðun geti orðið til heilla fyrir framtíðarsamfélagið verði ríkið að fylgja málum eftir alla leið. Þorskaflaskerðing upp á tvö til þrjú þúsund tonn komi sér alveg jafnilla fyrir fólk í Fjarðabyggð og annars staðar á landinu. Því miður verði fólk í sjávarútvegi bæði fyrir tekjuskerðingu og atvinnumissi og höfnin og sveitarfélagið tapi miklum tekjum. Það sé líkt og ríkisvaldið telji mótvægisaðgerða síður þörf í Fjarðabyggð en öðrum sjávar- plássum. Slíkt sé mikil skammsýni því óvíða blasi við jafnmiklir mögu- leikar til að mótvægisaðgerðirnar geti skilað því sem að er stefnt. Sveitarfélagið sé hins vegar búið að binda alla fjármuni sem það getur í nýjum verkefnum. Samfélagið eystra þurfi jafnt og önnur svæði á því að halda að stuðningur sé veittur við vaxtarbrodda í t.a.m. þorskeldi, ferðaþjónustu, hafrannsóknum, fjölgun starfa fyrir konur, þekking- arsköpun og fleiru. Helga segir fjárhagsstöðu Fjarðabyggðar til lengri framtíðar sterka. Mikið sé af nýjum innviðum og búið að standa í mikilli fjárfest- ingu. Því sé hlutfall skulda hátt og nauðsynlegt að geyma allar frekari fjárfestingar umfram það sem brýna nauðsyn beri til. Stórfram- kvæmdir eru að baki í bili. Hún segir nú þurfa að standa vörð um góðan rekstur og umhverfis- og ásýndar- mál. „Við erum sem samfélag búin að leggja línurnar til framtíðar, við vinnum saman og erum búin að skipuleggja út frá því að hver staður fyrir sig beri í sér tiltekna kosti. Um þessar mundir er gaman að fylgjast með þróun mannlífsins í Fjarða- byggð og sjá hvernig draumar og væntingar ganga eftir.“ Lífsgæði í samfélaginu efst á baugi Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Sterk framtíðarsýn Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Í Neskaupstað Það er ekki síst unga fólkið sem sér ný tækifæri. Sveitarfélagið Fjarðabyggð er óðum að taka á sig nýja mynd

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.