Morgunblaðið - 31.12.2007, Síða 1

Morgunblaðið - 31.12.2007, Síða 1
STOFNAÐ 1913 356. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is Leikhúsin í landinu Töfrar leikhússins >> 442007 Í MÁLI OG MYNDUM Morgunblaðið/Kristinn Gleðilegt nýár KONUR og karlar eiga að fara ólíkt að þegar þau strengja nýársheit. Karlarnir eiga að setja sjálfum sér skýr markmið, ekki bara að léttast heldur um fyrirfram ákveðinn kílóafjölda, svo dæmi sé tekið. Konurnar eiga aftur á móti að segja vinum sínum og fjölskyldum frá heitunum eigi þeim að auðnast að fylgja þeim eftir. Þá skiptir hvatning ástvina konur töluverðu máli. Þetta er mat Richards Wisemans, prófessors við há- skólann í Hertfordskíri, sem rannsakaði nýársheit 3.000 manna. Samkvæmt Wiseman voru karlar 22% líklegri, konur 10%, til að efna heitin ef ofangreint átti við. Ráðleggur hvernig efna megi nýársheitin Áramót Margir lofa að drepa í. Eftir Andra Karl andri@mbl.is Á FJÓRÐA hundrað björgunar- sveitarmenn ásamt tugum lögreglu- manna og slökkviliðsmanna sinntu í gær á fjórða hundrað veðurtengdum útköllum um land allt. Útköllin tóku að berast á fimmta tímanum aðfara- nótt sunnudags, af Suður- og Vest- urlandi, og voru enn að berast þegar Morgunblaðið fór í prentun, flest þá á Austurlandi. Engin alvarleg meiðsl urðu á fólki. Björgunarsveitarmenn björguðu ellefu manns sem lentu í sjálfheldu á Langjökli um miðjan dag. Aftaka- veður var á jöklinum og tók um átta klukkustundir að ná til fólksins, sem bar sig vel þrátt fyrir langa dvöl. Á suðvesturhorni landsins gerði asahláku og mikla úrkomu með þeim afleiðingum að vatn flæddi inn í fjöl- marga kjallara og hús. Flóð var á götum, sem mörgum þurfti að loka um tíma, og ofan á allt var vindur svo mikill að allt lauslegt fauk til. Þegar líða tók á daginn fór lægðin yfir landið og þótt úrkoman væri ekki jafnmikil og sunnanlands var vindhraðinn jafnmikill ef ekki meiri. Steininn tók úr síðdegis þegar útköll fóru að berast björgunarsveitum á Austurlandi en þá var rafmagnslaust á Egilsstöðum og í nágrenni. Á tólfta tímanum í gærkvöldi þurfti svo björgunarsveitin Hérað að kalla alla menn úr útköllum aftur inn á stöð, þar sem þakplötur voru farnar að fjúka af húsnæði sveitarinnar.  Óveðrið | 4 og 6 Viðbragðsaðilar í baráttu við veðrið Útköll bárust hvaðanæva af landinu vegna mikils veðurofsa Morgunblaðið/Ómar Flóð Loka þurfti Kringlumýrarbraut um tíma en hún var nánast ófær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.