Morgunblaðið - 31.12.2007, Side 32
32 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
GUÐRÚN Sverrisdóttir hjúkr-
unarfræðingur skrifaði áhrifamikla en
átakanlega grein um Kumbaravogs-
börnin í Morgunblaðið 2. desember sl.
Í kjölfarið fylgdu greinar eftir Krist-
ján Friðbergsson (9. des.) og Sig-
urborgu Ólafsdóttur
(16. des.) þar sem reynt
er að milda hina sterku
liti og óvægnu drætti
sem Guðrún notaði í
sína frásögn. Loks birt-
ist grein eftir Ragnar
Kristján Agnarsson á
Þorláksmessu, sem
dregur fram misræmið
í frásögnum þessara
ólíku aðila og stillir upp
áleitnum spurningum
sem krefjast svara. En
hver á að svara fyrir
það hvort réttur hafi
verið brotinn á Kumbaravogsbörn-
unum og aðstandendum þeirra? Það
hlýtur að vera í verkahring þeirra sem
nú fara með það vald sem eitt sinn var
beitt til að taka börn frá foreldrum
sínum og vista á opinberum stofn-
unum á borð við Kumbaravog.
Hinn 13. febrúar sl. brást rík-
isstjórnin við umræðum um illa með-
ferð drengja á Breiðavíkurheimilinu
með því að gefa út fréttatilkynningu
þar sem hinum fullorðnu Breiðavík-
urdrengjum var boðin ráðgjöf og
þjónusta sérfræðinga af geðsviði
LSH. Raunar sagði í tilkynningu rík-
isstjórnarinnar að þjónustan væri
einnig ætluð foreldrum drengjanna og
fyrrverandi starfsfólki heimilisins,
sem gefur til kynna að ríkisstjórnin
hafi áttað sig á því hversu djúpt svona
áföll rista og að þau hafi einnig áhrif á
aðstandendur þeirra sem verða fyrir
ofbeldinu. Í fréttatilkynningunni lýsir
ríkisstjórnin því að hún muni láta fara
fram „heildstæða og almenna athugun
á því hvernig rekstri Breiðavík-
urheimilisins [hafi verið] háttað á ára-
bilinu 1950 til 1980 og eftir atvikum
hliðstæðra stofnana og sérskóla þar
sem börn dvöldu.“
Mánuður leið og hinn 16. mars birt-
ist önnur fréttatilkynning frá stjórn-
völdum, nú frá heilbrigð-
isráðherra. Þar var
tilkynnt að þjónusta geð-
sviðs LSH yrði útvíkkuð
þannig að hún „standi
einnig til boða þeim sem
dvalið hafa langdvölum á
öðrum stofnunum sem
reknar hafa verið af
framlögum ríkis eða
sveitarfélaga og sem þol-
að hafa ofbeldi af hálfu
starfsmanna og/eða ann-
arra vistmanna.“ Þenn-
an sama dag voru sam-
þykkt lög á Alþingi sem
settu ramma um starf nefndar er
fengi það hlutverk að kanna starfsemi
vist- og meðferðarheimila fyrir börn.
Frumvarpið var almenns eðlis og ekki
bundið við neitt tiltekið heimili. Tals-
verðar umræður urðu um þann þátt
frumvarpsins og lýsti nokkur fjöldi
þingmanna því sjónarmiði að nauð-
synlegt væri að rannsóknin næði til
fleiri heimila. En forsætisráðherra
sagðist telja rétt að byrja þar, en „síð-
an verða menn í ljósi reynslunnar sem
af því fæst að meta hvort það þjónar
skynsamlegum tilgangi að halda
áfram með fleiri stofnanir.“ Þetta
sama sjónarmið kom fram í máli ráð-
herrans í svari við fyrirspurn minni á
Alþingi hinn 3. desember sl. Nefnd-
inni, sem forsætisráðherra setti á
laggirnar á grundvelli laganna, var
sem sé einungis falið að kanna Breiða-
víkurheimilið og var henni gert að
skila af sér skýrslu fyrir 1. janúar
2008. Skömmu fyrir jól var nefndinni
svo veittur frestur til loka janúar.
Í svari við fyrirspurn minni til heil-
brigðisráðherra, sem dreift var á Al-
þingi rétt fyrir jólahlé þingsins, kemur
fram að 32 vistmenn Breiðavíkurheim-
ilisins hafi þegið meðferð hjá geðsviði
LSH á árinu, en auk þeirra hafi 12
fyrrverandi vistmenn annarra heimila
fengið aðstoð. Þau heimili sem nefnd
eru í svarinu, önnur en Breiðavík-
urheimilið, eru upptökuheimilið í
Kópavogi og Kumbaravogur. Í ljósi
svars heilbrigðisráðherra og í ljósi
þess sem skrifað hefur verið upp á síð-
kastið um vistheimilið að Kumb-
aravogi tel ég einsýnt að ekki megi
láta staðar numið við Breiðavík-
urheimilið. Kumbaravogsbörnin, og
eftir atvikum önnur börn sem hafa
mátt þola illa meðferð á opinberum
vistheimilum, eiga það inni hjá sam-
félaginu að lýst verði inn í öll skúma-
skot þeirra stofnana sem falin var
forsjá þeirra í lengri eða skemmri
tíma. Stjórnvöld verða að axla ábyrgð
sína í þessum efnum til fulls og hún
endar ekki við rannsóknina á þeim
misgjörðum sem Breiðavíkurdreng-
irnir máttu þola, Kumbaravogsbörnin
koma okkur líka við.
Kumbaravogsbörnin
koma okkur við
Kolbrún Halldórsdóttir reifar
málefni Kumbaravogs » Stjórnvöld verða aðaxla ábyrgð í þess-
um efnum og hún endar
ekki við rannsóknina á
þeim misgjörðum sem
Breiðavíkurdrengirnir
máttu þola, Kumb-
aravogsbörnin koma
okkur líka við.
Kolbrún Halldórsdóttir
Höfundur er þingmaður Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs.
FYRIR nokkru heimsótti ég Vil-
nius, höfuðborg Litháens, og tók
þátt í ágætu málþingi á vegum
Norðurlandadeildar
Vilniusháskóla. Þar var
fjallað um menningu
Norðurlanda á vík-
ingaöld og miðöldum
og samband hennar við
nútímann. Íslenskar
fornsögur bar þar
mjög á góma. Heima-
menn höfðu skipulagt
þingið og boðið til þess
fræðimönnum frá
Norðurlöndum, en
höfðu líka sjálfir sitt til
málanna að leggja. Há-
skólinn í Vilnius er
gamall, stofnaður af Jesúítum á
seinni hluta sextándu aldar þegar
átök við mótmælendur stóðu sem
hæst. Háskólabyggingarnar eru í
hjarta gamla miðbæjarins, frá ýms-
um tímum en þó í gömlum og sam-
ræmum stíl, heillandi umhverfi.
Norðurlandadeildin í Vilniusháskóla
býr þó ekki við ríflegan húsnæðis-
eða bókakost, en starfsmenn og
stúdentar bæta það upp með ágætri
menntun og brennandi áhuga á við-
fangsefnunum. Áberandi er hve gott
vald þeir hafa á hinum ýmsu Norð-
urlandamálum. Ung kona ávarpaði
okkur á hartnær lýtalausri íslensku,
og fleiri voru vel að sér um íslenska
tungu og bókmenntir. Litháískan er
annað tveggja baltneskra mála sem
enn lifa (hitt er lettneska). Þau hafa
mikla sérstöðu meðal indóevrópskra
mála, og beygingakerfi litháísku er
líkt latínu, föll nafnorða sex. Etv. eru
það þessi einkenni tungumálsins
sem valda því að Litháar virðast eiga
létt með að læra erlend mál. Þeir
hafa líka af landfræðilegum og póli-
tískum ástæðum löngum þurft að
læra tungumál voldugra nágranna,
nýlega Rússa, áður
Pólverja.
Eins og margir Ís-
lendingar vita, sem
komið hafa til Vilnius,
er borgin mjög falleg
og fólkið vingjarnlegt.
Við hjónin komum líka
dagstund til næst-
stærstu borgar lands-
ins, Kaunas, sem er
einnig fögur með sinn
gamla bæ og glæsi-
legar nýrri götur. Báð-
ar liggja borgirnar á
ármótum. Sú nasasjón
sem fékkst af sögu Litháa í fárra
daga heimsókn færir heim sanninn
um að í Litháen býr merkileg þjóð,
sem lengi hefur verið virkur þátttak-
andi í blómlegri menningu landanna
í Evrópu miðri. Sagan geymir bæði
sigra og ósigra, en framfarir hafa
verið miklar frá því að landið fékk
sjálfstæði, og framfarahugur er mik-
ill. Fólk hefur ríkan metnað fyrir
hönd ættjarðarinnar og er stolt af
sögu sinni og tungu. Eins og margir
hafa reynt njóta Íslendingar sér-
stakrar hylli Litháa vegna þess að
þeir voru fyrstir til að viðurkenna
sjálfstæði landsins, og Hannibalsson
er þar þekkt nafn. Ég hygg að ein-
hverjir íslenskir athafna- og fjár-
málamenn hafi notið þessa á rás
sinni um Eystrasaltslönd og vona að
hagnaður af viðskiptum þeirra þar
verði á báða bóga. Vaxtarverkir
fylgja miklum breytingum, ekki síst
þegar menn sleppa undan oki lang-
varandi kúgunar, og á þessum slóð-
um eins og annars staðar eru til ein-
staklingar sem reyna að stytta sér
leið til lífsgæðanna.
Ég set þessi orð á blað um stað-
reyndir, sem mörgum Íslendingum
eru kunnar, af því að á leiðinni heim
las ég í flugvélinni grein eftir lithá-
íska konu sem búið hefur hér á Ís-
landi í nokkur ár og finnst hún ekki
lengur velkomin. Það fannst mér
sorglegt, ekki síst í ljósi nýfenginnar
þekkingar og reynslu af góðu fólki í
Litháen, vinum Íslands. Misind-
ismenn eru til í öllum löndum, og
glæpastarfsemi er nú orðin al-
þjóðleg og teygir anga sína víða. Það
er einn af fylgifiskum svo kallaðrar
alþjóðavæðingar. Látum ekki
nokkra þrjóta eyðileggja vináttu
okkar við allt það góða fólk frá
Litháen sem vill eiga við okkur heið-
arleg samskipti. Þau eru hinir réttu
fulltrúar litháísku þjóðarinnar, hvort
sem um er að ræða menntafólk eins
og það sem ég hef kynnst eða fólk
sem leitar hér atvinnu og vill leggja
sinn skerf til íslensks samfélags um
lengri eða skemmri tíma.
Til góðs vinar
liggja gagnvegir
Vésteinn Ólason segir frá sam-
starfi við háskólamenn í Lithá-
en og áhuga þeirra á íslenskum
fræðum
» Látum ekki nokkraþrjóta eyðileggja
vináttu okkar við allt
það góða fólk frá Lithá-
en sem vill eiga við okk-
ur heiðarleg samskipti.
Vésteinn Ólason
Höfundur er forstöðumaður
Árnastofnunar.
HELST vildi ég ekki standa í
reglubundnum bréfaskriftum við
fulltrúa Landssambands slökkvi-
liðs- og sjúkraflutningamanna
(LSS) um brunavarn-
armál á Keflavík-
urflugvelli, þó get ég
ekki annað en tekið
upp pennann þegar
Borgar Valgeirsson,
ritari LSS, geysist
fram á ritvöllinn með
ásakanir um „óá-
byggilegt viðbragð“
slökkviliðs- og sjúkra-
flutningamanna
Brunavarna Suð-
urnesja (BS), fáfræði
og vanþekkingu und-
irritaðs og að und-
irritaður fari ekki að
lögum í ráðningum
starfsmanna BS.
Í svargrein minni
hinn 7. nóvember
sagði ég lesendum
sannleikann um
ályktun Lands-
sambands slökkviliðs-
og sjúkraflutninga-
manna (LSS) er varð-
ar öryggisviðbúnað á
Keflavíkurflugvelli,
þ.e.a.s. að ályktunin
eigi ekki við rök að
styðjast og undirróð-
urinn veki athygli og
hræðslukennd þeirra sem ferðast
með flugi um Keflavíkurflugvöll.
Ég tel að í birtingarferlinu hafi
ályktun LSS verið slitin frá til-
gangi hennar og upphaflegt mark-
mið margra slökkviliðs- og sjúkra-
flutningamanna sem studdu hana í
góðri trú hafi farið forgörðum.
Svargrein mína má nálgast á bs.is.
Upphaf þessa máls er að for-
maður LSS kom fram í sjónvarpi í
lok október og sagði frá álykt-
uninni og fór heldur mikinn þegar
hann lýsti „ástandi“ slökkviliðsins
og sagði það jafnast á við það
versta sem gerist í heiminum.
Kastljósinu var síðan varpað á
málið þegar flugvallarstjóri, Björn
Ingi Knútsson, fór yfir ályktunina
og skýrði frá þeim breytingum
sem urðu við brotthvarf hersins í
október 2006, en fram að þeim
tíma tók öryggisviðbúnaður flug-
vallarins mið af bæði farþega- og
herflugi. Rök flugvallarstjóra eru
skýr, hann vísar í að ráðamenn
flugvallarins hafa ákveðið að ör-
yggisviðbúnaður slökkviliðsins þar
skuli taka mið af staðli nefndum
International Civil Aviation Org-
anization (ICAO), sem skilgreinir
að viðbúnaðarstig Slökkviliðs
Keflavíkurflugvallar skuli standast
stig 8. Öryggisviðbúnaður Slökkvi-
liðsins á Keflavíkurflugvelli miðar
við að uppfylla stig 9 af 10 stigum
ICOA staðalsins og er því umfram
þá þörf sem um ræðir á Keflavík-
urflugvelli og umfram það sem
gerist víða á öðrum sambærilegum
og mun stærri flugvöllum á Norð-
urlöndunum.
Borgar, fer enn og aftur með
dylgjur í grein sinni hinn 11. des-
ember þegar hann skrifar „Það er
ekki hægt að reka alþjóðaflugvöll
öðruvísi en að uppfylla lágmörk
ICAO sem Flugmálastjórn á Kefla-
víkurflugvelli gerir, en lítið meira.“
Flugmálastjórn Keflavíkurflug-
vallar gerir gott betur, eins og áð-
ur sagði. Vissulega er það sameig-
inlegt markmið okkar að hafa
viðbragðslið sem öflugast, en það
verður að grundvallast
á málefnalegri þörf,
raunsæi og hag-
kvæmni liðsheildar á
svæðinu. Slökkviliðin á
svæðinu búa yfir mikl-
um mannauði og
tækjakosti til björg-
unar og slökkvistarfa,
þau hafa sýnt mikinn
metnað og þetta er
það sem skiptir máli.
Eitthvað hefur
Borgar misskilið skrif
mín því hann skrifar
„Sigmundur fullyrðir
einnig að há lágmarks-
mönnun slökkviliðsins
hafi einungis verið
vegna orrustuflugvél-
anna.“ Hið rétta er að
ég skrifaði „Þegar
mest var voru 15 orr-
ustuþotur ásamt fylgi-
vélum staðsettar á
Keflavíkurflugvelli, en
þess vegna voru 15
manns á vakt í
slökkviliðinu þar.“ Á
Keflavíkurflugvelli
voru auk orrustuþotna
staðsettar m.a. P-3
Orion kafbátaleit-
arvélar, KC-135 flugeldsneytisvél,
EA-3 radarflugvélar og þá komu
reglulega stórar C-5 vöruflutninga-
vélar og aðrar minni C-141, einnig
má nefna þyrlur og fylgivélar
þeirra bæði C-130 og C-160, að
auki var herinn með reglulegt far-
þegaflug til og frá Keflavík-
urflugvelli. Nú er liðið á annað ár
síðan þessar vélar fóru af flugvell-
inum og kröfurnar því allt aðrar og
því færri menn á vakt.
Varðandi ásakannir um að ég
viti ekki muninn á „flugu og fíl“ vil
ég upplýsa að ég hef starfað við
brunamál í nær 22 ár, árið 1996
lauk ég BS-prófi í Eldvarnar- og
öryggistæknifræði frá Oklahóma
háskóla, en þá tók ég stöðu
slökkviliðsstjóra BS sem ég hef
starfað af heilindum í í nær 12 ár.
Slökkvilið BS hefur aldrei fyrr ver-
ið eins vel tækjum búið og mann-
auður liðsins er mikill.
Það sem er þess valdandi að ég
tek upp pennann er aðförin að
Brunavörnum Suðurnesja þ.e.a.s.
fullyrðingar um óábyggilegt við-
bragð. Ég tek undir það að ekki er
tryggt að menn á frívakt mæti í
útköll, áratuga reynsla okkar er af
skjótum og góðum viðbrögðum
slökkviliðs-og sjúkraflutninga-
manna BS. Skýrslur um viðbragð
eru til.
Þá vil ég benda á að virkjun og
viðbragð Flugslysaáætlunar fyrir
Keflavíkurflugvöll byggist á að
stór hluti viðbragðsaflsins mæti af
frívakt – margir af æðstu stjórn-
endum, allur björgunargeirinn og
viðbótarafl í lögreglugeiranum
byggist á boðun manna á frívakt.
Ég tel að mannhald hjá BS sé
ekki síðra, jafnvel ábyggilegra því
þessa fyrirkomulags hafa strák-
arnir mínir ráðið sig til, þeir gera
sér grein fyrir „þörfinni“ og
reynslan er sú að við byggjum út-
kallsstyrk okkar á traustu mann-
haldi BS. Samfélagið treystir
starfsmönnum BS, enda hafa þeir
með verkum sínum áunnið góðan
orðstír þess, þeir eru þess verðugir
og verða alltaf hluti af „öryggis-
viðbúnaði“ fyrir Keflavíkurflugvöll.
Ásakanir um
„óábyggilegt
viðbragð“
Sigmundur Eyþórsson segir
Borgar Valgeirsson fara með
dylgjur í Mbl. 11. des sl.
Sigmundur Eyþórsson
» Borgar ferenn og aftur
með dylgjur í
grein sinni hinn
11. desember
um öryggis-
viðbúnað á
Keflavíkurflug-
velli og óábyggi-
legt viðbragð
slökkviliðs BS.
Höfundur er slökkviliðsstjóri
Brunavarna Suðurnesja.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni