Morgunblaðið - 31.12.2007, Page 9

Morgunblaðið - 31.12.2007, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 9 FRÉTTIR Gleðilegt nýtt ár Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 Laugavegi 63 • S: 551 4422 Óskum landsmönnum gleðilegs árs og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Stórútsala hefst 3. janúar Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is BOGI Nilsson lætur af störfum sem ríkissaksóknari 1. janúar, en hann hefur gegnt embættinu til tíu ára. Bogi á að baki langan starfsferil inn- an réttarvörslukerfisins. Eftir að hafa lokið lagaprófi í janúar árið 1968 hóf hann störf hjá sýslumanninum í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógetan- um á Akureyri. Þar starfaði hann í tæp átta ár eða til 1. janúar 1976, þegar hann var skipaður sýslumaður í S-Múlasýslu og bæjarfógeti á Eski- firði. 1. október 1986 var Bogi svo skipaður rannsóknarlögreglustjóri ríkisins og gegndi því starfi þar til embættið var lagt niður með breyt- ingum á lögregluskipaninni árið 1997. Verkefni rannsóknarlögreglu- stjóra fluttust þá bæði til staðbund- inna lögregluembætta og ríkislög- reglustjóra sem var nýtt embætti, sem Bogi tók við. Í byrjun þess árs hóf hann undirbúning og uppbygg- ingu embættisins og tók til starfa sem ríkislögreglustjóri 1. júlí. Þar dvaldi hann hins vegar ekki lengi enda skipaður ríkissaksóknari frá og með 1. janúar 1998. Miklar breytingar Aðspurður játar Bogi því að mikl- ar breytingar hafi átt sér stað, bæði á þjóðfélaginu og réttarkerfinu, síðan hann hóf störf. Til dæmis voru fíkni- efnamál lítt þekkt fyrir 1970, og þeg- ar Bogi fór frá Akureyri 1975 voru slík brot nánast óþekkt þar. „Síðan hafa orðið verulegar breytingar í þessu og þetta er orðinn einn af al- varlegustu brotaflokkunum, og kannski sá sem veldur mestum skaða.“ Aðskilnaður dóms- og fram- kvæmdavalds í héraði er honum ekki síður hugleikinn. „Þegar ég starfaði á Akureyri og Eskifirði voru sýslu- menn og bæjarfógetar jafnframt dómarar. Þetta kerfi var barn síns tíma og að mínum dómi fyrirsjáan- legt að því yrði breytt,“ segir hann og skoðar þetta út frá þróun ákæru- valdsins. „Lögreglustjórar urðu hluti af ákæruvaldinu árið 1992, og árið 1997 fengu þeir málshöfðunarrétt í öllum algengustu refsimálum. Með þessu tvístraðist ákæruvaldið, sem áður hafði verið fyrst og fremst hjá ríkissaksóknara. En það er í raun bæði jákvætt og neikvætt.“ Hann segir ákæruvald hér á landi enn nokkuð dreift, þrátt fyrir fækkun lögregluembætta, en vonar að ný löggjöf um meðferð sakamála skerpi ákæruvaldið og styrki. Frumvarp þess efnis er sem stendur í meðför- um Alþingis. „Þar er gert ráð fyrir að ákæru- vald skiptist í þrjú stig, og til verði millistig, sem heitir héraðssaksókn- arastig. Þá skiptir máli að um leið verði hugað að hlutverki ákæru- valdsins og það verði skilgreint ná- kvæmlega. Það á ekki að fara á milli mála hvenær menn eru að sinna störfum ákæruvalds og hvenær ekki, þá á ég sérstaklega við lögreglustjór- ana, sem hafa margt annað á sinni könnu. Þetta fer ekki á milli mála með þá ákærendur sem sinna engu öðru, t.d. héraðssaksóknara, en hvaða afskipti eiga þeir að hafa af rannsóknum sakamála? Það er atriði sem verður að liggja ljóst fyrir,“ seg- ir Bogi. Vinsælla að styrkja aðrar stofn- anir en ákæruvald og lögreglu Bogi kveðst stundum velta því fyr- ir sér hvers vegna aðrar stofnanir sem eru á svipuðum vettvangi fá þá umfjöllun, þegar eitthvað bjátar á hjá þeim, að þær þurfi að efla og styrkja, fjölga starfsmönnum og svo framvegis. Þegar sömu aðstæður komi upp hjá lögreglu og ákæruvaldi minnist þingmenn sjaldan á slíkt. „Þá eru menn frekar keyrðir niður í svaðið ef eitthvað er. Ég held að þarna hafi hallað ansi mikið á. Á síð- ustu árum hafa stofnanir eins og skattrannsóknarstjóri, Fjármálaeft- irlit og Samkeppniseftirlit vaxið. Hjá fjármálaeftirlitinu starfa yfir fimm- tíu manns og yfir tuttugu hjá hinum stofnununum. Á sama tíma hefur lög- reglan, þ.e. efnahagsbrotadeild rík- islögreglustjórans, sinnt málum á sama sviði og þessar stofnanir allar og með fimmtán til tuttugu starfs- mönnum. Þá nefni ég sem dæmi að embætti ríkissaksóknara annast eft- irlit með öllum ákærendum í landinu, annast saksókn í alvarlegustu málum hvar sem er á landinu, flytur öll saka- mál fyrir Hæstarétti, sér um sakar- skrá ríkisins og sinnir fleiri verkefn- um. Þarna vinna þrettán manns.“ Í huga Boga leikur enginn vafi á því að auka og efla þarf mannafla við rannsóknir sakamála, m.a. í ljósi þess að lögreglustjóraembættin hafa átt í erfiðleikum með að ljúka málum á skikkanlegum tíma. „Fyrrnefndar stofnanir hafa innan sinna raða fleiri sérhæfða starfsmenn, lögfræðinga, viðskiptafræðinga og endurskoðend- ur. Hjá lögreglu og ákæruvaldi vant- ar viðskiptafræðinga og endurskoð- endur til starfa á sérhæfðum sviðum. En stofnanirnar geta og fá að borga hærri laun en lögregla og ákæruvald gera og geta gert. Þess vegna fá þær fólk til sín en lögregla og ákæruvald ekki.“ Hugsjónafólk En hvernig hefur verið að starfa á þessu sviði, er það skemmtilegt? „Það hefur nú lengi verið sagt að ef fólk vilji kjósa sér vinsælt starf, þá ætti það ekki gerast ákærendur eða saksóknarar. Þeir sem vinna í þess- um störfum verða fyrir mikilli gagn- rýni ef illa gengur. Það er í sjálfu sér eðlilegt að þeir sæti gagnrýni en það þarf sterk bein til að þola og taka oft ósanngjarnri gagnrýni. Þá skiptir miklu máli að fólk sé ákveðið og heið- arlegt í starfi. Mér finnst það vera það mikilvægasta,“ segir Bogi og kveður hugsjónafólk starfa hjá rík- issaksóknara. „Það getur eiginlega ekki annað verið því það fólk er svo ötult og duglegt þrátt fyrir lág laun.“ Sjálfur segist hann varla hafa verið mikill hugsjónamaður þegar hann hóf störf, heldur hafi það smám sam- an komið í ljós hvaða leið hann myndi feta. Það hafi ekki verið hans kapps- mál að fást við afbrotamenn beinlín- is, heldur hafi hin lögfræðilega hlið málanna alltaf heillað hann. Rólegri dagar framundan Bogi segir það óráðið hvað hann tekur sér næst fyrir hendur, en hon- um gefist nú meiri tími fyrir fjöl- skyldu sína og áhugamálin sem ekki sé neinn skortur á. Hugsjónafólk starfar hjá embætti ríkissaksóknara Morgunblaðið/Ómar Réttarkerfi Bogi segir miklar breytingar hafa orðið í tíð hans. Bogi Nilsson lætur af störfum um áramótin SÉRHVERT ár fer fram svokölluð jólatalning á vetrarfuglum landsins. Til að gæta samræmis er yfirleitt reynt að haga talningunni þannig að hún fari fram á öllum 140 svæðunum á sama degi. Telja átti í gær en því var frestað eða flýtt víða um land sökum slæmra veðurskilyrða um mestallt landið. Að sögn Kristins Hauks Skarp- héðinssonar, dýravistfræðings á Náttúrufræðistofnun Íslands, sjást um eða yfir 80 tegundir fugla þegar best lætur. Í þeirri tölu er að finna flækingsfugla en að jafnaði sjást hér um 65-70 tegundir á veturna. Hann segir algengast að sjá staðfugla á borð við æðarfugla, ýmsar mávateg- undir og endur á borð við stokk- endur. Undanfarin ár hafa á annað hundrað manns tekið þátt í jólataln- ingunni. Margir hafa verið mjög lengi og sumir hverjir frá upphafi talningar árið 1952. Talningin er að amerískri fyr- irmynd og hefur sótt í sig veðrið á þeirri rúmu hálfu öld sem hún hefur farið fram; ekki aðeins hefur svæð- unum fjölgað heldur einnig sjálf- boðaliðunum sem starfa við hana. Nafngiftin stafar af því að eitt sinn var reynt að hafa talninguna á sunnudeginum milli jóla og nýárs eða á annan í jólum en þó kemur fyr- ir að talið er eftir áramót. Kristinn segir yfirleitt 70-80% talningarinnar fara fram á sjálfum talningardeginum en markmiðið með henni var í upphafi að vita hvaða fuglar dveldust hér yfir hávet- urinn. Í seinni tíð hefur áhuginn hins vegar víkkað út og eru menn farnir að nota talninguna sem vísitölu á stofnbreytingar og aðrar breyt- ingar. Hægt er að hafa ýmis hagnýt not af tölunum. Kristinn segir menn geta séð hvaða svæði séu mikilvæg fyrir einstakar tegundir og þá hafi komið í ljós breytingar sem hægt sé að tengja hlýnandi veðurfari. Vetrarfuglatalningu víða frestað eða flýtt 70-80% talningar fara yfirleitt fram á tilskildum degi Algengir Snjótittlingar eru algeng- ir en töldust þó vart í fyrra. Morgunblaðið/Ómar BJÖRN Bjarna- son dómsmála- ráðherra segir að næsta stórverk- efni á hans borði sé að finna stað fyrir nýja lög- reglustöð á höf- uðborgarsvæðinu og vinna að því, að hafist verði handa við að reisa hana. Þetta kemur fram á heimasíðu ráðherrans. Tilefni þessara orða Björns er fundur lögreglumanna og yfirstjórn- ar lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu sl. föstudag, en þar var meðal annars rætt um starfsumhverfi lög- reglunnar. Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu nýtur mikils trausts og virðingar hjá öllum almenningi, ef marka má kannanir. „Vel hefur tekist til við samein- ingu löggæslu á höfuðborgarsvæð- inu undir öruggri stjórn Stefáns Ei- ríkssonar og hans manna. Fyrsta heila ár sameiningar er að baki og margt gott hefur áunnist. Enn má gera betur eins og fram kom á fundi lögreglumannanna. Á mínu borði er næsta stórverkefni að finna stað fyr- ir nýja lögreglustöð á höfuðborgar- svæðinu og vinna að því, að hafist verði handa við að reisa hana,“ segir Björn. Þörf á nýrri lögreglustöð Björn Bjarnason KRISTJÁN L. Möller samgöngu- ráðherra hefur skipað nefnd til að endurskoða umferðarlögin í heild sinni. Núgildandi umferðarlög eru frá árinu 1987 með síðari breyting- um. Í frétt frá samgönguráðuneytinu segir að við endurskoðun laganna verði leitast við að færa þau í nútíma- legra horf í samræmi við þá þróun sem orðið hefur á sviði umferðar- mála á liðnum árum. Í því sambandi verður löggjöf annarra landa höfð til hliðsjónar og meðal annars skoðað hvort tekjutengja beri umferðar- lagasektir í tengslum við endurskoð- un á viðurlagaþætti umferðarlaga, reglur um ökunám og ökukennslu verða endurskoðaðar, og ennfremur sá möguleiki kannaður að setja áfengislása í bifreiðir til að koma í veg fyrir ölvunarakstur þeirra sem hafa gerst sekir um slík brot, svo nokkuð sé nefnt. Formaður nefndarinnar er Róbert R. Spanó, prófessor og varaforseti lagadeildar HÍ. Endurskoða umferðarlög ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.