Morgunblaðið - 31.12.2007, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 31.12.2007, Qupperneq 30
stjórnmál 30 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ E nn er komið að tíma- mótum og viðburða- ríkt ár að baki, ár al- þingiskosninga og margvíslegra tíðinda innanlands og utan. Alþingiskosningarnar sl. vor mörkuðu tímamót í íslenskum stjórnmálum. 12 ára ríkisstjórn- arsamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lauk. Það sem lagði grunninn að stjórnarskiptum var stórsigur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sem bætti við sig fjórum nýjum þingmönnum og var ótvíræður sigurvegari kosninganna. Vígstaða okkar í íslenskum stjórn- málum er nú allt önnur og sterkari en fyrr. Ári áður unnum við hlið- stæðan sigur í sveitarstjórnarkosn- ingum og erum nú þriðja stærsta stjórnmálaaflið, bæði á sveit- arstjórnarstigi og á landsvísu. Því miður urðu ekki þau gagngeru umskipti í stjórnmálum landsins sem við höfðum barist fyrir. Réði þar sú ákvörðun Samfylkingarinnar að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokk- inn og framlengja valdatíma hans sem þegar hafði varað í 16 ár. Sam- fylkingin verður þannig til þess að lengja enn dvöl Sjálfstæðisflokksins í stjórnarráðinu en reyndar var það helsti forveri hennar, Alþýðuflokk- urinn sálugi, sem leiddi þá þangað inn 1991. VG stærsti flokkur stjórn- arandstöðunnar Hlutverkaskiptin í vor hafa það í för með sér að Vinstrihreyfingin – grænt framboð er nú ekki aðeins þriðji stærsti flokkurinn heldur einnig forustuflokkur stjórnarand- stöðunnar, sumir segja eina stjórn- arandstaðan. Þessi staða leggur okkur nýjar skyldur á herðar. Við munum gera okkar besta til að standa undir þeim með þeim vopn- um sem enn hafa ekki verið frá okk- ur tekin.VG á nú aðild að meirihluta í nokkrum sveitarstjórnum, þar á meðal í sjálfri höfuðborginni, en þar leiddi vaskleg framganga félaga okkar með Svandísi Svavarsdóttur í broddi fylkingar til stóratburða. Þannig höfum við sýnt að það stend- ur ekki á VG að axla ábyrgð og taka þátt í myndun meirihluta, ef það er í boði og málefnin bjóða. Við vorum vel undir ríkisstjórnarþátttöku búin sl. vor. og tefldum fram skýrum en um leið hófstilltum áherslum eða loforðum, sem við töldum í öllum tilvikum raunhæf og hægt að efna. Samfylkingin valdi aðra leið, leið stórfelldra yfirboða, sem nú kemur henni í koll í vaxandi mæli. Óvissutímar framundan Miklir óvissutímar eru uppi í þjóðmálum. Ber þar hæst efna- hagslegan óstöðugleika og ráðleysi ríkisstjórnarinnar á sviði hag- stjórnar. Æ fleirum er ljóst að ekki er allt sem sýnist með hið svokall- aða góðæri. Því hefur allan tímann verið óheyrilega misskipt en auk þess snýr óvissan einnig að sjálfu hagkerfinu, hinu ofþanda stóriðju- og útrásarhagkerfi. Miklir veik- leikar blasa við á verðbréfamarkaði og spurningar hafa vaknað um stöðu sumra stærstu fyrirtækjanna sem þanist hafa út á grundvelli að- gangs að ódýru lánsfé og með áhættusömum fjárfestingum er- lendis. Alvarlegast er þó, að jafn- vægi í þjóðarbúskapnum og efna- hagslífinu er hvergi í sjónmáli: Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs Daufgerð ríkisstjórn á óvissutímum Nýjar skyldur Hlutverkaskiptin í ár hafa það í för með sér að Vinstri hreyfingin – grænt framboð er nú ekki aðeins þriðji stærsti flokkurinn heldur einnig forustuflokkur stjórnarandstöðunnar, sumir segja eina stjórnarandstaðan, skrifar Steingrímur J. Sigfússon. V ið höfum undanfarin ár lifað við hátt fram- kvæmdastig og mikla atvinnu. Fólki frá öðr- um löndum, einkum nýrri ríkjum Evrópusambandsins, hefur fjölgað mjög mikið á vinnu- markaði og margir munu setjast hér að og taka upp fasta búsetu á Íslandi. Þensla og fólksfjölgun er þó mjög mismikil eftir land- svæðum. Mest fjölgar fólkinu á suðvesturhorni landsins. Góðar samgöngur frá Reykjavík með Hvalfjarðargöngum, tvöföldun Reykjanesbrautar til Suðurnesja og bættum þjóðvegi yfir Hellis- heiði til Suðurlands bæta mjög öll búsetuskilyrði íbúa á suðurvest- urhorni landsins. Auðveld atvinnusókn er til og frá Reykjavík. Góð þjónusta, menntun og stjórnsýsla landsins verður nærri íbúum, sem ört fjölg- ar á svæðinu, og þar vaxa heildar- tekjur sveitarfélaga mest. Auknar tekjur ríkissjóðs á liðnum árum hafa því komið til vegna þensl- unnar þar, virkjunar og álvers- framkvæmda á Miðausturlandi. Miklar framkvæmdir á Miðaust- urlandi hafa ekki náð víða um byggðakjarna Austfjarða vegna þess að vegasamgöngur innan Austfjarða eru ekki nútímalegar. Gerð jarðganga milli byggðakjarna á Austfjörðum er langt á eftir nú- tímanum, sama á við bæði á Vest- fjörðum og norðan- og norðaust- anlands. Fáskrúðsfjarðargöng frá Reyðarfirði er merkur áfangi eins og göng undir Breiðadals- og Botnsheiði voru, en aðeins áfangi að varanlegum samgöngubótum og breyttum búsetuskilyrðum íbúa ut- an suðvesturhornsins, líkt og átt hefur sér stað á Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Við í Frjálslynda flokknum höfum árum saman flutt um það tillögur á Alþingi að for- gangsverkefni í varanlegri vega- gerð á Íslandi verði gerð jarð- ganga og þverun fjarða til þess að tryggja öruggar samgöngur og betri búsetuskilyrði fólks á lands- byggðinni. Samgöngubótum fylgir lækkun flutningskostnaðar, auð- veldari atvinnusókn milli byggða, aukin þjónusta og betra aðgengi að menntun og menningu. Ferðaþjón- ustan á landsbyggðinni verður ekki öflug heilsársatvinnugrein nema með bættum samgöngum. Óvissuferð eða vetrarferð út á land má ekki hefjast á því að ferða- menn verði fastir í skafli á næsta fjallvegi. Tekjum og þenslu er misskipt eftir landsvæðum. Birtist sum- staðar eins og tálsýn eða vonar- glæta, á öðrum svæðum verður hennar ekki vart. Ráðherrar fyrri ríkisstjórnar trúðu því að draga mætti úr þenslunni með því að skera niður samgöngubætur á Vestfjörðum og Norðausturlandi, þar sem engin þensla var. Landsbyggðin verður nú fyrir atvinnubresti á næsta ári vegna mikils niðurskurðar á þorskafla sem að áliti allflestra í útgerð og fiskveiðum var algjörlega óþörf. Óréttlátt er að vega að sjáv- arbyggðum með því offorsi sem Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins Óviss framtíð Morgunblaðið/Golli Misskipting Tekjum og þenslu er misskipt eftir landssvæðum. Birtist sum- staðar eins og tálsýn eða vonarglæta,á öðrum svæðum verður hennar ekki vart, skrifar Guðjón Arnar Kristjánsson. G O TT F Ó LK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.