Morgunblaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 31
Verðbólga er enn alltof mikil, við-
skiptahalli stóralvarlegur og er-
lendar skuldir hlaðast upp. Vaxta-
kostnaður er óheyrilegur og
sligandi fyrir skuldsett heimili og
minni fyrirtæki sem ekki eiga þess
kost að fjármagna sig erlendis.
Þyngst bitna aðstæðurnar á dreif-
býlinu og landsbyggðinni almennt,
sem hefur í litlu sem engu notið
þenslunnar á suðvesturhorninu en
fer ekki varhluta af óhagstæðum
skilyrðum og fær nú brest í þorsk-
veiðum ofan í kaupið.
Á síðasta kjörtímabili var það
réttilega gagnrýnt að helstu aðilar
sem koma eiga að hagstjórn í land-
inu gengu ekki í takt. Á sama tíma
og Seðlabankinn hækkaði vexti og
reyndi að halda aftur af verðbólgu
og þenslu verkuðu ýmsar ákvarð-
anir þáverandi ríkisstjórnar eins og
olía á eld. Vonir um að bregða
myndi til hins betra á sviði hag-
stjórnar eftir stjórnarskipti í vor
eru löngu kulnaðar. Ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar
hefur reynst með endemum dauf-
gerð og slöpp á þessu sviði eins og
fleirum. Formenn beggja stjórnar-
flokkanna hafa dregið í efa, að
ákvarðanir og tæki Seðlabankans
virki og formaður Samfylkingar-
innar beinlínis sakað Seðlabankann
um að horfa eingöngu í baksýnis-
spegilinn og gera tóma vitleysu. Svo
er nú komið, að lánshæfismat Ís-
lands erlendis er tekið að falla og al-
mennt er umræða um íslenska hag-
kerfið og stöðu íslensks þjóðarbús
orðin mjög neikvæð í grannlönd-
unum. Varnaðarorð frá alþjóðlegum
eftirlits- og ráðgjafarstofnunum ger-
ast harðorðari. Eini aðilinn sem virð-
ist ímynda sér að allt geti bara flotið
áfram er ríkisstjórnin. Svo eru auð-
vitað ýmsir sem hugsa „er á meðan
er“, þeir sem sérstaklega njóta góðs
af og beinlínis græða á verðbólgu- og
þensluástandinu.
Framundan eru afdrifaríkir
kjarasamningar. Forsendur fé-
lagslegs stöðugleika og friðar á
vinnumarkaði eru stórbætt kjör
lægst launuðu hópanna og almenns
launafólks með hækkun fastra um-
saminna launa fyrir hóflega vinnu-
viku. Samhliða þarf að tryggja kaup-
mátt þeirra launa með hækkun
skattleysismarka. Gera verður hlið-
arráðstafanir gagnvart barnafólki
með hækkun barnabóta, vegna stór-
aukins húsnæðiskostnaðar með
hækkun vaxta- og húsaleigubóta og
frekari ráðstafanir sem snúa að öldr-
uðum og öryrkjum. Samhliða þessu
verða burðarásar hagstjórnar í land-
inu að finna taktinn. Stöðva á öll
frekari stóriðjuáform, auka verulega
eigið fé Seðlabankans og styrkja
gjaldeyrisvarasjóðinn, stuðla að
auknum sparnaði t.d. með frí-
tekjumarki gagnvart fjármagns-
tekjum og dýpka innlendan skulda-
bréfamarkað. Skattalækkanir, aðrar
en þær sem koma hinum tekju-
lægstu til góða með hækkun skatt-
leysismarka, eru fráleitar við núver-
andi aðstæður. Það er lífsnauðsyn að
endurheimta ásættanlegan stöð-
ugleika í þjóðarbúskapnum, stöð-
ugleika sem er að glatast og þar með
ávinningar þjóðarsáttarinnar á sín-
um tíma. Hinn kosturinn er harka-
legur og sársaukafullur samdráttur
eða hrun þó eitthvað síðar verði.
Lokaorð
Ísland með sínum stríðu náttúru-
öflum er um leið fagurt og gjöfult
land og við gæfusöm þjóð að hafa
það til umsjónar og búsetu. Al-
þjóðlegur samanburður sýnir iðu-
lega að við stöndum vel að vígi þó
taka beri öllum slíkum sam-
anburði með eðlilegum fyrirvara
og ofmetnast ekki. Það er líf
mannsins sjálfs, hin almennu lífs-
gæði, möguleikar hvers og eins og
okkar allra saman til lífsfyllingar
sem skiptir máli en ekki eftirsókn
eftir vindi, ekki andlaus þátttaka í
kapphlaupi neyslu- og pen-
ingaæðis. Það er ærin ástæða til
að hafa áhyggjur af ýmsum þátt-
um samfélagsþróunarinnar. Gjáin
breikkar hratt milli ríkra og fá-
tækra, allt of margir verða mis-
notkun áfengis og vímuefna að
bráð. Meðferð okkar á landinu, líf-
ríki og náttúru er þannig, að valdið
hefur harðvítugum deilum hér inn-
anlands á síðustu árum. Raun-
verulega sjálfbær þróun er enn að-
eins falleg draumsýn.
Við Íslendingar eigum alla
möguleika á því að láta gott af
okkur leiða í samfélagi þjóðanna.
Það eigum við að sjálfsögðu að
gera með stórauknum framlögum
til þróunaraðstoðar og neyð-
arhjálpar, með því að vera öðrum
gott fordæmi, ekki síst í umhverf-
ismálum, og með því að hafa í
heiðri okkar vopnleysis- og frið-
ararfleifð í stað þess að taka víg-
búnaðarútgjöld inn í fjárlögin.
Vinstrihreyfingin – grænt fram-
boð sýndi það og sannaði í síðustu
kosningum, að hún er komin til að
vera í íslenskum stjórnmálum og
það ekki sem áhrifalaus smáflokk-
ur yst á jaðri íslenskra stjórnmála,
heldur sem stór og breið hreyfing
félagshyggju, umhverfisverndar,
kvenfrelsis og félagslegrar al-
þjóðahyggju. Við eigum nú þing-
menn í öllum kjördæmum landsins
og þar sem staða okkar er sterk-
ust eins og í Norðausturkjördæmi
og Reykjavík greiddi fimmti til
sjötti hver kjósandi okkur at-
kvæði. Fyrir þann mikla stuðning
erum við að sjálfsögðu þakklát.
Ég óska landsmönnum öllum
farsæls nýs árs, þakka samfylgd-
ina og veittan stuðning á liðnu ári
og lít björtum augum fram á veg-
inn, til nýrra verkefna og nýrra
ævintýra.
forystumenn ríkisstjórnar völdu að
beita. Vörslumaður brauðsins dýra,
sjávarútvegsráðherra, reynir að
sannfæra fólk í sjávarbyggðum,
sem fækkar stöðugt, um að nú sé
nauðsyn að svelta og bíta ekki í
brauðið (þorskinn) því betri tíð sé
framundan.
Þessu „uppbyggingarstarfi“
þorskstofnsins hefur nú verið beitt
með algjöru árangursleysi kvóta-
kerfis í meira en tvo áratugi. Lík-
ast er að fyrrum þingmenn gangi í
sérstakt trúfélag þegar þeir verða
sjávarútvegsráðherrar, þá dettur
niður allur sjálfstæður vilji. Allt
annað viðhorf mátti sjá í skrifum
núverandi ráðherra þegar hann
var þingmaður haustið 2002, enda
þá kosningar á næsta leiti, en árið
2007. Við veiðarnar nú mun brott-
kast því miður aukast. Það er
fylgifiskur þess að reyna að lifa við
130 þúsund tonna heildarveiði
þorsks og okurverð á leigukvótum
og aflahlutdeild. Yfirskrift kvóta-
kerfisins er árangursleysi og sóun
við nýtingu botnfiskstofna. For-
skrift laga um stjórn fiskveiða að
„tryggja trausta atvinnu og byggð
í landinu“ með kvótakerfi og
frjálsu framsali er öfugmæli. Okk-
ar takmörkuðu hvalveiðar und-
anfarin ár hafa sýnt að hrefnan er
mikill afræningi þorsks og ýsu.
Hnúfubak hefur fjölgað gífurlega
við landið undanfarna áratugi eftir
friðun í hálfa öld. Ekki verður
undan því vikist að hefja þær veið-
ar að nýju. Ekki kæmi á óvart að
sá hvalur sé samskonar afræningi
á þorski og ýsu auk loðnunnar eins
og hrefnan er í raun. Fæðunýting
og fæðuskortur í hafinu kallar á
auknar rannsóknir og alhliða nýt-
ingarveiðar sjávardýra í framtíð-
inni.
Erfiðasta verkefnið á næstu
mánuðum er gerð kjarasamninga.
Nú þarf að vinna vel að auknum
raunlaunum þeirra sem minnst
hafa. Mikið misvægi er á launum
þeirra sem mest hafa og þeirra á
lægstu töxtum og sérstaklega þarf
að huga að kjörum þeirra sem eru
með skerta starfsorku og eldra
fólks. Þær skerðingarreglur sem
eru í gildi og skerða bætur frá
Tryggingastofnun til aldraðra og
öryrkja eru margar mjög órétt-
látar þó bundnar séu í lögum. Má
þar nefna skerðingar vegna tekna
maka, vegna atvinnutekna, öryrkja
og fólks 67-70 ára sem og skerð-
ingarbóta almannatrygginga vegna
lífeyristekna.
Þingmenn Frjálslynda flokksins
hafa flutt sérstakt frumvarp um
afnám þessara skerðinga og hvet
ég áhugasama til að kynna sér
þær. Við þingmenn Frjálslynda
flokksins höfum einnig flutt á
þingi tillögur um sérstakan hærri
persónuafslátt fyrir fólk með lægri
tekjur. Skattleysismörk verði 150
þúsund krónur fyrir fólk sem er
með 150 þúsund krónur í laun eða
minna á mánuði og þessi viðbótar
persónuafsláttur lækki síðan með
hækkandi tekjum. Þessa aðferð
teljum við mjög áhugaverða fyrir
verkalýðshreyfinguna nú við gerð
kjarasamninga og hækki raunlaun
fólks með 150 þúsund krónur um
22 þúsund krónur á mánuði eftir
skatta. Ríkið getur liðkað fyrir
gerð nýrra kjarasamninga með
hækkun skattleysismarka í 150
þúsund krónur.
Undanfarin ár hafa verið upp-
lýst af Samkeppnisstofnun og nú
Samkeppniseftirliti mál um samráð
á verðlagningu vöru eins og í olíu-
málinu. Starfsmenn stórverslana
fullyrða undir nafnleynd að verði
sé breytt sérstaklega ef von sé á
verðkönnunum frá neytenda- og
launþegasamtökum og nú er í há-
mæli barátta stærstu flutnings-
aðila um vöruflutninga innanlands
sem og milli landa.
Ákærur liggja fyrir um misbeit-
ingu á markaðsráðandi stöðu og
upplýst um undirboð til þess að ná
viðskiptum. Það sem eftir stendur
er að eðlileg og frjáls samkeppni
er ekki tryggð og að lokum verða
það neytendur sem borga hærra
verð fyrir vöru og þjónustu. Það er
vissulega ámælisvert hversu lang-
an tíma það hefur jafnan tekið að
upplýsa stór mál eins og olíuverð-
samráð og nú brot á samkeppnis-
lögum í undirboðasamkeppni til
einstakra viðskiptamanna flutn-
ingsfyrirtækja. Athygli hefur vakið
að flutningsaðilar sem reynt hafa
að koma að sjóflutningum innan-
lands hafa nánast aldrei fengið til
sín neitt flutningsmagn þrátt fyrir
lág farmgjöld og gefist upp.
Þessi vonlausa samkeppnisstaða
skýrist fyrir fólki þegar upplýst er
um að viðskiptamenn séu skuld-
bundnir með samningum til að
kaupa eingöngu þjónustu eins fyr-
irtækis. Það er notandi vörunnar
sem borgar og frjáls samkeppni er
heft eða er handstýrt. Það er óvið-
unandi að mörg ár taki hjá Sam-
keppniseftirliti að upplýsa mál.
Fyrirtækin eru markvisst að koma
í veg fyrir eðlilega samkeppni og
tryggja viðskiptastöðu sem leiðir
síðar til þess að fyrirtækin geta
hækkað verðið vegna ólöglegra að-
gerða sinna.
Ég óska landsmönnum velfarn-
aðar á nýju ári og þakka stuðning
við Frjálslynda flokkinn árið 2007.