Morgunblaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 35 MINNINGAR ✝ Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR, Hlíðarhvammi 3, Kópavogi, lést miðvikudaginn 26. desember. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 3. janúar kl.11.00. Jarðsett verður að Stærri Árskógi laugardaginn 5. janúar kl.14.00. Kári Valvesson, Sigurborg Kristinsdóttir, Ebba Valvesdóttir, Stefán Sigurbjörnsson, Gunnar Jón Valvesson, Anna Margrét Valvesdóttir, Jóhannes Ragnarsson, Kolbrún Valvesdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐUR HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 3. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög. Sverrir Hermannsson, Jón Ásmundsson, Auður Elva Jónsdóttir, Snæbjörn Magnússon, Guðrún Lilja Jónsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Sverrir Már Jónsson, Birkir Már, Katrín og Nói. ✝ Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR dvalar-og hjúkrunarheimilinu Lundi , Hellu, áður til heimilis að Egilsbraut 23 Þorlákshöfn, lést fimmtudaginn 27. desember. Útförin fer fram frá Þorlákskirkju laugardaginn 5. janúar kl. 14.00. Ragnhildur Ágeirsdóttir, Ingi Ólafsson, Laufey Ásgeirsdóttir, Heimir Guðmundsson, barnabörn og langömmubörn. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning ✝ MÁLMFRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR, Austurgötu 25, Hafnarfirði, sem lést laugardaginn 22. desember verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. janúar kl. 15.00. Aðstandendur. ✝ Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARÍU SIGURÐARDÓTTUR viðskiptafræðings. Rannveig Rist, Jón Heiðar Ríkharðsson, Guðbjörg Rist Jónsdóttir, María Rist Jónsdóttir, Hólmfríður Vigdís Rist Jónsdóttir, Bergljót Rist, Sveinn Atli Gunnarsson, Hekla Rist, Kolka Rist. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson Kata mín er nú far- in, það þykir mér ótrú- legt, en þetta er víst gangur lífsins. En hvað þú varst alltaf dugleg og jákvæð. Manstu þegar ég kom til þín eitt kvöldið og ég sá strax að það var eitthvað að, þú riðaðir, ég spurði hvort það væri ekki allt í lagi og auðvitað fékk ég jákvætt svar við því en ég vissi nú betur og fór og sótti hjálp. Og við sendum þig á sjúkra- húsið og þú varst með lungnabólgu en auðvitað fékk ég sama svarið frá þér um að allt væri í lagi þarna eins og oft áður. Þú varst alltaf svo dug- leg þótt lífið hefði farið með þig eins og það gerði. Ég hef sennilega aldrei kynnst annarri eins ákveðni og dug. Þótt ég hefði getað verið barnabarn þitt þá vorum við alltaf bestu vinkon- ur. Og mér þótti alltaf svo gaman að heyra sögurnar þínar um hvernig líf þitt var. En eitt vissirðu alltaf; að líf- Katrín Bílddal ✝ Katrín Bílddalfæddist á Siglu- firði 21. febrúar 1938. Hún lést 7. desember síðastlið- inn. Útför Katrínar var gerð frá Kópa- vogskirkju 18. des. sl. ið þitt mundi sennilega enda svona, en ekki varstu hrædd við það. Þú tókst á við allt og beist það af þér af þín- um dugnaði. Það var nú gott að þú varst komin á besti stað þar sem þér leið vel. Þú varst svo mikil lista- kona á öllum sviðum og ég tel það forrétt- indi að eiga eftir þig mynd, og minningar. Megi Guð og gæfan vera með þér og þínu fólki, hvíl í friði. Mínar innilegustu samúðar- og saknaðarkveðjur. Rakel Sveinsdóttir. ✝ Ásrún Bene-diktsdóttir fæddist á Vöglum í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði 26. júní 1929. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi í Reykjavík 15. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Bene- dikt Tryggvason, f. 7.6. 1883, d. 11.8. 1951, og Ólöf Guð- mundsdóttir, f. 24.6. 1888, d. 23.3. 1963. Systkini Ásrúnar eru Magnús, Jóna, Guðmundur, Tryggvi, Hall- grímur og Kristín, sem öll eru látin, og Auður er ein eft- irlifandi. Ásrún var í sam- búð til margra ára með Eiríki Björns- syni frá Rangá í Hró- arstungu, f. 23.1. 1913, d. 13.10. 1990. Ásrún veiktist ung af berklum og bjó og starfaði lengstum á Reykjalundi í Mos- fellsbæ en síðustu ár var heimili hennar í íbúðum aldraðra í Hlaðhömrum 2 í Mosfellsbæ. Útför Ásrúnar fór fram frá Lágafellskirkju 28. desember. Enn einn góður granni af Neðri- brautinni við Reykjalund er fallinn frá. Ása og Eiríkur bjuggu skáhallt á móti okkur Óla og Evu þau tvö ár sem við bjuggum við Neðribraut 8. Við eigum margar góðar minningar í tengslum við þennan fyrsta sam- eiginlega bústað okkar og einhvern veginn tengjast nágrannar þeim minningum á mjög notalegan hátt, því íbúar „á torfunni“ og starfsfólk Reykjalundar voru að mörgu leyti eins og fjölskyldan okkar. Ása og Eiríkur voru góðir nágrannar og til- litssamir og þau gerðu okkur marg- an góðan greiða. Oftar en ekki kom það t.d. fyrir að Ása bjargaði þvott- inum af snúrunni ef það byrjaði óvænt að rigna og við vorum enn í vinnu. Við litla hrifningu foreldr- anna gengu Eva og vinkonur hennar í hús í nágrenninu og buðu til sölu steina, sem þær höfðu málað með vatnslitum. Ása tók þeim vel þegar þær komu með listaverkin til henn- ar. Þegar við heimsóttum Ásu á Hlaðhamra, þá sneri hún sér sposk á svip að skattholinu sínu og kom með tvo steina sem hún hafði keypt af stelpunum og gaf okkur þá! Þar með voru listaverkin aftur komin til síns heima. Við erum þakklát fyrir að hafa notið samvista við Ásu þennan tíma og raunar talsvert lengur í tengslum við vinnuna á Reykjalundi. Samúðarkveðja til aðstandenda. Jónína Sigurgeirsdóttir og Ólafur Thoroddsen. Ásrún Benediktsdóttir Þegar afi minn og föðurbróðir Guð- bjargar Stefánsdótt- ur, Brynjólfur Sveinsson frá Efstalandskoti varð 80 ára fyrir áratugum ákvað faðir minn að gefa honum vikuferð til Reykja- víkur að afmælisdegi loknum til þess að vitja ættingja sinna og vina sem einkum voru bræðra- börn hans. Hann sendi mig 18 ára unglinginn með gamla manninn landleiðina til Reykjavíkur í ferð sem varð ógleymanleg með öllu. Þótt fólk væri ekki eins víðförult á þeim tíma og nú þekkti Brynj- ólfur suðurleiðina ótrúlega vel. Kunni nöfn bæja og sagði jafnvel frá ábúendum og fólki sem tengd- ist ýmsum sveitum sem leiðin lá Guðbjörg Stefánsdóttir ✝ Guðbjörg Stef-ánsdóttir fædd- ist á Hvammstanga 11. október 1911. Hún lést á heimili sínu 14. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Áskirkju 28. desember. um. Viðtökurnar hjá frændfólkinu í Reykjavík voru ekki síður ógleymanlegar en ferðin suður. Þar fór Guðbjörg fremst á meðal jafningja eins og hennar var háttur. Við gistum hjá henni í Stiga- hlíðinni þar sem hún bjó í áratugi og það- an leiddi hún okkur um borgina og á fund systkina sinna og skyldmenna. Miðlaði af fróðleik og skóp kynni frændfólks. Hún opnaði dyrnar að stórfjölskyldu sinni og úr varð vikuveisla á heimilum, veitinga- stöðum og ferðalagi um Krýsuvík og Selvoginn með Jóhanni bróður hennar og fyrri konu hans Láru Jóhannsdóttur frá Sveinatungu þar sem Lára ók amerískri dros- síu og fór með hlutverk leiðsögu- mannsins svo eftir varð munað. Þótt Guðbjörg giftist ekki né yrði barna auðið átti hún í óeig- inlegri merkingu mörg börn eða öllu heldur barnabörn. Systkina- börn hennar áttu hana löngum að. Hún var að ég hygg eins kon- ar amma í stórri fjölskyldu. Eft- ir afmælisferðina með afa minn til Reykjavíkur naut ég þess að eignast hlutdeild í þessari ömmu. Ég mundi ekki föður- ömmu mína sem fallið hafði frá á liðlega miðjum aldri en með kynnum af Guðbjörgu fannst mér sá missir vera bættur. Ég gisti stundum hjá henni sem unglingur áður en ég fluttist til Reykjavíkur upp úr tvítugu og hitti hana síðan alltaf öðru hvoru. Í Stigahlíðinni á meðan hún bjó þar. Í Sólheimunum og síðast á Dalbrautinni þar sem hún dvaldi síðustu árin. Í heimsóknum til Guðbjargar var margt skrafað. Fágun og fróðleikur einkenndu fas hennar og framkomu jafnan og hún naut yfirsýnar frá langri ævi. Hún lifði öldina ef svo má segja og leit aðeins inn í þá næstu. Um það var ekki villst þegar hlítt var á hana segja frá gömlu Reykja- vík. Bænum sem hún þekkti sem barn og ólst upp með sem ung- lingur til þeirrar borgar sem fóstraði hana á efri árum. Heið- urskona og höfðingi hefur nú kvatt þennan heim á nítugasta og sjöunda aldursári. Guðbjörg er ein þeirra persóna sem ætið verðir minnst með hlýju og virð- ingu. Þórður Ingimarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.