Morgunblaðið - 31.12.2007, Side 10
10 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Gleðilegt nýtt pólitískt ár.
VEÐUR
Óveðrið í gær sýndi hversu mik-ilvægu hlutverki björg-
unarsveitirnar gegna á Íslandi.
Rúmlega 300 björgunarsveit-
armenn Slysavarnarfélagsins
Landsbjargar sinntu ásamt slökkvi-
liði og lögreglu fjölda útkalla í gær.
Síðdegis voru útköllin orðin 220,
þar af 120 á höfuðborgarsvæðinu,
og urðu ugglaust fleiri.
Hlutverk björgunarsveitanna erekki aðeins að aðstoða fólk,
sem lendir í vandræðum í óbyggð-
um, heldur einnig í þéttbýli, sem
hefur komið berlega í ljós í þeim
óveðurshvellum, sem hafa rekið
hver annan í haust og vetur.
Erfiðasta verkefni björgunar-sveitanna í gær var að bjarga
ferðalöngum á sjö jeppum á Lang-
jökli þar sem vindhraði mældist 50
til 60 metrar á sekúndu og fór upp í
100 m/s þegar mest var.
Björgunarsveitarmenn leggjamikið í sölurnar til að hjálpa
öðrum. Eðli málsins samkvæmt eru
þeir yfirleitt kallaðir til við erfiðar
aðstæður. Liðsmenn björg-
unarsveitanna bjóða hins vegar
óhræddir náttúruöflunum byrginn
og hafa bjargað ófáum mannslífum.
Þegar hætta steðjar að fylgir því
mikið öryggi að kalla má til skipu-
lagðan hóp manna, sem er öllu van-
ur.
Björgunarsveitirnar verða hinsvegar ekki reknar án stuðnings
almennings. Í gær fengu þær tæki-
færi til að sýna hvers vegna þær
þurfa þann stuðning og að venju
stóðust þær prófið.
STAKSTEINAR
Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast.
Mikilvægi björgunarsveitanna
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!!
"!
"
#$%
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
&
!!
"!
"
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
"
"
"
"
"&
"
"&
"&
" "
" "&
&" "&
"&
"
"&
&" "
*$BC !!
!
"
*!
$$B *!
' ( )!
!(!
%
*
<2
<! <2
<! <2
' %) !+
,
-!.$/
D -
<
87
#$ $
% &
'
( )
"!
%*
%+
!
"
,
%EB
!"
* - . ) /
0% -
!
"
01 !!22
!!3
$!+
,
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Ingólfur Á. Jóhannesson | 30. des.
Af samsæri femínista
Það er með ólíkindum
að unnt sé að sjá fem-
ínískt samsæri út úr val-
inu á Margréti Láru sem
íþróttamanni ársins,
eins og skilja má af
ýmsum textum hér í
blogginu. Samt hef ég nú lúmskt gam-
an af þessu meinta femíníska sam-
særi. Reyndar er ég ekki heldur viss
um það sé skynsamlegt að reyna að
sjá út úr þessu einhvern jafnrétt-
issigur.
Meira:
ingolfurasgeirjohannesson.blog.is
Dofri Hermannsson | 30. desember
Hörundsárir menn
Með bloggfærslu um
huldufólk í peningaleit
virðist ég hafa strokið
Ragnari Jörundssyni
bæjarstjóra Vest-
urbyggðar andhæris. Á
síðum þessa blaðs í
gær og á bloggi sínu fer hann hamför-
um yfir því sem hann kallar öfgar, of-
fors, skilningsleysi, dónaskap og van-
þekkingu í skrifum mínum.
Áhugamönnum um dónaskap og
vanþekkingu er bent á að skoða báð-
ar færslurnar.
Meira: dofri.blog.is
Ómar R. Valdimarsson | 30. des
Af safaríi í Afríku
Þá erum við loksins
komin til baka úr safarí-
ferðinni til Amboseli.
Það tók um fjóra tíma
að keyra til baka til
Naíróbí og á leiðinni
heyrðum við fréttir af því
að eitthvað væri að sjóða upp úr í höf-
uðborginni. Nú rétt í þessu fékk faðir
minn SMS, þar sem látið er að því
liggja að hugsanlega verði sett út-
göngubann. Tveir helstu forseta-
frambjóðendurnir [...] deila um hvað
kom upp úr kjörkössunum.
Meira: omarr.blog.is
Óli Björn Kárason | 30. desember
Um tekjuskattinn
Fyrir tæpum 30 árum
hafði Sjálfstæðisflokk-
urinn það á stefnuskrá
sinni að afnema tekju-
skatt af almennum
launatekjum.
Tekjuskatturinn
stendur óhaggaður þó skattprósentan
hafi verið lækkuð verulega á und-
anförnum árum. Margir telja það
óraunhæft að stefna að afnámi tekju-
skatts einstaklinga enda mun skatt-
urinn skila ríkissjóði um 93,5 millj-
örðum króna á komandi ári
samkvæmt fjárlögum. Afnám tekju-
skatts einstaklinga af almennum
launatekjum er þó langt frá því að vera
jafnfjarlæg og í fyrstu virðist.
Frá árinu 2000 hafa útgjöld rík-
issjóðs hækkað um 205 milljarða
króna (tvöfaldast). Fjárlög 2008 gera
ráð fyrir að ríkisútgjöld nemi alls 434
milljörðum króna en samkvæmt rík-
isreikningi námu þau 229 milljörðum
árið 2000. Miðað við þróun vísitölu
neysluverðs námu útgjöldin um 314
milljörðum króna á meðalverðlagi yf-
irstandandi árs. Þetta þýðir að á föstu
verðlagi hafa útgjöld hækkað um 120
milljarða. Hver fjögurra manna fjöl-
skylda er því að bera um 1,5 milljón
króna aukin útgjöld á föstu verði árið
2008 miðað við aldamótaárið. Þetta
þýðir liðlega 128 þúsund krónur að
meðaltali í hverjum mánuði. (Skatt-
greiðendur ættu kannski að hugleiða
hvort þjónusta ríkisins hafi batnað
sem þessu nemur). Fjárlög fyrir næsta
ár gera ráð fyrir að tekjuskattur ein-
staklinga nemi alls 93,5 milljörðum.
Meira: businessreport.blog.is
BLOG.IS
FRÉTTIR
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hef-
ur fellt úr gildi ákvörðun Skipulags-
stofnunar um að fyrirhuguð veglýs-
ing í Þrengslunum skuli háð mati á
umhverfisáhrifum.
Málavextir eru þeir að Orkuveita
Reykjavíkur (OR) og Sveitarfélagið
Ölfus gerðu á vormánuðum 2006
samkomulag um lýsingu vegarins
um Þrengsli frá Suðurlandsvegi í
Þorlákshöfn. OR sendi Skipulags-
stofnun tilkynningu um fyrirhugaða
framkvæmd í janúar sl. Þar var til-
greint að áætlað væri að leggja há-
spennu- og ljósastreng, reisa um 450
tíu metra háa ljósastólpa og setja
upp fimm smáspennistöðvar frá
Svínahrauni að Þorlákshöfn, alls um
24 km leið.
Hefði neikvæð sjónræn áhrif
Skipulagsstofnun komst að þeirri
niðurstöðu að framkvæmdin skyldi
háð mati á umhverfisáhrifum.
Ákvörðunin byggðist á því að fram-
kvæmdin kynni að hafa töluverð nei-
kvæð sjónræn áhrif. Þá væri veruleg
óvissa til staðar varðandi áhrif fyr-
irhugaðra ljósastólpa á umferðarör-
yggi á umræddum vegakafla.
Þessa ákvörðun kærði OR til um-
hverfisráðuneytisins sem í kjölfarið
óskaði eftir umsögnum Skipulags-
stofnunar, Umhverfisstofnunar,
Vegagerðarinnar, Sveitarfélagsins
Ölfuss og Umferðarstofu.
OR byggði kæru sína á því að ein-
ungis lagning jarðstrengja vegna
framkvæmdanna gæti talist tilkynn-
ingaskyld skv. lögum en ekki sjálf
veglýsingin.
Lýsing Þrengsla
ekki í umhverfismat
Í HNOTSKURN
»Skipulagsstofnun ákvarðaðiað fyrirhuguð veglýsing í
Þrengslunum þyrfti að fara í um-
hverfismat. Ákvörðunin var
kærð til umhverfisráðuneytisins
sem ógilti hana.
Morgunblaðið/RAX
Hallur Magnússon | 30. desember
Tökum upp færeysku
krónuna á Íslandi
Krónan er ekki gjaldmið-
ill fyrir 21. öldina. Alla-
vega ekki sú íslenska.
Hef um nokkurt skeið
lagt til að við tækjum
upp færeysku krónuna
– ef menn vilja ekki nota
orðið „evra“. Færeyska krónan er
beintengd dönsku krónunni – sem er
tengd evrunni – en með hóflegum vik-
mörkum. Þegar við höfum tekið upp
færeysku krónuna – þá getum við í al-
vöru farið að ræða um afnám verð-
tryggingar.
Meira: hallurmagg.blog.is