Morgunblaðið - 31.12.2007, Side 40

Morgunblaðið - 31.12.2007, Side 40
40 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand LOKSINS GETUM VIÐ VERIÐ Í FRIÐI! ÉG SAGÐI, „Í FRIÐI“... SKILUR ÞÚ EKKI NEITT, KONA? ÞÉR ER BORGIÐ, SNOOPY! ÞÚ HEFUR SJÖ DAGA GOTT AÐ FÁ SMÁ FRESTÞAÐ ER ALÞJÓÐLEG HUNDAVIKA NÚNA! ÞEIR EIGA EKKI EFTIR AÐ RÍFA NIÐUR KOFANN ÞINN Í ÞESSARI VIKU Æ, NEI! Æ, NEI! Æ, NEI! Æ, NEI! HVAÐ HELDUR ÞÚ AÐ SVONA BÍLL KOSTI? ÖRUGGLEGA AÐ MINNSTA KOSTI ÞÚSUNDKALL Æ, NEI! EFTIR AÐ ÞÚ GIFTIR ÞIG ÞÁ ÁTTU EFTIR AÐ SJÁ TENGDAFORELDRA ÞÍNA MJÖG OFT... ÞANNIG AÐ ÞAÐ ER ALLT Í LAGI AÐ FARA Í FRÍ Á SAMA STAÐ OG ÞAU... SVO LENGI SEM ÞÚ FERÐ EKKI Á SAMA TÍMA OG ÞAU ERTU VISS UM AÐ ÞETTA SÉ NAUÐSYNLEGT SKÁRRA... RAJIV ER AÐ FARA Á STEFNUMÓT Í KVÖLD JÁ, ÞAÐ ER FRÁBÆRT AÐ HANN SÉ FARINN AÐ HUGSA UM EITTHVAÐ ANNAÐ EN ÞENNAN HUND JÁ, EN HÚN ER BÚIN AÐ VERA Í SÖMU FÖT- UNUM TVO DAGA Í RÖÐ HÆ, ELSKAN. HVERNIG ER Í VINNUNNI? Í ALVÖRU? TEKUR HANNHANA ENNÞÁ MEÐ Í VINNUNA? NARNA HLÝTUR AÐ HAFA KOMIÐ ÞESSARI SPRENGJU FYRIR... OG NÚNA ÆTLAR HÚN AÐ KOMA SÉR UNDAN ÉG VERÐ AÐ... NNEEEII! dagbók|velvakandi Um olíuraffínerí ÞAÐ er lán að til er fólk sem áttar sig á því hvernig hægt er að bjarga Vestfjörðum. Hér vestra hefur fólk verið að velkjast í eymd og volæði al- veg síðan Guggan fór og lítil sam- staða um annað en jarðarfarir. Hvílík himnasending að íslenskur embættismaður sem starfaði í Rúss- landi veit af Vestfjörðum og vill gera eitthvað til bjargar búsetunni hér. Íslenskir auðmenn hafa sýnt að ryðja má ýmsum vanda úr vegi með rússagulli. Og ekki þarf nema að einn lítill Ameríkani sýni olíu- hreinsistöð á Vestfjörðum áhuga svo að segja megi að verkefnið sé unnið í samvinnu stórveldanna í austri og vestri. Náttúruspjöll og mengunarhætta í Dýrafirði eða Arnarfirði er sögð hverfandi. Það er vegna þess að að- eins örfáir túristar og enn færri íbú- ar svæðisins gera sér grein fyrir því sem hér er á ferðinni. Trúin sem fylgir olíuraffíneríi á Vestfjörðum er að samgöngur verði færðar í nútímalegt horf, sveitirnar verði hálaunasvæði og verðmæti fasteigna margfaldist. En hvað um það. Síðasti idjótinn er áreiðanlega ekki fæddur enn. Pétur Tryggvi, gull- og silfursmiður. Tilmæli til Strætó bs. ÉG vil beina þeim tilmælum til yf- irstjórnar Strætó bs. að fjölga ferð- um á leið nr. 13. Leiðin er ætluð fyrir farþega í Vesturbæ og á Seltjarn- arnesi. Strætó gengur aðeins á hálf- tímafresti og finnst mér það ekki nógu góð þjónusta fyrir Nesið. Nesbúi. Gleraugu í óskilum GLERAUGU í bláu hulstri fundust á bílastæði í Spönginni í Grafavogi 21. desember síðastliðinn. Eigand- inn getur hringt í síma 844 8414. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is BÚAST má við gífurlegri ljósa- og litadýrð þegar landmenn kveðja við- burðaríkt ár í kvöld með tiltækum flugeldum, glimmerhöttum, gylltu freyðivíni og marglitum blysum, þ.e.a.s. ef veður leyfir alla dýrðina. Morgunblaðið/Kristinn „… en minning þess víst skal þó vaka“ FRÉTTIR Upplýsingamiðstöð Alcoa Fjarða- áls, sem undanfarin tvö ár hefur hýst upplýsingamiðstöð Alcoa Fjarðaáls og Fjarðabyggðar í Reyð- arfirði, hefur fengið nýtt hlutverk og verður í framtíðinni skíðaskáli í Stafdal, sameiginlegu skíðasvæði Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs. Húsið var flutt frá Reyðarfirði til Seyðisfjarðar fyrir helgi. Um er að ræða tæplega 110 fer- metra hús sem Fjarðaál hefur ákveðið að gefa til skíðasvæðisins og leggja þar með grunn að frekari uppbyggingu þess. Stefnt er að því að húsið verði komið upp í Stafdal fyrir áramót. Húsið er fullbúið og eldhústæki fylgja með. Tómas Sigurðsson, forstjóri Al- coa Fjarðaáls, segir að húsið hafi hentað vel sem upplýsingamiðstöð og síðustu tvö sumur hafa nokkur þúsund manns heimsótt það. Þegar er búið að steypa und- irstöður undir húsið og verður það flutt í fjórum hlutum á nýja staðinn og verður uppsetningu þess lokið fyrir áramót. Ólafur Sigurðsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, segir gjöf- ina frá Alcoa Fjarðaáli algera for- sendu fyrir áframhaldandi upp- byggingu skíðasvæðisins. Hann segir þetta sannkallaða jólagjöf til íbúa svæðisins. Engar breytingar þarf að gera á því, en lítið anddyri verður byggt við húsið sem verður komið í fulla notkun strax í byrjun janúar. Skíðaskáli Upplýsingamiðstöð Alcoa tekin af grunni sínum og síðan var húsið flutt í fjórum hlutum yfir í Stafdal í Seyðisfirði. Upplýsingamiðstöð Fjarðaáls verður skíða- skáli Seyðfirðinga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.