Morgunblaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 39
JÓGA HEFST 7. JAN.
Ásta Arnardóttir • 862 6098
www.this.is/asta • astaarn@mi.is
www.lotusjogasetur.is • Borgartúni 20
MORGUN / HÁDEGI / SÍÐDEGI
BYRJENDANÁMSKEIÐ HEFST 4. FEB.
KUNDALINI HEFST 5. FEB.
G L E Ð I L E G T N Ý T T Á R
Hárgreiðslustofan
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Lokað í dag, gaml-
ársdag. Starfsmenn félagsmiðstöðv-
arinnar óska öllum gleðilegs árs og
farsældar á nýju ári.
Bólstaðarhlíð 43 | Lokuð í dag,
gamlársdag. Námskeið félagsstarfs-
ins hefjast aftur mánudaginn 7. jan.
Ný námskeið í glerlist verða fyrir og
eftir hádegi á miðvikud. Skráning í s.
535 2760. Jóga-leikfimistímar verða
tvisvar í viku á mánud. og fimmtud.
kl. 9-9.45.
Félagsstarf Gerðubergs | Starfsfólk
sendir góðar óskir um heillaríkt kom-
andi ár til þátttakenda, samstarfs-
aðila og velunnara um land allt, með
þakklæti fyrir samstarf, stuðning og
góðar samverustundir. Starfsemi og
þjónusta fellur niður miðvikud. 2. jan.
Leiðsögn í vinnustofum hefst mánud.
7. jan.
Kirkjustarf
Óháði söfnuðurinn | Aftansöngur á
gamlársdegi kl. 18 í kirkju Óháða
safnaðarins.
Gullbrúðkaup | Jón
Þorleifsson frá Litla-
Hofi í Öræfum og
Unnur Halldórsdóttir
frá Syðri-Steinsmýri
halda upp á það í dag
að 50 ár eru liðin frá
því að þau létu pússa
sig saman. Þau halda
upp á daginn í faðmi
barna og barnabarna.
50ára afmæli. Í dag, 31. desem-ber, er Einar Þorsteinn Ein-
arsson fimmtugur. Hann fagnar þess-
um tímamótum á heimili sínu í West
Sussex í Englandi með eiginkonu og
vinum.
70ára afmæli. Í dag, 31. des-ember, er Halldóra Jóna
Guðmundsdóttir sjötug. Hún eyðir
deginum í faðmi fjölskyldunnar.
dagbók
Í dag er mánudagur 31. desember, 365. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Andinn opinberast í sérhverjum til þess, sem gagnlegt er. (I.Kor. 12, 7)
Íhuga margra eru áramót tæki-færi til að hefja betra líf oglosa sig við klyfjar þessgamla. Ekki er óalgengt að
sam- og tvíkynhneigðir noti þetta
tækifæri til að koma út úr skápnum
gagnvart sjálfum sér og öðrum.
Frosti Jónsson er formaður Sam-
takanna ’78: „Mikilvægi þess að
koma út úr skápnum felst einkum í
að geta staðið stoltur andspænis
sjálfum sér, sáttur við nærumhverfi
sitt. Fyrir marga er það að koma út
úr skápnum forsenda þess að geta
unnið úr tilfinningum sínum og
byggt sjálfa sig upp. Má ganga svo
langt að segja að það að koma út úr
skápnum sé forsenda þess að vera
hamingjusamur, enda er hluti af því
að finna hamingjuna að vita hver
maður er og hvar maður stendur.“
Á vegum Samtakanna ’78 starfa
sérmenntaðir félagsráðgjafar sem
veita stuðning og fræðslu ein-
staklingum sem eru að koma út úr
skápnum, og fjölskyldum þeirra
einnig: „Oft er ekki síður þörf fyrir
fræðslu og ráðgjöf fyrir foreldra og
aðstandendur einstaklings sem kem-
ur út úr skápnum. Iðulega vakna
margar spurningar sem kannski er
ekki auðvelt að finna svör við. Viðtal
hjá ráðgjafa Samtakanna getur
hjálpað aðstandendum að skilja hvað
sam- eða tvíkynhneigðir ástvinir
þeirra eru að fara í gegnum þegar
komið er úr skápnum, og þannig gert
aðstandendur betur í stakk búna til
að veita þann stuðning sem þarf.“
Að sögn Frosta skiptir miklu máli
að fjölskyldur og vinir sýni skilning
og stuðning: „Það er stórt skref að
koma út úr skápnum, og fyrir marga
alls ekki auðvelt. Mikilvægt er að
samskipti og tengsl milli fjölskyldu-
meðlima séu opin og hreinskiptin.
Fyrir einstakling sem kemur út úr
skápnum getur stuðningur þeirra
nánustu skipt gríðarmiklu máli og
hjálpað einstaklingnum að byggja
sjálfan sig upp og verða tilfinn-
ingalega heilbrigð og hamingjusöm
manneskja,“ segir Frosti.
Áramótaball Samtakanna ’78 er
einn af hápunktum viðburða-
dagskrár samtakanna á hverju ári:
„Áramótaballið á sér langa hefð og
er jafnan gríðarlega vel sótt enda há-
tíðlegur viðburður þar sem við setj-
um punktinn yfir i-ið, ljúkum árinu
og horfum fram á veginn,“ segir
Frosti, en ballið er haldið á klúbbn-
um Organ í Hafnarstræti.
Sjá nánar á www.samtokin78.is.
Samfélag | Samtökin ’78 bjóða upp á sérhæfða ráðgjöf og stuðning
Stolt, sátt og hamingjusöm
Frosti Jónsson
fæddist 1972 og
ólst upp á Kirkju-
bæjarklaustri.
Hann lauk BA-
prófi í sálfræði
frá HÍ 1998 og
MA-prófi í hag-
nýtum hagvís-
indum frá Há-
skólanum á Bifröst 2005. Frosti
hefur starfað að markaðsmálum
um langt skeið, sem ráðgjafi hjá
Birtingahúsinu frá 2005. Hann hef-
ur verið formaður Samtakanna ’78
frá því í mars 2007.
LANDSBANKI Íslands hefur
ásamt Skáksambandi Íslands staðið
fyrir öflugum hraðskákmótum sem
hafa farið fram milli jóla og nýárs á
undanförnum þremur árum. Mótin
hafa verið haldin í aðalútibúi bank-
ans í Austurstræti þar sem Árni
Emilsson ræður ríkjum. Stórmeist-
arinn sem mótið er nefnt eftir, Frið-
rik Ólafsson, gat ekki mætt á skák-
stað í ár vegna lasleika en fram kom í
opnunarræðu Árna að hann bæri
kveðju til allra þátttakenda og von-
aði að þeir myndu tefla djarft og
skemmtilega. Vonandi hefur fáein-
um skákmönnum tekist það af þeim
69 keppendum sem mættu til leiks
en þar af voru tíu titilhafar, sex stór-
meistarar og fjórir alþjóðlegir meist-
arar. Tefldar voru 13 umferðir þar
sem umhugsunartíminn fyrir hverja
skák var sjö mínútur á keppanda.
Hinn nýbakaði stórmeistari, Héð-
inn Steingrímsson, sýndi klær sínar
á mótinu þar sem hann vann hverja
skákina á fætur annarri. Hann lagði
kollega sína Helga Ólafsson og Hen-
rik Danielsen að velli í fyrri helmingi
mótsins og að loknum átta umferð-
um hafði hann einungis leyft jafntefli
gegn Þresti Þórhallssyni en unnið
allar aðrar skákir. Í næstu umferð-
um jafnaðist keppnin um efsta sætið
lítillega og í tólftu og næstsíðustu
umferð laut Héðinn í lægra haldi fyr-
ir stigahæsta keppandanum, Hannes
Hlífari Stefánssyni, sem hafði fram
að því ekki náð sér á strik á mótinu.
Fyrir lokaumferðina hafði Héðinn
því hálfs vinnings forskot á Helga
Ólafsson og Arnar E. Gunnarsson en
þeir tveir síðastnefndu tefldu saman
í lokaumferðinni. Héðinn sté ekki
feilspor í síðustu skákinni og bar sig-
urorð af Róberti Harðarsyni á með-
an Helgi nældi sér í annað sætið með
því að leggja Arnar að velli.
Lokastaða efstu manna varð ann-
ars þessi:
1. Héðinn Steingrímsson (2.533) 10½
vinning af 13 mögulegum.
2. Helgi Ólafsson (2.535) 10 v.
3.-4. Helgi Áss Grétarsson (2.462) og
Jón Viktor Gunnarsson (2.427) 9½ v.
5.-7. Þröstur Þórhallsson (2.448),
Hannes Hlífar Stefánsson (2.574) og
Arnar E. Gunnarsson (2.439) 9 v.
8.-9. Henrik Danielsen (2.491) og
Björn Þorfinnsson (2.323) 8½ v.
Aukaverðlaun voru veitt á mótinu
og fékk Elsa María Kristínardóttir
kvennaverðlaun, Hjörvar Steinn
Grétarsson unglingaverðlaun, Jó-
hann Ingvason verðlaun skákmanna
með minna en 2.200 skákstig og Daði
Ómarsson verðlaun skákmanna með
minna en 2.000 skákstig.
Eins og áður voru aðstæður á
skákstað til fyrirmyndar og fjöldi
áhorfenda gat fylgst með spennandi
skákum. Fram kom í máli Árna úti-
bússtjóra og Guðfríðar Lilju, forseta
Skáksambands Íslands, að samstarf
þessara aðila hefði gengið vel og von-
ir standa til að þetta mót haldi áfram
að vera árlegur viðburður.
Ný skákstig FIDE
Alþjóðlega skáksambandið,
FIDE, hefur gefið út nýjan alþjóð-
legan skákstigalista sem gildir frá 1.
janúar 2008. Núverandi og fyrrver-
andi heimsmeistarar í skák, Visw-
anathan Anand og Vladimir Kram-
nik, deila með sér efsta sætinu á
listanum með 2.799 stig en Veselin
Topalov er sá þriðji með 2.780 stig.
Fáeinar breytingar urðu á meðal
stigahæstu skákmanna Íslands þar
sem Héðinn Steingrímsson heldur
áfram hraðri för sinni upp listann.
Hann hefur nú eingöngu tíu stigum
minna en Hannes Hlífar Stefánsson
sem er stigahæstur þeirra sem eru
verulega virkir. Henrik Danielsen og
Stefán Kristjánsson hækkuðu einnig
mikið á milli lista en Þröstur Þór-
hallsson tapaði 16 stigum og féll nið-
ur í ellefta sæti yfir stigahæstu skák-
menn landsins.
Tíu stigahæstu skákmenn lands-
ins eru nú þessir: (sjá töflu)
Héðinn sigurvegari á
þriðja Friðriksmótinu
Morgunblaðið/Ómar
Sigurvilji Héðinn Steingrímsson, t.v., varð efstur á Friðriksmótinu.
Helgi Áss Grétarsson
SKÁK
Aðalútibú Landsbanka Íslands
3. FRIÐRIKSMÓT LANDSBANKA ÍSLANDS
29. desember 2007
daggi@intrernet.is
Nr. Nafn Tit. Stig Sk. Br.
1 Jóhann Hjartarson g 2596 0 0
2 Hannes Hlífar Stefánsson g 2564 29 -10
3 Héðinn Steingrímsson g 2554 13 21
4 Helgi Ólafsson g 2531 3 -4
5 Jón L. Árnason g 2507 0 0
6 Henrik Danielsen g 2491 8 15
7 Stefán Kristjánsson m 2476 27 18
8 Helgi Áss Grétarsson m 2462 0 0
9 Friðrik Ólafsson g 2440 1 -1
10 Arnar E. Gunnarsson m 2433 6 -6
Nánari upplýsingar um stigalistann er að finna á www.skak.blog.is.
50ára afmæli. Gunnar Benderblaðamaður, útgefandi og Vals-
ari verður fimmtugur 3. janúar. Hann
dvelur nú með fjölskyldu sinni á Kan-
aríeyjum.
Fréttir og tilkynningar
AA-samtökin | Neyðarsími AA-
samtakanna er 895-1050.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111