Morgunblaðið - 31.12.2007, Side 6
6 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
ELLEFU manns var á þriðja tím-
anum í gær bjargað úr sjálfheldu á
Langjökli, um 700 metrum fyrir
ofan skálann Jaka. Aftakaveður var
á jöklinum og segist björgunarsveit-
armaður sem Morgunblaðið ræddi
við aldrei hafa séð annað eins. Sök-
um veðurofsans sóttist ferð björg-
unarsveitarmanna hægt og tók alls
um átta klukkustundir að komast að
fólkinu. Það var vel haldið og búið, á
sjö jeppabifreiðum en hafði samein-
ast í þremur til að halda á sér hita.
Björgunarsveitarmenn lögðu af
stað frá byggð um klukkan hálf
fjögur aðfaranótt sunnudags og
voru í sambandi við fólkið – sjö karl-
menn, eina konu og þrjú börn. Lagt
var af stað á tveimur sérútbúnum
jeppum og snjóbíl og gekk ferðin af-
ar hægt, ekki aðeins vegna óveðurs-
ins og skyggnisleysis en einnig þar
sem lítill snjór var og snjóbílnum
því ekið á auðu.
Fyrsta hindrunin var brúin yfir
Geitlandsá. Gríðarlega hvasst var
og ofankoma mikil þannig að björg-
unarsveitarmenn þurftu að halda
þar kyrru fyrir. „Það eru handrið á
brúnni og snjóbíllinn er það breiður
að hann komst ekki yfir. Það var
svo ekki viðlit að fara út úr bílnum
til að taka handriðin af – við hefðum
fokið eitthvað út í loftið. Þess í stað
biðum við til að sjá hvernig áin liti
út,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson,
meðlimur í björgunarsveitinni
Heiðari frá Borgarnesi. Hann tekur
fram að slíkur blindbylur hafi verið
að ekki hafi verið hægt að sjá hvort
hægt væri að fara yfir ána.
Í snjóbílnum er veðurstöð og
sýndi tækið allt að 100 metra á sek-
úndu í hviðum, en á milli 50 og 60
m/s að meðaltali. „Það er þó best að
hafa varann á, því ég veit ekki um
áreiðanleika þessa og maður ein-
faldlega trúir ekki þessum tölum,“
segir Þorteinn sem hafði þó aldrei
áður séð viðlíka tölur. „Aldrei nokk-
urn tímann.“
Reiddu sig aðeins á GPS-tækið
Loksins þegar rofaði til var tæki-
færið nýtt og snjóbílnum ekið yfir
ána. Það gekk vonum framar og
áfram hélt ferðin, hægt en örugg-
lega. Veðurofsanum slotaði ekki og
var ekkert skyggni úr bílnum.
Þurfti því að reiða sig á GPS-tækið.
Spurður út í hvernig sé að aka
blindandi yfir jökul segir Þorsteinn
slíkt venjast.
Á leiðarenda komust björgunar-
sveitarmenn og var fólkið því fegið.
„Þau reyndust vera mjög vel útbúin
og ekkert amaði að, annað en að bíl-
arnir voru stopp og kaffenntir. Við
ferjuðum því næst fólkið yfir í snjó-
bílinn og ókum í átt að skálanum
þar sem voru tveir jeppar frá björg-
unarsveitinni Ok og björgunarfélagi
Akraness.“ Jepparnir sjö voru hins
vegar skildir eftir á jöklinum.
Þorsteinn segir að við Jakaskála
hafi veðurstöðin sýnt um 30 m/s og
það hafi verið líkt og logn, miðað við
það sem á undan hafði gengið.
Fimmtán mínútur skildi að
Fólkið sem lagði af stað á jökul-
inn á laugardag ætlaði niður aftur
samdægurs og áður en óveðrið
skylli á. Þorsteinn segir slíkt var-
hugavert en gagnrýnir leiðangurinn
ekki að öðru leyti. „Þau sögðu að
það hefði munað einhverjum fimm-
tán mínútum, að þau hefðu komist
niður af jöklinum. Þar skildi á milli.
Þau voru mjög vel útbúin og ekkert
út á það að setja.“
Leiðin til byggða gekk mun betur
en upp á jökul og var hluti hópsins
kominn til Reykholts á fimmta tím-
anum, aðrir héldu áfram til höfuð-
borgarinnar.
Björgunarsveitarmenn björguðu ellefu ferðalöngum af Langjökli í aftakaveðri
Átta klukku-
stundir upp á
jökul í fárviðri
Ljósmynd/Landsbjörg
Snjóbíll Engar myndir eru til úr aðgerðinni sjálfri en mynd var tekin af
snjóbílnum á meðan björgunarsveitarmenn voru að ferðbúast.
Í HNOTSKURN
»Ellefu manns lentu í sjálf-heldu uppi á Langjökli þegar
aftakaveður gerði aðfaranótt
sunnudags.
»Fólkið kallaði eftir hjálp ensökum veðurofsans gekk ferð
björgunarsveitarmanna afar
hægt.
»Vindmælir um borð í snjóbílbjörgunarsveitarinnar Heið-
ars sýndi allt að 100 m/s í vind-
hviðum.
»Fólkið var vel búið og aðeinskalt eftir erfiða nótt.
„ALMENNT má því segja að bið eft-
ir aðgerðum sé viðunandi og þjón-
usta sé góð á Íslandi. Sú bið sem er
þó verst og hefur áhrif á marga aðra
biðlista er bið eftir hjúkrunarrým-
um.“
Þannig hljómar niðurlag greinar-
gerðar Matthíasar Halldórssonar
aðstoðarlandlæknis sem fylgir sam-
antekt á biðlistum eftir völdum
skurðaðgerðum á sjúkrahúsum í júní
og október 2007 sem birt hefur verið
á vef Landlæknis. Framvegis á að
birta þrisvar á ári tölur um fjölda
fólks á biðlista og hversu margir
hafa þurft að bíða lengur en þrjá
mánuði eftir aðgerðum.
Í greinargerð sinni segir Matthías
umræðuna um biðlista í fjölmiðlum
að undanförnu hafa gefið til kynna
að biðlistar hérlendis séu langir og
ástandið fari versnandi. Segir hann
þetta mjög einfaldaða mynd af
ástandinu og bendir á að hérlendis
séu engir biðlistar varðandi almenn-
ar skurðaðgerðir og krabbameins-
meðferð. Segir hann athygli vekja að
jafnmargir eru á biðlista eftir hjarta-
þræðingu í október og voru í júní,
þrátt fyrir aukinn fjölda aðgerða.
Segir hann ráðstafanir hafa verið
gerðar á Landspítala til að fjölga
þessum aðgerðum með það að mark-
miði að ná niður biðlistanum á næstu
tveimur mánuðum.
Sé rýnt í tölurnar má sjá að í októ-
ber biðu alls 1.116 einstaklingar eftir
skurðaðgerð á augasteini. Þar af
höfðu ríflega 800 manns beðið í
meira en þrjá mánuði. Að sögn
Matthíasar skýrist þetta af því að
nýta hefur þurft aðgerðarpláss á
skurðstofum augndeildar Landspít-
alans til að veita nýja tegund með-
ferðar við ellihrörnun í augnbotni.
Þetta standi hins vegar til bóta þar
sem nú hafi verið innréttuð lítil
skurðstofa fyrir þessar lyfjagjafir.
Telur stöðuna við-
unandi hérlendis
Biðlistatölur hér eftir birtar þrisvar á ári
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, afhenti í gær Luca Lúkasi
Kostic, Hjálmari Sveinssyni, Ævari
Kjartanssyni og Eflingu-stéttar-
félagi viðurkenningu Alþjóðahúss
,,Vel að verki staðið“ fyrir lofsverða
frammistöðu í málefnum innflytj-
enda á Íslandi.
Viðurkenningin, sem nú er veitt í
fimmta skipti, þjónar þeim tilgangi
að vekja athygli á jákvæðu starfi sem
unnið er hér á landi í málefnum inn-
flytjenda. Veittar voru viðurkenn-
ingar fyrir lofsverða frammistöðu í
þremur flokkum; til einstaklings af
íslensku bergi brotinn sem hefur
lagt sitt af mörkum til innflytjenda á
Íslandi sem voru tveir að þessu sinni,
til einstaklings af erlendum uppruna
sem hefur lagt sitt af mörkum til
samfélagsins og til fyrirtækis, stofn-
unar eða félagasamtaka fyrir fram-
lag til málefna innflytjenda og fjöl-
menningarsamfélagsins.
Í fréttatilkynningu segir að Luka
Lúkas Kostic sé einn þeirra erlendu
ríkisborgara sem hafa komið við
sögu í íslenskri knattspyrnu og
auðgað hana með framlagi sínu.
Hann er eini íslenski knattspyrnu-
þjálfarinn sem leitt hefur landslið í 8
liða úrslitakeppni Evrópu. Knatt-
spyrnusamband Íslands hefur í
mörg ár beitt sér fyrir þátttöku í
starfi á sínum vegum með það að
leiðarljósi að knattspyrna er leikur
án fordóma.
Hjálmar Sveinsson fær viður-
kenningu Alþjóðahúss en hann hefur
lagt sig fram við að lýsa og túlka þær
miklu þjóðfélagsbreytingar sem eiga
sér stað núna vegna alþjóðavæðing-
ar og loftslagsbreytinga í starfi sínu
sem dagskrárgerðarmaður á RÚV
undanfarinn áratug. Hjálmar, sem
var einn af stofnendum fréttaskýr-
ingaþáttarins Spegilsins, er hlutlaus
samfélagsgagnrýnandi sem kemst
að kjarna málsins.
Ævar Kjartansson dagskrárgerð-
armaður hefur sinnt málefnum inn-
flytjenda hin síðari ár og reynt að
vekja athygli á þeim möguleikum
sem felast í margbreytileika fjöl-
menningarsamfélags. Í þáttunum
Víðsjá og Vítt og breitt hefur Ævar
látið raddir fólks af erlendu bergi
brotið hljóma í útvarpi og vanið
þannig hlustendur Rásar 1 við mál-
far þeirra sem lært hafa íslensku á
fullorðinsárum. Það sé liður í að efla
umburðarlyndi miðaldra Íslendinga í
garð aðfluttra.
Þriðjungur félagsmanna
Eflingar eru útlendingar
Í fréttatilkynningu segir að Efl-
ing-stéttarfélag fái viðurkenningu
Alþjóðahúss fyrir að leggja mikla
áherslu á að sinna málefnum útlend-
inga en ríflega þriðjungur fé-
lagsmanna eru af erlendum upp-
runa, eða yfir 8.000 starfsmenn af
yfir 120 þjóðernum. Þegar fé-
lagsmönnum með erlent ríkisfang
tók að fjölga fyrir alvöru á árunum
2003-4 var mikið kapp lagt á að ná til
þess stóra hóps erlendra launa-
manna sem kominn var inn í félagið á
skömmum tíma, m.a. með útgáfu
fréttablaðs á nokkrum tungumálum,
kynningarfunda og námskeiðahalds,
ásamt því að eiga gott samstarf við
önnur félög og stofnanir.
Viðurkenning Alþjóðahúss, Vel að
verki staðið, er tileinkuð Thor Jen-
sen en hann flutti hingað til lands
ungur að aldri, vann sig upp úr sárri
fátækt og markaði rekstur fyrir-
tækja hans innreið tæknialdar í ís-
lenskt atvinnulíf og hafði hann
gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag á
fyrri hluta 20. aldar. Landsbankinn
er bakhjarl viðurkenningarinnar.
Fengu viðurkenn-
ingu Alþjóðahúss
Morgunblaðið/Ómar
Viðurkenning Sigurjón Árnason bankastjóri, Sigurður Bessason, formaður
Eflingar, Luca Lúkas Kostic, Ævar Kjartansson, Hjálmar Sveinsson, Ólafur
Ragnar Grímsson og Einar Skúlason við athöfnina í Alþjóðahúsi í gær.
ÞAÐ kemur í ljós
í skýrslu nefndar
sem fjallar um
Breiðavíkur-
heimilið hvort
gerð verður til-
laga um að að-
búnaður barna
sem dvöldu á
Kumbaravogs-
heimilinu verði
rannsakaður. Þetta segir Róbert
Spanó, formaður nefndarinnar, en
von er á skýrslu frá nefndinni eftir
einn mánuð.
Að undanförnu hafa einstaklingar
sem dvöldu á Kumbaravogi á sjö-
unda og áttunda áratugnum gagn-
rýnt í Morgunblaðinu stjórnendur
heimilisins og sett fram kröfu um að
gerð verði sambærileg rannsókn á
heimilinu og staðið hefur yfir á
Breiðavíkurheimilinu.
Alþingi samþykkti í vor lög sem
heimiluðu forsætisráðherra að setja
á fót nefnd til að kanna starfsemi
vist- og meðferðarheimila fyrir
börn. Lögin ná ekki til neins tiltek-
ins heimilis. Í erindisbréfi forsætis-
ráðherra var nefndinni hins vegar
falið að skoða Breiðavíkurheimilið,
en jafnframt að gera tillögu um
framhald starfsins.
Róbert sagði að nefndin myndi
gera tillögu um framhaldandi starf á
þessu sviði. Það gæti annars vegar
verið um að rannsaka einhver til-
tekin heimili eða hins vegar að
skoða þessi mál almennt.
Von er á
tillögu um
framhald
Róbert Spanó
Breiðavíkurnefndin
er að klára skýrslu