Morgunblaðið - 31.12.2007, Side 18

Morgunblaðið - 31.12.2007, Side 18
ÞREMUR kvöldum fyrir jól voru haldnir glæsilegir jólatónleikar í Fríkirkjunni á vegum flytjenda, en slíkt framtak er ávallt lofsvert, eink- um þegar jafn vel heppnast og raun bar vitni umrætt kvöld. Forvíg- ismenn tónleikanna voru tvær ungar söngkonur, sem stunda framhalds- nám í Salzburg og Lundúnum en enn sem komið er hafa þær látið lítið að sér kveða hér á landi, þótt flest bendi til þess að þær verði áberandi þegar fram líða stundir. Á tónleikunum fluttu þær ein- söngsverk, aríur og dúetta sem sam- in voru á um 300 ára tímabili í tón- listarsögunni. Fyrir hlé voru flutt mikil þrekvirki sönglistarinnar, m.a. aríur úr Guilio Cesare og Alcinu eft- ir Händel og lofsöngvar eftir Vivaldi og Schubert. Gaman var að heyra ljúfan samsöng Guðbjargar og Arn- bjargar, en raddir þeirra tveggja eru talsvert frábrugðnar hvor ann- arri. Guðbjörg söng allt af miklu næmi og öryggi en Arnbjörg var talsvert djarfari í flutningi sínum, stundum á kostnað spennumynd- unar í framvindu og tónstöðu. Sú síðarnefnda hafði aftur á móti til- komumikið vald á bjartri rödd sinni og söng t.a.m. „Domine Deus“ eftir Vivaldi með glæsibrag. Eftir hlé sungu stöllurnar nýlegri sönglög þar sem flutningur sérhvers verks var stórfenglegur. Ber einkum að nefna „Vertu guð faðir“ eftir Jón Leifs og „Ave Maria“ eftir Caccini í töfrandi flutningi Arnbjargar og „Corpus Christi Carol“ eftir Britten og „Ave Maria“ eftir Sigvalda Kaldalóns í fallegum flutningi Guð- bjargar. Þessir fulltrúar ungra framúrskarandi söngvara luku svo tónleikunum á samsöng með tón- leikagestum, en þegar þessum tíma- punkti var náð hefði undirrituð satt best að segja helst viljað heyra meira frá Björgunum tveimur. Glæsileg- ur sópran- söngur TÓNLIST Fríkirkjan Tónlist eftir Händel, Bach, Vivaldi, Schu- bert, Brahms, Jórunni Viðar, Caccini o.fl. Einsöngvarar: Arnbjörg María Danielsen, sópran, og Guðbjörg Sandholt, mezzo- sópran. Meðleikarar: Hrönn Þráinsdóttir, píanó, Guðný Þóra Guðmundsdóttir, fiðla og víóla, Melkorka Ólafsdóttir, flauta. Laugardaginn 22. desember 2007. Jólatónleikarbbbmn Alexandra Kjeld Næm Guðbjörg Sandholt mezzo- sópran söng af öryggi og næmni. Morgunblaðið/Júlíus 18 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING MYNDLISTARSÝNINGU Olgu Lúsíu Pálsdóttur í kirkju Óháða safnaðarins lýkur í dag. Olga stundaði nám við Listahá- skóla Íslands og útskrifaðist þaðan með BA-gráðu í mynd- list árið 2001. Þetta er 8. einkasýning Olgu sem hefur auk þess haldið fjölda samsýninga. Sýning Olgu er í tengslum við jólahá- tíðina og sögð eins konar predikun fyrir betri heimi og umhugsun um til- veru okkar. Opið er þann tíma sem messa stendur yfir í kirkjunni í dag, kl. 18. Kirkja óháða safnaðarins er við Háteigsveg í Reykjavík. Myndlist Sýningu Olgu Lúsíu lýkur í dag Kirkja Óháða safnaðarins. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands heldur Vínartónleika dagana 3., 4. og 5. janúar kl. 17 en hinn 5. verða tvennir tón- leikar, þeir seinni kl. 21. Tón- leikarnir eru fastur liður í tón- leikaári sveitarinnar og einn af hápunktum þess. Efnisskráin verður flutt fjór- um sinnum og einsöngvari á tónleikunum verður Auður Gunnarsdóttir. Austurríski hljómsveitarstjórinn og fiðluleikarinn Ernst Kovacic heldur um tónsprotann. Efnisskráin er með hefðbundnu sniði, valsar og önnur danstónlist úr smiðju Johanns Strauss fyr- irferðarmest. Tónlist Fernir Vínar- tónleikar Sinfó Ernst Kovacic LAUGARDAGINN 5. janúar kl. 14 verður opnuð sýning á ljósmyndum Ellerts Grét- arssonar í Saltfisksetrinu í Grindavík. Þar sýnir Ellert það helsta sem hann hefur verið að ljósmynda í íslenskri náttúru og landslagi síðustu árin. Ellert starfar í dag sem ljós- myndari og blaðamaður hjá Víkurfréttum á Suðurnesjum. Hann hefur sýnt ljósmyndir sínar víða, bæði innanlands sem utan og hlotið verðlaun fyrir ljósmyndir, hlaut í ár þrjár s.k. Honorable Mention viðurkenningar International Photography Awards fyrir náttúruljósmyndir í flokki atvinnumanna. Sýningunni lýkur 22. jan. Myndlist Ellert Grétarsson í Saltfisksetrinu Ellert Grétarsson Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is „ÞAÐ erfiðasta við kvartett er að þetta er svo persónulegt og náið sam- starf. Við æfum saman í fimm tíma á hverjum degi og allar listrænar og praktískar ákvarðanir þarf að taka í sameining. Þetta er mikil samvera og nærvera, ekki síst þegar við erum að ferðast svona mikið.“ segir Sig- urbjörn Bernharðsson, fiðluleikari og meðlimur strengjakvartettsins Paci- fica, sem nýtur sífellt meiri vinsælda í Bandaríkjunum og víðar um heim. Hann segir múrana á milli flytjenda og hlustenda klassískrar tónlistar vera að hrynja og sömuleiðis séu skil milli tónlistarstefna að verða óljósari. Auk Sigurbjörns skipa kvartettinn fiðluleikarinn Simin Ganatra, víólu- leikarinn Masumi Per Rostad og sellóleikarinn Brandon Vamos. Sam- starfið hefur gengið vel, að hluta til vegna þess að þau eru öll með fasta stöðu við Illinois-háskóla. Þar hafa þau nokkra kennsluskyldu, en fá líka tíma til þess að sinna tónlistinni og halda tónleika. „Við erum með um- boðsskrifstofu í Ameríku og tvær í Evrópu og eina í Japan. Þessar skrif- stofur vinna svo saman að því að búa til áætlanir þannig að allt gangi upp,“ segir Sigurbjörn, en kvartettinn held- ur hátt í hundrað tónleika á ári hverju. Hann segir að sigur í keppn- um og ýmsar viðurkenningar hafi snemma vakið athygli á Pacifica. „Við vorum heppin því að mjög snemma á ferlinum unnum við helstu verðlaun sem veitt eru fyrir flutning klass- ískrar tónlistar í Bandaríkjunum og nú síðast Avery Fisher Career verð- launin.“ Gullöld í kammertónlist Mikil eftirspurn er eftir tónleikum Pacifica og Sigurbjörn segir að það eigi við um marga klassíska flytj- endur þessi misserin. „Það er algjör gullöld í kammertónlist í Bandaríkj- unum. Síðastliðin fimm ár hefur orðið algjör sprenging í áhuga á þessari tónlist. Það eru tónleikaraðir að spretta upp alls staðar og ekki bara að spretta upp, þær ganga líka mjög vel og það er fullt á öllum tónleikum.“ Hann segir mikla grósku í tón- smíðum og viðhorfsbreyting hafi orð- ið á því hvernig fólk nálgast klassíska tónlist. „Það sem er svo merkilegt, og ég sé að sama þróun er komin af stað á Íslandi, er að það er markvisst verið að brjóta niður múra á milli flytjenda og hlustenda. Það hefur orðið til skilningur á menntunargildi tónlistar, bæði að það þurfi að mennta fólk í því að hlusta og líka losna við þá hug- mynd að þetta sé bara fyrir einhverja elítu. Ég þekki enga tónlistarmenn eða -konur sem geta starfað sem at- vinnufólk í tónlist og spilað einungis á hljóðfærin sín. Maður þarf að geta talað um tónlist á sannfærandi máta og þannig að hver sem er skilji það.“ Um leið og flytjendur og hlust- endur færast nær hver öðrum eru tónlistarstefnur að renna saman og blandast eftir nýjum leiðum. „Flytj- endur og tónskáld á mínum aldri eru alin upp við að hlusta á sömu tónlist og allir aðrir, hipphoppið og þetta allt saman. Þessi skil á milli klassískrar tónlistar og dægurtónlistar eru að verða óljósari og virðingin er orðin gagnkvæm þarna á milli, sem hún var kannski ekki. Eins og Leonard Bern- stein sagði, þá eru bara til tvær teg- undir af tónlist, góð og slæm.“ Makalaust góð tónlist Sigurbjörn segir það forréttindi að spila í strengjakvartett, því úrvalið af tónverkum sé gífurlegt. „Það er svo mikið til af makalaust góðri tónlist. Það er til dæmis þannig að mörg þekktustu tónskáldin skrifuðu sín síð- ustu verk fyrir strengjakvartetta. Þar má nefna Mozart, Dvorák, Mend- elssohn, Bartók og svo fleiri. Það virðist vera að þegar tónskáld vilja skrifa persónulegustu og tjáning- arríkustu tónlistina sína eða gera til- raunir að þá er auðveldara að semja fyrir lítinn tónlistarhóp. Það er auð- veldara að biðja fjóra vini sína að spila eitthvað eftir sig heldur en heila hljómsveit. Tónskáld hafa sagt mér að þetta sé erfiðasti miðillinn til þess að vinna í, en jafnframt mjög full- nægjandi. Þarna er ekki hægt að fela sig á bak við neitt.“ Eins og Shakespeare Undanfarið hefur Pacifica einbeitt sér að strengjakonsertum Beethov- ens og flutt þá bæði í heild sinni og hvern fyrir sig. „Þessir strengjakons- ertar eru ástæðan fyrir því að við ákváðum að fara þessa leið í tónlist- inni,“ segir Sigurbjörn. „Þessir kons- ertar eru eins og Shakespeare verk fyrir leikara, algjör grundvall- arstykki. Öll tónskáld sem hafa komið á eftir honum hafa orðið fyrir áhrifum af þessum verkum. Öll síðustu verkin sem Beethoven samdi voru kvart- ettar og þetta eru hans persónuleg- ustu og tilraunakenndustu tónverk. Það eru þrjú tímabil í lífi Beethovens sem eru svo gerólík að það er næstum eins og að spila verk eftir þrjú ólík tónskáld. Það er ofboðslega fróðlegt að sökkva sér ofan í svona vinnu.“ Sjálfstæði raddanna Elliott Carter er eitt merkasta tón- skáld Bandaríkjanna og hann verður tíræður á næsta ári. Pacifica tekur þátt í því að heiðra hann af því tilefni. „Hann samdi fimm kvartetta þar sem hann fann alveg nýjan flöt á því hvernig ætti að semja tónlist og hugsa um tónlist,“ segir Sigurbjörn. „Það sem við í Pacifica höfum lagt áherslu á og verið sammála um, er að við spilum eingöngu þau verk sem við trúum á og álítum að séu frábær verk, hvort sem þau voru samin fyrir tvö hundruð árum eða í gær.“ Sig- urbjörn segir að ólík tónlist krefjist ólíkrar nálgunar og það sé hollt fyrir flytjendur að spreyta sig á hvoru tveggja. „Maður er oft svo upptekinn af því að í kvartett sé mikill sam- hljómur og samhæfing, og það er oft nauðsynlegt, en svo þegar maður spilar til dæmis verk eftir Carter þá leggur hann svo mikið upp úr sjálf- stæði raddanna. Stundum lætur hann okkur sitja eins langt frá hvort öðru á sviðinu og hægt er. Þetta er mjög fróðlegt og eftir þessa törn þá nálgast maður klassísku tónskáldin á annan hátt.“ Brjóta niður múra með boga og strengjum Morgunblaðið/Kristinn Múrbrjótur Fiðluleikarinn Sigurbjörn Bernharðsson segir múra á milli ólíkra tónlistarstefna vera að rofna. Í HNOTSKURN »Sigurbjörn Berharðssonkemur fram á Íslandi á Listahátíð í Reykjavík í sumar. Þar spilar hann hátíðartónleika til að heiðra tónskáldið Þorkel Sigurbjörnsson á sjötugsafmæl- inu. »Meðlimir Pacifica kynntustflestir í tónlistarnámi og hafa spilað saman frá því þau voru táningar. Kvartettinn hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 2000. MARK F. Turn- er, ritstjóri djass- vefritsins All about jazz, nefn- ir plötu Jóels Pálssonar saxó- fónleikara, Varp, meðal bestu djassplatna árs- ins. Framúrskar- andi upptökur sem höfðu varanleg áhrif á árinu 2007, er yfirskrift úttektarinnar. Af öðrum plötum má nefna Prezens með David Torn; Camp Meeting með Bruce Hornsby og The Wish með Julie Hardy. Varp „fram- úrskarandi“ Jóel Pálsson ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.